Morgunblaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Rakarinn morðóði
Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga.
Miðasala á Netinu: www.opera.is
Fös. 12. nóv. kl. 20 - sun. 14. nóv. kl. 20 - fös. 19. nóv. kl. 20
sun. 21. nóv. kl. 20 - lau. 27. nóv. kl. 20 - Allra síðasta sýning lau. 4. des. kl. 20
Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning hefst.
Litla stúlkan með eldspýturnar
lau. 13. nóv. kl. 14 - sun. 14. nóv. kl. 14 - lau. 20. nóv. kl. 14
sun. 21. nóv. kl. 14 - lau. 27. nóv. kl. 14 - sun. 28. nóv. kl.14
Misstu ekki af SWEENEY TODD!
Einhver magnaðasta sýning sem sést hefur á íslensku leiksviði
Aðeins ÖRFÁAR sýningar eftir!
CHICAGO
Missið ekki af vinsælustu sýningu ársins
Stóra svið
Nýja svið og Litla svið
BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson
Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki
Su 21/11 kl 20, Su 28/11 kl 20
Fi 2/12 kl 20, Fö 3/12 kl 20
Aðeins þessar sýningar
GEITIN - EÐA HVER ER SYLVÍA?
eftir Edward Albee
Su 14/11 kl 20, Fö 19/11 kl 20, Fö 26/11 kl 20,
Síðustu sýningar
HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau
Su 14/11 kl 20, Fö 19/11 kl 20,
Fö 26/11 kl 20, Lau 4/12 kl 20.
NÁMSKEIÐ UM VESTURFARANA HEFST Í BORGARLEIKHÚSINU 11. NÓVEMBER
Kennarar: Böðvar Guðmundsson, Gísli Sigurðsson, Helga Ögmundardóttir, Viðar Hreinsson
Skráning hjá Mími - Símenntun á mimir.is eða í síma 580 1800
Híbýli vindanna - frumsýning 7. janúar 2005
CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse
Tvenn Grímuverðlaun:
Vinsælasta sýningin og bestu búningarnir.
Lau 13/11 kl 20,
Lau 20/11 kl 20,
Lau 27/11 kl 20
ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR
SVIK eftir Harold Pinter
Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA.
Fö 12/11 kl 20, -UPPSELT
Su 14/11 kl 20, Fö 19/11 kl 20
Su 21/11 kl 20, Fö 26/11 kl 20,
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Su 14/11 kl 14,
Su 21/11 kl 14,
Su 28/11 kl 14,
Su 5/12 kl 14
Su 2/1 2005 kl 14
ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN:
SCREENSAVER eftir Rami Be'er
5. syning fö 12/11 kl 20 - Blá kort Su 21/11 kl 20
AÐEINS ÞESSAR SÝNINGA
15:15 TÓNLEIKAR
Caput/Vox Academica, Ný endurreisn.
Lau 13/11 kl 15:15 - Málþing
NÁMSKEIÐ UM VESTURFARANA
Fi 11/11 kl 20 - Böðvar Guðmundsson
Þri 16/11 kl 20 - Viðar Hreinsson
Fi 18/11 kl 20 - Helga Ögmundardóttir
Þri 23/11 kl 20 - Gísli Sigurðsson
☎ 552 3000
eftir LEE HALL
sem gengur upp að öllu leyti.
Leikararnir fara á kostum”
SS Rás 2
Seljavegur 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 ✦ midasala@loftkastalinn.is
SÍÐUSTU SÝNINGAR!
• Föstudag 12/11 kl 23 LAUS SÆTI
• Fimmtudag 25/11 kl 20 LAUS SÆTI
• Sunnudag 26/12 kl 20 JÓLASÝNING
“EINSTÖK SÝNING
Bíótónleikar
HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 11. NÓVEMBER KL. 19.30
Píslarsaga Jóhönnu af Örk (1928) eftir Carl Th. Dreyer
HÁSKÓLABÍÓI, LAUGARDAGINN 13. NÓVEMBER KL. 15.00
Klukkan tifar (1923) með Harold Lloyd
Hundalíf (1918) eftir Charlie Chaplin
Hljómsveitarstjóri ::: Frank Strobel
MI‹ASALA Í SÍMA 545 2500 E‹A Á WWW.SINFONIA.IS
4 600 200
leikfelag.is
Miðasölusími
Ausa og Stólarnir
Fim 11/11 kl 20 Frums. UPPSELT
Fös 12/11 kl 20 2.kortas. Örfá sæti laus
Lau 13/11 kl 20 3.kortas. Örfá sæti laus
Mán 15/11 kl 20 UPPSELT
Þri 16/11 kl 20 UPPSELT
Mið 17/11 kl 20 UPPSELT
Fim 18/11 kl 20 UPPSELT
Fös 19/11 kl 20 4.kortas. Nokkur sæti laus
Ausa og
stólarnir
Frumsýning
Forsala á Oliver! hefst 18. nóvember
Sun 14/11 kl 20 Margrét Eir
Útgáfutónleikar
F im. 11 .11 20 .00 LAUS SÆTI
Lau . 13 .11 20 .00 ÖRFÁ SÆTI
Fös . 19 .11 20 .00 LAUS SÆTI
Fös . 26 .11 20 .00 LAUS SÆTI
Lau . 27 .11 20 .00 LAUS SÆTI
SÝNINGUM LÝKUR Í DESEMBER
NEMENDALEIKHÚSIÐ
Draumurinn
eftir William Shakespeare
13. sýn. þri. 9. nóv. kl. 20
14. sýn. mið. 10. nóv. kl. 20
15. sýn. fös. 12. nóv. kl. 20 -
síðasta sýning
Miðaverð 1000 kr.
Sýnt í Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13
552 1971 - leiklistardeild@lhi.is
HÚN er skemmtileg sýningin sem
sett hefur verið upp í Hafnarhúsi
Listasafns Reykjavíkur í tilefni af
því að rúm 50 ár eru liðin frá stofnun
Félags íslenskra teiknara. Og efalít-
ið vekur fjöldi þeirra muna sem þar
er að finna upp minningar um liðnar
stundir meðal sýningargesta sama
hvaða aldurshópi þeir annars til-
heyra. Þeir munir sem koma síður
kunnuglega fyrir sjónir geta svo
vakið forvitni gagnvart fortíðinni,
þjóðfélagi fyrri tíma og örum
samfélagsbreytingunum, á sama
tíma og staðfast útlit maltflösku-
miða, orabaunadósa og tópaspakka
sýnir og sannar að ekki er allt endi-
lega breytingum háð.
Rýmisnotkun á sýningunni er al-
mennt góð og raunar gaman að sjá
hvaða mat sýningarstjórarnir gera
sér úr salarkynnunum þótt vissulega
takist ekki alls staðar jafnvel til.
Sem dæmi um þetta má nefna einkar
skemmtilegan flöskuóróa við klingj-
andi undirleik hljóðverks á neðri
hæðinni og síður vel heppnaða upp-
stillingu myndskreytinga er hanga
úr lofti á efri hæðinni. Kampavín Eg-
ils og Sanitas, ásamt sódavatni, póló
og hinum margvíslegu gos- og áfeng-
isflöskum ná nefnilega að vekja bæði
forvitni og fortíðarþrá með sýning-
argestum en myndskreytingar í lit-
lausum og ómerktum möppum ná
ekki að kalla á samskonar athygli.
Salurinn á neðri hæð safnsins er
þá hólfaður niður í litlar einingar á
skemmtilegan hátt er hentar vel
þeim ólíku viðfangsefnum sem graf-
ísk hönnun nær yfir, hvort sem um
ræðir matvælaumbúðir, pen-
ingaseðla og frímerki eða táknmynd-
ir og hefðbundnar auglýsingar. Gólf
safnsins eru þá ekki síður vel nýtt en
loft og veggir og er auglýsingum frá
hinum ýmsu tímapunktum, sem og
öðrum og ekki síður myndrænum
viðfangsefnum grafískra hönnuða og
forvera þeirra, varpað á gólf jafnt
sem veggi á þessari ferð um söguna
sem nær einkar vel að sýna hve vítt
svið grafísk hönnun spannar, sem og
þann aldarspegil sem hún hér reyn-
ist vera. Þjóðernisstoltið í hönnun
umbúða á borð við fjallkonu- og
fánasúkkulaði, sem og Eldgamla
Ísafoldar kaffibætisins, fer t.d. ekki
framhjá neinum, né heldur heims-
borgarbragurinn sem skín í gegnum
táknmyndir reykvískra fyrirtækja á
tímum vaxandi þéttbýlismyndunar
er líða tekur á öldina.
Breyttar neysluvenjur gera þá
ekki síður vart við sig í umbúðahönn-
uninni, bæði auðhumlumjólk og
kaffibætir eru þannig löngu horfin
úr í hillum verslana og hvaða heimili
keypti í dag rjóma í lítraumbúðum?
Og þó Grafísk hönnun á Íslandi
MYNDLIST
Listasafn Reykjavíkur,
Hafnarhúsinu
Safnið er opið alla daga frá kl. 10–17.
Sýningunni lýkur 31. desember.
Grafísk hönnun á Íslandi
Anna Sigríður Einarsdóttir
Morgunblaðið/Kristinn
Gos- og áfengisflöskur frá hinum
ýmsu tímabilum eru meðal þess
sem finna má í Hafnarhúsi Lista-
safns Reykjavíkur.
beini ekki eingöngu sjónum að því
sem liðið er og gerir vel í því að vekja
athygli sýningargesta á því al-
þjóðlega umhverfi sem íslenskir
hönnuðir starfa í í dag er það þó
óneitanlega fortíðin og þau vegs-
ummerki hins liðna sem í mununum
speglast sem stela stórum hlut at-
hyglinnar.
SEINNI píanósónata Charlesar
Ives, „Concord, Mass. 1840–60“ frá
1920, þykir nú meðal stórvirkja nú-
tímapíanó-
bókmennta, þótt
ekki nyti hún við-
urkenningar fyrr
en undir ævilok
höfundar síns.
Hið margbrotna
45 mínútna langa
verk er eitt hið
flóknasta sem
samið hefur verið
fyrir slaghörpu og eftir því sjaldséð-
ur gestur í konsertsölum; kváðu um
20 ár liðin frá því það heyrðist síðast
hér á landi. Það var því nokkur við-
burður að flutningi Nicholasar
Zumbros í Salnum á dögunum á veg-
um sendiráðs BNA. Voru þá liðin 50
ár frá andláti bandaríska frum-
kvöðulsins (1874–1954), og fylgdi
Gadsden sendiherra sjálfur tónleik-
unum úr hlaði með stuttu ávarpi.
Concord-sónatan ber óneitanlega
keim af þeirri sérstæðu skoðun höf-
undar að tónhlustun eigi fyrst og
fremst að vera holl, ef ekki meinholl;
stæla andann með karlmennsku og
þrótti en flaðra ekki afþreyjandi
gjálfri. Sem árangursríkum athafna-
manni í tryggingaviðskiptum var
Ives svosem líka fjárhagslega stætt
á að fara sínu fram á tónlistarsvið-
inu, er hann sinnti í frístundum og
reiknaði varla með að kæmist nokk-
urn tíma á söguspjöld.
Því merkilegra var að upplifa hvað
þetta flækjuriðna verk gat haldið
mikilli athygli í kunnugum höndum
Zumbros. En sumpart bjó það í
verkinu sjálfu. Því öfugt við ríkjandi
venju stefndi þróunarframvindan úr
hinu flókna í hið einfaldara og afklár-
aða, og mátti jafnvel brosa út í annað
þegar glefsum úr mörsum, sálmalög-
um, ragtime-dillum o.fl. tók loks að
bregða fyrir, líkt og svipmótum ást-
vina við bæjardyr utan úr hríðarkófi.
Túlkun Zumbros gerði mikið fyrir
Ives-sónötuna, er mun fjarri því
jafnauðtekin og hún er virt í tón-
sögulegu ljósi. Flutningurinn var
greinilega mótaður af innsærri
þekkingu og dró skýrt fram allt sem
máli skipti; sumpart að vísu þökk sé
rúmfreku tempóvali, enda heild-
artíminn nærri 10 mínútum lengri en
algengast er.
Þrír þættir úr sexþættu Goyescas-
svítu Enriques Granados voru eftir
hlé, „Skjall“, „Fandangó við kerta-
ljós“og „Stúlkan og næturgalinn“;
virtúós og hápíanísk síðrómantísk
verk er Zumbro útfærði af skap-
miklu tónnæmi, jafnvel þótt vottaði
fyrir stirðleika, enda kominn af létt-
asta skeiði. Bar ekki sízt á því í El
Pelele (1912) og aukalögunum þrem,
er hefðu án vafa grætt á við-
stöðuminna flæði í heildarmótun.
TÓNLIST
Salurinn
Ives: Concord-sónatan. Granados: 3
þættir úr Goyescas-svítunni; El Pelele.
Nicholas Zumbro píanó. Föstudaginn 29.
október kl. 20.
Píanótónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
Nicholas Zumbro
GEISLADISKUR, sem ber heitið
Jón Arason in memoriam, inniheld-
ur tónlist við kveðskap Jóns Arason-
ar og nokkurra annarra. Gerður
Bolladóttir sópran syngur, en með
henni spilar Kári Þormar á orgel.
Tónlistin er eftir þekkt tónskáld á
borð við Þorkel Sigurbjörnsson og
Gunnar Reyni Sveinsson, en einnig
er að heyra lög eftir minna þekktan
Örlyg Benediktsson (Bóndinn Skál-
holts og Ljómur). Tónlist Örlygs er
verulega falleg, bæði litrík og glæsi-
leg og er greinilegt er að hér er efni-
legt tónskáld á ferð.
Gerður syngur prýðilega, röddin
er tær og hljómfögur þó hún sé dá-
lítið mjóslegin á köflum. Túlkunin er
vel ígrunduð og dramatísk tilþrif eru
á réttum stöðum. Söngurinn er þó
dálítið varfærnislegur hér og þar,
Maríukvæði og Heyr himnasmiður
Þorkels Sigurbjörnssonar eru t.d.
óþarflega flatneskjuleg, texta-
framburður er óskýr og túlkunin allt
að því draugaleg. Mun betra er
Þessi karl á þingið reið og Heyrið
konur kímin ljóð eftir sama tón-
skáld; þar er túlkunin kraftmikil, líf-
leg og markvisst byggð upp.
Eins og áður sagði leikur Kári
Þormar á orgel; hann gerir það af
vandvirkni og fylgir söngkonunni
fullkomlega. Upptaka Ólafs Elías-
sonar er auk þess skýr og hljóm-
mikil og orgelið kemur ágætlega út í
bakgrunninum. En af hverju eru
tónskáldin ekki nefnd á bakhlið
geisladisksins? Þar er aðeins að
finna titlana á lögunum, sem er und-
arlegt, svo ekki sé meira sagt.
TÓNLIST
Geisladiskur
Gerður Bolladóttir sópran og Kári Þormar
organisti. Tónlist eftir Þorkel Sigurbjörns-
son, Örlyg Benediktsson og aðra. Ljómur
2004.
Jón Arason in memoriam
Jónas Sen
Morgunblaðið/Jim Smart
Kári Þormar og Gerður Bolladóttir.
ATVINNA mbl.is