Morgunblaðið - 30.11.2004, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 30.11.2004, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR 67%landsmanna segjast lesa Morgunblaðið þegar þeir vilja slappa af ❉ ❉ Mjög og frekar sammála Gallup mars 2004 Skjár 1 73% Morgunblaðið 67% Stöð 2 57% Fréttablaðið 64% Sjónvarpið 63% Rás 2 47% Bylgjan 42% Séð og heyrt 39% Rás 1 38% „Ég slappa af með Morgunblaðinu“ AUSTURLAND LANDIÐ Stykkishólmur | Fjörutíu og fimm herbergi bætast við Hótel Stykk- ishólm næsta vor þegar viðbygging við hótelið verður tekin í notkun. Verður herbergjafjöldinn þá meira en tvöfalt meiri en nú. Fram- kvæmdir hófust eftir að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra tók fyrstu skóflustunguna að viðbygg- ingunni. Það hefðu fáir trúað því í Stykk- ishólmi fyrir hálfu ári að stækkun hótelsins væri á næsta leiti því rekstur hótelsins hefur verið erfiður síðustu árin. Bæjarsjóður átti öll hlutabréf í hótelsfélaginu og leigði reksturinn. Um miðjan júní seldi bærinn allt hlutafé í hótelinu og kaupendur voru Pétur Geirsson, hótelstjóri í Borgarnesi og Jón son- ur hans. Viðbyggingin sem nú er byrjað á verður þrjár hæðir og að grunnfleti 465 fermetrar. Í byggingunni verða 45 herbergi, stigagangur og lyfta. Á hótelinu eru fyrir 33 herbergi svo að þegar nýju herbergin verða komin í gagnið eru herbergin orðin 78 og á hótelinu er gisting fyrir 150 manns. Það er óhætt að segja að Pétur Geirsson sem er kominn á áttræð- isaldur lætur ekki á sér bilbug finna. Fyrir nokkrum mánuðum keypti hann hótelið fyrir yfir 100 milljónir og ætlar að ráðast í framkvæmdir sem kosta ámóta peninga. Hann var spurður hvort hann væri orðinn of gamall til að standa í svona uppbyggingu? „Jú, kannske, ég er víst deginum eldri en í gær. Ég hef alltaf haft gaman af því að fást við verkefni, sem öðrum finnst ómöguleg og þar sem ég er enn á fullorðinsaldri er sjálfsagt að glíma við erfið verkefni, ég hef nógan tíma.“ Of fá herbergi Pétur segir að núverandi hótel sé of lítið. Með stækkuninni fær hann betri nýtingu á matsalinn, eldhúsið og móttökuna og getur tekið á móti stærri hópum. Á sumrin er hótelið fullbókað og hann er viss um að eft- ir skamman tíma verði hægt að fylla nýja hótelið. Pétur er bjartsýnn á framtíð Fjörutíu og fimm herbergi bætast við Hótel Stykkishólm á komandi vori Gaman að glíma við erfið verkefni Aukafjárveiting | Á fjáraukalögum er gert ráð fyrir að Heilbrigðisstofnun Aust- urlands fái 15 milljónir króna vegna auk- inna umsvifa í kjölfar álvers-, jarðganga- og virkjunarframkvæmda og 10 milljónir króna vegna aukinnar heilsugæsluþjón- ustu á Egilsstöðum, eða alls 25 milljónir. Í greinargerð segir m.a. að komum á heilsu- gæslustöðina á Egilsstöðum hafi fjölgað um 11% á síðasta ári. Auk þess séu sam- skipti við þá fjölmörgu útlendinga sem koma þangað tímafrekari sökum tungu- málaerfiðleika og tilfellin að jafnaði erf- iðari og flóknari en hjá öðrum skjólstæð- ingum stofnunarinnar. Egilsstaðir | Langþráð stund rann upp á laugardag, þegar hestamenn á Egilsstöðum fengu afhenta nýja aðstöðu fyrir sig og hesta sína í Fossgerði skammt utan við bæinn. Til margra ára hafa verið hesthús í jaðri Egilsstaða, á svokölluðum Truntubökkum, en það svæði fer nú undir íbúðarhverfi. Ástráður Magnússon sagði í samtali við Morgunblaðið að nú væri að ljúka endurbótum á húsum í Fossgerði. „Við erum búin að selja þær 35 stíur sem eru til sölu, undir 70 hesta, og afhentum stíueigendum þetta á laugardag. Aðstaðan hér í Fossgerði er glæsi- leg og mér finnst að þetta sé fram- ar vonum og líti vel út. Hestamenn eru þó ekki fluttir með sitt af Truntubökkum og sum- ir verða þar í vetur skilst mér, sú aðstaða verður þó rýmd í vor.“ Ástráður segir bæjarstjórn Austur-Héraðs hafa komið málinu af stað fyrir ári með kaupum í hluta af Fossgerðisjörðinni, þar sem áður var rekið kjúklinga- og eggjabú. „Hér er pláss fyrir 91 hest, í húsinu eru 45 tveggja hesta stíur og 1 þriggja hesta, auk 10 stía sem verða leigðar fyrir ung- lingastarf skv. samkomulagi við sveitarfélagið og verður styrkt af því. Húsin í Fossgerði voru keypt á 22 milljónir. Um 14 milljónir hafa farið til endurbóta á þeim og stíueigendur greitt fyrir það sjálf- ir. Hver tveggja hesta stía kostar um 800 þúsund. Gert var sam- komulag við sveitarfélagið um 60 ha lands til afnota fyrir hesta- menn. Sveitarfélagið sér hesta- mönnum fyrir nýrri heimkeyrslu að húsunum og hringvelli á næst- unni. Í vinnslu er deiliskipulag af svæðinu þar sem gert er ráð fyrir nýbyggingum fyrir samtals um 500 hesta, æfingagerði, tamninga- gerði við hverja húsþyrpingu og reiðleiðum.“ Ástráður sagði jafn- framt að umboðsmaður íslenska hestsins hefði tjáð honum að land- búnaðarráðherra væri tilbúinn að skoða að koma þyrfti upp reiðhöll á Austurlandi. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Að finna fjörtök stinn Nú kætast hestamenn á Egilsstöðum. Fossgerði orð- ið hrossgerði Fært í búið Vilberg Einarsson færði Ástráði Magnússyni fyrir hönd Fossgerðis kveðju og gjöf frá hestamönnum á Norðfirði. Langri þrautasögu af aðstöðuleysi hestamanna lokið Neskaupstaður | Jólaundir- búingur er víða kominn á fullan skrið og fara börnin í leikskólum landsins ekki varhluta af honum. Á Sólvöllum í Neskaupstað hafa börnin verið að æfa jólasöngva og -dansa undanfarnar vikur og um liðna helgi tóku þau sig til ásamt foreldrum og bökuðu og skreyttu piparkökur af öllum stærðum og gerðum. Piparkökurnar fagurlit- uðu verða svo borðaðar með bestu lyst á jólaballi leikskólans þegar nær dregur jólum. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Maður verður nú að smakka þetta Systkinin Jón Theodór og Elísa Björg Sindrabörn lögðu sitt af mörkum við piparkökubakstur. Jólaundir- búningur á fullan skrið Egilsstaðir | Það var sannarlega kátt á hjalla þegar kveikt var á hæsta jólatré landsins utan við verslun KHB á Egils- stöðum um helgina. Börnin stór og smá horfðu á glaðhlakkalega jólasveina ærsl- ast uppi á þaki kaupfélagsins og mátti slökkviliðið sækja sveinana upp á nýjum körfubíl sem dregur hálfa leið til himna. Auk jólakattarins var þarna annar ferfæt- lingur, stórmyndarlegur St. Bernharð- shundur sem horfði hugfanginn með lítilli vinkonu sinni á björt ljós jólatrésins en gaf lítið fyrir ærsl og frekjugang í jólakett- inum.    Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Jólahundur Hnoðsteypa | Starfsmenn Impregilo hófu fyrir helgina að steypa innan við távegg Kára- hnjúkastíflu og nota við verkið svokallaða RCC-steypu í fyrsta sinn á Íslandi; hnoðsteypu eins og fyrirbærið er nefnt á ís- lensku. Hnoðsteypa var upp- runalega notuð við stíflugerð í Ameríku og kallast þar í landi RCC (Roller Compacted Con- crete). Þetta er í raun sements- blönduð möl sem lögð er út með jarðvinnutækjum og síðan þjöppuð í lögum með valtara. Hlutfall sements í hnoðsteypu er 130 kíló í hverjum rúm- metra af möl en í venjulegri steypu eru að minnsta kosti 350 kíló af sementi í rúmmetra af möl. Hnoðsteypan er nokk- urs konar millistig grjótfyll- ingar og steinsteypu í stíflu- gerðinni og hefur það hlutverk við Kárahnjúka að styðja við távegginn inni í sjálfri meg- instíflunni og gegna hlutverki viðbótarvarnar gagnvart hugs- anlegum leka. Hnoðsteypan er blönduð í steypustöð Impregilo á virkj- unarsvæðinu, rennur þaðan á færibandi að gljúfurbarminum, áfram niður í gljúfrið um snigil og myndar haug sem vélskófla flytur síðan efni yfir að tá- veggnum. Þar jafnar jarðýta út steypuefnið og valtari hamast á því og þjappar niður. Frá þessu greinir á vefnum kára- hnjukum.is. Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.