Morgunblaðið - 30.11.2004, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2004 21
DAGLEGT LÍF
Foreldrar standa sig almenntmjög vel í að kenna börn-um sínum að gefa sig ekki
á tal við ókunnuga og þiggja
hvorki bílfar né heimboð af þeim
að mati Vigdísar Erlendsdóttur
sálfræðings, forstöðumanns
Barnahúss. Atvikið sem gerðist í
síðustu viku þar sem 9 ára gömul
stúlka var numin á brott í bíl sé al-
gjört undantekningartilfelli.
Vigdís hefur verið forstöðumað-
ur Barnahúss í 6 ár og segir hún
að mál af þessu tagi séu afar fátíð.
„Börn sem koma í Barnahús hafa
flest orðið fyrir kynferðisofbeldi,
oft á tíðum í sínu nánasta um-
hverfi. Þau fá sérstaka fræðslu um
hvernig forðast beri að verða fyrir
kynferðislegu ofbeldi þar og
hvernig bregðast skuli við ef þau
verða fyrir slíku.
En mér hefur sýnst að þessi
börn hafi yfirleitt kunnað þá ófrá-
víkjanlegu reglu að gefa sig ekki
að ókunnugum. Allt frá mjög ung-
um börnum, segir hún. „Foreldrar
vara börn sín almennt við
ókunnugum. “
Vigdís segir tilvikið í síðustu
viku hafi verið mjög sérstakt og
stúlkunni talin trú um að móðir
hennar lægi alvarlega slösuð á
spítala. Þrátt fyrir að þessi stúlka
hafi vel vitað af þessari megin-
reglu voru aðstæður ófyrirsjáan-
legar vegna þess að hún var
blekkt. Þegar börn eru nörruð með
svo alvarlegum blekkingum sé úr
vöndu að ráða. Það sé hins vegar
mjög einfalt að kenna börnum þá
reglu að varast ókunnuga og
leggja þarf áherslu á að reglan sé
ófrávíkjanleg. „Það er ekki flókn-
ara að vara börn við að gefa sig að
ókunnugum en að vara þau al-
mennt við hættum. Þetta er ein-
faldlega bannað.
Ef börnin spyrja hvers vegna er
svarið einnig einfalt: Ókunnugir
geta verið hættulegir. Ástæða er
til að minna börnin reglulega á það
langt fram eftir aldri.“
Börn eiga aldrei að gefa
sig að ókunnugum
UPPELDI
Morgunblaðið/Kristján
Ef börn spyrja hvers vegna ekki megi tala við ókunnuga er svarið einfalt,
segir Vigdís Erlendsdóttir sálfræðingur: Ókunnugir geta verið hættulegir.
Of mikið hreinlætivið fæðingu get-ur seinkað
þroska ónæmiskerfis
barnsins því bakteríur
sem flytjast frá móður til
barns við fæðinguna
geta varið það gegn of-
næmi. Niðurstöður nýrr-
ar sænskrar rannsóknar
sem greint er frá í Dag-
ens Nyheter benda til
þessa.
Áður er þekkt að fá-
tækt, mörg systkini og
landbúnaðarumhverfi geti verndað
gegn ofnæmi því þetta eru breytur
sem auka líkur á náttúrulegri bakt-
eríuflóru í þörmunum. Sú bakt-
eríuflóra er nauðsynleg þroska
ónæmiskerfisins því vanþroskað
ónæmiskerfi kallar á viðbrögð við
hættulausum efnum eins og frjó-
kornum eða dýrahári.
Börn sem tekin eru með keis-
araskurði hafa oft vanþroskaða þar-
maflóru þar sem þau komast ekki í
snertingu við bakteríur úr leggöng-
um móður eða þörmum. Það getur
tekið upp undir ár fyrir þarmaflóru
barna sem tekin eru með keisara-
skurði að ná sama þroska og barna
sem fæðast um leggöng.
Vísindamenn við Sahlgrenska
sjúkrahúsið í Gautaborg fylgdu 46
börnum frá fæðingu og tóku bakt-
eríusýni úr þörmum. Hjá þeim sem
höfðu ákveðnar bakteríur, af tegund
svokallaðra stafylokokka, í þörmum
þegar þriggja daga gömul, fjölgaði
svokölluðum T-frumum verulega til
fjögurra mánaða aldurs, en þær
geta verið mælikvarði á hversu
þroskað ónæmiskerfið er.
Þessi börn sýndu engin ofnæmis-
viðbrögð við birkifrjói en þau sem
ekki höfðu bakteríurnar í þörmun-
um sýndu ofnæmisviðbrögð. Þegar
börnin 46 verða þriggja ára, munu
vísindamennirnir bera saman tíðni
ofnæmis hjá báðum hópum.
HEILSA
Bakteríur sem flytjast frá móður til barns við
fæðingu geta varið það gegn ofnæmi.
Of mikið hreinlæti
í fæðingu varasamt?
SÉRSTAKT samband getur
myndast milli hunda og eigenda
þeirra og það nær langt út fyrir
það að þeir búi í sama húsi. Þessir
ánægðu og hamingjusömu fer-
fættu vinir veita okkur stöðugt
skilyrðislausa væntumþykju, vin-
áttu og tryggð og nokkuð sem
ekki er mörgum efst í huga – betri
heilsu. Áreynslulaus eiginleiki
þeirra að gleðja okkur minnkar
hjá okkur tilfinningu fyrir streitu
og áhyggjum og ekki nóg með það
því með þessu geta þeir komið í
veg fyrir streitusjúkdóma svo
sem hjartaáföll.
Dr. Joseph Mercola og Laina
Krisik halda þessu fram á vefsíð-
unni mercola.com. Þar kemur
einnig fram að hundar eru í aukn-
um mæli notaðir inni á sjúkra-
húsum og á elli- og hjúkrunar-
heimilum og sem fylgdarhundar
fatlaðra. Hundaeign hefur jákvæð
áhrif á bæði líkamlega og andlega
heilsu eldri borgara samkvæmt
Journal of American Geriatrics
Society.
Hundar
geta lengt
líf mannsins
GÆLUDÝR
Morgunblaðið/Ásdís
Talið er að hundar geti stuðlað
að betri heilsu eigenda sinna.
Aukin orka og vellí›an, sjaldnar kvef
Fjölbreytt virkni í einum skammti.
„Ég vinn mikla álagsvinnu sem orsakar streitu. Ég hef nota› Angelicu
í flrjú ár me› rá›lög›um hléum og mér finnst Angelica vera bæ›i
orkugefandi, kví›astillandi og ég fæ
sjaldnar kvef. Mér finnst ég einnig
finna gó› áhrif á meltinguna.“
Helga G. Gu›mundsdóttir
tölvu- og kerfisfræ›ingur
Reykjavík
www.sagamedica.is
Íslenskt náttúruafl