Morgunblaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK 50 ÁRA afmæli. Fimmtug er í dag, þriðjudaginn 9. nóv- ember, Sigurlaug Helga Emilsdóttir prentsmiður. Hún verður á kóræfingum með Gospelsystrum og Léttsveit Reykja- víkur á afmælisdaginn. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú finnur þig knúinn til þess að bæta sjálfan þig, hrútur, láttu endilega verða af því. Byrjaðu að hreyfa þig, skráðu þig á námskeið eða breyttu mataræð- inu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú hefur tækifæri til þess að læra sitt- hvað um sjálft þig með því að gaum- gæfa samskipti þín við aðra, naut. Gáðu að því hvernig þú talar við aðra og þeir við þig. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburar finna sig knúna til þess að skipuleggja sig betur. Það er frábært. Neyttu meðan á nefinu stendur, eins og máltækið segir. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Daður kitlar hégómagirndina og kemur þér talsvert á óvart. Það er gott að vita að maður geti laðað að sér annan ein- stakling. Þú tekst hreinlega á loft. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Haltu áfram að gefa fjölskyldu og heim- ili allan þinn tíma og athygli. Þessi þátt- ur lífsins krefst einbeitingar af þinni hálfu núna. Gerðu breytingar og lag- færðu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan finnur sig knúna til þess að tjá sig við aðra um þessar mundir. Leggðu þig fram um að gera þig skiljanlega í öllum samskiptum, það mun lukkast. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Sinntu bankaviðskiptum og fjármálum í dag og næstu daga. Þú hefur eytt meira en venjulega upp á síðkastið og þarf að fara yfir stöðuna. Úps. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn er kraftmikill meðan sól- in er í merki hans og innan tíðar fylgir framkvæmdaplánetan Mars í kjölfarið. Gættu þess að vera ekki of yfirþyrm- andi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Njóttu þess að vera samvistum við vini og stunda félagsstarf. Beittu lík- amanum í íþróttum, líkamsrækt og úti- veru. Það gerir bogmanninn glaðan. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Allt gengur þér í haginn núna. Þiggðu öll boð og njóttu þess að vera í sam- vistum við aðra. Fólk er einstaklega vinsamlegt í þinn garð núna. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Skemmtiferð veitir þér einstaklega mikla ánægju. Gríptu tækifærið ef þú átt tök á því að bregða þér frá. Leggðu rækt við samskipti við foreldra og yf- irboðara. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Verið móttækilegir fyrir öðrum, fiskar. Fólk er til í að gera ykkur greiða og færa ykkur gjafir um þessar mundir. Gæfan er hliðholl að þessu leyti. Stjörnuspá Frances Drake Sporðdreki Afmælisbarn dagsins: Veraldlegar nautnir höfða svo sann- arlega til þín. Það er í góðu lagi. Þú kannt að njóta augnabliksins og fólk lað- ast stundum sterklega að þér fyrir vikið. Þú veist hvernig maður á að lyfta sér upp og vilt gjarnan vera úti á ystu nöf og upp- götva eitthvað nýtt. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Árnaðheilla dagbók@mbl.is  6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 ljós hugsun, 8 stútum, 9 vindurinn, 10 elska, 11 fen, 13 sleifar, 15 guðshús, 18 annast, 21 auð, 22 lækna, 23 sálir, 24 vesalingar. Lóðrétt | 2 gleður, 3 lofað, 4 skynfæra, 5 matreiðslu- manns, 6 viðlag, 7 vökvar, 12 umfram, 14 dráttardýr, 15 meltingarfæri, 16 björtu, 17 óhreinkaði, 18 skreið í gegnum, 19 þrá- biðja, 20 forar. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 fóarn, 4 sárin, 7 ósköp, 8 iljar, 9 afl, 11 anna, 13 angi, 14 nafar, 15 grín, 17 frek, 20 bak, 22 unaði, 23 lítur, 24 deiga, 25 kenni. Lóðrétt | 1 flóra, 2 askan, 3 næpa, 4 skil, 5 rýjan, 6 norni, 10 fífla, 12 ann, 13 arf, 15 grund, 16 Írani, 18 ritin, 19 karfi, 20 bisa, 21 klók. ÚTVARPSSTÖÐIN Skonrokk, FM 90,9 stendur annað kvöld fyrir verðlaunahátíð sem gengur undir nafninu Gullkindin 2004. Þar verða verðlaunaðir þeir sem verst þykja hafa staðið sig á árinu, hvort sem er í kvikmyndum, sjónvarpi, bók- menntum eða á tónlistarsviðinu. Einnig verður Svartasta vonin verðlaunuð, þ.e. sá sem er líklegastur til að standa sig illa á næsta ári. Um val á tilnefningum sér svonefnd Skonrokks-Akademía. Almenningur getur kosið á Netinu á skonrokk.is og gilda atkvæði almennings þrjátíu prósent á móti atkvæðum aka- demíunnar. Á verðlaunahátíðinni mun koma fram fjöldi listamanna og annarra málsmetandi manna, sem veita munu vinningshöfum verðlaun. Þá mun Sigurjón Kjartansson, dagskrárstjóri Skonrokks og formaður akademíunnar, halda ávarp, auk þess sem Tvíhöfði mun taka lagið. Gullkindin 2004 í Þjóðleikhúskjallaranum Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Tónlist Stúdentakjallarinn | Dúettinn Sessý og Sjonni heldur tónleika þriðjudagskvöldið 9. nóv. í Stúdentakjallaranum. Dagskráin er að stórum hluta byggð á þekktum róm- antískum lögum í flottum útsetningum. Tón- leikarnir hefjast stundvíslega kl. 22 og er miðaverð aðeins 500 kr. Nánari uppl. um dúettinn eru á www.sessy.net. Kvikmyndir Háskólabíó | Norræn Kvikmyndahátíð: Buddy kl. 18 og 22, Mors Elling kl. 18, Miffo kl. 20, Midsommer kl. 20 og 22. Dans Þjóðdansafélag Reykjavíkur | Opið hús á morgun í sal félagsins að Álfabakka 14a kl. 20.30 Gömlu dansarnir. Mannfagnaður Sunnusalur Hótel Sögu | Hin árlega tísku- sýning Sinawik í Reykjavík er í kvöld kl. 20. Verið velkomnar og takið með ykkur gesti. Happdrætti. Með kveðju, stjórnin. Fyrirlestrar Háskóli Íslands | Jakob Steensig, kennari og fræðimaður í almennum málvísindum við háskólann í Árósum, heldur opinberan fyr- irlestur um samskiptamálfræði í boði heim- spekideildar Háskóla Íslands, í samvinnu við Málvísindastofnun og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Fyrirlesturinn er á íslensku og hefst kl. 15.15 í stofu 103 í Lögbergi. Karuna Búddamiðstöð | Hvar finnum við hamingjuna? nefnist fyrirlestur og hug- leiðsla hjá Karuna Búddamiðstöð að Ljós- vallagötu 10. Fyrirlesturinn hefst kl. 20. Fjallað verður um hvort hamingjan komi frá huganum eða ytri gæðum. www.karuna.is. ReykjavíkurAkademían | Í fyrirlestri kl. 20– 21.30 í dag, mun Helga Ögmundardóttir mannfræðingur varpa fram spurningunni hvort átök um náttúruauðlindir séu í raun- inni átök ólíkra menningarheima eða hrein og klár hagsmuna- og valdabarátta. Sjá nán- ar vef Mannfræðifélags Íslands www.aka- demia.is/mi/ Málþing Kennaraháskóli Íslands | Símennt- unarstofnun KHÍ, Samfok og Heimili og skóli standa fyrir fræðslukvöldi í Kennaraháskóla Íslands í kvöld kl. 20–22. Rætt verður um aga og uppeldi. Framsögu hafa Baldur Krist- jánsson dósent og Ragnhildur Bjarnadóttir dósent. Aðgangseyrir er 1.000 kr., skráning á simennt@khi.is og s. 5633980. Fundir Styrkur | Styrkur, samtök krabbameins- sjúklinga og aðstandenda, verður með op- inn fund kl. 20 Skógarhlíð 8. Gestur fund- arins er Sigurður Árnason læknir sem flytur erindi um þjónustu við krabbameinssjúkl- inga í heimahúsum utan Reykjavíkur, verkja- meðferð o.fl. www.krabb.is. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið ÓL í Istanbúl. Norður ♠1087 ♥Á4 A/NS ♦95 ♣KG6542 Vestur Austur ♠D ♠G52 ♥D7632 ♥G1085 ♦KDG63 ♦Á1074 ♣Á9 ♣103 Suður ♠ÁK9643 ♥K9 ♦82 ♣D87 Úrslitaleikur Ítala og Hollend- inga í opna flokknum var furðulega laus við alla spennu – þrátt fyrir að jafnræði væri með liðunum í fyrstu tveimur lotunum (af átta), lá ein- hvern veginn í loftinu að Ítalir myndu fyrr eða síðar spýta í lófana og taka leikinn í sínar hendur. Það gerðist í þriðju lotu. Þá náðu Ítalir tæplega 40 stiga forskoti og bættu aftur við 40 stigum í þeirri næstu. Og þar með voru úrslitin svo gott sem ráðin, en lokatölurnar urðu 310-251 í 128 spilum. Spilið að ofan er úr þriðju lotu. Í opna salnum spiluðu Bocchi og Duboin fjóra spaða í NS-áttina: Vestur Norður Austur Suður Schollaar Bocchi Drijver Duboin -- -- Pass 1 spaði 2 spaðar * 3 hjörtu * 4 hjörtu 4 spaðar Allir pass Tveggja spaða sögn vesturs er hefðbundin Michaels-innákoma, sem sýnir minnst 5-5 í hjarta og láglit. Bocchi gefur þá áskorun í fjóra spaða með því að melda þekktan lit vesturs (þrjú hjörtu) og svo fellur talið niður við fjórum spöðum. Duboin hitti í spaðann (tók á ásinn og svínaði fyrir gosann), og gaf því aðeins þrjá slagi: tvo á tígul og laufás. Í lokaða salnum tókst Ítölum að ýta Jansma og Verhees fyrir björg í sagnbaráttu. Vestur Norður Austur Suður Nunes Verhees Fantoni Jansma -- -- Pass 1 spaði 3 lauf * 3 spaðar 4 hjörtu 4 spaðar Pass Pass 5 tíglar Pass Pass 5 spaðar Allir pass Nunes sýnir strax hjarta og tígul með innákomunni á þremur laufum og Verhees velur að berjast í þrjá spaða, frekar en gefa veigameiri áskorun með þremur hjörtum. Þeg- ar Jansma treystir sér ekki til að dobla fimm tígla, þykir Verhees sem hann eigi of mikið í pokahorn- inu og reynir fimm spaða. En það var einum of mikið – einn niður og 12 IMPar til Ítala. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is VIERA Manasek, sópran, heldur söngtónleika í Seltjarnar- neskirkju í kvöld kl. 19. Með henni leika þeir Rich- ard Simm á pí- anó og Eiríkur Örn Pálsson á trompet. Á efn- isskránni eru verk eftir Scarl- atti, Händel, Alabieff, Donizetti, Mozart, Rachmaninov og Kaldalóns. Tónleikarnir eru liður í 8. stigs söng- prófi sem Viera er að ljúka hjá Alinu Dubik í Nýja tónlistarskólanum. Aðgangur er ókeypis. Söngtónleikar í Seltjarnarneskirkju 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Be7 5. Bf4 O-O 6. e3 Rbd7 7. c5 c6 8. h3 b6 9. b4 a5 10. a3 Ba6 11. Bxa6 Hxa6 12. O-O Da8 13. Rd2 Db7 14. Hb1 axb4 15. axb4 Ha3 16. Dc2 Hfa8 17. Hfc1 bxc5 18. bxc5 Da6 19. Rb3 Bd8 20. Db2 Dc4 21. Rd2 Da6 22. Rf3 h6 23. Re1 Re4 24. Rxe4 dxe4 25. Rc2 Ha2 26. Db3 De2 27. Bg3 Rf6 28. Rb4 H2a3 29. Dc4 Dxc4 30. Hxc4 Ha1 31. Hcc1 Hxb1 32. Hxb1 Hc8 Staðan kom upp á fjögurra manna lokuðu móti sem fram fór í október sl. í Hoogeeven í Hollandi. Ivan Sokolov (2.663) hafði hvítt gegn Magnusi Carlsen (2.581). 33. Rxc6! Hxc6 34. Hb8 Kh7 35. Hxd8 Rd5 36. Hd7 Kg6 37. Ha7 hvítur er nú sælu peði yfir ásamt því að hafa valdaðan frelsingja og hefði svartur getað gef- ist hér upp með góðri samvisku. Undrabarnið norska var þó ekki á því gegn einum sterkasta skákmanni heims fyrr en sá hafði komið frels- ingjanum upp í borð og vakið upp drottningu. 37...Hc8 38. Kf1 Rb4 39. f3 Rc6 40. Hb7 f5 41. Bd6 Ra5 42. Hd7 Rc4 43. Kf2 Ha8 44. fxe4 fxe4 45. Bf4 Kf6 46. c6 g5 47. Bg3 Ha2+ 48. Kg1 Ha1+ 49. Kh2 Kg6 50. c7 Rxe3 51. c8=D og svartur gafst upp, saddur lífdaga. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Ivan Sokolov (2.663) 4½ vinning af 6 mögulegum. 2. Nigel Short (2.687) 3 v. 3. Daniel Stellwagen (2.512) 2½ v. 4. Magnus Carlsen (2.581) 2 v.Hvítur á leik. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.