Morgunblaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
BYGGÐAMÁL
T
il norðanverðra Vestfjarða teljast þrjú sveitarfélög;
Ísafjarðarbær, Bolungarvíkurkaupstaður og Súða-
víkurhreppur, alls með um 5.300 íbúa. Sameining-
arnefnd félagsmálaráðuneytisins lagði til samein-
ingu þessara sveitarfélaga og verður kosið um það í
apríl næsta vor. Um tillöguna eru þó deildar meiningar og óvíst
hvort af sameiningunni verður í þessari atrennu. Eru sveitar-
stjórarnir sammála um að slíkri sameiningu verði að fylgja yf-
irlýsingar stjórnvalda um bættar samgöngur milli þessara
svæða.
Ísafjarðarbær er stærsta byggðarlagið á Vestfjörðum, með um
4.100 íbúa. Hefur þeim fækkað um tæp 9% frá árinu 1996 þegar
Flateyri, Suðureyri, Þingeyri og fleiri minni hreppar samein-
uðust Ísafirði. Að Hnífsdal meðtöldum eru því fimm byggða-
kjarnar í sveitarfélaginu.
Á öllum þessum stöðum hefur útgerð og fiskvinnsla verið meg-
instoðin í atvinnulífinu. Þar hafa sem kunnugt er áföll dunið yfir,
veiðiheimildir hafa dregist saman og togaraútgerð minnkað. Á
hinn bóginn hefur smábátaútgerð vaxið fiskur um hrygg og síð-
ustu misserin hefur aukið krókaaflamark séð til þess að hlutur
Vestfirðinga í veiðiheimildum innan fiskveiðilögsögunnar minnk-
ar ekki. Hefur hlutur Bolvíkinga aukist mest í tonnum talið og
veiðiheimildir orðnar svipaðar og þær voru þar fyrir tæpum tíu
árum, í rúmum 5 þúsund þorskígildistonnum.
Ferðaþjónusta hefur vaxið á norðurfjörðunum líkt og annars
staðar á Vestfjörðum. Nýlega var kynnt skýrsla þar sem áætlað
var að í 80–90 þúsund heimsóknum árið 2003 hefðu um 36 þúsund
Íslendingar lagt leið sína á norðanverða Vestfirði og alls um 13
þúsund erlendir ferðamenn. Fjöldi gistinátta var áætlaður um
145 þúsund, sem er um 3% hlutfall af gistinóttum Íslendinga árið
2003. Er talið að þessir ferðamenn hafi skilið eftir sig 500–650
milljóna kr. tekjur fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu.
Ekki áhugi á sameiningu
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segist almennt
hafa verið mjög hlynntur frekari sameiningu sveitarfélaga. Hún
styrki þetta stjórnsýslustig og geri sveitarfélögin færari um að
taka til sín ný verkefni.
„Ég skynja það hins vegar í nágrannasveitarfélögunum að þar
hefur ekki verið neinn sérstakur áhugi fyrir sameiningu. Þau
hafa tekið málið til umræðu með vönduðum hætti og þar hefur
niðurstaðan einfaldlega verið sú að þeim finnist sameining ekki
tímabær. Samgöngur spila þar veigamikinn þátt og ég skil sjón-
armið íbúanna á þessum stöðum mjög vel,“ segir Halldór og vísar
þar til vegatálma og ofanflóðahættu um Óshlíðina, Kirkjubólshlíð
í Skutulsfirði og Súðavíkurhlíð.
Halldór segir jarðgöng milli þessara byggðarlaga vera nauð-
synleg. Íbúarnir sjái ekki fyrir sér daglegar ferðir með börn um
hlíðarnar til Ísafjarðar ef til sameiningar komi og kennsla flytjist
á einn stað í hagræðingarskyni. Því sé mikilvægt að tillögum um
sameiningu þessara þriggja sveitarfélaga fylgi einhverjar yfirlýs-
ingar um bættar samgöngur. Ráðherrar og þingmenn verði að
hlusta á þessi sjónarmið íbúanna.
Spurður um reynsluna af sameiningu við Suðureyri, Flateyri
og Þingeyri segir Halldór hana hafa verið ágæta. Allir íbúar séu
hins vegar ekki sammála því, einkum Þingeyringar. Þar hafi ver-
ið haldið uppi allri nauðsynlegri þjónustu, að því undanskildu að
þar sé ekki lengur sveitarstjóri og sveitarstjórn til staðar.
„Á heildina litið tel ég sameininguna hafa tekist vel. Eitt og
annað sýnir það og sannar að sveitarfélagið er orðið öflugra,“
segir Halldór og tekur sem dæmi að þegar atvinnuástandið var
mjög erfitt á Þingeyri, árið 1999, hafi bæjarstjórn ákveðið að all-
ur byggðakvóti sveitarfélagsins færi þangað. Það hafi verið um-
deild ákvörðun en bjargað miklu fyrir Þingeyri.
Þá hafi Ísafjarðarbær tekið þátt í átaksverkefni með mjólk-
urbændum við endurskipulagningu og tæknivæðingu. Halldór
segir einn bóndann hafa haft á orði að tæknivæðingin hefði ekki
gengið í gegn nema með sameiningunni.
„Við erum ekkert að tala um að hafa alla þjónustu á einum
stað. Við rekum fjóra grunnskóla og sex leikskóla og erum með
einingarnar á hverjum stað. Það er auðvitað dýrara en nauðsyn-
legt þegar byggðarlög eru sameinuð, þau verða að halda í sínar
einingar. Vestfjarðagöngin hafa síðan breytt miklu meiru en
sameiningin sjálf,“ segir Halldór og bendir á að göngin hafi verið
opnuð sama árið og sameiningin gekk í gegn. Verslunum hafi
verið lokað á minni stöðunum þegar í ljós kom að göngin hafi
stuðlað að því að íbúarnir versluðu meira utan síns byggðarlags.
Varðandi helstu tækifæri og möguleika í framtíðinni fyrir Ísa-
fjarðarbæ segir Halldór að leggja verði áherslu á að tapa ekki
meiru til viðbótar í útgerð og fiskvinnslu, grunnatvinnuvegi Vest-
fjarða. Þar verði þó áfram miklar breytingar vegna tækninýj-
unga og annarra þátta. Á öðrum sviðum hafi Ísfirðingar verið að
byggja sig upp, t.d. með stofnun Þróunarsetursins og eflingu há-
skólamenntunar. Nýlega hafi Veðurstofan opnað Snjóflóðasetur
á Ísafirði og á ýmsum sambærilegum sviðum liggi vaxtarmögu-
leikarnir, möguleikar sem tengjast því að Ísafjörður sé byggða-
kjarni Vestfjarða. Einnig hafi orðið til öflug iðnfyrirtæki á Ísa-
firði eins og til dæmis Póls, 3X-Stál og sushiverksmiðjan
Sindraberg.
„Ég sé fyrir mér að aukning verði á þessum sviðum á næstu
árum, í tengslum við rannsóknir og þróunarstarf. Unnið er að því
að Ísafjarðarbær verði miðstöð þorskeldis- og veiðarfærarann-
sókna og í undirbúningi er að koma á fót öflugu þekkingarsetri
eða nokkurs konar háskóla. Við erum komin með vísi að háskóla í
ljósi alls þess fjölda fólks sem stundar fjarnám á háskólastigi, 150
eða 160 manns. Nú er komið að því að stíga skrefinu lengra og
skapa aðstöðu fyrir frekari kennslu og rannsóknir, bæði á staðn-
um og með aðstoð fjarfundabúnaðar. Það hefur lengi staðið í fólki
að með því að nota orðið háskóli sé verið að tala um eitthvað stórt
og mikið. Í rauninni er hið sama að gerast og með menntaskólana
upp úr 1970, þegar menn uppgötvuðu allt í einu að líklega væri í
lagi að hafa fleiri slíka skóla en í Reykjavík og á Akureyri.
Menntunarstigið hefur einfaldlega færst til. Íslendingar tala um
að við búum í upplýsinga-, þróunar- og þekkingarsamfélagi. Ef
það er rétt hljótum við að taka líka þátt í því hér fyrir vestan. Ég
veit að þetta er rétt, við erum að taka þátt í því, við þurfum bara
að gera það betur og meira.“
Norðanverðir Vestfirðir eru í betri stöðu en önnur svæði á Vestfjarðakjálkanum
Frá bölmóði til aukin
ARNAR Kristjánsson gerir út bátana Ís-
borgu og Sólborgu frá Ísafirði og var að
hjálpa til við löndun er Morgunblaðs-
menn voru á ferðinni við Ísafjarðar-
höfn. Fór fiskurinn; koli, þorskur og
ýsa, beint um borð í gáma sem flytja átti
til Englands.
Arnar segist ekki hafa neina skrif-
stofu, hann gangi bara í þau störf sem
þurfi hverju sinni, hvort sem það er í
landi eða í brúnni til sjós. Farsíminn er
hans helsta atvinnutæki, enda truflaður
af honum nokkrum sinnum á bryggj-
unni.
„Ég er bara með mann fyrir mig í
bókhaldinu,“ segir Arnar og glottir.
Ísilagður fiskurinn bíður í körunum,
að ógleymdum óþreyjufullum gáma-
flutningabílstjóra, en við náum að end-
ingu að lauma þeirri stóru spurningu að
útgerðarmanninum hver sé lausnin í því
að stöðva fólksfækkun á Vestfjörðum.
„Til að gera það á skjótan og auðveld-
an hátt á að efla fiskvinnslu og útgerð á
svæðinu. Ef menn horfa til lengri tíma
er það þekkingin og menntunin, sem er
verið að efla, og það er bara hið besta
mál, en til skamms tíma litið vantar
okkur meiri umsvif í sjávarútveginum.
Vestfirðir hafa byggst á sjávarbyggðum
og samgöngulega séð erum við ekkert
vel settir. Sjávarútvegurinn er okkar
stóriðja.“
Morgunblaðið/RAX
„Sjávarútvegurinn er okkar stóriðja“
Norðanverðir Vestfirðir eru líklega sá
hluti þessa rótgróna útgerðarsvæðis sem
er hvað best staddur þegar tekið er tillit
til atvinnustigs og þjónustu. Íbúum
fækkar þó enn en smábátaútgerðin hefur
verið að auka við sig og umræða um há-
skóla og þekkingarsamfélag er áberandi.
Björn Jóhann Björnsson heldur áfram
umfjöllun sinni um Vestfirði.
Lífið á Vestfjörðum snýst ekkieingöngu um fisk. Vestfirð-ingar þurfa sína mjólk og
kúabændur á þeim slóðum hafa verið
að tæknivæðast líkt og aðrir starfs-
bræður þeirra víða um land. Meðal
þeirra búa sem komið hafa sér upp
vélmenni við mjaltirnar, eða róbóta,
eru Vaðlar í Önundarfirði. Þar búa
hjónin Árni Brynjólfsson og Erna
Rún Thorlacíus ásamt sinni fjöl-
skyldu. Ár er liðið síðan róbótinn var
tekinn í gagnið í nýju fjósi og stofn-
inn var stækkaður um helming, er nú
43 kýr auk gripa í uppeldi og fram-
leiðslan nemur rúmum 100 þúsund
lítrum. Að öllu meðtöldu verður
þetta fjárfesting upp á um 60 millj-
ónir króna.
Árni segir búskapinn hafa gengið
vel eftir breytingarnar, stefnan sé
sett á 200 þúsund lítra framleiðslu
með núverandi rekstrareiningu.
„Þetta breyttist úr puði í eftirlit.
Náttúran hefur ekkert breyst en
þetta eru önnur vinnubrögð og önnur
hugsun,“ segir hann og sýnir Morg-
unblaðsmönnum hvernig róbótinn
virkar. Kýrnar voru fljótar að aðlag-
ast breyttum aðstæðum. Í stað fastra
mjaltatíma tvisvar á dag ganga þær
nú í nýju mjaltavélina nokkrum sinn-
um á dag og ganga að öllu leyti laus-
ar, engin þörf á kúasmala lengur.
Vestfirðingar urðu á eftir
Þau byrjuðu búskap að Vöðlum ár-
ið 1989. Árni er þar fæddur og uppal-
inn og búa foreldrar hans enn á bæn-
um. Þegar talið berst að atvinnu- og
byggðamálum segist Árni ekki vera
sammála því að minni kvóti í sjávar-
útvegi hafi verið helsta ástæða fyrir
fólksfækkun á Vestfjörðum. „Ég
held að Vestfirðingar hafi ekki tekið
þátt í leiknum. Þeir lömdu hausnum
við steininn, vildu ekki vera með í
kvótakerfinu og urðu þess vegna eft-
ir. Stjórnmálamenn í okkar forsvari
á þeim tíma voru bara ekki nógu
skarpir. Þeir voru ekki nógu víðsýn-
ir, voru bara á móti og lögðu ekkert
til í staðinn. Ef fólk hefur áhuga og
kraft til að búa til sín verkefni þá er
ekkert erfiðara að gera það hér held-
ur en annars staðar á landinu. Fyrst
og fremst byggist þetta á fólkinu
sjálfu,“ segir Árni.
Þau segja að þessa umræðu megi
heimfæra yfir á landbúnaðinn. Þau
búi við kvótakerfi í mjólkurfram-
leiðslu og ef þau taki ekki þátt í þeim
leik þá verði þau einfaldlega undir.
Baráttan um mjólkurkvóta sé ekkert
síðri en um aflaheimildir í fiski.
Breyttist úr
puði í eftirlit
Morgunblaðið/RAX
Fjölskyldan á Vöðlum, f.v. Brynjólfur Óli Árnason, 15 ára, Erna Rún og
Árni. Fyrir framan þau er Benjamín Bent, 9 ára, en elsti sonurinn, Jakob
Einar Jakobsson, 21 árs skíðakappi, er við nám og æfingar í Noregi.