Morgunblaðið - 30.11.2004, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2004 41
DAGBÓK
Góð þjónusta
MIG langaði til að koma á fram-
færi ánægju minni með þjónustu
sem ég fékk hjá Og Vodafone. Ég
fór í símabúðina Og Vodafone í
Kringlunni í síðustu viku. Ég var í
vandræðum með síma sem ég hafði
fengið að gjöf en kunni ekki al-
mennilega á.
Þar fékk ég yndislega þjónustu
frá ungum manni sem gaf sér nóg-
an tíma til að leiðbeina mér. Ég
spurði hann hvað hann héti og
hann sagðist heita David. Hann
talaði góða íslensku.
Hulda viðskiptavinur.
Máttlaus
neytendasamtök
ÞAÐ er alveg einkennilegt að eftir
öll lætin kringum olíufélögin skuli
ekki vera neinn þrýstingur á þau
að lækka bensínið. Ég sé líka ekki
betur en að verðið sé nokkurn veg-
inn það sama alls staðar ennþá.
Er það eðlilegt? Dollarinn hefur
hrunið og olíuverðið er á hraðri
niðurleið. Er þetta ekki eitthvað
sem Neytendasamtökin ættu að
gera allt vitlaust út af? Ég bara
spyr.
Einnig finnst mér alveg dæma-
laus ósvífni að þrátt fyrir áður-
nefnt hrun dollarans skuli t.d.
Cheerios-pakkinn hafa hækkað!
Ég spyr aftur, hvar eru Neyt-
endurnir? Erum við kannski bara
svo vön því að allt hækki, það
komi ekki til greina að eitthvað
lækki?
Látum ekki traðka á okkur.
Jónína.
Brúnt skinn týndist
NÚ þegar farið er að kólna, sakna
ég skinns sem ég tapaði. Þetta er
brúnt skinn sem ég nota sem trefil
um hálsinn.
Ef einhver hefur fundið skinnið
þætti mér vænt um að endur-
heimta það, ég hef nánari lýsingu
á því.
Með fyrirfram þakklæti, Stef-
anía, sími 895 5707.
Mosi er týndur
MOSI er þriggja ára gulbrönd-
óttur högni, eyrnamerktur og með
ól. Hann hvarf frá heimili sínu í
Fossvogi 24. nóvember og er hans
sárt saknað. Ef einhver hefur séð
Mosa þá vinsamlega hafið sam-
band í síma 553 8543.
Velvakandi
Svarað í síma 569 1100 kl. 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is.
Við þurfum að þekkja vel til þeirra ferða-manna sem heimsækja okkur til þess aðvið getum gert vel við þá, veitt góða þjón-ustu og látið þeim líða vel. Það eykur lík-
urnar á að þeir verði ánægðir með dvölina, komi
jafnvel aftur og að fleiri leggi leið sína hingað. Þetta
á auðvitað við um samkynhneigða eins og aðra,“
segir Frosti Jónsson, skipuleggjandi morgunverð-
arfundar og vinnustofu um móttöku samkyn-
hneigðra ferðamanna sem fram fer á fimmtudaginn
kl. 10 í Kornhlöðunni við Lækjarbrekku. Þar verð-
ur m.a. rætt um ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæð-
inu út frá sjónarhorni samkynhneigðra og þeirra
þarfa sem samkynhneigðir ferðamenn hafa.
Á fundinum og vinnustofunni verður m.a. rætt
um spurningar eins og hvað þurfi að vera í kynn-
ingarbæklingi fyrir samkynhneigða ferðamenn;
spurningar og svör er varða gay Ísland. Hvað þurfi
til svo skemmtistaður fyrir samkynhneigða haldist
opinn og hvað samfélag samkynhneigðra þurfi að
hafa í huga svo gestum líði vel.
Hversu mikilvægur ferðamannahópur eru sam-
kynhneigðir?
„Samkynhneigðir ferðast mikið og líklega meira
en flestir aðrir hópar. Fjölmörg fyrirtæki erlendis,
einkum í Bandaríkjunum, gera sér grein fyrir
þessu og leggja sig fram við að höfða til samkyn-
hneigðra á þeirra forsendum. Miðað við þær tölur
sem við höfum erlendis frá um ferðavenjur sam-
kynhneigðra má ætla að til Íslands komi milli 30–40
þúsund ferðamenn á þessu ári. Þetta er fjölmennur
hópur sem okkur munar um. Og þessi hópur verður
jafnvel enn mikilvægari ef við lítum til þess með
hliðsjón af erlendum rannsóknum að samkyn-
hneigðir eru að öllu jöfnu vel settir fjárhagslega,
eru líklegri til að skipta við fyrirtæki sem höfða
beint til þeirra og eru reiðubúnir að greiða hátt
verð fyrir góðar vörur og þjónustu.“
Hvað má bæta í þjónustu við þennan hóp?
„Ég held að við getum alltaf verið að bæta okkur.
Og við þurfum á því að halda að vera sífellt að bæta
okkur. Ferðaþjónusta hefur vaxið jafnt og þétt á
undanförnum árum og skilar miklu til þjóðfélags-
ins. Fjölbreytni í ferðamennsku er líka að aukast og
kröfur ferðamanna breytast en í því felast líka fjöl-
mörg tækifæri. Samkynhneigðum ferðamönnum
þarf að gefa gaum ekki síður en öðrum ferðamönn-
um þó í fjölmörgum tilvikum séu þeir að sækjast
eftir því sama, t.d. íslenskri náttúru. Samkyn-
hneigðir leita hins vegar gjarnan eftir því að um-
gangast sína líka og þess vegna er ekki víst að það
sem hafi átt ágætlega við um aðra hópa eigi endi-
lega vel við um þá.“
Ferðaþjónusta | Fundur og vinnustofa um móttöku samkynhneigðra ferðamanna
Ferðast mikið og eru efnaðir
Frosti Jónsson
fæddist í Reykjavík árið
1972.
Hann lauk BA í sálfræði
frá Háskóla Íslands og
er nú við það að ljúka
meistaranámi í hagvís-
indum við Viðskiptahá-
skólann á Bifröst.
Haustleikarnir í Flórída.
Norður
♠KD85
♥G52 V/Enginn
♦KG85
♣D7
Vestur Austur
♠G963 ♠107
♥10 ♥K864
♦ÁD962 ♦103
♣K42 ♣G10653
Suður
♠Á42
♥ÁD973
♦74
♣Á98
Vestur Norður Austur Suður
2 tíglar * Pass 2 hjörtu * Pass
2 spaðar Pass 3 lauf Pass
Pass Dobl Pass 4 hjörtu
Pass Pass Pass
Egyptarnir Tarek Sadek og Walid
Elahmady unnu Blue Ribbon-
tvímenninginn á haustleikunum í Or-
lando. Sigur þeirra var öruggur, en í
næstu sætum voru Levin/Weinstein,
Casen/Krekorian, Meckstroth/Rodwell
og Berkowitz/Cohen. Jón Baldursson
og Þorlákur Jónsson voru meðal þátt-
takenda og enduðu í 39. sæti, en 208
pör hófu keppnina.
Spil dagsins er frá Blue Ribbon-
keppninni. Fjögur hjörtu var algengur
samningur í NS, oftast unninn með
einum yfirslag. David Berkowitz fékk
hjálplegar sagnir. Opnun vesturs sýndi
þrílita hönd og 10–13 punkta. Svarið á
tveimur hjörtum var leitandi og þegar
AV höfðu sest að í ágætum laufbút,
kom Larry Cohen til bjargar með
verndardobli og þá rauk Berkowitz í
hjartageimið.
Vestur kom út með smáan spaða.
Berkowitz tók á kónginn í borði og
lagði af stað með hjartagosa. Hann átti
slaginn og Berkowitz svínaði aftur í
trompinu. Spilaði síðan tígli að blind-
um. Vestur tók á ásinn og spilaði
spaða. Það var tekið heima og tígul-
gosa svínað. Svo kom hjarta á drottn-
inguna, hjartaás og laufi hent úr borði.
Laufásinn og síðasta hjartað sáu svo
um að þvinga slag af vestri í lokin: 12
slagir og 20,5 stig af 25 mögulegum.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
JAPANSKA myndasöguhefðin
Manga er viðfangsefni fyrirlesturs
sem Úlfhildur Dagsdóttir heldur í
kvöld á vegum Íslensk-japanska fé-
lagsins, á þriðju hæð Alþjóðahússins
við Hverfisgötu.
Manga hefur nokkra sérstöðu inn-
an myndasagna og sker sig um
margt frá öðrum myndasögu-
hefðum, svo sem þeim bandarísku
og evrópsku. Þetta er sérstaklega
áberandi hvað varðar notkun mynd-
máls, en japanska myndasagan er
gjarnan talin mun þróaðari í því að
segja sögu í myndum.
Japanska myndasagan mótaðist í
samspili við vestræn áhrif, en Jap-
anir voru fljótir að tileinka sér þetta
form og gera það að sínu og upp úr
aldamótunum þróast sjálfstæð hefð
og í dag er japanski myndasöguiðn-
aðurinn sá stærsti í heiminum. Það
sem helst einkennir japanskar
myndasögur umfram aðrar er
þykktin, en sögurnar eru almennt
lengri en á vesturlöndum og kemur
það til af því að heilmikið pláss er
tekið undir orðlausa atburðarás, eða
réttara sagt, orðlaust yfirlit yfir svið,
sem jafnframt því að skapa tákn-
rænan bakgrunn, hægir á atburða-
rásinni og gefur sögunum meiri fyll-
ingu.
Annað einkenni Manga er að
rammarnir eru á stöðugri hreyfingu,
því sjónarhornin eru iðulega mörg á
hverri síðu og þegar þetta tvennt
kemur saman verður frásagnar-
aðferðin allólík því sem gerist í vest-
rænum myndasögum.
„Þessi sérstæði frásagnarmáti
skapar annarskonar innlifun lesand-
ans,“ segir Úlfhildur, sem kennir
bókmenntafræði við Háskóla Ís-
lands. „Í erindinu mun ég leggja
áherslu á þetta sérstæði japönsku
myndasögunnar, jafnframt því að
reyna að sýna fram á fjölbreytnina,
en margir álíta að allar myndasögur
séu eins, bæði milli ólíkra hefða og
innan þeirra.“
Japanskar teiknimyndasögur í Alþjóðahúsi
Myndmál Manga-teiknimyndasagna er gjarnan litríkt og lifandi.
Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30 og
er aðgangur ókeypis.
Netsalan ehf. - Knarrarvogi 4, - 104 Reykjavík - Sími 517 0220 - www.netsalan.com - Opið virka daga frá 10-18
Ótrúlegt en satt! - Sérstakt tilboð á örfáum bílum
Mun fjármálaráðuneytið hækka vörugjald á pallbílum?
Ford F350 Lariat Lux Crew Cab
4ra dyra, Super duty, 4x4, stutt skúffa.
Diesel 6.0l, V8, 325 hö.
Verð 3.995.000
Dodge Ram 2500 quad cab
Laramie, 4x4, stutt skúffa,
Diesel 5.9l, I6, 325 hö.
Verð 4.490.000
Grand Cherokee Laredo 4x4
3.7l, V6, 210 hö.
Verð frá 3.990.000
Grand Cherokee Limited 4x4
5,7 l. Hemi V8, 330 hö.
Verð 5.395.000
Allir bílarnir eru 2005 árgerð. Aðeins sérpantanir.