Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 31
meðal skipverja og sést þar að skip- stjórinn lætur að vonum mest af mörkum en upphæðir voru frá kr. 10 til kr. 200 og hafa þær án efa farið eft- ir efnahag og skuldbindingum við- komandi. Alls söfnuðust kr. 1360 sem var álitleg upphæð á þeim tíma. Til er listi yfir gefendur sem sendur var út- gerðarfyrirtækinu og þar segir: Upp- hæðir þessar óskast greiddar af gjaldkera H/F Sviða í reikning ofan- greindra manna. Þetta gekk eftir og afhenti fulltrúi útgerðarfélagsins söfnunarféð formanni SÍBS sem gjöf til Vinnuheimilis SÍBS. Skömmu síð- ar gerðist átakanlegur atburður. Tog- arinn Sviði fórst á hafi úti með 24 manna áhöfn hinn 1. desember þetta sama ár. Í þeim hópi voru 17 skipverj- ar sem skömmu áður höfðu lagt SÍBS lið. Í þeim hópi var faðir Hjörleifs, Gunnar. Til viðbótar þessum sorglegu endalokum sjómannanna má geta þess að systir Hjörleifs og dóttir Gunnars dó úr berklum daginn eftir að samskotaféð var afhent. Svipaða harmsögu má víða finna í ritum frá þessum árum. Hér mætti margt rekja til viðbótar um viðskipti Hjörleifs við berklaveik- ina og baráttu hans við skólakerfi og vinnumarkað. Með þrautseigju tókst honum að yfirstíga erfiðleikana á veg- ferð sinni. Þess má geta að Hjörleifur var á sínum tíma sæmdur gullmerki SÍBS fyrir störf sín á vegum sam- bandsins. Hjörleifur var kvæntur heiðurs- konunni Ingibjörgu (Ingu) Ástvalds- dóttur sem líka stríddi við berkla og/ eða afleiðingar þeirra. Þau hjón voru mjög samrýnd og unnu saman að framgangsmálum SÍBS. Missir henn- ar er mikill. Fyrir hönd SÍBS vil ég bera fram þakkir fyrir framlag Hjörleifs og Ingu í gegnum þykkt og þunnt í verk- efnabálki SÍBS og sendi Ingu og öðr- um aðstandendum hjartanlegar sam- úðarkveðjur. F.h. SÍBS, Haukur Þórðarson, frv. form. Elsku afi, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Það var alltaf svo gaman að koma og fá að eyða deginum hjá ykkur ömmu og við systkinin eigum svo margar góðar minningar frá dögum sem við eydd- um á Þúfubarðinu og í ferðir sem þið tókuð okkur með í. Þú varst alltaf svo þolinmóður við okkur og hafðir alltaf tíma til þess að taka okkur með í veiði- ferðir, göngur og hvað sem þér datt í hug. Við eigum eftir að sakna þín og hugsa jafnframt hlýlega til þín þegar við minnumst þín. Þín barnabörn Ingibjörg Guðmundsdóttir og Sigurður Rúnar Guðmundsson. Einn af máttarstólpum SVH í gegnum tíðina er fallinn frá og vænt- anlega haldinn á hinar eilífu veiði- lendur. Hjörleifur Gunnarsson gekk í félagið á bernskuárum þess og valdist fljótlega til trúnaðarstarfa. Hann var ritari þess í 22 ár og var á þeim tíma driffjöður í starfinu, hann var lunkinn samningamaður sem oftar en ekki leiddi í höfn samninga um veiðisvæði og hafði þá ávallt hagsmuni félagsins að leiðarljósi. Þegar veiðihúsin við Hlíðarvatn og Djúpavatn brunnu með skömmu millibili, sýndi Hjörleifur óþreytandi dugnað og elju við upp- byggingu nýrra húsa, og stendur fé- lagið í þakkarskuld fyrir allar þær stundir sem þá voru lagðar fram í sjálfboðavinnu. Hjörleifur var einnig áhugasamur um fiskrækt og slepp- ingar í Kleifarvatni en sú vinna átti seinna eftir að bera ríkulegan ávöxt. Hjörleifur sat einnig fyrir hönd SVH í stjórn Landsambands stanga- veiðifélaga og var gjaldkeri þess um árabil. Hjörleifur Gunnarsson var heiðursfélagi nr. 2 og við kveðjum þennan félaga okkar og þökkum fyrir vel unnin störf. F.h. Stangaveiðifélags Hafnar- fjarðar. Hans Unnþór Ólason formaður. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2004 31 MINNINGAR Vigdís Sigurlaug Baldvinsdóttir frá Ólafsfirði, Dísa Baldvins, eins og hún var alltaf kölluð í vina- og kunningjahópi, er látin. Það er ekki lengra síðan en í byrjun nóvember sem hún sat í vinahópi sem lengi hefur haft það fyrir sið að hittast við matarborð og gleðjast saman tvisvar á ári. Þá lék Dísa á als oddi og augljóslega var öllum hugtakið „dauði“ fjarri allri hugsun á þeirri stundu. Nokkrum dögum síðar var hún öll. Það er erfitt að átta sig á hve lífið getur tekið skjótum breyt- ingum og hve skammt er milli lífs og dauða. Samskipti fólks í daglegu lífi væru með allt öðrum blæ og á hlýlegri máta ef við hefðum það oft- ar í huga, að hvert handtak, hvert bros og hvert orð sem okkur á milli fer kann að verða það síðasta. Fyrir tæpum þrjátíu árum var Félag farstöðvaeigenda á Íslandi í örum vexti. Allir vildu njóta hinnar nýju tækni sem flæddi yfir Evrópu, Bandaríkin og víðar. Á Íslandi var varla sá bær, sveit eða sýsla þar sem ekki var að finna einn eða fleiri félagsmenn. Á þessum tíma átti fé- lagið útverði og trúnaðarmenn um allt land og að öðrum ólöstuðum voru Dísa og maður hennar Skjöld- ur Guðmundsson, þá búsett á Ak- ureyri, ein af þessu fólki sem setti svip á félagið og voru óþreytandi við að greiða götu annarra félagsmanna og erindreka félagsins. Vorið 1981 urðu straumhvörf í lífi Dísu, þegar Skjöldur maður hennar féll frá. Nokkru síðar flutti hún með börn sín, Héðin, Skjöld Má, Inga og Sædísi, til Njarðvíkur, en Þórunn dóttir hennar var þá þegar búsett í Reykjavík. Dísa vann ýmis störf næstu ár, auk þess sem hún fórnaði Félagi farstöðvaeigenda nær öllum sínum frítíma, sat í nefndum á veg- um þess, m.a. ritnefnd, vann við undirbúning ársþinga o.fl. Síðustu árin vann hún hjá sælgætisgerð og hélt heimili með Sædísi dóttur sinni og litlum ömmustrák á Háaleitis- braut 115 í Reykjavík. Við kveðjum góðan vin og félaga og vottum börnum Vigdísar, fjöl- skyldum þeirra og öðrum skyld- mennum innilega samúð. Ólafur, Bjarni og Guðmundur. ✝ Henry Berg Jo-hansen rafeinda- tæknifræðingur, fæddist í Neskaup- stað 15. júní 1951. Hann lést á hjarta- deild LSH við Hring- braut að kvöldi 20. nóvember síðastlið- ins. Foreldrar hans eru Antonía Jóna Bjarnadóttir frá Búð- um í Fáskrúðsfirði, f. 22. nóvember 1920 og Harding Kristian Johansen sjómaður, f. í Lofoten í Noregi 15. september 1921, d. 6. febrúar 1992. Sambýlismaður Antoníu er Halldór Bjarnason fyrrum kjöt- matsmaður frá Uppsölum í Skaga- firði, f. 20. febrúar 1922. Systkini Henrys eru: 1) Bjarni Heiðar Jo- hansen byggingatæknifræðingur, f. 31. janúar 1943, kvæntur Kristínu Þorbjörgu Halldórsdóttur frá Fljótstungu sem lést 2. nóvember sl. hann eina dóttur, Jenny, f. 13. nóv- ember 1972, sem nú er rekstrar- fræðingur. Hinn 29. júlí 1978 kvæntist Henry Unni Baldvinsdótt- ur, ljósmóður og hjúkrunarfræð- ingi frá Húsavík, f. 7. september 1951. Börn þeirra eru Snorri tölv- unarfræðingur, f. 29. febrúar 1980, sambýliskona María Björk Her- mannsdóttir viðskiptafræðingur, f. 13. febrúar 1980, Hanna Björg há- skólanemi, f. 4. október 1984 og Baldvin Páll nemi, f. 4. ágúst 1990. Henry ólst upp í Hafnarfirði og flutti haustið 1965 með móður sinni og systkinum til Borgarness. Hann stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri og Tækniskólann í Reykjavík og lauk síðan prófi í raf- eindatæknifræði við Gjøvik Ingeniørhøgskole 1980. Á námsárum starfaði Henry á vinnuvélum, bæði hjá verktökum og Vegagerðinni. Að námi loknu hóf Henry störf hjá Raunvísinda- stofnun Háskólans og síðar starfaði hann hjá Veðurstofu Íslands. Jafn- framt tók Henry að sér ýmiss konar verkefni og starfaði sjálfstætt við hönnun og gerð rafeindabúnaðar. Útför Henrys fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. 2) Jóhann R. Johansen bóndi, f. 30. mars 1947, í sambúð með Helgu Benediktsdóttur. 3) Henry Berg Johansen, f. 18. júní 1948, d. 9. ágúst 1950. 4) Jenny Johansen meinatækn- ir, f. 16. september 1949, gift Bergsveini Símonarsyni kjötiðn- aðarmeistara. 5) Ragn- ar B. Johansen ferða- þjónustubóndi, f. 9. júní 1953, kvæntur Luzvimindu Tagnipis Olayvar. 6) Karl Geir Arason kerfisfræðingur, f. 4. maí 1959 í sambúð með Gerði Björns- dóttur. 7) Hólmfríður Helga Jósefs- dóttir, f. 9. september 1960, gift Vernharði Skarphéðinssyni húsa- smíðameistara. Henry kvæntist 22. nóvember 1975 Ingibjörgu Gissurardóttur frá Borgarnesi, f. 3. febrúar 1953, en þau skildu. Með henni eignaðist „Sæl elskan, þetta er karl faðir þinn.“ Þannig hófust mörg okkar símtöl, en þau voru alltof fá. Það er svo ótrúlegt að fá aldrei að heyra þessi orð aftur. Þó að sambandið milli okkar hafi ekki verið mikið var samt alltaf gott að hitta þig og spjalla. Þú varst svo hlýr og greind- ur og talaðir aldrei illa um nokkra manneskju. Alla mína barnæsku var ég svo montin af gáfaða, fallega og góða pabba mínum sem gat og vissi allt. Ég fékk að eyða mörgum jólum hjá þér, Unni og litlu systkinunum og það sem ég man best er hvað það var gott að skríða upp í fangið á pabba og kúra þar. Þú hafðir alltaf nægan tíma til að tala við mig eða bara sitja og rugga mér í fanginu. Þú varst alltaf áberandi góður við konuna þína og börnin og þú varst líka óhræddur við að sýna hvað þú varst stoltur af okkur börnunum þínum. Ég man ekki eftir að hafa hitt þig án þess að þú hafir kennt mér eitt- hvað. Hvort sem það var í sam- bandi við tölvur eða sjónvörp, eða bara lífið sjálft, þá áttirðu alltaf nóga reynslu og visku til að miðla til barnanna þinna. Ég vildi að ég hefði heimsótt þig oftar til að læra meira og til að eiga fleiri minningar um þig. Þú fórst alltof snemma, en ég veit að þér líður betur núna. Takk fyrir allt elsku pabbi. Þín dóttir, Jenny. Elsku pabbi. Nú ertu farinn en eftir sitja minningarnar frá því við vorum lítil, enda varstu einstaklega góður pabbi. Þú varst svo góður við okkur. Alltaf tilbúinn að rétta fram hjálp- arhönd og þá var í rauninni alveg sama við hvað við þörfnuðumst hjálpar. Allt virtist þú kunna en ef það var eitthvað sem þú kunnir ekki þá lærðirðu það á engum tíma. Þú varst ótrúlega þolinmóður og gafst þér endalausan tíma í að út- skýra fyrir okkur það sem við skild- um ekki og settir punktinn yfir i-ið þegar kom að skilaverkefnum í skólanum. Ef eitthvað bilaði á heimilinu þá var alltaf fyrsta hugs- un að þetta gæti pabbi nú lagað og færi létt með. Þú varst ótrúlega handlaginn og yfir ævina bjóstu til ýmis tæki eins og til dæmis útvarp- ið sem þú bjóst til meðal annars úr gömlu nestisboxi, enda sagðir þú einu sinni að stærsta vandamálið við slík heimatilbúin rafmagnstæki væri að finna hentugt box utan um innvolsið. Þekking þín á rafmagni og rafmagnstækjum kom sér oft vel, til dæmis þegar tengja þurfti geislaspilara og fleira í bílana okk- ar. Það var ekki nóg með að þú kynnir þetta sjálfur heldur kennd- irðu okkur að bjarga okkur sjálf og hefur sú kunnátta komið að góðum notum. Ætli bílaáhugi Snorra hafi ekki kviknað út frá bílaspilunum og blöðunum sem þú gafst honum þeg- ar hann var pjakkur. Þú varst mik- ill tölvukall og fékkst þína fyrstu tölvu 1983 og síðan hefur þú nú átt þær allmargar. Þú last þér mikið til um forritun og tölvur almennt og hver jól bættist ein þykk tölvubók í safnið. Þrátt fyrir þinn mikla áhuga á tækni varstu alls enginn innipúki og þótti þér mjög gaman að ferðast og þá sérstaklega innanlands. Fáir hafa farið hringveginn jafn ýtar- lega. Á hverju sumri fórum við í nokkrar útilegur og sumarbústaða- ferðir þar sem bíllinn var fylltur af farangri, en engum tókst að pakka jafn miklum farangri í jafn lítinn bíl. Þú kunnir nöfnin á öllum fjöll- um, blómum og sérstaklega fuglum sem urðu á vegi okkar og smitaðir okkur af náttúruáhuganum. Í eld- húsinu stundaðir þú mikla tilrauna- starfsemi og við munum seint gleyma leifalettunum frægu með „tómó lómó“. Þegar þú eldaðir var sjaldnast „venjulegur“ matur. Takk fyrir öll góðu árin og takk fyrir að hafa gert okkur að þeim manneskjum sem við erum í dag. Þín rúsína Hanna Björg og Snorri. Ég kveð þig bróðir og kvíði sýn, að komast ei oftar heim til þín. Þú kunnir svo margt og kættir mig, og kenndir mér fljótt að meta þig. Þú horfinn ert burtu himna til, ég harma, sakna og illa skil, hví fékkst þú ei lengur að fylgja oss. Ó, Faðir ber með oss þennan kross. Elsku Bói, þakka þér fyrir sam- fylgdina, sem varð alltof stutt. Þú hafðir svo margt til brunns að bera, afburðagáfur, rökhyggju og réttlætiskennd auk líkamlegs at- gervis, sem þú skilar til barna þinna. Þín er sárt saknað og sorgin er þungbær. Það er viss huggun að þér líður vel, þar sem þú ert núna, og að minningarnar allt frá barnæsku verða eftir þegar þú ert farinn. Góði Guð, viltu hughreysta mömmu, Unni, Baldvin Pál, Hönnu Björgu, Snorra og Jenny og veita okkur öllum styrk til að takast á við sorgina. Þín systir Jenny. Við bjuggum í risíbúð í húsi við Austurgötuna í Hafnarfirði, sex systkini ásamt mömmu og ömmu. Margar góðar minningar leita á hugann frá þeim tíma. Bói eins og við kölluðum einn bróðurinn í hópn- um, á stóran þátt í því að ég á svo margar bjartar bernskuminningar. Sem dæmi get ég rifjað upp einn hversdagslegan dag frá því að ég var u.þ.b. fjögurra ára. Tveir bræðra minna og vinir þeirra, sem allir voru töluvert eldri en ég, voru á þönum um íbúðina því eitthvað mikið stóð til, þeir voru að undirbúa hjólaferð, líklega upp að Hvaleyr- arvatni. Um leið og ég varð þess áskynja fór ég að væla og vildi fara með. Nei, það var ekki hægt, sagði einhver. Þá var allt sett á fullt, væl- ið varð að orgi og áður en ég vissi af kom það sem ég beið eftir: „Hún má koma með, hún verður bara á hjólinu hjá mér.“ Bói hafði sem sagt komið mér til hjálpar í þetta skipti eins og ævinlega. Þá rifjast það upp er ég stóð eitt sinn fyrir framan húsið okkar og sá að krakkarnir í götunni höfðu fleygt hjólunum sín- um í hrúgu fyrir framan tröppurnar við útidyrnar og ég var að leita í hjólahrúgunni að hjólinu hans Bóa, bara til þess að sjá litla band- spottann sem hann hafði bundið aft- an í hnakkinn á hjólinu sínu, en þessi bandspotti var ætlaður mér til að halda í þegar við færum í hjóla- túrana. Við Bói fórum líka í lengri ferða- lög, þá er ég að tala um ferðir með strætisvagninum til Reykjavíkur. Þetta voru miklar ævintýraferðir, sem náðu hámarki þegar við nálg- uðumst Tjörnina í Reykjavík. Þá var undirrituð orðin óðamála af spenn- ingi og hoppaði skríkjandi í sætum vagnsins með tilheyrandi hávaða og látum. Eftir einhverja bið á end- astoppistöðinni var haldið aftur af stað til Hafnarfjarðar. Við létum það alveg vera að fara úr vagninum í þessum ferðum, það var líka allt í lagi. Árið 1965 fluttum við upp í Borg- arnes, það var á fermingarárinu hans Bóa. Fljótlega eftir að við fluttum þangað, fór að bera á því að unglingsstúlkur, sem bjuggu í ná- grenni við okkur, tóku upp á því að gefa mér sælgæti í tíma og ótíma. Ég áttaði mig fljótlega á því að þessi huggulegheit við mig tengdust Bóa með einhverjum hætti og skildi með tímanum að þær voru skotnar í honum eins og kallað var og ég naut góðs af því. Ég var alltaf afskaplega stolt af honum. Hann tók ekki þátt í íþrótta- eða sundmóti án þess að koma heim hlaðinn verðlaunapen- ingum. Ég þreyttist heldur aldrei á að monta mig af honum við vini og kunningja, bæði vegna íþróttaafreka hans og þegar hann kom heim með hæstu einkunnir úr skólanum. Svo kom að því að hann fór að gera hluti, sem ég vissi ekki til þess að neinn annar væri að gera á þessum tíma. Hann fór að hanna og svo smíða alls konar dót búið til úr transistorum o.fl. sem ég kann ekki að nefna. Oft sat ég yfir honum og hann sýndi mér teikningarnar. „Sjáðu, þetta er viðnám og þetta er jörð.“ Svo urðu til ýmis tæki, útvörp og margt fleira. Þessu hélt hann áfram alla tíð, það voru bara við- fangsefnin sem breyttust og urðu stærri og flóknari, þar sem hann starfaði nær alla tíð við að hanna og smíða rafeindabúnað ýmiss konar. Eina dýrmæta minningu á ég frá því að ég fór fyrst í skyldusund og mér varð ljóst í fyrsta tímanum að ég var eins og kennarinn sagði vatnshrædd og eini nemandinn í lauginni sem kunni alls ekki að synda og ég þurfti að labba þvert yfir sundlaugina meðan allir krakk- arnir syntu yfir og biðu svo eftir að ég kæmist á milli bakkanna labb- andi. Eftir þessa niðurlægingu fór ég hágrátandi heim og ætlaði aldrei aftur í sundtíma. Auðvitað tók Bói málið í sínar hendur. Hann fór með mig upp í Hreppslaug svokallaða, þar höfðum við þessa fínu sundlaug út af fyrir okkur. Hann sýndi mér til að byrja með grunnatriðin sem þarf að kunna í sundi, síðan hélt hann mér á floti og sagðist mundu halda mér þannig þangað til að ég næði að slaka á og gæti reynt sundtökin sem hann hafði sýnt mér. Á ótrúlega stuttum tíma náði ég tökum á þessu, við fórum í nokkur skipti þarna upp- eftir og vandamálið var úr sögunni. Ég gæti haldið svona lengi áfram, þessar sögur eru rétt bara svona úr- tak úr öllum þeim góðu minningum sem ég á um Bóa, rétt til að sýna hvaða mann hann hafði að geyma. Við söknum hans öll svo mikið og það var erfitt, en samt svo dýrmætt, að geta verið hjá honum með fjöl- skyldu hans þegar hann lést. En það er sem betur fer líka ástæða til að líta á ljósu hliðarnar, ef maður kýs að ýta frá sér allri eig- ingirni og trúa því að nú líði honum Bóa mínum bara býsna vel og hann var jú svo gæfusamur að eignast fjögur myndarleg og hæfileikarík börn, sem hann var og verður alltaf stoltur af. Í þeim lifir minning hans. Elsku Unnur, Jenný, Snorri, María, Hanna Björg og Baldvin Páll, innilegar samúðarkveðjur. Bói minn, takk fyrir allt. Kveðja, Helga systir. HENRY BERG JOHANSEN  Fleiri minningargreinar um Henry Berg Johansen bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Anna Björk, Guðrún Harpa og Ragnheið- ur Lilja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.