Morgunblaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS VINCE VAUGHN BEN STILLER DodgeBall  Ó.Ö.H. DV  S.V. Mbl. THE HUNT FOR THE BLOOD ORCHID Þorirðu að velja á milli? Toppmyndin á Íslandi í dag Toppmyndin á Íslandi í dag Sýnd kl. 4. Ísl. tal. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12 ára. kl. 6,8.30 og 10.40. B.i. 12 ára. J U L I A N N E M O O R E HVAÐ EF ALLT SEM ÞÚ HEFUR UPPLIFAÐ...VÆRI EKKI RAUNVERULEGT? J U L I A N N E M O O R E HVAÐ EF ALLT SEM ÞÚ HEFUR UPPLIFAÐ...VÆRI EKKI RAUNVERULEGT? Sýnd kl. 8. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 6. Ísl. tal. Sýnd kl. 6 og 10.20. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 4. Ísl. tal.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 14 ára. Loksins mætast frægustu skrímsli kvikmyndasögunnar í mögnuðu uppgjöri! i í li i í j i MERYL STREEPDENZEL WASHINGTON á allar erlendar myndir í dag, ef greitt er með Námukorti Landsbankans á allar erlendar myndir í dag, ef greitt er með Námukorti Landsbankans Kr. 500 NAUSTIÐ á Vesturgötunni er einn rótgrón- asti veitingastaður Reykjavikur og hefur þjóðan borgarbúum með mat og drykk í hálfa öld. Á laugardaginn síðasta var einmitt haldið upp á fimmtíu ára afmæli staðarins og um leið því fagnað að nýir rekstraraðilar hafa tekið við Naustinu, þau Anton Viggósson yfirmatreiðslumaður og kona hans, Katrín Stefánsdóttir. Jón Örn Jónsson veitingastjóri, Jónas Ólafsson matreiðslumeistari og Anton Viggósson, yfir- matreiðslumaður og nýr rekstraraðili Naustsins, voru að vonum kampakátir þetta kvöldið. Hulda Guðnadóttir og Jón Hafliði Sigurjónsson voru á meðal þeirra fjölmörgu sem fögnuðu afmælinu. Morgunblaðið/ÞÖK Naustið 50 ára ÞEGAR búið er að gera of margar framhaldsmyndir um vinsæl skrímsli á borð við Geimskrímslin úr Alien og geimveiðimennina úr Predator, fara menn að leita að þessu litla tilbrigði, þessari örlitlu nýjung sem getur réttlætt gerð fleiri mynda í flokkunum. Hugmyndarík- um mönnum datt í hug að egna sam- an illmennum úr tveimur ólíkum seríum í Freddy vs. Jason á síðasta ári, og nú hefur Paul W.S. Anderson farið sömu leið í hasarmyndinni Alien vs. Predator (Geimóvættir gegn geimveiðimönnum). Í þessum myndum er hægt að endurnýja hug- myndina með því að láta reyna á skrímslin og illmennin í nýjum að- stæðum, reyna á þanþol þeirra og innsta persónuleika andspænis jafn- ingja sínum. Á meðan tilraunin tókst ágætlega í Freddy vs. Jason, að því leyti að þar var haldið ákveðinni tryggð við reglukerfi upphaflegu myndanna, er Alien vs. Predator fremur hraðsoðin kvikmynd að öllu leyti, handritið er langsótt í meira lagi, enda veit það sjaldnast á gott þegar leitað er aftur í „fornar sið- menningar“ til að undirbyggja plott- ið í hasarmyndum. Hér kynnumst við hópi vísindamanna og æv- intýrafólks sem heldur á suðurheimskautið til að kanna undarlegar forn- leifar djúpt í ísnum. Þar reynist móðurgeimóvætt- ur (alien) nokkur halda til, og bíða eftir mannfólki til þess að nota til að koma ungviði sínu á legg. Geim- veiðimennirnir (predators) eru líka komnir með geimskip á staðinn og stefna í allsherjarbaráttu við geim- óvættirnar. Það eina góða við mynd- ina er ágæt kvenhetja sem virkar sem nokkurs konar arftaki töffarans Ripley sem Sigourney Weaver túlk- aði svo ágætlega um árið. Sjálfar geimóvættirnar og allur óhugnað- urinn sem fylgdi þeim eru hins vegar gengisfelldar allhrapallega í barátt- unni við geimveiðimennina, sem reynast vera góðu gæjarnir þegar á reynir og tuska óvættirnar til eins og hverjar aðrar eðlur. Hasaraðdá- endur geta alveg haft gaman af þessari mynd, en sem kvikmynd er hún einkar óverðugt framhald á Alien-seríunni. Geimveiðimaður (predator) skimar eftir bráð. Gengisfelldar geimóvættir KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn og Borgarbíó Leikstjórn: Paul W.S. Anderson. Aðal- hlutverk: Sanaa Lathan, Raoul Bova, Lance Henriksen. Bandaríkin, 2004. Geimóvættir gegn geimveiðimönnum (Alien vs. Predator)  Heiða Jóhannsdóttir Live Aid-tónleikarnir, frægustuog íburðarmestu góðgerðar- tónleikar sögunnar, komu út á mynddiski í gær en þeir fóru fram árið 1985. Gordon Brown, fjár- málaráðherra Bretlands, hefur ákveðið að fella virðisaukaskatt af plötunni niður og einnig af nýrri útgáfu á laginu „Do They Know It’s Christmas?“. Þessi ákvörðun gæti fært Live Aid-sjóðnum ríflega hálf- an milljarð íslenskra króna og sagði Bob Geldof, talsmaður samtakanna, að þessi ákvörðun væri „stór- fengleg“. Á nýrri útgáfu lagsins taka meðal annars Paul McCartney, Chris Martin, Robbie Williams, Dido og Ms. Dynamite lagið. Upp- runalega kom lagið út fyrir tuttugu árum síðan og þá tóku stjörnur þess tíma þátt, m.a. Simon Le Bon, George Michael, Bono og Boy George.    Hægt er að verða sér úti um tón-leika Metallica sem fram fóru í Egilshöll í sumar í gegnum vefsíð- una www.metallicalive.com. Vefsíð- an er samþykkt af meðlimum Met- allica og skrifar trymbillinn Lars Ulrich aðfaraorð að síðunni. Boðið er upp á gæðaupptökur sem koma beint úr hljóðblöndunarborðinu og kosta tónleikarnir um tíu dollara (tæpar 700 krónur íslenskar) og þarf að hlaða þeim niður af síðunni í skrá- arformi (MP3 eða FLAC). Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.