Morgunblaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. … ÉG HEF oft heyrt útlendinga tala um fal- legt hljóðfall tungunnar, þegar þeir hlusta á ís- lenzkar bókmenntir lesnar á frummálinu. Þeim finnst varðveizla tungunnar aðdáunarvert af- rek og þá einnig mikilvægt fordæmi. Það eru siðmenningarleg gæði að muna. Sú þjóð sem man verður ekki óþjóð. Enginn getur varðveitt tunguna nema við. Aðrar þjóðir geta gert allt eins vel og við, sumt jafnvel betur, já miklu betur. En það er aðeins eitt sem enginn getur nema við – það er að tala íslenzka tungu. Og halda lífinu í þeirri dýr- mætu bókmenningu sem er einstæð og okkur hefur verið trúað fyrir. Rækta tunguna án þess glata henni. Það geta engir – nema við. M. Joh. Arfleifð og ævintýri, Bréf til blaðsins, 5. okt. ’04 Þ egar við bjuggum í Þýzkalandi hitti ég fólk sem hafði kynnzt Brekku- kotsannál og sagði efnið væri kom- isch, eða skringilegt, því það var framandlegt og rammíslenzkt eins og gömlu sögurnar. Nú er verið að skrifa um efni sem virðist fyrst og síðast stílað uppá út- lendan markað, semsagt söluvæna framleiðslu. Það er svosem góðra gjalda vert meðan þessar bækur eru skrifaðar á íslenzku fyrir lesendur hér heima því svona efni er auðvitað ágætt fyr- ir hnýsla hvar sem er. Snorri hafði í huga norskan markað, þegar hann setti saman þær sögur sem við vitum hann var höfundur að, þ.e. konunga sögur, en efni Íslendinga sagna er að mestu bundið ís- lenzku umhverfi og einangrun miðalda, þótt hetjurnar séu með annan fótinn í útlöndum, að vísu. Það var ekki bara Garðar Hólm sem leit- aði að frægðinni í útlöndum. Þessi leit er klass- ísk og stendur enn yfir! En Íslendinga sögur fóru að mestu framhjá heiminum, þar til menn eins og William Morris tóku að gefa þeim gaum. Fyrst þóttu þær áreiðanlega eitthvað skrýtnar, en svo eign- uðust þær stórskáld á borð við Auden og Borges að aðdáendum og þá var björninn unn- inn. Þeir horfðu ekki einungis á efnið, heldur meðferð þess. Hin listrænu tök. – – – Jorge Luis Borges var argentínskt skáld og höfuðsnillingur á spænska tungu, virtur og mikils metinn sem slíkur og fór einskonar píla- grímsför út hingað að anda að sér umhverfi okkar fornu menningar. Sjálfur var hann skáld undir merki þessarar kröfuhörðu fornu arf- leifðar okkar og það ruddi henni ekki sízt braut að heimsmenningunni svonefndri. Borges kemur við sögu í síðustu bók minni, Málsvörn og minningar, og rifja ég þar upp hvernig hann fékk ekki nóbelsverðlaunin. Minnir á það sem skáldið segir í kvæðinu Ann- að kvæði um gjafirnar; að hann þakki fyrir tit- ilinn á bók „sem ég hef ekki lesið“. Í darraðardansinum um Nóbelinn var Borges borinn sökum um stuðning við einræð- isherra sem voru upp lognar í því skyni að skaða hann. En nú þegar ég hef lesið ágæta bók danans Ditlev Tamms um Borges, líf hans og verk, sé ég að unnið var kerfisbundið gegn því hann fengi þá viðurkenningu sem fylgir óumflýj- anlega veitingu nóbelsverðlauna. Þessi verðlaun eru þannig eins og allt annað í lífi okkar háð þröngsýni og fordómum og öðru því illgresi sem vex óhindrað í mannlegu samfélagi, en þó ekki alltaf með þeim hætti að eftir sé tekið. Sænska skáldið Artur Lundkvist sem sat lengi í Sænsku akademíunni og þá einkum sem sérfræðingur í bókmenntum spænskumælandi þjóða virðist hafa haft forystu um að sverta rit- höfundarheiður Borgesar. Hann gerði sér t.a.m. lítið fyrir og staðhæfði að óbundið mál Borgesar væri ofmetið og sögur hans liðu af nánast lamandi formfestu í stíl! Og nú er komið að mannlega þættinum, því Tamm lætur að því liggja að þessi afstaða hafi stafað af því að Borges hafi móðgað hið unga skáld Lundkvist, þegar hann var í heimsókn í Stokkhólmi 1964 og þá með því að tala niðrandi um nokkur kvæða hans. Það hefur að vísu varla getað kostað Borges Er undanhald e Eftir Matthías Johannessen „LOFTSLAG á jörðinni er að breytast vegna hlýnunar sem nú eykst hraðar en nokkur fordæmi eru fyrir í sögu mannkyns. Breyt- ingar hafa orðið á loftslagi í gegn- um tíðina vegna náttúrulegra or- saka og breytinga, en á síðustu áratugum hefur komið fram munstur sem bendir til þess að áhrif mannsins, einkum aukin los- un koltvísýrings og annarra gróð- urhúsalofttegunda, séu orðin ráð- andi þáttur.“ Þetta segir í upphafi skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á norður- heimskautinu, en skýrslan var gerð opinber í gær í tengslum við al- þjóðlega vísindaráðstefnu um efnið sem mun standa yfir á Nordica hótelinu í Reykjavík næstu fjóra dagana. Formleg ákvörðun um að gera skýrsluna var tekin á ráðherra- fundi í Alaska árið 2000, en meira en 250 vísindamenn hafa komið að gerð skýrslunnar. Meðalhiti hækkað nær tvöfalt meira en annars staðar Í skýrslunni er í fyrsta lagi fjallað um loftslag á norðurheim- skautssvæðunum og áhrif þess á loftslag í heiminum. Í öðru lagi er fjallað um allar breytingar á nátt- úru og líf almennt. Í þriðja lagi er fjallað um áhrif loftslagsbreytinga á ýmsa þætti í lífi fólks, eins og heilsu, fiskveiðar, landbúnað, skóg- rækt, uppbyggingu og veiðar. Í fjórða lagi er fjallað um áhrif lofts- lagsbreytinga á dýralíf og náttúru- vernd. Og í fimmta og síðasta lagi er í skýrslunni fjallað um mögulegt viðbragð loftslags í heiminum. Í skýrslunni segir að áhrif lofts- lagsbreytinganna séu sérstaklega greinileg á norðurheimskautsvæð- inu þar sem meðalhiti hafi hækkað nærfellt tvöfalt á við það sem hann hafi hækkað annars staðar í heim- inum. Það komi meðal annars fram í bráðnum jökla og styttri vetrum og að óbreyttu bendi spár til þess að hitastig eigi eftir að hækka þar um 4-7 gráður til viðbótar næstu 100 árin. Það muni hafa víðtækar afleiðingar fyrir loftslag í heimin- um öllum. Bráðnun jöklanna hafi í för með sér meðal annars hækkun sjávarborðs, sem geti haft áhrif á varmaskipti milli hitabel heimskautasvæðanna, se hafi margvísleg áhrif á d umhverfi. Þannig er búis vöxtur skóga muni færas en nú er inn á svæði þar var túndra og túndran fæ heimskautasvæðin. Líkleg framt að skordýraplágur areldar færist í aukana, sem gera megi ráð fyrir búnaðarsvæði færist norð inn. Í skýrslunni kemur j fram að áhrif loftslags anna á dýralíf eru mar Búsvæði hvítra ísbjarna, unda sem halda til á ís og Alþjóðleg ráðstefna um loftslagsbreytingar á no Áhrif mannsins á orðin ráðandi þ Ljósmynd/Haraldur Örn Í skýrslunni segir að áhrif loftslagsbreytinga séu greinileg á nor heimskautssvæðinu þar sem meðalhiti hafi hækkað nærfellt tvöf það sem hann hafi hækkað annars staðar. IÐRUN OLÍUFÉLAGANNA Olíufélögin hafa nú öll þrjú beðiztafsökunar á hlut sínum í ólög- legu verðsamráði, sem samkeppnis- yfirvöld hafa haft til rannsóknar. Það markar út af fyrir sig ákveðin þáttaskil í málinu að öll fyrirtækin viðurkenni að hafa brotið af sér og biðji viðskiptavini sína – og í sumum tilfellum starfsfólk – afsökunar. Hins vegar er ósennilegt að al- menningur, viðskiptavinir olíufélag- anna, sætti sig við afsökunarbeiðn- ina eina. Samráð olíufélaganna og skortur á samkeppni leiddi af sér hærra verð til viðskiptavina þeirra en ef raunveruleg samkeppni hefði ríkt. Þannig ollu olíufélögin sam- félaginu skaða, sem Samkeppnis- stofnun metur upp á 6,5 milljarða króna. Aðferðir við þann útreikning hafa verið gagnrýndar, en það fer varla á milli mála að skaðinn er mik- ill. Fólk hlýtur að vilja sjá olíufélög- in endurgreiða samfélaginu þessa skuld, sem þau hafa nú viðurkennt, með einum eða öðrum hætti, helzt væntanlega í lægra verði. Ekki er ósennilegt að margir af stærri við- skiptavinum fyrirtækjanna þriggja sæki rétt sinn gagnvart þeim fyrir dómstólum. Jafnframt hlýtur almenningur að gera kröfu um gjörbreytta starfs- hætti og raunverulega samkeppni á milli olíufélaganna. Olíufélagið Esso gerði í gær sitt til að sannfæra við- skiptavini sína um að stefnt væri í þá átt, með útgáfu verklagsreglna sem taka mið af ákvörðun samkeppnis- ráðs og taka m.a. fyrir öll samskipti við önnur olíufélög og starfsmenn þeirra. Hin fyrirtækin, sem eiga í hlut, eiga ekki annan kost en að setja sér sambærilegar reglur. Þá gerir fólkið í landinu auðvitað þá kröfu að þeir sem stóðu fyrir sam- ráðinu verði dregnir til ábyrgðar. Það mál er í þeim farvegi, sem lög gera ráð fyrir. Ákvörðun samkeppn- isráðs er ekki hinn endanlegi úr- skurður í málinu. Annars vegar mun henni að líkindum verða skotið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og sennilegast er að þaðan fari málið fyrir bæði dómstigin. Hins vegar er hlutur forsvarsmanna olíufélaganna til sérstakrar rannsóknar hjá ríkis- lögreglustjóra. Þessi mál verða að sjálfsögðu að fá að hafa sinn gang. Í Morgunblaðinu í gær var vitnað til pistils á vefsíðu Einars K. Guð- finnssonar, þingmanns Sjálfstæðis- flokksins, þar sem hann varar við því að dómstólar götunnar taki menn af lífi áður en hinir eiginlegu dómstólar hafi kveðið upp sinn úrskurð og rifj- ar upp dæmi um hið gagnstæða. Það er holl áminning. Reiði almennings vegna gerða forsvarsmanna olíufé- laganna er skiljanleg, en til þess er réttarkerfið í þessu landi að allir, sem bornir eru sökum, fái réttláta málsmeðferð. Hana eiga forystu- menn olíufélaganna skilið að fá eins og aðrir, þótt þeim dugi ekki það eitt að biðjast afsökunar. BYRJAÐ MEÐ HREINT BORÐ Eins og við var búist felldukennarar miðlunartillögusáttasemjara. Tæplega 93% þeirra, sem greiddu atkvæði um til- löguna, felldu hana og kannski var það eina, sem kom á óvart, hversu af- gerandi niðurstaðan var. Greinilegt er að miðlunartillagan var að mörgu leyti gölluð og langt frá því að vera í samræmi við kröfur kennara – til dæmis hafði verið reiknað út að stór hópur kennara myndi lækka í laun- um tímabundið meðan á samnings- tímanum stæði. Nú er tillagan hins vegar úr sögunni og verða samn- inganefndir kennara og sveitarfé- laganna að byrja með hreint borð. Í yfirlýsingu launanefndar sveit- arfélaga í gær segir að nefndin sé tilbúin til að leggja fram tillögu að lausn málsins sem feli í sér samræm- ingu á vinnutíma og launum kennara við aðra háskólamenntaða starfs- menn sveitarfélaganna. Á þetta gátu kennarar ekki fallist og settu fram sínar launahugmyndir. Á ellefta tím- anum í gærkvöldi var fundi frestað fram til morguns og því ljóst að verkfall er hafið á ný. Grunnskólabörn hafa nú misst sex vikur úr hefðbundnu skólastarfi og það er þungbært að horfa upp á það að kennsla leggist niður á nýjan leik. Börnin eru leiksoppur í þessari deilu. Þau verða verst úti og það er ekki hægt að bjóða þeim upp á áframhaldandi verkfall. Margir nemendur eru þegar komnir í vand- ræði vegna verkfallsins og í tilfellum einhverra barna má ganga svo langt að segja að framtíð þeirra sé í húfi. Ekki má heldur gleyma því hvaða skilaboð börnin fá þegar skólum er lokað svo vikum skiptir og þeim er gert að mæla göturnar. Hvernig í ósköpunum á að telja þeim trú um að skólaganga skipti máli og sannfæra þau um mikilvægi menntunar þegar látið er viðgangast að kennsla falli niður svo vikum skiptir? Mikilvægi þess að kennarar hafi góð laun hefur verið ítrekað í leið- urum Morgunblaðsins. Ekki þarf að fjölyrða um nauðsyn öflugs skóla- starfs og góðrar kennslu. Grunnur- inn að því er góðir kennarar og þeim verður að bjóða góð kjör. Starf grunnskólakennarans er erfitt og það eru engin rök fyrir þeim launa- mun, sem er á milli grunnskólakenn- ara og framhaldsskólakennara. Áður en miðlunartillagan kom fram gekk hvorki né rak í viðræðum samninganefndanna. Nú er nauð- synlegt að gengið verði til viðræðna með opnum huga og áræði. Það á jafnt við um fulltrúa kennara, sem fulltrúa sveitarfélaga. Þeir verða að vera tilbúnir til nýrrar nálgunar þannig að þeir geti brotist út úr sjálfheldunni. Deilendur hafa þegar setið nógu lengi við og í huga for- eldra og nemenda eru þeir fallnir á tíma. Nú duga aðeins hröð handtök.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.