Morgunblaðið - 30.11.2004, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2004 11
FRÉTTIR
Tímamótaverk til kynningar á ferðaheiminum
Bók í sérflokkiHöfundur:
IngólfurGuðbrandsson
HEIMSKRINGLA Ferða- og bókaklúbbur
Laugarásvegi 21, 104 Reykjavík
Talhólf: 861 5602 Fax: 581 4610
Netfang: heimskringla @visir.is
Magnpöntun: Minnst 10 eintök.
Kemur í
bókaverslanir 1. des.
534 ljósmyndir og kort 256
bls. Lifandi frásagnir og
litmyndir úr öllum álfum
heimsins, í senn falleg,
fróðleg og skemmtileg.
Varanleg jóla- og tækifærisgjöf
á sérstöku tilboðsverði til 10. des.
Kr. 5.990, almennt verð kr. 7.990
ÚTG: HEIMSKRINGLA - Ferða- og bókaklúbbur
Funkis stólarnir komnir
Laugavegi 20b • Sími 552 2515 • Opið kl. 11-18
Auðbrekku 1 • Sími 544 4480 • Opið kl. 11-18
www.1928.is
Verð
29.900
LANDVERND lét síð-
asta sumar vinna verk-
efni fyrir sig þar sem
sjónum var beint að því
til hvaða aðgerða grípa
megi til að draga úr los-
un gróðurhúsaloftteg-
unda hérlendis, en Ís-
land hefur skuldbundið
sig til að draga úr losun
hér á landi.
Tinna Finnbogadóttir,
viðskiptafræðinemi við
Kaupmannahafnarhá-
skóla, var ein þeirra sem
unnu að þessu verkefni,
en hlutverk Tinnu var að
skoða annars vegar bíla-
flota landsmanna með tilliti til los-
unar gróðurhúsalofttegunda og hins
vegar að bera saman land- og sjó-
flutninga sérstaklega með tilliti til
losunar gróðurhúsalofttegunda,
mengunar, slits, styrkjakerfis og
hagkvæmni.
Aðspurð segir Tinna rannsókn-
arspurningu beggja verkefna hafa
snúið að því hvað stjórnvöld geti gert
í tengslum við bifreiðir til að hafa
áhrif á losun gróðurhúslofttegunda í
þá átt að minnka losun. Í verkefninu,
sem beindist að strand- og landflutn-
ingum, kemur fram að landflutn-
ingar hafa aukist um 46% milli ár-
anna 1990 og 2000 þrátt fyrir að þeir
séu margfalt dýrari en strandflutn-
ingar, en verðmunurinn er allt að
340%. Á sama tíma er ljóst að aukn-
ing í landflutningum þýðir jafnframt
aukna losun gróðurhúsalofttegunda
því samkvæmt skýrslunni losa vöru-
flutningabifreiðir allt að sjö sinnum
meiri koltvísýring út í andrúmsloftið
en skip í strandflutningum.
Í skýrslu Tinnu kemur fram að
ójafnar greiðslur úr flutningsjöfn-
unarsjóði ýti undir landflutninga á
kostnað strandflutninga. „Flutnings-
jöfnunarsjóður nær sem kunnugt er
til olíu og sements, en sumir halda
því fram að út af þessum sjóði sé
sement flutt á landi fremur en sjó, þó
að í raun sé einkennilegt að flytja
sement á landi þar sem það þarf ekk-
ert að flýta sér með það. Ein ástæða
aukins landflutnings er oft sögð
auknar kröfur um ferskleika varn-
ings, en ólíkt mörgum öðrum vörum
er engin hætta á að sement skemm-
ist komist það ekki nógu hratt á leið-
arenda.“
Þörf á hugarfarsbreytingu
Aðspurð segir Tinna aukinn flutn-
ing á landi einnig stafa af því að
menn vilja nýta ferðirnar. „Ef þú
flytur fullan bíl af mjólk til t.d. Ak-
ureyrar þá viltu auðvitað geta nýtt
ferðina til baka í stað þess að fara
með bílinn tóman til baka. Og til að
nýta ferðina setur
fólk hvað sem er inn í
bílinn, líka vörur sem
mun gáfulegra og
ódýrara væri að flytja
á skipi.“
Spurð hvaða leiðir
hægt væri að fara til
að hvetja fyrirtækin
til að gera grein-
armun á þeim vörum
sem annars vegar
þarf nauðsynlega að
flytja með landflutn-
ingum sökum fersk-
leikakröfunnar og
þeirri vöru sem hæg-
lega væri hægt að
flytja með strandflutningum segir
Tinna auðveldlega hægt að hanna
alls kyns kerfi út frá umhverfis-
vænum sjónarmiðum ef vilji er fyrir
hendi.
„Þannig væri auðvitað hægt að
hvetja til þess að allar þurrvörur
væru fluttar á sjó eða banna t.d.
flutning á dósamat í bílum, þó að
slíkt sé langt frá því að vera raun-
hæft vegna óhagkvæmni. Auk þess
væri hægt að fara þá leið sem farin
er t.a.m. í Svíþjóð að styrkja sigl-
ingar til ákveðinna hafna, enda ekk-
ert svo vitlaust að samræma byggða-
stefnu og umhverfisvæna stefnu með
þeim hætti. Hins vegar er þetta líka
spurning um hugarfarsbreytingu.
Eins og staðan er í dag er mun dýr-
ara að flytja vörur á landi, samt velja
fyrirtækin þá leið. Það er því spurn-
ing hversu miklu dýrara það þyrfti
að vera til þess að fyrirtæki veldu
strandflutninga fram yfir landflutn-
inga. Eins má velta fyrir sér hvort
það séu ekki bara neytendur sem
borga þennan aukna flutnings-
kostnað í hærra vöruverði.“
Fella ætti niður vörugjöld
af umhverfisvænum bílum
Spurð um bílaflota landsmanna
segist Tinna hafa skoðað alla þá
þætti sem líklegir eru til að hafa
áhrif á samsetningu bílaflotans. „Þar
á meðal voru tekjur bílakaupenda,
viðhorf til bifreiðar, framboð af val-
kostum, verð bifreiðanna og þá sér-
staklega öll þau vörugjöld sem lögð
eru á bifreiðir. Jeppar og stórir bílar
virðast vera afar vinsælir hjá land-
anum, líka hjá fólki sem nánast aldr-
ei leggur leið sína út fyrir bæj-
armörkin. Jeppar virðast fyrst og
fremst eftirsóttir sökum þess að þeir
gefa til kynna að bíleigandinn sé far-
sæll í lífinu, á meðan smábílar, sem
menga mun minna, eru álitnir
stelpubílar.“
Að sögn Tinnu sýna gögn að inn-
flutningur á stórum bílum, sem
menga meira, hafi aukist umtalsvert
á umliðnum árum. „Þegar ég fór að
velta fyrir mér hver gæti verið
ástæða þessa vakti það sérstaka at-
hygli mína að fyrir nokkrum árum
var gerð breyting á vörugjöldum bif-
reiða, þannig að það var gert ódýrara
að kaupa jeppa. Fyrir breytinguna,
sem varð árið 2000, báru bílar með
vélar sem voru stærri en 2.500 rúm-
sentimetrar 75% vörugjald og bílar
með vélarstærð á bilinu 2.000–2.500
cm² 65% vörugjald. Eftir breytingu
bera allir bílar með vélarstærð sem
eru yfir 2.000 cm² 45% vörugjald. Á
sama tíma hefur vörugjald á bifreið-
um undir 2.000 cm² lítið breyst og er
sem fyrr 30%. Þannig að á sama tíma
og hæstu vöruflokkarnir eru lækk-
aðir er ekkert gert til að hvetja fólk
til að kaupa smábíla. Að mínu viti er
þetta algjört hugsunarleysi, þar sem
með svona aðgerðum er í raun verið
að hvetja til kaupa á stórum bílum
sem menga meira.“
Vill fleiri umhverfisvæna bíla
Sjálf segist Tinna myndu vilja sjá
fjölgun umhverfisvænna bíla í bíla-
flota landsmanna. „Sjálf er ég hrifn-
ust af svonefndum tvinnbílum sem
ganga bæði fyrir rafmagni og bens-
íni. Enn sem komið er er tvinnbíllinn
hins vegar frekar dýr og dýrari í
raun en sambærilegur bíll sem geng-
ur eingöngu fyrir bensíni. Hins veg-
ar má nefna að nú í haust var lögð
fram tillaga á Alþingi þess efnis að
fjármálaráðherra fengi heimild til að
fella niður öll opinber gjöld, svo sem
virðisaukaskatt, vörugjöld og þunga-
skatt á bifreiðum sem nýta end-
urnýjanlega orkugjafa, þ.e. öllum
umhverfisvænum bílum.
Ef vörugjöld af tvinnbílum yrðu
lögð niður gæti hann orðið allt að
milljón krónum ódýrari en sambæri-
legur bíll sem keyrir aðeins á bens-
íni. Og hver myndi ekki velja um-
hverfisvænan bíl ef hann væri
ódýrari en sambærilegur bens-
ínbíll?“ spyr Tinna og bendir á að
ólíkt mörgum öðrum umhverfis-
vænum bílum sé ekkert flóknara að
eiga tvinnbíl en venjulegan bíl þar
sem hann sjái sjálfur um að hlaða
sig. Að sögn Tinnu halda sumir fræð-
ingar því fram að tvinnbílar séu
fyrsta skrefið í átt að hentugri raf-
magnsbílum sem ganga eingöngu
fyrir rafmagni frá sólarrafhlöðu. „Ef
við hvetjum fólk til að kaupa tvinn-
bíla hvetjum við jafnframt þróunina
á rafmagnsgeymum sem hægt væri
að nota í sólarbíla og þá eftir ein-
hvern tíma erum við komin með bíla
sem hafa engin áhrif á útblástur
gróðurhúsalofttegunda,“ segir Tinna
að lokum.
Ef stefna stjórnvalda er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þarf að
grípa til aðgerða. Ein áhrifaríkasta leiðin til að hafa áhrif á eftirspurn eftir
landflutningum er að endurskoða skatta- og styrkjakerfið. Þetta kemur m.a.
fram í verkefni sem Tinna Finnbogadóttir hefur unnið fyrir Landvernd.
Hugsunarleysi að hvetja til
kaupa á stórum bílum
Morgunblaðið/RAX
„Jeppar og stórir bílar virðast vera afar vinsælir hjá landanum, líka hjá fólki sem nánast aldrei leggur leið sína út
fyrir bæjarmörkin. Jeppar virðast fyrst og fremst eftirsóttir sökum þess að þeir gefa til kynna að bíleigandinn sé
farsæll í lífinu, á meðan smábílar, sem menga mun minna, eru álitnir stelpubílar,“ segir Tinna Finnbogadóttir.
Tinna Finnbogadóttir
silja@mbl.is
TÆKNIÞJÓNUSTAN á Keflavík-
urflugvelli, (ITS) sem áður var við-
haldsdeild Flugleiða, hefur fengið
vottun á starfsemi sinni frá Eur-
opean Aviation Safety Agency, Flug-
öryggisstofnun Evrópulanda,
EASA, sem tekið hefur við flugör-
yggismálum af JAA. Vottunin tekur
til starfsemi Tækniþjónustunnar
sem snýst um viðhald á flugvélum.
Valdimar Sæmundsson, fram-
kvæmdastjóri Tækniþjónustu Ice-
landair, segir að starfsemi fyrirtæk-
isins hafi verið tekin út af fulltrúum
EASA en Flugmálastjórn Íslands
kom einnig við sögu úttektarinnar
fyrir hönd EASA. Segir Valdimar að
í stórum dráttum sé starfsemin hin
sama en nokkuð hafi verið hert á
reglugerðum og skilyrðum varðandi
gæði og öryggi og því hafi úttektin
verið gerð.
„Vottunin frá EASA felur í sér
heimild til viðhalds flugvéla sam-
kvæmt öllum reglugerðum og skil-
yrðum og fór öll starfsemi okkar í
gegnum ítarlega rannsókn EASA
áður en vottunin var samþykkt. Við
erum mjög ánægðir með þessa við-
urkenningu sem er forsenda þess að
við getum sótt enn fleiri viðhalds-
verkefni til annarra Evrópulanda,“
segir Valdimar í samtali við Morg-
unblaðið.
Hjá Tækniþjónustu Icelandair eru
nú 24 þotur innlendra og erlendra
flugfélaga í fullri viðhaldsþjónustu.
Fyrirtækið bætti fyrr í vetur við sig
25 flugvirkjum og öðru starfsfólki til
að sinna viðskiptavinum sínum og
segir Valdimar umsvif fyrirtækisins
aldrei hafa verið meiri en nú.
Tækniþjónusta Iceland-
air með vottun EASA
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
SÉRA Helga Helena Sturlaugs-
dóttir hefur verið ráðin prestur að
Sólheimum í Grímsnesi. Samhliða
prestsstarfinu mun hún gegna
starfi félagsmálafulltrúa við fé-
lagsþjónustu Sólheima.
Helga Helena lauk stúdentsprófi
frá MA árið 1993 og embættisprófi
í guðfræði 1999. Hún vígðist til af-
leysingaþjónustu í Setbergspresta-
kalli í Grundarfirði í leyfi sr. Karls
V. Matthíassonar og leysti í fram-
haldi af því prest Keflavíkurkirkju
af. Á námstímanum starfaði Helga
Helena við barna- og unglingastarf
Grafarvogs-
kirkju, Hafnar-
fjarðarkirkju,
Seljakirkju og
Hjallakirkju auk
sumarbúðastarfa
að Eiðum. Eigin-
maður Helgu
Helenu er Eirík-
ur Rúnar Eiríks-
son húsasmiður.
Ráðgert er að
vígja kirkju á Sólheimum í júlí á
næsta ári á 75 ára afmæli Sól-
heima.
Prestur til Sólheima
Séra Helga Helena
Sturlaugsdóttir