Morgunblaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
BANDARÍSKIR og íraskir her-
menn hófu stórsókn inn í Fallujah í
Írak í fyrrinótt og náðu aðalsjúkra-
húsi borgarinnar á sitt vald. Ayad
Allawi, forsætisráðherra írösku
bráðabirgðastjórnarinnar, kvaðst
hafa heimilað hernaðinn og sagði að
markmiðið væri að uppræta upp-
reisnarmenn í borginni.
Fallujah er álitin öflugasta vígi
uppreisnarmanna úr röðum íraskra
súnníta. „Við erum staðráðnir í því
að hreinsa borgina af hryðjuverka-
mönnum,“ sagði Allawi.
Fyrsta markmið hersveitanna var
að ná aðalsjúkrahúsi borgarinnar á
sitt vald. Allawi og yfirmenn Banda-
ríkjahers sögðu að sjúkrahúsið hefði
verið á valdi uppreisnarmanna.
Íraski forsætisráðherrann sagði
að 38 manns hefðu beðið bana í árás-
inni á sjúkrahúsið. „Við vitum ekki
hvort þeir sem féllu voru Írakar.
Þeir voru í sjúkrahúsinu til að fremja
hryðjuverk,“ sagði Allawi.
Hermennirnir sprengdu upp
hurðir og drógu sjúklinga í hand-
járnum fram á ganga þegar þeir leit-
uðu að vopnuðum mönnum í bygg-
ingunni. Allawi sagði að fjórir
útlendingar, þeirra á meðal tveir
Marokkómenn, hefðu verið hand-
teknir.
Stórskotalið og flugvélar gerðu
harðar sprengjuárásir á skotmörk í
Fallujah og nágrenni og bandarísk
herþota skaut flugskeytum á vígi
uppreisnarmanna. Fjórum 225 kíló-
gramma sprengjum var varpað á
borgina.
Um 5.000 hermenn tóku þátt í
hernaðinum í gær.
Mesti borgarhernaður
frá Víetnamstríðinu?
Hersveitirnar náðu einnig á sitt
vald tveimur brúm yfir Efrat-fljót í
útjaðri borgarinnar. Yfirmenn hers-
ins sögðu að erfiðasti hluti sóknar-
innar væri enn eftir: þegar hermenn-
irnir færu yfir á austurbakka Efrat
og réðust inn í aðalborgarhlutann,
meðal annars Jolan-hverfið þar sem
varnir uppreisnarmanna eru taldar
öflugastar.
Yfirmenn hersins sögðu að sóknin
gæti orðið að mesta borgarhernaðin-
um frá Víetnamstríðinu. Um 10.000
bandarískir og íraskir hermenn eru í
grennd við Fallujah og áætlað er að
um 3.000 uppreisnarmenn séu í
borginni. Íbúar hennar eru um
300.000 og talið er að um helmingur
þeirra hafi þegar flúið hana.
Íraska bráðabirgðastjórnin og
Bandaríkjaher hafa heitið því að
uppræta uppreisnarmenn úr röðum
súnníta í Fallujah og fleiri borgum
norðan og vestan við Bagdad fyrir
kosningar sem ráðgerðar eru í Írak í
janúar.
Neyðarlög sett
Allawi sagði að neyðarlög hefðu
verið sett í Fallujah og nálægri borg,
Ramadi. Vegum og opinberum bygg-
ingum í borgunum tveimur var lokað
og vopn voru bönnuð. Þá var alþjóða-
flugvellinum í Bagdad lokað í tvo sól-
arhringa og landamærin að Sýrlandi
og Jórdaníu voru lokuð.
Klerkar súnníta í Fallujah for-
dæmdu þátttöku íraskra hermanna í
sókninni. „Við sverjum við nafn guðs
að við munum veita ykkur mót-
spyrnu á götunum, fara inn í hús
ykkar og slátra ykkur eins og
sauðfé,“ sagði í yfirlýsingu frá klerk-
unum.
Hernaðurinn fordæmdur
Bandaríkjaher sagði að uppreisn-
armennirnir hefðu neytt lækna
sjúkrahússins í Fallujah til að „veita
rangar upplýsingar í áróðursskyni“.
Herinn lagði áherslu á að sjúkrahús
nytu ekki verndar ef þau væru notuð
í hernaðarlegum tilgangi.
Þegar bandarískar hersveitir sátu
um Fallujah í apríl sögðu læknar
sjúkrahússins að hundruð óbreyttra
borgara hefðu beðið bana. Hörð við-
brögð almennings í Írak og grann-
ríkjunum urðu til þess að Banda-
ríkjastjórn ákvað að fresta sókninni
inn í Fallujah. Bandarískir embætt-
ismenn sögðu að mannfallið í borg-
inni hefði verið ýkt.
Yfirmaður aðalsjúkrahússins í
Fallujah fordæmdi árásina á það og
neitaði því að það hefði verið á valdi
uppreisnarmanna. Hann sakaði
einnig Bandaríkjaher um að hafa
meinað læknum og sjúkrabílum að
fara inn í aðalborgarhlutann til að
hjálpa þeim sem hafa særst í átök-
unum.
Áhrifamikil hreyfing klerka úr
röðum íraskra súnníta fordæmdi
hernaðinn í Fallujah í gær og sagði
hann beinast gegn saklausu fólki.
Hreyfingin hefur hótað að sniðganga
kosningarnar.
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, og fleiri höfðu
varað við því að hernaður í Fallujah
gæti komið af stað hrinu átaka sem
stefndu kosningunum í janúar í
hættu.
Bandaríkja-
her blæs til
stórsóknar í
Fallujah
AP
Uppreisnarmenn í Fallujah í Írak gera árás á bandaríska hermenn sem hófu mikla sókn inn í borgina í gær.
Fallujah. AP.
BRÉFIÐ sem Bobby Fischer, fyrr-
verandi heimsmeistari í skák,
sendi Þórði Ægi Óskarssyni, sendi-
herra Íslands í Japan, og sem sagt
var frá í Morgunblaðinu í gær, er
handskrifað og dagsett 27. októ-
ber. Bréfritari kynnir sig sem „Ro-
bert James Fischer, fórnarlamb
mannráns, sem haldið er ólöglega í
varðhaldi í Austur-Japan, Ushiku,
Ibaraki-héraði í Japan, klefa núm-
er 202“.
Í frétt Morgunblaðsins í gær
kom fram að ekki væri til alvar-
legrar skoðunar hjá íslenskum
stjórnvöldum að veita Fischer
hæli. Vekur athygli að á heimasíðu
sem nefnd er í bréfi Fischers segir
nú að „Bobby“ hafi „komið Íslandi
á kortið árið 1972“. „Nú virðist
sem Íslendingar vilji ekki hreyfa
litlaputta til að bjarga lífi Bobbys
undan hinu svívirðilega samsæri
Bandaríkjanna og Japans um að
drepa hann,“ segir þar síðan.
Bréf Fischers er annars svo-
hljóðandi:
„Kæri herra Óskarsson. Í fram-
haldi af símasamtali okkar frá því
fyrr í dag skrifa ég þér nú með
formlegum hætti í því skyni að
biðja um pólitískt hæli á Íslandi.
Til að fá heildstæða sýn á bak-
grunn málsins farðu vinsamlegast
á vefsíðuna http://home.att.ne.jp/
moon/fischer og hladdu niður og
prentaðu út greinina „Staðreyndir
málsins“ [e. Statement of facts].
Það er sérstaklega mikilvægt að
þið veitið mér pólitískt hæli án taf-
ar því geislavirk efni leka nú úr
kjarnorkuverinu í Tokaimura og
hafa raunar verið að gera stöðugt
síðustu fimm ár-
in. 30. sept-
ember 1999 varð
afar stórt kjarn-
orkuslys þar og
tveir starfsmenn
versins létust og
a.m.k. 660 íbúar
bæjarins urðu
fyrir geislun. Sjá
grein í „The
Daily Yomiuri“
dagsetta 2. októ-
ber 2004 sem
nefnist „Kjarn-
orkufyrirtæki
breyta öryggis-
hegðun“, eftir
Toshiaki Sato, Tatsuo Nanjima og
Isaku Modera, blaðamenn á
Yomiuri Shimbun (sem kann að
vera á vefsíðunni sem nefnt er hér
að ofan).
Við þetta bætast þær nýlegu
fréttir að annað „minni háttar“
slys hafi orðið 14. október 2004 en
þá slapp út í andrúmsloftið umtals-
vert magn af „lítið“ geislavirkum
efnum. Sjá grein á japönsku í dag-
blaðinu „Nikkei“ frá 17. október
2004 og enska þýðingu þess (sem
einnig kann að vera á áðurnefndri
vefsíðu).
Ég hef grátbeðið (skriflega) um
að fá að vera fluttur í aðrar inn-
flytjendabúðir í Japan en yfirvöld/
mannræningjarnir hérna neita því
hreint út og segja að japanska
heilbrigðisráðuneytið hafi sagt að
engin heilsufarsleg hætta stafi af
kjarnorkuverinu í Tokaimura.
Þessi „loforð“ valda því að mér
rennur kalt vatn milli skinns og
hörunds (eða kannski heitt
eins og ef um geislavirkt
efni væri að ræða?).
Bandarísku/japönsku
stjórnvöldin/glæpalýðurinn
hafa því gefið mér þessa
kosti: að vera áfram hér í
hinni geislavirku Ushiku og
deyja af völdum geislaeitr-
unar eða gefa þennan slag
upp á bátinn og samþykkja
hina ólöglegu „brottvikn-
ingu“ úr landi og til Banda-
ríkjanna þar sem ég yrði
fangelsaður, pyntaður og
myrtur. Það er allt eins lík-
legt að tilneydd nálægð mín
við geislavirk efni frá
Tokaimura-kjarnorkuverinu þýði
að dauði verði hvort eð er ekki
umflúinn og að ég deyi hörmuleg-
um dauða af völdum krabbameins.
En jafnvel þó að það væri stað-
reynd þá myndi ég vilja deyja
frjáls maður í vinsamlegu þriðja
ríki.“
Gefur Fischer síðan upp tengilið
sinn í Japan, Miyoko Watai, og þar
á eftir kemur svo undirskrift hans.
Neðst hefur hann svo bætt þessu
við:
„P.s. ef bandarísk stjórnvöld
segja þér (eins og ég er viss um að
þau muni gera) að það „væri ekki
gott fyrir samband Bandaríkjanna
og Íslands“ ef þið veittuð mér póli-
tískt hæli þá ættirðu að segja þeim
þau tíðindi að: „Nei, það séu glæp-
ir ykkar gagnvart hr. Fischer sem
eru skaðleg fyrir samskipti Banda-
ríkjanna og Íslands.“ Ég myndi svo
gjarnan vilja sjá hvernig þeir
brygðust við því!“
Bréf Bobbys Fischers til sendiherra Íslands í Japan
Vill deyja frjáls maður
í vinsamlegu ríki
Bobby Fischer
MOHAMED ElBaradei, yfirmað-
ur Alþjóðakjarnorkumálastofnun-
arinnar (IAEA), segir veröldina í
„kapphlaupi við tímann“ um að
fyrirbyggja að kjarnorkuvopn
berist í hendur hryðjuverka-
manna. Grípa þurfi til ráðstafana
þegar í stað ætli menn ekki að
vakna upp við það einn daginn að
framið hafi verið hryðjuverk í lík-
ingu við árásina 11. september
2001 með kjarnorkuvopnum.
ElBaradei var að ávarpa
tveggja daga ráðstefnu sem hald-
in er í Sydney í Ástralíu um bar-
áttuna gegn frekari útbreiðslu
kjarnorkuvopna. Sagði hann að
veröldin væri ekki í stakk búin til
að takast á við kjarnorkuvopna-
eða geislaárás hryðjuverkamanna
og því yrði að efla varnir gegn út-
breiðslu slíkra vopna þegar í stað.
ElBaradei sagði að nýtt hugar-
far þyrfti að koma til. Fyrir 11.
september 2001 hefðu menn aldr-
ei gert sér í hugarlund að hryðju-
verkamenn kynnu vísvitandi að
nota kjarnorku- eða geislavopn
eða að þeir myndu reynast viljugir
til að fórna eigin lífi. Árásin á
Bandaríkin og aukin, ólögleg
verslun með geislaefni ylli því hins
vegar að áður álitin sannindi um
öryggi í kjarnorkumálum ættu
ekki lengur við.
„Við þurfum að grípa til fyrir-
byggjandi aðgerða áður en við
stöndum frammi fyrir kjarnorku-
eða geislavopna-
vá. Við eigum
ekki að bíða þess
að 11. septem-
ber endurtaki
sig eða atburður
eins og kjarn-
orkuslysið í
Tsjernóbyl eigi
sér stað,“ sagði
ElBaradei.
„Hættan er alls staðar fyrir hendi.
Hún er raunveruleg, hún blasir
við okkur og hún er alls staðar.
Við verðum að biðja þess heitt að
ekkert gerist.“
Fleiri ríki auðga úran
ElBaradei ræddi Íran sérstak-
lega og sagði bráðabirgðasam-
komulag sem náðist fyrir tilstilli
Frakka, Þjóðverja og Breta í síð-
ustu viku skref í rétta átt, en Ír-
anir eru grunaðir um að vilja
koma sér upp kjarnorkuvopnum.
Vakti ElBaradei athygli á því að
ríki sem búið væri að koma sér
upp auðguðu úrani eða plútoni
gæti framleitt kjarnorkuvopn á
aðeins nokkrum mánuðum. Ekki
væri gaman til þess að hugsa að
eftir 10-30 ár ættu 40-50 ríki auðg-
að úran eða plúton. „Við þær að-
stæður sem ríkja eftir 11. sept-
ember veldur það miklum
áhyggjum að horfa upp á stöðuga
fjölgun þeirra ríkja sem vinna að
auðgun úrans,“ sagði hann.
Baráttan gegn útbreiðslu kjarna-
vopna sögð „kapphlaup við tímann“
Óttast að hryðju-
verkamenn beiti
kjarnavopnum
Sydney. AP, AFP.
Mohamed
ElBaradei