Morgunblaðið - 30.11.2004, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Sú hefð hefur skapast í Tíbrár-tónleikaröð Salarins að 1.desember ár hvert eru flutt
sönglög eftir eitt íslenskt tónskáld
hverju sinni. Á morgun syngja þau
Sigrún Hjálmtýsdóttir og Bergþór
Pálsson með Önnu Guðnýju Guð-
mundsdóttur og leita fanga í afar
fjölbreyttu safni Atla Heimis
Sveinssonar.
Atli hefur verið afkastamikill
sönglagahöfundur, en segir sönglög
sín þó skipa fremur lítinn sess með-
al sinna verka, enn sem komið er.
„Sumt af þessu eru tækifærislög.
Ljóðakorn voru til dæmis samin fyr-
ir Tónlistarskólann [í Reykjavík].
Göggu Lund
söngkennara
vantaði lítil lög
fyrir nemendur
sína. Hún átti
því hugmyndina. Ég fann svo fal-
lega bók, Litlu skólaljóðin, sem Jó-
hannes úr Kötlum tók saman, ljóð,
skáldskap og rím frá tíu öldum. Það
elsta í þessari fallegu bók var úr
Völuspá, en það yngsta eftir skáld á
mínu reki, eins og Dag Sigurðarson,
Nínu Björk Árnadóttur og Þorstein
frá Hamri. Það sannaði samhengið í
okkar bókmenntum. Eini gallinn við
bókina var að þar var ekkert eftir
Jóhannes sjálfan. Ég bætti úr því
með nokkrum aukalögum við ljóð
hans.“
Í framhaldi af Ljóðakornum komuLjóð fyrir börn. „Í Ljóðakornum
var gamla sveitalífið fyrirferðar-
mikið. En svo rakst ég af tilviljun á
ljóð Matthíasar Johannessen um nú-
tímabörn. Þar voru sjónvarpið og
plastleikföngin komin til sögunnar.
Lögin við þau samdi ég um 1975–76.
Tækifærislög af þessu tagi binda
mann. Ég held að ekkert þeirra
spanni meira en áttund, en það er
hægt að tónflytja þau. Þetta er eig-
inlega kennslumúsík – og þó. Það er
talsvert lagt í undirspilið, sem ís-
lenskir höfundar gera ekki oft. Við
köllum það sönglög sem víða er
kallað rómönsur – undirspilið þá
gjarnan einfalt, með hljómum und-
ir. Í rómantíska ljóðinu hjá Schu-
bert og Schumann er miklu meiri
dýpt í því. Ég fer einhverja millileið
þar sem píanóið útmálar textann,
og notfæri mér því þessa ljóða-
hefð.“
Jónasarlögin, við ljóð Jónasar
Hallgrímssonar, voru samin að
áeggjan Bríetar heitinnar Héðins-
dóttur við leiksýningu sem aldrei
fór á fjalirnar. Lögin hafa hins veg-
ar lifað góðu lífi og Atli útsetti þau
síðar meir fyrir Fífilbrekkuhópinn,
lítinn kammerhóp með fiðlu, klarin-
ettu, píanói og bassa auk söngkonu.
„Það var Signý Sæmundsdóttir sem
söng þau lög með sinni hjartahlýju,
og við fluttum þetta í sveitakirkjum
um landið. Á tónleikunum annað
kvöld syngur Bergþór öll Ferðalok.
Lagið er eiginlega allt án undir-
leiks, eins konar þula. Bergþór flyt-
ur þetta – syngur eða kveður –
þetta liggur einhvers staðar á milli
tals og söngs. Á eftir þessu kemur
svo kvæðið sem Jónas orti á síðustu
dögum síns lífs, Enginn grætur Ís-
lending, með svarinu við öllum okk-
ar spurningum. Ég er mjög spennt-
ur að heyra þetta, Bergþór er mikill
túlkandi og mjög gáfaður maður.
Það er djarft að flytja allt ljóðið, ég
gerði aldrei ráð fyrir að það yrðu
nema þrjú erindi flutt. Ég er mjög
hrifinn af því að fá að upplifa allt
kvæðið.“
Atli kveðst nálgast nútímannmeira í lögunum Til Söru.
„Ung kona, Guðrún Arnalds, dóttir
fornvina minna, orti falleg og hug-
ljúf ljóð um frumburð sinn, Söru.
Ég gerði músík við þau, og þar er
ég dálítið nær tuttugustu öldinni; –
ég var samt svolítið hikandi – feim-
inn við sönglagið. En kvæðin eru
mjög falleg.“
Leikhústónlistin skipar tals-
verðan sess meðal sönglaga Atla
Heimis og mörg laga hans samin
fyrir Thalíu hafa notið mikilla vin-
sælda. „Ég hef alltaf haft gaman af
því að vinna í leikhúsi. Það er stund-
um sagt að þar hafi ég lært að
skrifa óperur. Kannski er það rétt,
ég held að það sé ekki hægt að
kenna það fag öðruvísi. Þá sér mað-
ur hvernig tónlistin og sviðið virka
saman. Þannig hefur eitthvað af
lögum mínum orðið til og sum
þeirra hafa orðið vinsæl. Ég veit
ekki hvað þau eru merkileg, en ég
hef átt gott með að semja vísur. Ég
held að þetta sé ákveðin hagmælska
að einhverju leyti og hagmælska er
líka að einhverju leyti þjálfun.“ Atli
segir það ekkert lítillæti að gefa
leikhúslögunum sínum þessa ein-
kunn, vel kveðin vísa geti jú alveg
verið betri skáldskapur en langt
kvæði. „Það getur eins verið hægt
að segja meira í litlu lagi en í stórri
sinfóníu.“
Atli Heimir kveðst vera að færast
yfir í metnaðarfyllri sönglög og nú-
tímalegri tjáningu. Hann samdi til
dæmis við Útsæ Einars Benedikts-
sonar, „tuttugu mínútna hrinu“,
eins og hann kallar það. „Mér er
sönglagið ákaflega hugstætt, og
það stendur til að semja fleiri!“
Hagmælskan
í músíkinni
’Á eftir þessu kemurkvæðið sem Jónas orti
á síðustu dögum síns
lífs, Enginn grætur
Íslending, með svarinu
við öllum okkar
spurningum.‘
AF LISTUM
Bergþóra Jónsdóttir
begga@mbl.i
Morgunblaðið/Sverrir
Diddú, Anna Guðný, Atli Heimir og Bergþór á æfingu í Salnum í gær.
!" # $$%& !'!
& (' )
**& +,%, - ) & .!/ 0 ! " !"
$ , 1 2,*"% !'! 3%*/ 4# $$% **4&
5 ' + )""- +, ' 6+*** !" * %% % "* %&
!'!
!'!
** % "' " 2**7#*" 8
"%*" %, ' */% 8" !" 8 *%&
9# 6#%/ ,
*/ % 2* +," '% ) %*/ ' "% & #'
% )*#% % ' "" $, ) 8": %$ 6# %- %% 6* ',&
(%$ 8 # 6# %- 8%, # ,% ',& (;
9$'+ **
)"" %, 8 ! %,' / "% % %, ) +, *#
!" 6& <7#% +," % 7 , ( , 1 +
% !" **% *% 8' %, ** & /
!'!
!" # $$%& .!/ 0 ! " !"
*%,
9 !,%, % ,*- 8)*"/% $* **-
8)*"/% / *"*% !" ' "62,*% #%*' 62 *
' "62, # $$%& !,%, 2 * 6 1 2,*"%
*%)""*" %%* 6+**,& .)** 81 =>?
%6*)'+ **% %2 **% ,
6*%% !" 6 % * $ * & @ )"" A&
( )"" %, !'! % 6% ** 6 6' ,&
5 )** 81 1 %% 2* !'! '% % "2,
%*/ ! * 6' !'!
& (2* )
$ * % 2 * B "" ', #+ ,C 6 *
*& 5 ** 1 '%, %9 ,% , * 7 - ) !"
+, * + 6%% ' , !*2$ , %'2
%8#,% %, @!9( A !" % ', !*2'%%& $ ,
)*'2//% , +, !'!
6*/ % %, *"*
** % 8 "% 7,& ="%, + **& , A&
/ !'!&
!
"
# $%&
'(
)*
+ !
", $%&
'(
*