Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 31 Flest bendir til þess, að matiTryggva Gíslasonar, að ís-lensk tunga geti áframgegnt hlutverki sínu sem félagslegt tjáningartæki í fjölþættu samfélagi framtíðarinnar – ef al- menningur og stjórnvöld, „og þarna ætti auðvitað að vera stórt EF“ eru einhuga um að standa vörð um tunguna sem undirstöðu að „menn- ingarlegu“ og „stjórnarfarslegu sjálfstæði“ þjóðarinnar, eins og hann orðar það. „Hins vegar verður að taka tillit til breytinga sem eru að verða – eða orðnar eru á þjóðfélag- inu – svo og til viðhorfa nýbúa, sem vilja setjast að á Íslandi, enda þótt „ríkismál“ landsins verði áfram ís- lenska,“ sagði Tryggvi í fyrirlestri sem hann hélt á Akureyri í gær um stöðu íslenskrar tungu í heimi al- þjóðahyggju – og lögmál markaðar- ins, á vegum Vísindafélags Norð- lendinga. Undirtitill hugleiðinga hans sagði Tryggvi félagsmálavís- indalegar athugasemdir. Tryggvi sagði í upphafi að hann hygðist spyrja fleiri spurninga en hann svaraði. Áheyrendur yrðu svo að svara þeim hver og einn. 10 tungumál eru móðurmál helmings jarðarbúa Tungumál heims eru talin um fimm þúsund, sagði Tryggvi. Jarð- arbúar eru nú um sex og hálfur milljarður þannig að ef tungumál- unum væri skipt jafnt á alla íbúa í heiminum töluðu um 1,3 milljónir manna hvert tungumál. „Þannig er það ekki, því að einungis um helm- ingur mannkyns, rúmlega þrír milljarðar manna, hefur aðeins 10 tungumál að móðurmáli. Um 4.000 tungumál – eða 80% af tungumálum heims – hafa færri málnotendur en 100 þúsund.“ Hann upplýsti einnig að um 2.500 tungumál – um helmingur tungu- mála heims – hafi færri málnotend- ur en 10 þúsund og „talið er, að af um 5.000 tungumálum heims verði einungis um 250 tungumál „lifandi“ um aldamót.“ Tryggvi sagði mestan hluta tungumála heims því „fámennis- mál“, mörg ættu sér engar bók- menntir og jafnvel ekkert ritmál. Tryggvi varpaði fram nokkrum „neikvæðum“ spurningum:  Hversu hentugt tjáningartæki er þetta fornlega beygingarmál – ís- lenskan – með þúsund ára gamlar bókmenntir og sögu á bakinu í fjöl- menningarsamfélagi á upplýsinga- öld þar sem alþjóðahyggja og mark- aðslögmál ráða stefnunni á sviðum þjóðlífs og menningar?  Eru trú manna á „hreinleika tungunnar“ og „fjölmenningarlegt lýðræði“ ósættanlegar andstæður?  Hversu lengi verður íslenska eina opinbera tungumálið á Íslandi?  Hversu lengi lifir tunga fámenn- isþjóðfélags af? Hann nefndi síðan nokkrar „já- kvæðar“ staðreyndir:  Erlend menningaráhrif og er- lend máláhrif hafa ávallt auðgað ís- lenskt samfélag, íslenskt málsamfé- lag og íslenska tungu og gert hana betur hæfa til þess að gegna hlut- verki sínu sem félagslegt tjáningar- tæki í þjóðfélagi í sífelldri þróun – þegar Íslendingar hafa ráðið ferð- inni.  Þetta „fornlega beygingarmál“ hefur staðið af sér umrót undanfar- inna alda þegar íslenskt þjóðfélag breyttist úr einhæfu og einangruðu bændaþjóðfélagi í margskipt þjóð- félag á upplýsingaröld í stöðugum, daglegum tengslum við umheiminn.  Íslenskt mál hefur ávallt lagað sig að breyttum þörfum samfélags- ins. Aldrei sterkari Tryggvi sagði íslenska tungu aldrei hafa staðið sterkar sem lif- andi þjóðtunga en nú vegna þess að:  ritað er um fleiri þekkingarsvið en nokkru sinni,  bókmenntir, listir og menningar- líf með blóma,  bókaútgáfa aldrei öflugri,  fleiri njóta kennslu í íslensku en nokkru sinni,  fleiri nota íslenskt mál í starfi sínu en áður,  fleiri fjölmiðlar birta meira á ís- lensku en t.a.m. í upphafi 20. aldar: dagblöð, vikublöð, tímarit, sér- fræðirit, útvarp, sjónvarp – og NETIÐ,  rannsóknir á máli, bókmenntum og í vísindum aldrei öflugri,  nýyrðasmíð stunduð af almenn- ingi og fyrirtækjum,  stjórnvöld og almenningur eru einhuga um málrækt og málvernd. Eða er það ekki? spurði Tryggvi og vísaði til síðustu fullyrðingarinn- ar. Tryggvi sagði það málstefnu ís- lenskra stjórnvalda að efla íslenska tungu og varðveita hana í ræðu og riti og vitnaði í lög „um Íslenska málnefnd nr 2/1990“ þar sem segir: „Íslensk málnefnd annast fram- kvæmd íslenskrar málstefnu, er stjórnvöldum til ráðuneytis um ís- lenskt mál og veitir opinberum stofnunum og almenningi leiðbein- ingar um málfarsleg efni á fræði- legum grundvelli, gefur út rit til fræðslu og leiðbeiningar um ís- lenskt mál og meðferð þess í opin- berum stofnunum eða annars stað- ar, bæði með fundarhöldum og námskeiðum, leitast við að hafa góða samvinnu við þá sem mikil áhrif hafa á málfar almennings, annast söfnun nýyrða og útgáfu þeirra og vera til aðstoðar við val nýrra orða og við nýyrðasmíð og fylgjast með hvaða nýyrði ná festu í málinu, vinna að skipulagðri ný- yrðastarfsemi í landinu og hafa samvinnu við orðanefndir sem félög eða stofnanir hafa komið á fót og vera þeim til aðstoðar og hafa sam- starf við aðrar málnefndir á Norð- urlöndum.“ „En,“ sagði Tryggvi:  Tungan „siglir ekki lengur lygn- an sjó“. Mörg blindsker og margar hættur eru framundan.  Lestur barna fer minnkandi og ólæsi vaxandi.  Fleiri fjölmiðlar sem vanda lítið málfar sitt.  Stöðugt fleiri Íslendingar nota ensku í starfi.  Erlendum ríkisborgurum fjölgar jafnt og þétt.  Nú eru um 4% íbúa landsins fædd erlendis.  Þessi 4% íbúanna tala um 120 tungumál. Hvað er unnt að gera? spurði Tryggvi. Hann sagði skoðanir skiptar um hvað gera skal og hvað unnt er að gera, og að gagnrýnisröddum fari fjölgandi. Nefndi nokkur dæmi í því sambandi en fjallaði svo um ýmsa þætti tungunnar með eftirfarandi vangaveltum:  Er á fræðilegan hátt unnt að greina að „rétt“ mál og „rangt“?  Hver getur séð um þá aðgrein- ingu?  Er til góðs að greina þarna á milli?  Er ekki allt mál „rétt“ ef það skilst, af því að tilgangur með máli – þessu félagslega tjáningarformi – er að gera sig skiljanlegan og skilja aðra?  Gengur málhreinsun, málvernd og málrækt gegn „jafnrétti“ þegna málsamfélagsins þegar eitt mál- form er gert rétthærra öðrum mál- formum?  Er „rétt mál“og „rangt“ ekki álitamál og gildir þá ekki hið forn- kveðna að um álitamál sé ekki unnt að deila – De gustibus non est disputandum?  Er ekki allt tal um „rétt“ mál og „rangt“ „kúgunartæki valdstétt- anna“ sem festir í sessi menning- arlega og mállega stéttaskiptingu?  Veldur málvernd og málrækt ekki „málótta“ sem vinnur beinlínis gegn megintilgangi málsins: að gera sig skiljanlegan – og skilja aðra?  Á mál ekki að þróast án afskipta málfræðinga – „málveirufræðinga“ – og án afskipta „hinnar menning- arlegu yfirstéttar“? Síðan spurði Tryggvi Gíslason:  Hefur það eitthvert gildi að sporna við málbreytingum og leggja rækt við málvernd og mál- rækt og jafna þannig mismun á máli og vinna með því gegn menningar- legri og mállegri stéttaskiptingu?  Hefur það einhverja kosti að sporna við mállegri og menningar- legri stéttaskiptingu í þjóðfélaginu?  Getur málrækt haft áhrif á vel- líðan einstaklinga?  Getur málrækt haft áhrif á vel- gengni einstaklinga?  Er til æskileg málrækt og óæski- leg málrækt?  Geymir tungan reynslu liðinna kynslóða – og ef svo er, skiptir reynsla liðinna kynslóða einhverju máli fyrir fólk á 21. öld?  Hafa stjórnvöld einhverjum skyldum að gegna hvað varðar mál- vernd og málrækt?  Er tungumál mikilvægasta ein- kenni „þjóðar“? „Brákað mál“ Tryggvi heldur því fram að við- fangsefni í íslensku málsamfélagi næstu ár og áratugi verði m.a. að auka umburðarlyndi gagnvart „brákuðu máli“ þess fólks, sem vill eða verður að setjast að á Íslandi. Engu að síður verði að leggja áfram rækt við málvernd „móður- máli voru til sæmdar og fegurðar sem í sjálfu sér er bæði ljóst og fag- urt og ekki þarf í þessu efni úr öðr- um tungumálum orð til láns að taka eða brákað mál né bögur að þiggja,“ sagði Tryggvi og vitnaði þar í orð Guðbrands Þorlákssonar biskups frá 1589. „Málrækt á Íslandi er afar gömul og hefur verið stundið frá upphafi ritaldar,“ sagði Tryggvi Gíslason, allt frá 12. öld. „Málrækt á Íslandi hefur frá upp- hafi ritaldar og til nýrra verkefna á sviði tungutækni miðað að því að varðveita tunguna, halda formgerð hennar óbreyttri, raska ekki merk- ingu orða og orðasambanda, auka orðaforða og efla tungumálið sem félagslegt tjáningartæki á öllum sviðum menningar og atvinnulífs,“ sagði Tryggvi og lagði áherslu á að þetta fyndist sér skipta afar miklu máli. „Málrækt á Íslandi hefur haft þann tilgang að styrkja málsamfé- lagið og stuðla að því að málnotend- ur næðu sem bestu valdi á máli sínu, að efla trú manna á gildi tungunnar sem mikilsverðum þætti í menning- arlegu og stjórnarfarslegu sjálf- stæði þjóðarinnar. Málrækt á Íslandi hefur stuðlað að því að varðveita samhengið í ís- lensku máli og íslenskum bók- menntum þannig að Íslendingar eru enn læsir á íslenskt mál frá upp- hafi.“ Tryggvi ítrekaði í lok fyrirlest- ursins að íslensk tunga hefur aldrei staðið sterkar sem lifandi þjóðtunga en nú. Bætti svo við: „En – blikur á lofti vegna margvíslegra breytinga:  landfræðileg og menningarleg einangrun er rofin,  þjóðfélagið hefur ekki sömu sér- stöðu og áður,  alþjóðahyggja mótar viðhorf margra Íslendinga, ekki síst viðhorf ungs fólks, sem eru meiri heims- borgarar en sumar fyrri kynslóðir.  „Hinn nýi Íslendingur“ lætur sér í léttu rúmi liggja hvar hann býr – og hvaða mál hann talar, ef hann hefur laun „við hæfi“ og getur lifað því lífi sem hann sækist eftir.“ Tryggvi sagði umræðu þörf um íslenskt mál og „málrækt“, að móta þyrfti nýja málstefnu fyrir íslenskt málsamfélag og allir, sem búa – eða vilja búa á Íslandi, ættu að taka þátt í að móta nýja málstefnu. „Málstefna framtíðarinnar verð- ur að markast af þekkingu og um- burðarlyndi; af viðhorfinu „bæði og“ en ekki af viðhorfinu „annað hvort eða“,“ sagði Tryggvi Gíslason. Aldrei verið sterkari sem lifandi þjóðtunga „Er á fræðilegan hátt unnt að greina að „rétt“ mál og „rangt“?“ spyr Tryggvi Gíslason magister og fyrrverandi skólameistari MA. „Hver getur séð um þá aðgreiningu? Er til góðs að greina þarna á milli? Er ekki allt mál „rétt“ ef það skilst? Morgunblaðið/Kristján Tryggvi Gíslason á Akureyri í gær: Hefur það einhverja kosti að sporna við mállegri og menningarlegri stéttaskiptingu í þjóðfélaginu? skapti@mbl.is ð það og Í grein- járfesta nemma á nn tekið argrein- na. Sam- var arð- 28%. iðn- ied EFA liggjandi milljónir króna á ar næðu s að lítið nni og amband u verk- mst þá inargerð- við bygg- þá um. Var vra í lok 1.800 u 14 millj- n afgang- a var tal- óna ónir 00 tafé að þegar óber sl. a hafa junni, að fljót- erksmiðj- rir um utafé og meðal kútu- rir fjár- ýsköp- aldir upp væmt s var leit- á landi samra ja til þátt- kilyrðum dir Fengur, sson í að aðeins i upp á og væri fús iðbótar nir króna. yrðum m og jafn- riðjungi agna átti með lánsfé. Síðan segir að lokum í greinargerð iðnaðarráðuneytisins: „Þessi staða breyttist óvænt fyrri hluta nóvember þegar í ljós kom að bakland Allied EFA, fjárfestinga- félagið Brú undir nýrri stjórn, setti fram fyrirvara um aðkomu að mál- inu. Sá fyrirvari stendur enn í dag. Meðan óvissa er um aðkomu kjöl- festufjárfestisins er framtíð kís- ilduftverksmiðju við Mývatn í mik- illi hættu. Fram hjá því verður þó ekki litið að Allied EFA hefur fjár- fest fyrir hundruð milljóna króna í verkefninu og að útreikningar Landsbankans sýna 25-28 % arð- semi eiginfjár. Í ljósi þessa, og án frekari skýringa, verður að telja ólíklegt að Allied EFA hætti við fjárfestingu í verkefninu á síðustu stundu og geri verðmæti þau sem þar felast, þar með talið einkaleyfi og fleira, að engu.“ Töldu arðsemina ekki næga Hákon Björnsson, fram- kvæmdastjóri Promeks, vildi ekkert tjá sig um innihald greinargerðar ráðuneytisins, þegar eftir því var leitað, en á honum var að heyra að litlar sem engar líkur væru á því að Allied EFA og Promeks tækist ætl- unarverk sitt í Mývatnssveit. Ein- hverra hluta vegna hefði ekki tekist að vekja nægan áhuga á verkefninu meðal fjárfesta, þrátt fyrir að það hefði verið vel undirbúið og kynnt. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins eru þeir fyrirvarar, sem iðnaðarráðuneytið talar um, m.a. kröfur og hugmyndir sem fjárfestar settu fram, kröfur sem Promeks taldi sig ekki geta uppfyllt miðað við sínar áætlanir. Ljóst er að hér var um áhættusama fjárfestingu að ræða og töldu sumir fjárfestar að 25-28% arðsemi eigin fjár væri ein- faldlega ekki næg arðsemi. Einnig settu sumir fjárfestar staðsetningu verksmiðjunnar fyrir sig og töldu Mývatnssveit vera „óvinveitt um- hverfi“ með vísan til þeirra deilna sem höfðu verið um umhverfismál Kísiliðjunnar. Einn fjárfestir sem rætt var við, og vildi ekki láta nafns sín getið, sagði ýmislegt hafa ráðið ákvörðun sinni um að hætta við þátttöku. Í ljós hefði komið að stofnkostnaður- inn yrði hærri en reiknað hafði verið með, framlegðin minni og arðsemi eigin fjár ekki fullnægjandi. Sagði hann fjárfesta gera jafnan kröfu um meira en 30% arðsemi eigin fjár í verkefnum sem þessum. Óvissu- þættir hefðu verið of margir og einn sá stærsti hve mikið hefði vantað upp á fjármögnunina þegar á reyndi. Af framansögðu er ljóst að heima- menn í Mývatnssveit geta varla gert sér vonir um að kísilduftverksmiðja rísi í bráð og ráðlegra að beina sjón- um sínum annað í leit að atvinnu- tækifærum eftir að Kísiliðjunni hef- ur verið lokað og margir íbúar eru án vinnu. iðju í sumarbyrjun 2002 burt? Morgunblaðið/Kristján ekkert verði af áformum um kísilduftverk- uta. bjb@mbl.is lið mun ur við atnssveit inkaleyfi í gúmmí,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 334. tölublað (07.12.2004)
https://timarit.is/issue/258891

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

334. tölublað (07.12.2004)

Aðgerðir: