Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 11 FRÉTTIR Ingibjörgu Rafnar starfið á þeim grundvelli að hún væri hæfust og þyrfti ekki að fara í viðtöl eða ganga í gegnum frekara umsóknarferli. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu sóttu eftirtaldir aðilar um starfið, auk Ingi- bjargar:  Árni Guðmundsson, æskulýðs- og tóm- stundafulltrúi Hafnarfjarðar. Menntun: Dipl.ed. í uppeldis- og menntunarfræðum, fé- lagsmálafræðingur.  Baldur Kristjánsson, sóknarprestur. Menntun: Guðfræðingur og BA í almennum þjóðfélagsfræðum.  Bergþóra Sigmundsdóttir, lögfræðingur hjá Sýslumanninum í Reykjavík. Menntun: Lög- fræðingur (cand.jur.), BA í almennum þjóð- félagsfræðum.  Bessí Jóhannsdóttir, aðstoðarskólastjóri Landakotsskóla. Menntun: Cand. mag. í sagn- fræði, nám í lögfræði og viðskiptafræði.  Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnavernd- arstofu. Menntun: BA í félagsfræði, framhalds- nám til doktorsprófs.  Guðrún Frímannsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Menntun: Fé- lagsráðgjafanám, ýmis námskeið.  Helga Bragadóttir, sviðsstjóri kennslu- og fræðasviðs Landspítala Háskólasjúkrahúss, sérfræðingur í barnahjúkrun. Menntun: Dokt- or í í hjúkrunarfræði, MS í barnahjúkrun og stjórnun.  Hrefna Friðriksdóttir, lögfræðingur á Barnaverndarstofu og staðgengill forstjóra. Menntun: Lögfræðingur (cand. jur), héraðs- dómslögmaður.  Jón Björnsson, framkvæmdastjóri fjöl- skyldu- og þróunarsviðs Reykjavíkurborgar. Menntun: Embættispróf í sálfræði, ýmis nám- skeið.  Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur hjá Félagsþjónustu Kópavogs. Menntun: MA í sál- fræði og sálfræðilegri ráðgjöf.  Kristín Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. Menntun: MA í félagsfræði og kvennafræðum.  Sigríður Logadóttir, lögfræðingur. Mennt- un: LL.M í alþjóðalögum, MBA frá Háskóla Ís- lands, héraðsdómslögmaður.  Sigrún Benediktsdóttir, rekur lögmanns- stofu. Menntun: Alþjóðleg meistaragráða í lög- um, rekstrar- og viðskiptafræðinám við Há- skóla Íslands.  Valgerður Halldórsdóttir, rekur Ráð- gjafaþjónustuna Stjúptengsl, handleiðsla í fé- lagsráðgjöf við HÍ. Menntun: B.A. stjórn- málafræði/mannfræði, kennslu- og uppeldisfræði.  Vigdís Erlendsdóttir, forstöðumaður Barna- húss. Menntun: Embættispróf í sálfræði (cand.psychol.) ENGINN þeirra 16 sem sóttu um starf um- boðsmanns barna var boðaður í viðtal en skipað var í starfið þremur dögum eftir að umsókn- arfrestur rann út. Upplýsingafulltrúi forsæt- isráðuneytisins segir að umsóknirnar hafi ekki komið allar inn á síðasta degi. Hann hafði ekki upplýsingar um hvort farið var yfir upplýsing- arnar jafnóðum og þær bárust. Þrír umsækjendur um starfið hafa lýst því yfir í fjölmiðlum að þeir hyggist fara fram á rökstuðning vegna skipunarinnar. Aðspurður segir Steingrímur S. Ólafsson upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins að það sé allur gangur á því hvort umsækjendur um störf á vegum ráðuneytisins séu boðaðir í viðtöl en það sé engin lagaskylda til þess. Í þessu til- viki hafi starfsmenn ráðuneytisins farið yfir umsóknirnar og safnað saman upplýsingum sem komið var til Halldórs Ásgrímssonar for- sætisráðherra. Hann hafi síðan ákveðið að veita Allur gangur á því hvort boðað sé í viðtal BLIKUR eru á lofti þegar lýðræði á Norðurlöndum er annars vegar og rétt er að bregðast við þeim. Þetta er meðal frumniðurstaðna Lýðræð- isnefndar sem norrænu samstarfs- ráðherrarnir komu á laggirnar, en Valgerður Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og ráðherra nor- ræna samstarfsmála, kynnti tilvon- andi skýrslu nefndarinnar á mál- þingi er bar yfirskriftina „Þróun framkvæmdavalds gagnvart löggjaf- arvaldi“ sem haldið var í Þjóðmenn- ingarhúsinu í gær í tilefni loka heimastjórnarafmælisins. Valgerður minnti á að lýðræði væri ekki sjálfgefið og að nauðsyn- legt væri að fylgjast með þróun þess og standa vörð um það. Hún benti á að á undanförnum árum virtist stjórnmálaáhugi almennings hafa dvínað og á sama tíma hefði kosn- ingaþátttaka minnkað sem væri afar óheillavænleg þróun. „Í frumnið- urstöðum nefndarinnar vekur hún athygli á því að bregðast þurfi við þeirri staðreynd að Norður- landabúar bera nú minna traust til stjórnmálamanna og stjórn- málaflokka en áður, sem birtist m.a. í því að skráðum félögum í stjórn- málaflokkum hefur fækkað mjög í nokkrum landanna.“ Valgerður benti á að sífellt erf- iðara væri að fá Norðurlandabúa til að taka að sér pólitískar ábyrgð- arstöður. „Það er skoðun lýðræð- isnefndarinnar að þróun þessara mála sé í þá átt að fulltrúalýðræðið geti átt undir högg að sækja. Það er þó ekkert sem bendir til þess að póli- tískur áhugi almennings á Norð- urlöndum hafi minnkað,“ sagði Val- gerður. Hún ítrekaði að Norður- landabúar væru virkir í félagsstarfi og stjórnmálum, en að virknin væri bara ekki í eins miklum mæli á vett- vangi hinna hefðbundnu stjórn- málaflokka og áður var. „Menn finna pólitískum áhugamálum sínum ann- an farveg með því að taka þátt í undirskriftasöfnunum, mótmælum eða starfsemi margvíslegra þrýsti- hópa.“ Hvar liggur hið raunverulega vald? Í pallborðsumræðum að framsögu Valgerðar lokinni velti Ólafur Teitur Guðnason, er stjórnaði umræðunni, upp þeirri spurningu hvort Alþingi væri í reynd valdalaus stofnun gagn- vart ríkisstjórninni, hvers vegna – ef svo væri – og spurði loks hvort menn teldu það til góðs eða ills. Í máli Ólafs Þ. Harðarsonar, prófessors, kom fram að hann telur að í reynd hafi framkvæmdavaldið langmest völd; hins vegar teldi hann ofsagt að Al- þingi væri einfaldlega stimpilstofnun líkt og sumir héldu fram. Hann benti á að formlega hefði Alþingi mikið vald þar sem það hefði löggjaf- arvaldið og jafnvel vald til að setja ríkisstjórnina af. Hann velti hins vegar upp þeirri spurningu hvar hin- ar raunverulegu ákvarðanir væru teknar. Björg Thorarensen, lagaprófess- or, rifjaði upp málþing sem haldið var í Háskóla Íslands í byrjun árs þar sem þeirri spurningu var velt upp hvar valdið liggi, þ.e. hvort það sé þingsins eða ríkisstjórnarinnar. Þar hafi komið fram að samkvæmt stjórnarskránni væri valdið hjá Al- þingi, en hefði í reynd færst til rík- isstjórnar. Björg benti á að mál hefðu þróast á þann veg hérlendis að ríkisstjórnir hefðu ávallt sterkan meirihluta og hér ríkti mikill flokks- agi þannig að mál væru oft afgreidd fyrirfram og þeim yrði því afar sjald- an hnikað í þingsölum. Af þessum sökum liti það oft út eins og að stjórnarandstaðan hefði lítið um hlutina að segja og nánast væri að- eins um stimpilvinnu að ræða inni á Alþingi. Hún benti á að í Danmörku þar sem oft væru minnihlutastjórnir væri alls ekki sjálfgefið að hægt væri að koma stjórnarfumvörpum í gegn- um þingið. Gunnar Helgi Kristinsson prófess- or tók undir það að hlutur löggjafa ríkisstjórnarinnar væri sífellt að aukast, en benti jafnframt á að eftir því sem lagasetning yrði flóknari, eins og þróunin hefði verið á síðustu áratugum, þá væri það í minnkandi mæli á færi alþingismanna að semja löggjöf. Gunnar sagði það staðreynd að samþjöppun valds væri að aukast og sagði mikilvægt að menn veltu fyrir sér hvernig þeir ætluðu að tryggja að valdið yrði ekki of sterkt. Greinilegt að menn hafi lifandi áhuga á stjórnskipuninni Umræðan barst í framhaldinu að boðaðri endurskoðun stjórnarskrár- innar. Gunnar Helgi rifjaði upp að þegar væri búið að breyta ákvæð- unum er snúa að þinghlutanum og mannréttindum, en eftir stæðu breytingar er varða framkvæmda- valdið og dómsvaldið, t.d. hvernig skipan dómara væri háttað. Björg sagði að skoða þyrfti vandlega annan kafla stjórnarskrárinnar um forset- ann, hlutverk hans og um fram- kvæmdavaldið. Hún sagðist óttast að 26. greinin, er varðar synjunarvald forseta, myndi fá of mikla athygli. Hún minnti á að mikilvægt væri að huga að því hvernig þjóðaratkvæða- greiðslu væri háttað, en heimildir um slíkt eru fyrir hendi í stjórnarskrám nágrannalanda okkar. Einnig taldi Björg mikilvægt að hugað væri að því hvernig framsali lagasetning- arvaldsins til Brüssel, sem þegar er fyrir hendi, yrði háttað. Að hennar mati mundi slíkt framsal aukast í framtíðinni en þó væri ekki ástæða til að óttast um sjálfstæði okkar í tengslum við það. Ólafur sagði mikilvægt að komið yrði af stað breiðri umræðu um stjórnarskrárbreytingar, sem losuð væri frá dægurþrasinu, og að nauð- synlegt væri að ná víðtækri sátt um málið. Hann taldi afar skynsamlegt af forsætisráðherra að skipa sam- hliða pólitíska nefnd og sérfræð- inganefnd. Hann rifjaði upp fjöruga umræðu sem skapaðist um vænt- anlegar stjórnarskrárbreytingar síð- asta sumar og sagði gleðilegt hve greinilegt hefði verið að margir hefðu lifandi áhuga á stjórnskip- uninni. Lýðræði er ekki sjálfgefið Morgunblaðið/Sverrir Gunnar Helgi Kristinsson, Björg Thorarensen og Ólafur Þ. Harðarson sátu í pallborði, en Ólafur Teitur Guðnason stjórnaði umræðunum. „FLUTNINGUR framkvæmda- valdsins til Íslands 1. febrúar 1904 markaði þáttaskil og var eitt stærsta skrefið í baráttu þjóð- arinnar fyrir sjálfstæði. Íslenska þjóðin hefur minnst afmælisins með margvíslegum hætti, ekki síst hér í hinu glæsilega Þjóðmenning- arhúsi,“ sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra við lok heima- stjórnarafmælisins sem fram fóru í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Halldór minnti á sýninguna „Heimastjórn 1904“ sem opnuð var í Þjóðmenningarhúsinu í febr- úar sl. í samvinnu við Þjóðminja- safn Íslands, en þar var dregin upp mynd af þeim framförum og stórhug sem einkenndi líf Íslend- inga á tímum heimastjórnarinnar. Halldór rifjaði upp að sýning- arhaldið hefði ekki einskorðast við Reykjavík því í Safnahúsinu á Ísa- firði var sett upp sýning þar sem skjöl og munir frá sýslumannstíð Hannesar á Ísafirði voru til sýnis, auk þess sem fjallað var um dr. Valtý Guðmundsson. Einnig minnti Halldór á endurbætta sýningu í Jónshúsi í tilefni heimastjórn- arafmælisins. „Fjölmargt annað var gert til að vekja athygli á þessu afmæli og má þar nefna ritgerðasamkeppni framhaldsskólanema þar sem þrír framhaldsskólanemar fengu 100.000 króna verðlaun hver fyrir skrif sín um Heimastjórn, aðdrag- anda hennar og afleiðingar. Á vef- síðu, sem sett var upp á vegum forsætisráðuneytisins í tilefni Heimastjórnarafmælisins, er gerð grein fyrir stjórnmálalífinu hér fyrr á árum með skemmtilegum hætti.“ Halldór sagðist að lokum fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands færa framkvæmdanefnd um heima- stjórnarafmælið sérstakar þakkir. Heimastjórn- arafmælisins minnst víða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 334. tölublað (07.12.2004)
https://timarit.is/issue/258891

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

334. tölublað (07.12.2004)

Aðgerðir: