Morgunblaðið - 30.11.2004, Síða 19

Morgunblaðið - 30.11.2004, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2004 19 MINNSTAÐUR SUÐURNES ferðaþjónustu í Stykkishólmi og því ekki eftir neinu að bíða. Hann segist líta á Breiðafjörðinn sem þjóðgarð. „Það eru lög nú þegar sem taka yfir verndun hans. Allt sem heitir friðun talar mjög til fólks í stórborgum er- lendis, þar sem það sér ekkert nema útblástur úr bifreiðum eða yfir í næsta steinvegg.“ Það er enginn vafi á því að vottun Green Globe samtakanna um vist- væna ferðaþjónustu á Snæfellsnesi fyrir skemmstu hefur mikið að segja. Það er mjög áhugaverð aug- lýsing í augum útlendinga. Almenn ferðaþjónusta hefur sí- vaxandi áhuga fyrir bættu umhverfi og góðri umgengni. „Í Stykkishólmi finn ég fyrir miklum áhuga fyrir ferðaþjónustu. Bæjarbúar eru almennt séð jákvæð- ir fyrir henni. Siglingar Sæferða um Breiðafjarðareyjar eru einstakar, sem ekki eru í boði annars staðar,“ segir Pétur En áttu nóg af peningum til að ráðast í þessar framkvæmdir? „Nei, samt halda margir að ég eigi nóg af þeim, en það gerir ekk- ert til. Þeir sem eiga mikla fjármuni nota þá ekki svona. Þeir leita að öruggari og arðvænlegri fjárfest- ingu. Mér hefur tekst á lífsleiðinni að standa í skilum og í mínu 38 ára starfi í ferðaþjónustu hef ég öðlast traust sem nú er byggt á.“ Er næg orka eftir hjá manni sem er kominn á áttræðisaldurinn? „Ekki veit ég það. Ég er farinn að hægja mikið á mér. Ég tók við hót- elinu í Borgarnesi um áramótin 1990 og 1991. Fyrstu árin þar varð ég að ganga í öll verk, en nú er ég nánast í stjórnun, þannig að það liggur fyrir að afköstin hafa dalað.“ Framkvæmdir við stækkun hót- elsins í Stykkishólmi eru þegar hafnar og er áætlað að byggingin verði tilbúin í vor. Byggingarstjóri hefur verið ráðinn Dagbjartur Harðarson úr Grundarfirði. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Bjartsýnismaður Pétur Geirsson stendur fyrir framkvæmdum við Hótel Stykkishólm sem meira en tvöfalda fjölda herbergja. Hann hefur mikla trú á ferðaþjónustu í Stykkishólmi og við Breiðafjörð. Grindavík | Unnið er að því að koma á samvinnu við bandarísk heilbrigðisyfirvöld um rannsóknir á lækningamætti Bláa lónsins á psoriasis. Miðað er við að rannsóknafé fáist hjá bandarísku heil- brigðisstofnuninni og framkvæmdastjóri Bláa lónsins vonast til að fyrsti hópurinn frá Banda- ríkjunum komi til rannsókna og lækninga næsta haust. Bláa lónið fékk útflutningsverðlaun forseta Íslands fyrr á þessu ári. Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, og úthlutunarnefnd verð- launanna voru í heimsókn í Bláa lóninu í gær til að kynna sér starfsemina. Hugur fylgir máli Hópurinn skoðaði meðal annars framkvæmd- ir við nýja húðlækningastöð sem er að rísa í hrauninu við Bláa lónið og kynntu sér starfsem- ina sem þar á að fara fram. Stöðin verður tilbúin til notkunar í aprílmánuði. Þangað munu leita lækninga húðsjúklingar, innlendir og erlendir. Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, bindur vonir við að samstarf takist við bandarísk heilbrigðisyfirvöld sem verði lyfti- stöng fyrir nýju stöðina. Samskipti við bandaríska heilbrigðisráðu- neytið og heilbrigðisstofnunina hófust fyrir tveimur árum, í kjölfar heimsóknar Tommy G. Thompson, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, hingað til lands. Hefur verið unnið að því að þróa þetta verkefni síðan og segir Grímur að Bláa lónið hafi notið mikilvægs stuðnings heil- brigðisráðuneytisins íslenska við þá vinnu. „Við finnum að það fylgir hugur máli hjá bandarískum yfirvöldum og vonandi leiðir þetta til þess að fyrsti hópurinn komi hingað til rann- sókna og lækninga næsta haust,“ segir Grímur. Auk húðlækningastöðvarinnar er Bláa lónið að byggja hús til framleiðslu á hráefnum og vörum. Fram kom í kynningu Gríms á fundinum með forseta og úthlutunarnefnd að ákveðið hef- ur verið að stækka húsnæði heilsulindarinnar um 50%. Áætlað er að framkvæmdir hefjist næsta vor og að bætt aðstaða verði tilbúin vorið 2006. Loks barst í tal áhugi stjórnenda Bláa lónsins að reisa fjögurra til fimm stjörnu heilsuhótel á svæðinu. Vonast Grímur til að hægt verði að ráðast í það verkefni strax og lokið verður við stækkun heilsulindarinnar þannig að 200 her- bergja hótel undir vörumerki Bláa lónsins verði opnað eftir fjögur eða fimm ár. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Á vettvangi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, skoðaði framkvæmdir við nýja húðlækn- ingastöð Bláa lónsins í fylgd starfsmanna Bláa lónsins og Keflavíkurverktaka. Vonast eftir fyrsta hópnum næsta haust Unnið að því að fá bandaríska húðsjúklinga til lækninga og rannsóknar í Bláa lóninu Keflavík | „Við viljum njóta þess að búa í Reykjanesbæ og gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Thelma Björk Jóhannesdóttir myndlist- armaður en hún og Inga Þórey Jóhannsdóttir myndlistarmaður eru að koma á fót sýningar- rými við Hafnargötu í Keflavík. Salurinn nefn- ist Suðsuðvestur og verður opinn vettvangur fyrir myndlistarfólk sem vinnur að listsköpun á rannsakandi hátt. Inga Þórey og Thelma Björk vinna að þessu verkefni af einskærum áhuga en hafa notið stuðnings Reykjanesbæjar og Valgerðar Guð- mundsdóttur menningarfulltrúa. Bærinn hef- ur lagt þeim til húsnæði í Hafnargötu 22 í húsi sem keypt var vegna skipulags og þær tóku nýlega við 200 þúsund króna styrk úr menn- ingardeild Manngildissjóðs Reykjanesbæjar til að undirbúa salinn og kynna starfsemina. Þær starfa báðar sem myndlistarkennarar og hittust í verkfalli grunnskólakennara. „Ég hef gengið með þessa hugmynd í maganum frá því ég flutti hingað fyrir þremur árum. Þetta barst í tal þegar við Thelma hittumst í verkfalli grunnskólakennara. Reykjanesbær er greini- lega tilbúinn fyrir þetta núna,“ segir Inga Þór- ey. Viðbót við Listasafnið Þær segja að ágæt sýningaraðstaða sé fyrir myndlistarmenn í Reykjanesbæ, ekki síst í sal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum. Sá salur sé þó einkum ætlaður fyrir stærri sýn- ingar, stofumálverk eins og Thelma orðar það. Segja þær að vantað hafi aðstöðu til að sýna samtímalist, ekki síst yngri listamanna, og verk sem ekki pössuðu inn í stóra sali. „Reykjanesbær hefur fylgst vel með í tónlist og öðrum listum en okkur finnst að þessi þátt- ur hafi gleymst, list sem fólki hefur ekki fund- ist aðgengileg til þessa,“ segir Inga og Thelma bætir því við að fólk sé mun opnara fyrir straumum af þessu tagi en áður var og hún er sannfærð um að íbúarnir séu tilbúnir fyrir þessa starfsemi nú. Ætlunin er að bjóða listafólki að sýna og þurfa listamennirnir ekki að greiða fyrir að- stöðuna. Þá er ætlunin að hafa sýningarnar í stuttan tíma, rúman hálfan mánuð og vera með nýja sýningu í hverjum mánuði. Salurinn verð- ur opnaður eftir áramót. Þær hafa boðið Magnúsi Pálssyni að vera með fyrstu sýn- inguna en hún verður opnuð 22. janúar. Þær stallsystur eru ákveðnar í því að reyna að reka starfsemina fyrir styrkinn frá Reykja- nesbæ. „Við höfum þetta eins ódýrt og kostur er og vinnum allt í sjálfboðaliðsvinnu. Þetta reddast einhvern veginn,“ segja þær. Hugmynd um samstarf við Listaháskólann Inga og Thelma líta ekki síst til unga fólks- ins sem markhóps fyrir þessa stafsemi. Inga segir að kennsla á listnámsbraut hafi hafist í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í haust. Því sé að vaxa upp kynslóð sem hafi áhuga á listsköpun og það vanti aðstöðu til að sýna þeim eitthvað skemmtilegt. Þá hafa þær áhuga á að taka upp samstarf við Listaháskóla Íslands. Nefna það sem hug- mynd að nemar þaðan myndu vinna að verk- efni eða verkefnum í Reykjanesbæ í nokkra daga og ljúka því með sýningu á afrakstrinum í Suðsuðvestri. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Undirbúningur Verið er að lagfæra litla sýn- ingarsalinn í Hafnargötu 22. Inga Þórey Jó- hannsdóttir og Thelma Björk Jóhannesdóttir standa að Suðsuðvestri. Opna sýningarrými fyrir myndlistarfólk sem stundar rannsakandi listsköpun Reykjanes- bær er tilbúinn fyrir þetta Stjórn Lífeyrissjó›s verzlunarmanna boðar hér með til sjóðfélagafundar, sem haldinn verður miðvikudaginn 29. desember nk. kl. 17 á Grand Hóteli, Sigtúni 38, Reykjavík. Dagskrá fundarins: Gerð grein fyrir tillögum stjórnar til breytinga á samþykktum sjóðsins. Sjó›félagar og lífeyrisflegar sjó›sins eiga rétt til setu á fundinum. Tillögur stjórnar liggja frammi á skrifstofu sjóðsins. Reykjavík 29. nóvember 2004 Stjórn Lífeyrissjó›s verzlunarmanna Sími: 580 4000 • Netfang: skrifstofa@live.is Sjóðfélagafundur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.