Morgunblaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SKRÝTIÐ hefur verið að fylgjast með umræðum um íslensku friðar- gæsluliðana í Afganistan undanfarið, sérstaklega frá vinstri vængnum á Al- þingi og hinum ýmsu samtökum sem kenna sig við friðarbaráttu. Þessi hópur heldur því fram að þarna sé kom- inn vísir að stofnun ís- lensks hers, sem muni svo þróast áfram í það að hér verði íslenskur her að veruleika innan NATO. Við skulum nú at- huga nokkrar stað- reyndir í málinu. Þetta lið sem nú er í Afganist- an eru borgaralegir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og eru þar undir því yfirskini að vernda flugvöllinn í Kabúl ásamt einhverjum þjálfunarmerkjum. En eitt ber að athuga. Þessir menn eru klæddir í einkennisbúninga og bera vopn og titla sem tilheyra tignar- stigum í her. Þess vegna er litið á þá sem hermenn af uppreisnarmönnum og vígamönnum á þessum slóðum, og í þeirra augum eru þeir réttdræpir sem og aðrir hermenn á þessum slóðum. Hryðjuverkamenn gera mun á banda- rískum hermönnum og öðrum sem bera einkennisbúninga og vopn. Bláar alpahúfur friðargæsluliða gefa enga vernd. Gallinn við lið S.Þ. er að það má að- eins verjast ef á þá er ráðist, þó svo að oft séu þeir þokkalega útbúnir í dag, sérstaklega eftir hneykslið í Rúanda hér um árið þegar herinn var sendur á vettvang til að stilla til friðar í þeim hörmungum, þá var hverjum gæslu- liða útdeilt 2 magasínum í rifflana með 20 skotum hvort. Auðvitað stóðu þeir uppi án þess að geta nokkuð að gert gegn ofurefli liðs sem leit á þá sem hverja aðra her- menn og síðan sagði franski hershöfðinginn af sér. Ég hef annars sterk- an grun um að þessir ís- lensku friðargæslu- menn líti á sig sem „alvöru“ hermenn, bara af því að þeir klæðast felubúningum og bera vopn. Að vísu heppnir að vera með hina frá- bæru Heckler und Koch-hríðskotabyssu ásamt Gloch-skamm- byssu sem er með þeim bestu. Þá spyr ég, hafa þessir menn fengið viðeigandi þjálfun? Það dugar ekki að standa vígalegur á flugvell- inum í Kabúl meðan utanrík- isráðherra kannaði liðið, sem ekki gat einu sinni staðið í réttstöðu hvað þá heldur í beinni línu eins og góðum dát- um sæmir, nokkuð sem Íslendingum hefur aldrei tekist, eða ætli þeir kunni að ganga í takt? Ekki einu sinni ís- lensku lögreglunni. Það er helst Lúðrasveitin Svanur sem hefur náð takti í skrúðgöngum. Svo er annað sem þarf að huga að. Eru þessir menn tilbúnir að drepa andstæðing augliti til auglits? Eru ís- lenskir ráðamenn undirbúnir/tilbúnir að taka fréttum um mannfall hjá ís- lenska liðinu, svo maður tali nú ekki um aðstandendur þessara manna? At- vinnuhermenn fá áralanga þjálfun og vita um hætturnar og kunna að takast á við óvæntar aðstæður og sumir horfa upp á dauðann daglega í sínu starfi. Þess vegna tel ég það hættu- legan hugsunarhátt að líta á sig sem hermann ef maður er borgaralegur starfsmaður undir hatti S.Þ. þó svo að viðkomandi líti vígalega út fyrir fram- an sjónvarpsvélar í uppstilltri mynd á flugvellinum í Kabúl. Þess vegna varð ég ekkert hissa á dögunum þegar Ís- lendingarnir urðu fyrir árás í versl- unarferð á „heitu svæði“ í Kabúl. Svona lagað gera menn ekki á óvina- svæði, enda hefur „ofurstinn“ verið sendur heim. Þetta er svolítið önnur staða en að fara í Kringluna á laug- ardegi! Þess vegna segi ég við þessa gæsluliða: Sinnið þeim störfum sem ykkur er ætlað og hættið að líta á ykk- ur sem hermenn. Fyrrverandi lög- regluþjónar eða hvaða störfum menn hafa sinnt áður eru enginn grunnur til að leika hermann, þó svo að einhver grunnþjálfun liggi að baki og komið allir heilir heim að verkefni loknu. Íslenskir „hermenn“? Haraldur Páll Sigurðsson fjallar um reynslu sína af hermennsku ’Þetta lið sem nú er íAfganistan eru borg- aralegir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og eru þar undir því yf- irskini að vernda flug- völlinn í Kabúl ásamt einhverjum þjálfunar- merkjum.‘ Haraldur Páll Sigurðsson Höfundur er fyrrverandi atvinnuhermaður. Á SÍNUM tíma þegar stofnað var til Línu Nets af orkufyrirtæki okkar Reykvíkinga var hugmyndin sú að nýta raforkukerfi fyrirtækisins, sem þegar var til staðar, til miðlunar gagna fyrir íbúa og fyr- irtæki á höfuðborg- arsvæðinu. Skýrt kom fram að um frum- kvöðlastarf væri að ræða, og að sú fjárfest- ing sem ráðast ætti í yrði um 200 milljónir króna. Einnig kom fram að þessi fjárfest- ing myndi þegar fram liðu stundir skila arði, og jafvel svo miklum að líkja mátti við að gullæð hefði fundist. Fljótlega kom í ljós eins og geng- ur og gerist þegar um frumkvöðla- starf er að ræða að einhverjir tækni- legir örðugleikar komu upp og þ.a.l. þurfti að endurskoða bæði tíma- og fjárhagsáætlanir. Gott og vel, slíkt hendir. Að auki kom sú staða upp að nauðsynlegt reyndist að mati þeirra er höndluðu með þessi mál fyrir hönd Reykvíkinga að kaupa fjarskiptafyr- irtæki, s.s. fyrirtæki sem hét eða heit- ir Irja. Ekkert var til sparað til að tryggja sér yfirráð yfir þessum fyr- irtækjum, og má sem dæmi nefna að áðurnefnt fyrirtæki (Irja) kostaði ekki nema um 250 milljónir króna. Svona mætti áfram lengi telja. Það þurfti að kaupa upp fleiri fjarskipta- fyrirtæki. Það þurfti að stofna fleiri dótturfyrirtæki. Það þurfti að hætta við að nota raflínurnar til gagnaflutn- inga og leggja ljósleiðara í staðinn. Ábyggilega hefur þurft að stofna og breyta fleiru sem mér eða öðrum Reykvíkingum er ekki kunnugt um, en niðurstaðan er sú að eftir að búið er að stofna, breyta, niðurfæra og selja sitt á hvað hefur orkufyrirtæki í eigu Reykvíkinga lagt út upphæðir sem spanna milljarða króna. Þegar upp er staðið er nú þegar búið að leggja fram 5 til 6 milljarða í það sem segja má að sé hálfvonlaust fyrirtæki. Samkvæmt nýjustu fréttum af stór- hug þeirra er stýra þessum ósköpum á að leggja rúmlega 2 milljarða til við- bótar í gagnaveituna sem upphaflega átti að kosta 200 milljónir. Nið- urstaðan er því í stuttu máli sú að æv- intýrið kostar 7 til 8 milljarða þegar upp er staðið. Þegar talað er um orkufyrirtæki okkar Reykvíkinga er um að ræða fyrirtæki sem ég a.m.k. hefði haldið að væri í raun rekið af íbúum höf- uðborgarsvæðisins, og fær tekjur sínar af orkusölu. M.ö.o. að til að standa straum af þess- um fjárútlátum þarf að hækka taxta til þeirra er nota orkuna um milljarða umfram það sem nauðsynlegt er. Það þykir mér nokkuð skítt. Legið á upplýsingum Þegar VG í Reykjavík gekk til sam- starfs um Reykjavíkurlistann, sem nú er við völd í borginni, minnir mig að eitt þeirra háleitu markmiða og mála sem taka ætti á væri einmitt það að segja stopp við þeirri óráðsíu sem hefur verið í kringum OR. Þá skipti ekki máli hvort um væri að ræða hús- byggingar sem fara hundruð milljóna eða milljarða fram úr áætlunum, eða milljarða fjárfestingar í fyrirtækjum sem hefur sýnt sig að eru loftbólur einar. Einnig er eins og mig rámi í það að auka ætti gegnsæi í því sem væri að gerast í fjármálum Reykja- víkurborgar, fyrirtækja hennar og dótturfyrirtækja þeirra eftir atvik- um. Allt í nafni þess að við í VG vær- um nýtt og ferskt afl sem hefði ekkert að fela og ætluðum að feta hinn þrönga veg dyggðarinnar. (Sam- kvæmt kenningunni myndum við þannig ríkið erfa, en það er reyndar önnur saga.) Nú hefur það gerst að undanfarna mánuði hefur borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Guð- laugur Þór Þórðarson, sem jafnframt á sæti í stjórn OR, farið þess ítrekað á leit að fá upplýsingar um hver hin raunverulega staða þeirra dóttur- og skúffufyrirtækja sem um ræðir er. Í þessu sambandi er rétt að geta þess að hann er lýðræðislega kjörinn fulltrúi og hefur því væntanlega rétt til að fá aðgang að þessum gögnum. Það virðist vera sama hvað hann sendir inn margar fyrirspurnir um árshlutauppjör, ársreikninga eða nið- urstöðutölur hverskonar, aldrei fær maðurinn svar. Ýmist er það vegna anna þeirra sem eiga að svara fyr- irspurnunum, það hefur gleymst að taka gögnin til eða að mönnum leiðast almennt svona fyrirspurnir. Ekki fæ ég séð að þessi framkoma í garð kjör- ins fulltrúa sé í anda gegnsæis, lýð- ræðislegrar umfjöllunar eða þess að koma böndum á óstjórn og óráðsíu. Hvað þá þeirrar samræðupólitíkur sem sumir stjórnmálamenn boða nótt sem nýtan dag. Þessi vinnubrögð ein og sér eru því algerlega óviðunandi. Spilin á borðið Það hlýtur að vera krafa borgarbúa, hvort sem þeir styðja Reykjavík- urlistann eða önnur stjórnmálaöfl, að mál sem þessi séu sett upp á borðið og jafnframt gerð upp með einum eða öðrum hætti. Það er ekki trúverðugt að í sömu andrá og upplýsingum er haldið vísvitandi frá kjörnum fulltrú- um sé sagt að í þeim sömu gögnum sé ekki neitt sem ekki megi líta dagsins ljós. Það er ekki í lagi að halda upp- lýsingum frá kjörnum fulltrúum í borgarstjórn. Það er ekki í lagi að fara þrjátíu og fimm- til fertugfalt fram úr upphaflegum áætlunum. Fram að þeim degi að þetta mál er gert upp hljóta Reykvíkingar að spyrja sig þeirrar einföldu spurn- ingar hvað verið er að fela? OR – hvað er verið að fela? Steingrímur Ólafsson fjallar um Orkuveitu Reykjavíkur ’Guðlaugur Þór, semjafnframt á sæti í stjórn OR, hefur farið þess ítrekað á leit að fá upp- lýsingar um hver hin raunverulega staða sé.‘ Steingrímur Ólafsson Höfundur er fyrrv. form. VG í Reykjavík. Þ að var eins og nýr heimur opnaðist fyr- ir mér þegar ég kynntist hug- myndum rússneska heimspekingsins Ayn Rand. Kannski lýsir það hversu lítið ég hafði kynnt mér forsendur fyrir frelsi einstaklinga. Í fyrstu gekk ég alltaf út frá því að vel- ferðar fólks yrði best gætt með kerfi sem stæði vörð um frelsi þess. Ég byggði þá skoðun mína fyrst og fremst á hagkvæmn- isrökum; ríkisvaldið veitti verri þjónustu á hærra verði. Ayn Rand bætti rökum siðfræðinnar við og lagði mesta áherslu á rétt einstaklings- ins til lífs án afskipta ann- arra. „Það er hægt að kalla það kald- hæðni eða ör- lög að ég fæddist í því ríki sem virti sjálfan einstaklinginn einskis og taldi réttlætanlegt að fórna honum í þágu heildar- innar,“ skrifaði Rand um föð- urland sitt Rússland. Hún fædd- ist í Pétursborg árið 1905. „Ég varð að sleppa frá Rússlandi ef ég átti að komast lífs af.“ Frá sex ára aldri var hún staðráðin í að verða rithöfundur. Hún útskrifaðist úr mennta- skóla 1921 og nam heimspeki í háskólanum í Pétursborg sem stuttu síðar varð Leníngrad. Þar kynntist hún Aristótelesi, sem lagði grunninn að allri hennar heimspeki í framtíðinni. Hún fyrirleit hins vegar Platón og þær dulrænu kenningar sem hann hafði boðað. Þegar hún útskrifaðist árið 1924 hafði hún séð skýjakljúfa New York-borgar á leiktjaldi í Rússlandi. Hún heillaðist strax af sýninni og taldi Bandaríkin fyrirmyndarríki þar sem ein- staklingar gætu notið sín til fulls. Hún var heilluð af því sem maðurinn gat gert með hugviti sínu og gáfum fengi hann svig- rúm til athafna. Kommúnist- arnir höfðu nokkrum árum áður lokað apóteki föður hennar með rauðum borða og þjóðnýtt flest framleiðslutæki landsins. Árið 1926 komst hún til New York eftir að móðir hennar hafði selt skartgripi sína til að greiða fyrir farið. Hún lýsir sjálf komu sinni þannig að það var farið að rökkva þegar skipið lagðist að bryggju. Hún var neðan þilja og hafði misst af því að sjá frelsisstyttuna. Þegar hún steig á land horfði hún á skýjakljúfana, sem hana hafði dreymt um frá 16 ára aldri. „Lítil snjókorn féllu á andlit mitt þegar ég leit upp og runnu saman við tárin niður kinn mína.“ Á þessum tíma tel ég að hug- myndir Ayn Rand um manninn í umheiminum hafi verið orðnar nokkuð mótaðar. Seinna kallaði hún hugmyndafræðina hlut- hyggju eða „Objectivism“ á ensku. Hún vildi skerpa á sið- ferði mannsins, sem var mjög ábótavant að hennar mati, og endurreisa dyggðir einstaklings- ins. Hluthyggjan byggist á því að raunveruleikinn er hlutlægur; það sem er er óháð því hverjar tilfinningar okkar eru, óskir, vonir og þrár. Rökhugsun og hæfileikinn til að nota skilning- arvitin er eina tækið til að skynja raunveruleikann, með- taka þekkingu og bregðast við á grundvelli hennar. Það er for- senda þess að við komumst lífs af. Einstaklingurinn er grunn- eining samfélagsins. Hann er til í þágu sín sjálfs; fórnar sér ekki fyrir aðra né á kröfu um að aðr- ir fórni sér fyrir hann. Æðsta siðferðisleg skylda einstaklings- ins er að vinna að rökréttum hagsmunum sínum og hamingju. Þegar Ayn Rand talar um rökrétta hagsmuni á hún við að einstaklingurinn verður að taka ákvarðanir um líf sitt sem byggjast á raunveruleikanum, sem hann skynjar með rök- hugsun, og vinna í þágu sjálfs sín. Af þessum sökum fyrirleit hún trúarbrögð og siðferðið sem þau boðuðu. Hún taldi það sið- ferðislega rangt að setja velferð annarra ofar sinni eigin. Slíkt hafði verið lofsungið sem ein af mestu dyggðum mannsins en hún barðist hatrammlega gegn því. Taldi hún einstaklinginn ekki myndu komast lífs af hugsaði hann þannig – því það væri ekki sjálfgefið að hann lifði af í nátt- úrunni. Reyndar taldi hún það leiða til glötunar þar sem aðrir næðu tökum á fjöldanum. Sov- étríkin og Þýskaland nasista hefðu byggt á þeirri siðfræði að rétt væri að einstaklingurinn fórnaði sér fyrir ríkið. Alræðið byggðist á þeirri siðfræði. Um leið tapaðist frelsið og nið- urbrotið kæmi í stað dyggð- arinnar að skapa og byggja upp. Að þessum forsendum upp- fylltum byggðist fyrirmynd- arríkið á „laissez-fair“-kapítal- isma; algjörum aðskilnaði ríkis og efnahagslífs, og líkti Rand því við aðskilnað ríkis og kirkju í Bandaríkjunum. Sömu aðferð ætti að beita með sömu rökum. Hið kapítalíska kerfi er í raun afleitt af stöðu mannsins í ver- öldinni þar sem hann lifir í þágu sjálfs sín og enginn getur gert þá kröfu til hans, að hann fórni sér í þágu annarra. Heimspek- ingurinn Robert Nozick rök- studdi lágmarksríkið með svip- uðum hætti en lagði mesta áherslu á réttlætið. Hlutverk ríkisvaldsins í al- gjörlega afskiptalausu kapítal- ísku hagkerfi er að gæta réttar borgaranna. Lögreglan á ein- ungis að beita þá valdi sem brjóta á rétti annarra ein- staklinga. Það á t.d. við um glæpamenn og þá sem ráðast inn í landið. Reyndar vildi Ayn Rand líka að ríkið ræki dóm- stóla til að leysa deilur sem risu milli manna. Í þessum tilvikum þyrfti að beita valdi. Allt annað, eins og göturnar og önnur sam- göngumannvirki, ætti að vera í umsjá einstaklinganna sjálfra. Mér fannst ég skilja tilveruna betur eftir fyrstu kynnin af Ayn Rand. Hagfræðin, lögfræðin og siðfræðin fléttuðust saman á nýjan hátt. Það réttlætir ekki baráttuna fyrir frelsi að framtak einstaklinganna er hagkvæmara en ríkisstjórna eins og Milton Friedman sagði í samtali við mig í desember 2002. „Þetta er fyrst og fremst siðferðisleg bar- átta. Það er heppilegt að frjálst þjóðfélag sé hagkvæmara.“ Ayn Rand „Ég fæddist í því ríki sem virti sjálfan einstaklinginn einskis og taldi réttlætanlegt að fórna honum í þágu heildarinnar.“ VIÐHORF Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.