Morgunblaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 40
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Risaeðlugrín
© DARGAUD
SLÆMUR
VEFDAGUR
OG
VERÐUR
VERRI
HÉR KEM
ÉG EFTIR AÐ
HAFA BORÐAÐ
MEÐ FLUG-
FREYJUNUM
ÞETTA VAR YNDILEGUR
MATUR... SÍÐAN SAGÐI ÉG
ÞEIM FRÁ ÞVÍ ÞEGAR ÉG AÐ
BARÐIST Í FYRRA STRÍÐINU...
HANN ER REIÐUR ÞVÍ HANN
FÉKK EKKI AÐ KOMA MEÐ
FLUGFREYJUR HAFA EKKI
ÁHUGA Á ÞEIM SEM
FLJÚGA ALLTAF Á KVOLFI
HOBBES, HVAÐ HELDUR ÞÚ
AÐ GERIST ÞEGAR VIÐ
DEYJUM?
ÉG HELD AÐ VIÐ SPILUM Á
SAXAFÓN FYRIR FULLUM
SAL AF STELPUM
ÞÚ TRÚIR ÞÁ Á
HIMNARÍKI? ÞAÐ MÁ
SEGJA
ÞAÐ...
HVAÐ Á ÞETTA EIGINLEGA AÐ ÞÝÐA?
HVERNIG EIGUM VIÐ AÐ HANDSAMA
MORÐINGJANN EF FÓRNARLAMBIÐ ER
RISIÐ UPP FRÁ DAUÐUM?
ÞETTA ER ALVEG HREINT SKAMMARLEGT!
ÞAÐ ER RÉTT! HVERNIG STENDUR Á ÞVÍ
AÐ ÞÚ VARST DAUÐUR FYRIR FIMM
MÍNÚTUM SÍÐAN EN ERT LIFANDI NÚNA?
Ö... ÉG SKIL EKKI ALVEG HVAÐ ÞÚ ERT AÐ FARA. ÉG
KOM HINGAÐ Í MORGUN TIL ÞESS AÐ VEIÐA BJELEMIT
VEIÐA
HVAÐ?
BJELEMIT ERU SKELJAR SEM ÉG NOTA OFT Í SALAT EÐA
SÚPU. ÉG HEF AÐ ÖLLUM LÍKINDUM BORÐAÐ OF MIKIÐ
AF ÞEIM, ÞVÍ MÉR VARÐ ILLT Í MAGANUM OG ÞESS
VEGNA LAGÐI ÉG MIG
OG ÞETTA! HVAÐ ER ÞETTA?!
ÞETTA ER SKELIN UTAN AF
BJELEMINUM. ÞAÐ ER EKKI HÆGT
AÐ BORÐA HANA
ANSANS!
ÞAÐ ÞÝÐIR
AÐ ÞÚ ERT...
FÓRNARLÖMIN Í ÞESSU MÁLI ERU GREINI-
LEGA SKELFISKARNIR. ÞAÐ HEFUR VERIÐ
FRAMIÐ FJÖLDAMORÐ! OG MORÐINGINN ER...
HANN!!
HVAÐ?!?
BEINA LEIÐ Í
STEININN MEÐ ÞIG!
STJÓRI, GÆTIRÐU NOKKUÐ KALLAÐ Á LIÐSAUKA TIL
ÞESS AÐ GERA ÚTLÍNUR Í KRINGUM ÖLL
FÓRNARLÖMBIN
Dagbók
Í dag er þriðjudagur 9. nóvember, 314. dagur ársins 2004
Víkverji horfir sjald-an á glæpaþætti í
sjónvarpi. Hefur raun-
ar ekki haldið þræði í
þáttum af því tagi síð-
an Derrick og Hunter
voru og hétu. Það voru
kempur í lagi. Kannski
er þetta að breytast,
alla vega hefur Vík-
verji horft í haust
nokkrum sinnum á
ágætan glæpaþátt á
Skjá einum sem nefn-
ist CSI: Miami. Þátt-
urinn er frumsýndur á
fimmtudagskvöldum
og endursýndur a.m.k.
tvisvar sinnum yfir
vikuna. Það er ágætur siður hjá
Skjásurum.
CSI: Miami fjallar um réttarrann-
sóknadeild lögreglunnar í sam-
nefndri borg í Bandaríkjunum sem
tínir spörð og leysir gátur af fag-
mennsku og fumleysi.
Fyrir liðinu fer Horatio nokkur
Caine sem leikinn er af David Car-
uso. Hann er með svölustu mönnum í
sjónvarpi. Talar í stuttum, hnitmið-
uðum setningum – hvert orð hefur til-
gang – og er ávallt með undirtökin í
samskiptum sínum við meinta glæpa-
menn. Afvopnar þá jafnt í orði sem á
borði. Er öryggið uppmálað.
x x x
David Caruso eróvenjuleg sjón-
varpsstjarna – hann er
rauðhærður. Karlkyns
sjónvarpsstjörnur eru
að öllu jöfnu ekki rauð-
hærðar, hvað þá kvik-
myndastjörnur. Vík-
verji er sjálfur
rauðhærður og hefur
löngum furðað sig á
þessu, einkum í upp-
vextinum. Þegar Vík-
verji var að vaxa úr
grasi var Bjarni Fel.
eini rauðhærði mað-
urinn í sjónvarpi og
hann er fyrir margt löngu tekinn að
grána. Það segir líka sína sögu að
Bjarni haslaði sér völl á dögum svart-
hvíta sjónvarpsins. Það var ekki fyrr
en síðar að „Rauða ljónið“ kom í ljós.
Snörp innkoma Carusos í sjónvarp
á síðustu árum er því geypilega mik-
ilvæg fyrir þessa afskiptu ljós-
vakategund, rauðhærða manninn.
Framganga hans gefur öðrum von.
Rauðhærðir menn eiga erindi í sjón-
varp og jafnvel alla leið á hvíta tjald-
ið! Fullyrðing sem þótt hefði fjar-
stæðukennd fyrir fáeinum árum en
er nú sett fram í fúlustu alvöru. Tím-
arnir breytast og mennirnir með.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Rauðagerði | Íslenskir hljómlistarmenn fögnuðu vel um helgina þegar nýtt
hús var tekið í notkun að Rauðagerði 27, þar sem Félag íslenskra hljómlist-
armanna hefur skrifstofur sínar, skóla og aðra vinnuaðstöðu. Nú eru alls þrjú
hús á lóð FÍH, en nýjasta húsið er um 500 ferm. og hýsir nú skrifstofur, upp-
tökuhljóðver og æfingaaðstöðu, ásamt kaffistofu fyrir félagsmenn og nem-
endur skóla FÍH. Þeir Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson tóku lag-
ið fyrir félaga sína af þessu ánægjulega tilefni.
Morgunblaðið/Sverrir
Áfanga fagnað
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Vitið þér ekki, að ef þér bjóðið öðrum sjálfa yður fyrir þjóna og hlýðið
honum, þá eruð þér þjónar þess, sem þér hlýðið, hvort heldur er syndar
til dauða eða hlýðni til réttlætis? (Rómv. 6, 16.)