Morgunblaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2004 21 MINNSTAÐUR Ármúla 31 • S. 588 7332 • www.i-t.is Opi› virka daga frá kl. 9-18 Opi› laugardaga frá kl. 10-14 2- og 3-skiptar ba›hlífar, stær›ir 140x125 og 140x86 cm. Öryggisgler. Rammi, króm e›a hvítt. Ver› frá kr. 15.900,- N†TT ba› fyrir jólin! 2-skipt sturtuhur›, stær›ir frá 75 til 100 cm. 6mm öryggisgler. Opnast út og inn. Rammi, króm. Ver› frá kr. 59.420,- 2-skipt sturtuhur›, stær›ir frá 65 til 120 cm. 4mm öryggisgler. Opnast út. Rammi, hvítt. Ver› frá kr. 26.300,- Ba›vængur, stær›ir 130x76 og 140x85 cm. 5mm öryggisgler. Rammi, króm e›a hvítt. Ver› frá kr. 13.900,- 3-skipt sturtuhur›, stær›ir frá 70 til 170 cm. 4mm öryggisgler. Rammi, hvítt. Ver› frá kr. 27.110,- Sturtuhur›, stær›ir frá 75 til 90 cm. 6mm öryggisgler. Rammi, króm. Ver› frá kr. 31.900,- Ba›karssturtuhlífar og sturtuhur›irVetrartilbo› w w w .d es ig n. is @ 2 00 4 Breiðholt | Félagsmiðstöðin Fella- hellir, sem nú heitir reyndar Mið- berg, fagnar 30 ára afmæli sínu í dag, en félagsmiðstöðin var eins konar hugmyndafræðileg vagga íslenskra félagsmiðstöðva í seinni tíð, og marg- ar nýjungar sem komu fyrst fram þar eru notaðar enn þann dag í dag. Fellahellir fékk nafn sitt af aðstöð- unni sem félagsmiðstöðin fékk til af- nota, en hún var lengst af staðsett í kjallara Fellaskóla í Breiðholti. Í dag er félagsmiðstöðin enn starfrækt, en nú undir nafninu Miðberg í nýlegu húsnæði við Gerðuberg, segir Óskar Dýrmund Ólafsson, forstöðumaður Miðbergs. Áherslurnar í starfi mið- stöðvarinnar hafa breyst nokkuð, þær hafa þróast úr því að vera skóla- bundin félagsmiðstöð í það að vera hverfisfélagsmiðstöð í Breiðholti. Enn þann dag í dag er félagsstarf í gamla Fellahellinum í kjallara Fella- skóla, og í tilefni af afmælinu verður farið í skrúðgöngu í dag frá Miðbergi í Fellaskóla, þar sem boðið verður upp á skemmtiatriði, köku og drykki fyrir áhugasama. Lagt verður af stað frá Gerðubergi kl. 16. RykkRokk-tónleikar „Kostur Fellahellis var að þar var búið til mjög vandað hópastarf fyrir unglinga þar sem áhugamál þeirra beinast í jákvæðan farveg,“ segir Árni Guðmundsson, sem nú vinnur að meistararitgerð sinni við Kennarahá- skóla Íslands um þróun og sögu fé- lagsmiðstöðva í Reykjavík. Hann segir að í gegnum tíðina hafi verið vel hlúið að unglingamenningunni í Fellahelli á þeim nótum sem ungling- ar þess tíma gátu fundið sig í. Oft tengdist það listrænum viðburðum, og frægir urðu RykkRokk-tónleik- arnir sem haldnir voru í áraraðir á vegum Fellahellis, en þar hafa marg- ir af frægustu tónlistarmönnum Ís- lendinga í síðari tíð stigið sín fyrstu spor. Árni segir að klúbbastarfið sem unnið var í Fellahelli hafi verið á margan hátt nýstárlegt. Þar hafi hóp- ar orðið til í kringum þau áhugamál sem krakkarnir höfðu, og voru þær reglur sem þar voru mótaðar um hópastarf notaðar í flestum öðrum fé- lagsmiðstöðvum í framhaldinu. „Félagslegt umrót sem var á þess- um árum [þegar Fellahellir var opn- aður] verður til þess að krakkar höfðu ekki mikinn áhuga á íþróttum í hverfinu. En menn finna bara aðrar leiðir, hverfið var frekar erfitt eins og menn vita. Fellahellir var alltaf troð- fullur á þessum árum og alltaf góð að- sókn, og ég held að það sé alveg klárt mál að Fellahellir er einn af þeim hornsteinum sem gera hverfið að því góða hverfi sem það er,“ segir Árni. „Það sem gerir Fellahelli svona merkilegan er að hann var svo sterk- ur í því að ná inn í starfið krökkunum sem ekki voru neins staðar annars staðar.“ Fellahellir var lengst af staðsettur í kjallara Fellaskóla, og hafa löngum gengið sögur um að húsnæðið hafi verið hannað sem kjarnorkubyrgi, enda var kjallarinn niðurgrafinn og gluggalaus. Árni segist hafa heyrt þessa sögu, en hann segist ekki enn hafa fundið nein gögn í sinni rann- sókn sem staðfesti það beint, þó hann haldi enn í vonina um að eitthvað sem staðfesti þetta komi upp. Félagsmiðstöðin Fellahellir fagnar 30 ára afmæli í dag Fyrstu árin Félagsmiðstöðin Fellahellir var lengst af í kjallara Fellaskóla. Hugmyndafræðileg vagga nútíma félagsmiðstöðva Í Fellahelli Frá upphafi var gríðarlega góð þátttaka í félagsstarfinu. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Djúpivogur | Kaupfélag Héraðsbúa opnaði nýlega nýja verslun á Djúpa- vogi undir nafninu Samkaup – Strax. Verslunin er til húsa að Búlandi 1, en þar var áður verslunin Kjarval í eigu Kaupáss sem var lokað síðastliðið vor. Samkaup – Strax á Djúpavogi mun aðallega selja mat- og hreinlætisvör- ur, þá verða leikföng, olíuvörur og ýmsar aðrar sérvörur á boðstólum. Íbúar sveitarfélagsins hafa látið í ljósi ánægju með verslunina og má segja að töluverðu fargi sé létt af þeim vegna þeirrar óvissu sem skap- aðist í kjölfar lokunar verslunarinnar Kjarvals á dögunum. Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir Starfsfólk Andrés Skúlason, Gunnlaugur Aðalbjarnarson, Ingibjörg Stef- ánsdóttir, Snædís Ósk Guðjónsdóttir og Nína Jónsdóttir í Samkaupum – Strax. Samkaup opnuð á Djúpavogi Bakkafjörður | Reki í fjörum lands- ins hefur alltaf verið talinn til hlunn- inda hverrar jarðar og hafa sumir bændur komið sér upp brennsluofni til að drýgja kyndikostnaðinn, „en þar sem reki er í fjöru viðkomandi jarðar rekur á land fleira en nýtilegt timbur, það kemur líka rusl á land sem fleygt er í hafið af skipum og bátum í trássi við lög sem banna þetta“, segir í frétt á vefnum bakka- fjordur.is Þar segir frá því að Sigurjón Jós- ep Friðriksson, bóndi á bænum Felli, í botni Finnafjarðar, eigi rekann í fjörunni „og honum fallast hendur þegar kemur að því að hreinsa fjör- una, þetta er að stærstum hluta netariðill, plastumbúðir og fiskikass- ar sem ekki brotna niður í nátt- úrunni af sjálfu sér, það er bannað að brenna rusl í fjörunni“, segir enn fremur og þá er lýst þeirri skoðun Sigurjóns að þetta sé ekki hans mál í raun og veru, heldur samfélagsins og það vanti að taka á þessu samfélags- vandamáli, finna peninga til að hreinsa fjörur landsins. Fallast hendur yfir rusli í fjörunni AUSTURLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.