Morgunblaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 20
Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898- 5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborg- arsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Lengi hefur verið rætt um hversu stuttur aðalferðamannatíminn er hér á landi. Vissulega er enn ástæða til þess en ým- islegt bendir til að breyting sé að eiga sér stað. Höfundur pistilsins hefur tekið eftir að erlent ferðafólk er hér í auknum mæli allt árið. Um helgina var til dæmis slæð- ingur af erlendum ferðamönnum á Reykja- neshringnum, á milli Grindavíkur og Hafna. Á meðan ég staldraði við á Brúnni milli heimsálfa komu þangað ferðamenn á þrem- ur bílaleigubílum, allt útlendingar, og nor- rænn hópur með rútu. Það er greinilegt að þessi brú, sem áhugamenn um ferðamál settu upp til að vekja athygli ferðafólks á skilum meginlandsflekanna sem koma á land á Reykjanesi – og draga að ferðafólk – hefur ekki verið til einskis. Staðurinn er frekar illa merktur en svo virðist sem ferða- fólk beinlínis leiti hann uppi.    Hugmyndir eru uppi um að koma upp sterkum seglum fyrir ferðafólk á þessu svæði. Hugmyndirnar ganga undir nafninu Blái demanturinn með vísan til staðsetn- ingar seglanna fjögurra á landakortinu og dregur þannig dám af Gullna þríhyrn- ingnum, Þingvöllum, Gullfossi og Geysi. Bláa lónið er eitt af hornum fyrirhugaðs demants en hin verkefnin eru ennþá á hug- myndastigi eða í þróun, Víkingaheimar í Njarðvík, Sjávarsafn í Höfnum og Reykja- nesvirkjun.    Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Reykjanesi. Þar er verið að bora háhitahol- ur og byrjað er á byggingu stöðvarhúss fyr- irhugaðrar Reykjanesvirkjunar sem mun selja rafmagn til stækkunar álvers Norður- áls á Grundartanga. Vissulega er nokkurt rask vegna slíkra stórframkvæmda, ekki síst á meðan á framkvæmdum stendur, en reynslan sýnir að Hitaveitu Suðurnesja er treystandi til að ganga vel frá eftir sig. Stjórnendur fyrirtækisins gera ráð fyrir að í stöðvarhúsinu verði aðstaða til að taka á móti ferðafólki. Hugmyndirnar eru lítið útfærðar, enda fer allur kraftur ráðgjafa og starfsmanna í að hanna og byggja virkjun sem auðvitað er aðalatriðið. Það gæti styrkt mjög ferðaþjónustu á svæðinu og landinu öllu ef hægt yrði að koma upp skemmtilegri aðstöðu til að upplýsa fólk um starfsemi virkjunarinnar og nýtingu auðlindarinnar. REYKJANES EFTIR HELGA BJARNASON BLAÐAMANN FjöllistamaðurinnLýður Árnason,læknir á Flateyri, og heldur útgáfuhátíð í Lista- og menningarver- stöðinni Hólmaröst á Stokkseyri næstkomandi laugardag, vegna geisla- disksins Frá Valhöll til Himnaríkis. Sýnt verður brot úr nýrri mynd Lýðs og Reynis Traustasonar um Ís- manninn, Sigurð Pétursson á Grænlandi. Meðal þeirra sem fram koma með hljóm- sveit Lýðs eru Jón Rós- mann Mýrdal söngvari og Illugi Gunnarsson, aðstoð- armaður utanríkisráðherra, sem leikur á píanó. Ólafur Helgi Kjartansson sýslu- maður og Þorgeir Ástvalds- son dagskrárgerðarmaður takast á í poppgátu. Hljóm- sveitin Gifsarnir frá Tónlist- arskóla Árnesinga leikur úrval Kinks-laga. Í tilkynn- ingu segir að hátíðin sé hluti af mannlífs- og menningar- samstarfi Sunnlendinga og Vestfirðinga. Útgáfuhátíð Bókaverslun Þórarins Stefánssonar á Húsavík fagn-ar 95 ára starfsafmæli sínu um þessar mundir.Þórarinn stofnaði verslunina og hefur hún verið rekin allar götur síðan sem ein af helstu verslunum bæj- arins og er elsta bókaverslun á landsbyggðinni. Núverandi eigendur að versluninni eru hjónin Sig- urður Friðriksson og Sólrún Hansdóttir ásamt syni sín- um, Friðrik, og Magneu Magnúsdóttur eiginkonu hans. Þau keyptu verslunina árið 2001 af Björgu Friðriks- dóttur, ekkju Ingvars Þórarinssonar sem tekið hafði við rekstri hennar á sínum tíma af föður sínum. Ingimundur Jónsson (t.v.) var einn fjölmargra Þing- eyinga sem komu í afmælisveislu Bókaverslunar Þór- arins Stefánssonar og sést hér á skrafi við Sigurð Frið- riksson. Morgunblaðið/Hafþór Bókaverslun í 95 ár Þórarinn Eldjárnheyrði fréttir afArafat; hann væri að vísu ekki farinn en bú- inn að tryggja sér pláss um borð og léti bátinn bíða eftir sér: Gott að Yasser fékk loks far með ferjunni hjá Karon. En skelfilega skítlegt var að skilja eftir Sharon. Tómas Waage orti klukkan sjö að morgni: Stirt og freðið úti er allt ísing bryddar hærur. Ég finn að það er fjári kalt – fer í síðar nærur. Ísland hefur átt mörg góð ættjarðarskáld sem hafa ort ódauðleg kvæði til ættjarðarinnar. Jón Ingvar Jónsson heldur úti bloggsíðunni leir.gsm- blogg.is. Þar segist hann hafa verið trúr tíðarand- anum er hann í febrúar 2002 reyndi að koma sér í hóp bestu ættjarðar- skálda með ljóðinu Landssýn: Himnafarið heim mig ber heill sé drottni, lof og prís; ægifagurt undir mér Ísland hart og þrútið rís. Um ættjörðina pebl@mbl.is Þjórsárdalur | Níu hundruð ár eru liðin frá því Heklugos lagði byggð í Þjórsárdal í eyði, en það var árið 1104. Undanfarna mánuði hefur hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverja- hrepps undirbúið að minnast þess með ýms- um hætti. Á vef Skeiða- og Gnúpverjahrepps, www.skeidgnup.is, kemur fram að gert er ráð fyrir þremur meginþáttum. Það eru kynning á Þjórsárdalnum og sögu hans í fjölmiðlum, verkefnavinna í Þjórsárskóla og hátíð í Stangarbænum. Ingunn Guðmunds- dóttir sveitarstjóri segir að Stangarhátíðin verði fimmtudaginn 11. nóvember. Hluti gömlu byggðarinnar var grafin upp 1939, meðal annars bærinn að Stöng. Verið er að undirbúa merkingu bæjanna og ann- arra sem heimildir eru til um. Ingunn segir að það sé gert í þeim tilgangi að auka áhuga ferðafólks á þessu svæði. Þarna sé auðvitað náttúrufegurð en upplýsingar um byggðina í Þjórsárdal gæti aukið upplifun ferðafólks og stuðlað að því að þessar merku fornminj- ar gleymdust ekki. Hátíð á Stöng „Goslokahátíð“ í Þjórsárdal Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson Þjóðveldisbærinn Bærinn var byggður í tilefni 1100 ára byggðar í landinu og Stangarbærinn lagður til grundvallar. Kelduhverfi | Hval, líklega andanefju, rak vestast á Lónsreka í Kelduhverfi. Fram kemur á fréttavefnum kelduhverfi.is að Björn Guðmundsson í Lóni hafi komið auga á hræið síðastliðinn föstudag og hafi hvalinn sennilega rekið á land á miðviku- dag eða fimmtudag í vikunni áður. Hvalurinn er 6 metra langur og frekar illa lyktandi, sérstaklega ef staðið var hlé- megin við hann. Segir kelduhverfi.is að fjölmargir hafi lagt leið sína til að skoða gripinn síðan fréttist af honum. Ekki er bú- ið að ákveða hvað gert verður við hræið. Hval rekur í Kelduhverfi ♦♦♦ Laxamýri | Líf og fjör var í Hafralækjarskóla í Aðaldal þessa vikuna því dansnámskeið stóð þar yfir og er það alltaf kær- komin tilbreyting í skólastarfinu. Að venju var endað með sýn- ingu og voru þar foreldrar, afar og ömmur saman komin til þess að sjá árangurinn á dansgólfinu þar sem allir bekkir sýndu listir sínar. Enginn varð fyrir von- brigðum því eins og oft áður áttu yngstu nemendurnir senuna og hlutu að launum mikið klapp í salnum. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Yngstu nemendurnir áttu senuna Dans Úr bæjarlífinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.