Morgunblaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FORSETI palestínska þingsins krafðist þess í gær að eiginkona Yassers Arafats, forseta Palestínu- manna, bæðist afsökunar á ummæl- um um að palestínskir embættis- menn hygðust „grafa hann lifandi“. „Örfáir menn, sem reyna að erfa völdin, ætla að koma til Parísar til að reyna að grafa Abu Ammar [Arafat] lifandi. Ég bið ykkur að athuga um- fang þessa samsæris,“ sagði eigin- kona palestínska forsetans, Suha Arafat, í stuttu viðtali við arabíska gervihnattasjónvarpið Al-Jazeera í fyrrakvöld. Suha Arafat skírskotaði til Mahmuds Abbas, starfandi leiðtoga Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO), Ahmeds Qureis forsætisráð- herra og Nabils Shaath utanríkis- ráðherra. Embættismennirnir þrír höfðu ákveðið að heimsækja Arafat á sjúkrahús í París og fyrstu viðbrögð þeirra við ummælum eiginkonunnar voru þau að hætta við ferðina. Þeir ákváðu þó síðar að heimsækja Arafat í gær ásamt forseta palestínska þingsins, Rawhi Fattuh. Fimm æðstu embættismenn Pal- estínumanna voru því erlendis í gær. Palestínski utanríkisráðherrann sagði að þeir vildu hitta Arafat til að fá „raunverulegar upplýsingar“ um ástand hans. „Ekki eign lítillar fjölskyldu“ Tayeb Abdelrahim, skrifstofu- stjóri í höfuðstöðvum Arafats í Ramallah, sagði að palestínsku emb- ættismennirnir væru „forviða“ á þeirri ásökun eiginkonu Arafats að þeir færu til Parísar í því skyni að „grafa hann lifandi“. „Arafat er ekki eign lítillar fjöl- skyldu,“ sagði hann. „Hann starfar fyrir alla palestínsku þjóðina og við biðjum til Guðs að hann komi aftur heill heilsu til að láta draum sinn um Palestínuríki rætast. Enginn getur komið í veg fyrir að leiðtogarnir afli sér upplýsinga um heilsu forsetans.“ Forseti þingsins krafðist þess að Suha Arafat bæði palestínsku þjóð- ina afsökunar á ummælunum. „Það er óviðunandi að Suha ráði því ein hvaða upplýsingar eru veittar [um ástand Arafats],“ sagði Fattuh. Palestínskir embættismenn, fjöl- miðlar í Ísrael og fréttaskýrendur hafa gagnrýnt Suha Arafat fyrir að hafa ekki veitt nægar upplýsingar um ástand forsetans. Þeir segja að þögn hennar hafi orðið til þess að fjölmargar kviksögur hafi komist á kreik. Sögð styðja harðlínumenn Fregnir herma að Suha Arafat hafi á síðustu dögum skipað sér við hlið palestínskra embættismanna sem eru andvígir núverandi forystu- mönnum Palestínumanna. Hún er sögð hafa tekið afstöðu með harðlínumönnum í PLO sem lögðust gegn friðarsamningunum við Palestínumenn 1993. Svo virðist sem þeir séu að reyna að ná völdunum í PLO. Suha Arafat hefur búið í París síð- ustu árin og fengið rausnarlegt framfærslufé frá eiginmanni sínum. Frönsk yfirvöld eru að rannsaka ásakanir um að palestínskir embætt- ismenn hafi lagt sem svarar tæpum 800 milljónum króna inn á banka- reikninga hennar með ólöglegum hætti. „Þetta virðist vera einhvers konar ágreiningur um peninga og eignir, vegna þess að Suha hefur ekki neina pólitíska stöðu í palestínska kerf- inu,“ sagði Hani Masri, palestínskur fréttaskýrandi. Hann bætti þó við að einnig væri hugsanlegt að Suha Ara- fat sæktist eftir pólitískum völdum. AP Ungir Palestínumenn á mótmælafundi til stuðnings Yasser Arafat í bænum Nablus á Vesturbakkanum. Krefjast afsökunar- beiðni frá Suha Arafat Sagði embættismenn ætla að „grafa Arafat lifandi“ Ramallah. AFP, AP. MARGIR Palestínumenn hafa litið á eiginkonu Yassers Arafats, Suha, sem spillta yfirstéttarkonu er kosið hafi að lifa í munaði í París í stað þess að vera við hlið eig- inmanns síns í Ramallah þegar ísraelskar hersveitir sátu um höfuðstöðvar hans. Svo virðist sem hún sé nú ein af helstu þátttakendunum í valdabaráttu sem fram hefur farið á bak við tjöldin frá því að Arafat veiktist alvarlega. Suha Arafat fæddist í Nablus og var ritari Arafats þegar hann var í útlegð í Túnis. Hún var kristin en snerist til íslamskrar trúar og giftist palestínska leið- toganum 1991. Hún var 28 ára og 34 árum yngri en Arafat þegar þau gengu í hjónaband. Hún varð strax mjög óvinsæl meðal Palestínumanna. Fram komu samsæriskenningar um að móðir Suha, Ramonda Tawil, þekkt palestínsk blaðakona, hefði skipulagt ráðahaginn í því skyni að ná tökum á Arafat. Óvildin í garð Suha jókst þegar hún fór á Gaza- svæðið árið 1994 og neitaði að hylja sítt og ljóst hárið með hefðbundinni íslamskri höfuðslæðu. Dýr klæðn- aður hennar og glæsibifreið, sem hún ók um götur Gaza, vöktu einnig reiði margra fátækra Palest- ínumanna. Suha Arafat olli einnig gremju meðal palestískra embættismanna með yfirlýsingum sem stönguðust á við stefnu þeirra. Eitt sinn lét hún til að mynda í ljósi sam- úð með herskáum hreyfingum þegar palestínska heimastjórnin reyndi að hafa hemil á þeim. Árið 1999 kom Suha Hillary Rodham Clinton, þáver- andi forsetafrú Bandaríkjanna, í vandræði með því að saka Ísraela um að beita eiturgasi gegn Palest- ínumönnum og valda þannig krabbameini á meðal þeirra. Suha hafði faðmað og kysst Hillary Clinton, sem lýsti fundi þeirra sem „verstu mistökum“ sínum í bar- áttunni fyrir kosningarnar til öldungadeildarinnar árið 2000. Eftir að Arafat fordæmdi „öll hryðjuverk sem bein- ast að óbreyttum borgurum“ árið 2002 sagði Suha í við- tali við arabískt dagblað að ef hún ætti son myndi henni þykja „mesti heiður að því að fórna honum fyrir palest- ínska málstaðinn“ og skírskotaði til sjálfsmorðsárása. Þegar átök Ísraela og Palestínumanna hófust árið 2000 flúði Suha með dóttur sinni til Parísar. Hún fór ekki aftur til Ramallah fyrr en í síðasta mánuði þegar Arafat veiktist alvarlega. Óvinsæl forsetafrú AP Yasser Arafat með eiginkonu sinni, Suha, þegar þau fóru frá höfuðstöðvum hans í Ramallah 29. október.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.