Morgunblaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2004 25 MENNING EFTIRLITSMAÐURINN er einn af sígildum gamanleikjum heims- ins. Þar er dregið skefjalaust dár að spillingu, hræsni, snobbi og lít- ilmótlegu og skítlegu eðli þeirra sem eiga þess kost að maka krók- inn á kostnað meðborgara sinna, og hve fljótir þeir eru að leggjast flatir þegar þeir mæta einhverjum sem þeir telja sér valdameiri og æðri. Grínið byggist síðan á því að þar vaða þeir í villu. Undir grín- aktugu yfirborðinu leynist síðan dauðans alvara því Gogol lætur það ekki fara á milli mála að spilling og vanhæfni broddborgaranna tekur sinn toll, sjúklingar, fangar og aðr- ir skjólstæðingar kerfisins líða fyr- ir framferðið. Eins og gildir um mörg sígild verk þá er það bæði sammannlegt og með djúpar rætur í ritunartíma sínum og -stað. Spillingu og græðgi skilja allir en blandan sem hér er boðið upp á af vanhæfni og skeyt- ingarleysi um örlög náungans kem- ur ákaflega rússneskt fyrir sjónir. Það er sannarlega virðingarvert að ráðast í sígild verk af þessu tagi með ungum og áhugasömum leik- hóp, og þá er freistandi að taka viljann fyrir verkið. Það er samt ekki hægt að neita því að hópnum og leikstjóra hefur ekki alls kostar tekist að blása lífi í þetta gamla verk, ná ekki alveg að gera það að sínu með sannfærandi persónum, skýrum ætlunum og „sitúasjón- um“. Hluti vandans liggur vafalaust í reynsluskorti, ef ekki á leiksviði þá í það minnsta í glímu við jafn fram- andi efnivið. Eins held ég að út- litsleg staðfærsla hafi verið mis- ráðin. Hún gerir málsnið og heim leikritsins ankannalegan, auk þess sem aðstæðurnar eru ótrúverðugar í þessu umhverfi. Það sem sýningin hefur með sér er á hinn bóginn krafturinn sem hópurinn býr yfir og brýst fram í öflugum samleik. Sérstaklega skemmtilegt í stærri hópatriðum, sérstaklega stóra fylleríisatriðinu fyrir hlé. Þar nýttust skophæfi- leikar Arnars Inga Tryggvasonar í hlutverki Kléstrakovs líka best. Arnar Bergmann Sigurbjörnsson náði líka að skína á köflum sem hinn vonlausi borgarstjóri, en framsögn hans var hins vegar lýti á frammistöðunni. Hinn glymjandi hljómburður Frumleikhússins er miskunnarlaus við óskýrmælgi sem því miður er of algeng í þessari sýningu. Þetta er atriði sem of oft er leyft að skemma sýningar, grundvallaratriði sem gleymist í hugmyndaflæðinu sem skapast á æfingum, aðalatriði sem týnist eins og hvert annað smáatriði. Eftirlitsmaðurinn ber vott um þann metnað leikfélagsins að glíma við verðug verkefni og treysta ungu fólki til góðra verka. Útkom- an er kraftmikil sýning sem á sína spretti en nær ekki til fullnustu að skila þessu tímalausa og skemmti- lega verki til okkar. LEIKLIST Leikfélag Keflavíkur Höfundur: Nikolæ Gógol, leikstjóri: Berg- ur Þór Ingólfsson. Frumleikhúsinu 31. október 2004. Eftirlitsmaðurinn Þorgeir Tryggvason FRIÐRIK krónprins Dana og Mary krónprinsessa voru í einkaheim- sókn í Berlín í gær og notuðu tæki- færið til að afhjúpa þrjú verk eftir Ólaf Elíasson í danska sendiráðinu í borginni. Þau Friðrik og Mary skoðuðu líka Alte Nationalgalerie, þar sem m.a. er að finna höggmyndir eftir Bertel Thorvaldsen. Þá skoðuðu þau sýningu á nú- tímalistaverkum, sem lista- verkasafnarinn Friedrich Christian Flick hefur sett upp í Hamburger Bahnhof-nýlistasafninu í borginni. Hjónin heimsóttu einnig ráðhús Berlínar og við það tækifæri út- nefndi Friðrik sex nýja góðgerða- sendiherra vegna hátíðarhalda sem verða í Danmörku á næsta ári en þá eru 200 ár liðin frá fæðingu æv- intýraskáldsins Hans Christian Andersen. Meðal þessara nýju góð- gerðasendiherra er söngkonan Nina Hagen og leikkonan Katja Riemann. Á myndinni afhjúpa Friðrik og Mary eitt verka Ólafs Elíassonar.AP Danaprins afhjúp- ar verk eftir Ólaf Fréttir á SMS Lífið á ekki að vera eins og konfektkassi. Maður á að vita nákvæmlega hvað maður fær, hvernig það er á bragðið og hvenær það verður afhent. Sími 535 8000 | www.jonar.is J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • 18 0 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.