Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SÓLSKINSFÓLKIÐ
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
„SÓLSKINSFÓLKIÐ
HLÝTUR AÐ VERA EIN
ATHYGLISVERÐASTA
SKÁLDSAGA ÁRSINS,
OG FESTIR STEINAR
BRAGA Í SESSI SEM
MIKILVÆGASTA
RITHÖFUND SINNAR
KYNSLÓÐAR“
„ÞANNIG EIGA BÓKMENNTIR AÐ VERA“
- Melkorka Óskarsdóttir, Fréttablaðið
- Björn Þór Vilhjálmsson, Morgunblaðið
UPP eru komnar deilur um rétt-
indi til rannsókna og nýtingar á
jarðgufu til virkjunar í Gjástykki í
Mývatnssveit, norðan Kröfluvirkj-
unar. Landeigendur Reykjahlíðar,
sem eru á annan tuginn, eru á
lokastigi viðræðna við Orkuveitu
Reykjavíkur (OR) um rannsóknir
og virkjun auðlinda í Reykjahlíð-
arlandi; Sandabotnum og Gjá-
stykki. Á sama tíma liggur umsókn
frá Landsvirkjun í iðnaðarráðu-
neytinu frá 25. október sl. um leyfi
til rannsókna og forgangs á nýt-
ingu jarðhita á Gjástykkissvæðinu
ef til virkjunarframkvæmda kemur.
Þetta eru landeigendur Reykja-
hlíðar ósáttir við, en Gjástykki er
að hluta til innan marka eignar-
lands jarðarinnar Reykjahlíðar í
Mývatnssveit. Hafa landeigendur í
nýlegu bréfi til iðnaðarráðuneyt-
isins mótmælt því að umsókn
Landsvirkjunar verði tekin til efn-
islegrar meðferðar. Var þremur
sveitarfélögum, sem eiga land á
þessu svæði, fyrir tveimur vikum
gert að skila umsögn um erindi
Landsvirkjunar fyrir 1. desember,
eða fyrir morgundaginn. Í bréfi
landeigenda segir m.a. að þessi
frestur sé fráleitur og algjörlega
óraunhæfur til upplýstrar umsagn-
ar. Í einu sveitarfélaganna, Skútu-
staðahreppi, var því frestað í síð-
ustu viku að afgreiða erindi
ráðuneytisins þar til frekari upp-
lýsinga yrði aflað.
Áreiðanleikakönnun jákvæð
Jónas A. Aðalsteinsson hrl. er
lögmaður Landeigenda Reykjahlíð-
ar ehf. Hann segir í samtali við
Morgunblaðið að landeigendur hafi
verið með það til alvarlegrar skoð-
unar undanfarin tvö ár, í tilefni
nýrra raforkulaga, að kanna mögu-
leika á gufuaflsvirkjun á þessu
svæði, og þá í samstarfi við aðra.
Áreiðanleikakönnun hafi farið
fram, og sýnt jákvæðar niðurstöð-
ur, og margs konar annar und-
irbúningur unninn í samstarfi við
sérfræðinga og fjárfesta. Jónas
bendir á að hér sé um sérstakt mál
að ræða þar sem bændur og aðrir
landeigendur hafi til þessa lítið
verið að kanna möguleika á virkjun
jarðhita af þessari stærðargráðu.
Um geti verið að ræða 80 til 120
MW virkjun, sem gæti kostað á
annan tug milljarða króna. Er þá
hugmyndin að orka frá virkjuninni
færi inn á Landsnetið, nýja flutn-
ingsfyrirtæki raforku sem tekur til
starfa eftir áramótin vegna nýrra
raforkulaga.
Jónas segir landeigendur hafa
kynnt iðnaðarráðherra áform sín
fyrst í desember árið 2002. Öll
samskipti við Landsvirkjun hafi
hins vegar verið stirð vegna þessa
máls.
Með sérstökum samningi ríkis-
sjóðs og landeigenda frá árinu 1971
hefur Landsvirkjun haft svæði til
jarðhitaréttinda vegna Kröfluvirkj-
unar. Árið 1985 seldi og afsalaði ís-
lenska ríkið Landsvirkjun jarð-
gufuvirkjuninni við Kröflu ásamt
eignum og meðfylgjandi samning-
um. Jónas segir Landsvirkjun hafa
neitað að greiða bændum fyrir
numin jarðefni og vatn, bæði innan
og utan þess svæðis sem samið var
um. Um þetta hafi verið deilt hart
og m.a. farið fyrir dómstóla. Þann-
ig féll nýlega dómur í Hæstarétti,
þar sem vísað var aftur heim í hér-
að til meðferðar krafa landeigenda
um 140 milljóna króna skaðabætur
frá Landsvirkjun fyrir töku á jarð-
efnum og vatni fyrir tímabilið
1993–2003.
Þar sem Landsvirkjun var ekki
reiðubúin til samningaviðræðna um
efnisnám og bætur segir Jónas að
Reykjahlíðarbændur hafi snúið sér
að öðrum aðilum vegna virkjunar-
áforma. Orkuveita Reykjavíkur
hafi strax sýnt málinu áhuga og
fyrir liggi samþykkt stjórna beggja
aðila um að kanna grundvöll til
samninga um verkefnið. Áformað
er að stofna félag þessara aðila um
byggingu og rekstur gufuaflsvirkj-
unar. Er hugmynd landeigenda að
orkuverið veiti heimamönnum arð,
líkt og Hitaveita Suðurnesja hefur
gert.
Jónas segir að ef iðnaðarráð-
herra veiti Landsvirkjun leyfi til
rannsókna og forgangs á nýtingu
raforku þá sé brostinn allur grund-
völlur fyrir landeigendur Reykja-
hlíðar að vinna sama verk. Erindi
Landsvirkjunar hafi átt að kynna
strax fyrir landeigendum. Hætt sé
við að iðnaðarráðherra muni veita
Landsvirkjun umbeðinn forgang.
Kemur á óvart
„Þetta kemur okkur afar mikið á
óvart, ekki síst fyrir þá sök að ráð-
herra hefur fengið kynningu á okk-
ar áformum og iðnaðarráðuneytið
hefur lagt fram frumvarp á Alþingi
um rannsóknir og nýtingu á jarð-
rænum auðlindum,“ segir Jónas og
bendir á að markmið þeirra laga sé
skynsamleg stjórn og hagkvæm
nýting náttúruauðlinda frá sam-
félagslegu sjónarmiði, að teknu til-
liti til eignarréttar fasteignareig-
enda. Í frumvarpinu sé skýrt
kveðið á um forréttindi landeig-
enda til bæði nýtingar og rann-
sókna á eigin orkuauðlindum.
„Umsókn Landsvirkjunar núna
slær okkur þannig að þeir séu að
reyna að ná tökum á þessu jarð-
hitasvæði áður en þessi lög taka
gildi. Lögin styrkja afar mikið rétt-
indi minna umbjóðenda, sem ég tel
nú reyndar að þeir eigi fyrir sam-
kvæmt eignarréttarákvæði stjórn-
arskrárinnar,“ segir Jónas.
Eigendur Reykjahlíðar í Mývatnssveit vilja reisa gufuaflsvirkjun með OR
Landsvirkjun sækir um
rannsóknaleyfi á sama svæði
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Landsvirkjun og áður Rarik hefur frá árinu 1971 haft sérstakt svæði til jarðhitaréttinda vegna Kröfluvirkjunar.
Landsvirkjun og landeigendur ásælast nú annað svæði til rannsókna og orkunýtingar, eða í Gjástykki.
!"
##
$%# &
'(')(
Erindi Lands-
virkjunar ekki
kynnt land-
eigendum
ENGIN fjárlagabeiðni hefur borist
frá Veðurstofu Íslands um jarð-
skjálftamæli á Goðabungu, að sögn
Haraldar Johannessen, aðstoð-
armanns umhverfisráðherra. Í
Morgunblaðinu á sunnudag kom
fram það álit tveggja jarðeðlis-
fræðinga, Páls Einarssonar hjá
Háskóla Íslands og Páls Halldórs-
sonar hjá Veðurstofu Íslands, að
jarðskjálftamælir á Goðabungu
myndi bæta mjög vöktunarkerfið
með Mýrdalsjökli. Veðurstofan
annast rekstur jarðskjálftamæla og
vaktar jökulinn ásamt vatnamæl-
ingum Orkustofnunar og Raunvís-
indastofnun HÍ.
Magnús Jónsson veðurstofustjóri
segir að þeir hafi átt fullt í fangi
með að verja vöktunina með Mýr-
dalsjökli sem þegar fer fram. „Við
höfum ekki talið það vera til bóta
að taka einn af jarðskjálftamæl-
unum sem fyrir eru og setja upp á
Goðabungu,“ sagði Magnús. En
hvers vegna hefur þá ekki verið
beðið um nýjan mæli? „Maður fer
ekki fram á að fá nýjan mæli þegar
maður er í stöðugri varnarbaráttu
að halda því sem fyrir er.“
Erfitt að mæla
á jöklum
Magnús sagði það ekki hafa ver-
ið sérstaklega rætt innan Veð-
urstofunnar að setja mæli á Goða-
bungu í forgang fram yfir það sem
er fyrir. „Auðvitað myndum við fá
betri upplýsingar um það sem er
að gerast undir Goðabungu ef við
værum með mæli á henni. Hins
vegar verður einnig að hafa í huga
að mælar uppi á jöklum eru erfiðir
og dýrir í rekstri. Við höfum
reynslu af því austan af Vatnajökli
að það er ekki víst að hægt væri að
halda ásættanlegu rekstraröryggi
á þeim mæli, nema með verulegum
tilkostnaði.“
Í fjárlögum fyrir árið 2005 er
gert ráð fyrir 17 milljónum í vökt-
un Mýrdalsjökuls og Húsavíkur-
svæðisins, en Veðurstofan og sam-
starfsaðilar hennar höfðu áður
áætlað að vöktun jökulsins eins
kostaði þá upphæð. Magnús segir
það ekkert nýtt að ríkisstofnanir
fái minni fjárframlög en þær telji
sig þurfa. Menn þurfi einfaldlega
að laga sig að því. Hann segir ljóst
að vöktun Húsavíkursvæðisins sé
miklu minni umfangs en vöktun
jökulsins en vildi ekki nefna neinar
tölur í því sambandi nú. Veður-
stofan á eftir að fara yfir það mál
með samstarfsaðilum að vökt-
uninni.
Ekki verið
óskað eftir
fjármagni
í mæli á
Goðabungu
STJÓRN Heimdallar kynnti niðurskurðartillögur sínar
á fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar á þingflokks-
fundi Sjálfstæðisflokksins í gærmorgun. Sparnaðar-
tillögur þeirra gera ráð fyrir 34 milljarða heildar-
sparnaði, eða alls um 118 þúsund krónum á hvern
Íslending.
Heimdallur tekur nokkur dæmi máli sínu til stuðn-
ings sem þeir telja að skera mætti niður, t.a.m. list-
skreytingarsjóð, greiðslur til grænmetisframleiðenda,
ferðamálaráð og sendiráð Íslands í Mapútó.
Að sögn Ýmis Arnar Finnbogasonar, sem samdi til-
löguna, er tilgangur hennar tvíþættur. Í fyrsta lagi að
vekja fólk til umhugsunar um í hvað ríkið verji skatt-
fénu, þannig að fólk hugsi um og reyni að átta sig á
hvert hlutverk ríkisins sé. Í öðru lagi eru tillögurnar
hugmyndir Heimdallar um hvað sé raunhæft og eðli-
legt að hið opinbera, þ.e. ríki og sveitarfélög, skeri nið-
ur í sínum rekstri. „Í þessum tillögum erum við að
benda á hvar mögulega væri hægt að skera niður,“ seg-
ir Ýmir og tekur nokkur ofangreindra atriða sem
dæmi. Hann segir fæsta gera sér almennilega grein
fyrir því í hvað skattpeningar þeirra fari. Mikilvægt sé
því fyrir fólk að átta sig á því að skattféð sé eign borg-
aranna en ekki ríkisins. „Það eru skattgreiðendurnir
sjálfir sem eiga þetta fé,“ segir Ýmir.
Sparnaðar-
tillögur upp á
34 millljarða
Bolli Thoroddsen, formaður Heimdallar, og Ýmir Örn
Finnbogason afhentu Geir H. Haarde fjármálaráðherra
niðurskurðartillögur Heimdallar í þinghúsinu í gær.