Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 17 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Strandgata 32 • S. 555 2615 opið Laugardag 10 - 16 & Sunnudag 13 - 17 JÓLATILBOÐ Tilboð 1: kr. 20.000,- Göngu-, tölvu-, sjónvarps- eða lesgleraugu. Fjölskipt gleraugu, þ.e. fjær- + lesgleraugu. Tilboð 2: kr. 40.000,- Trönuhrauni 6, 220 Hafnarfjörður • Sími: 565 1533 www.polafsson.is • polafsson@polafsson.is púlsmælar fyrir alla þjálfun HREIÐAR Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, segir að sú mynd sem dregin er upp í dönskum fjölmiðlum af starfsemi bankans und- anfarna daga sé alröng, engin innbyrðis eigna- tengsl séu milli KB banka og annarra íslenskra fjármálastofnana. Umfjöllun danskra fjölmiðla, einkum Berl- ingske Tidende, um útrás íslenskra banka hef- ur einkum beinst að KB banka. Hefur meðal annars verið sagt að í kringum hann sé köngulóarvefur eignatengsla sem hafi verið bönnuð í Danmörku frá því á þriðja áratug síð- ustu aldar og sem auki líkur á að erfiðleikar komi upp í rekstri. „Það er verið að telja fólki trú um að við eig- um í einhverjum öðrum íslenskum bönkum og aðrir íslenskir bankar eigi í okkur og það er einfaldlega ekki rétt,“ segir Hreiðar Már. KB banki keypti í haust allt hlutafé í FIH, þriðja stærsta fyrirtækjabanka Danmerkur. Að mati Hreiðars Más kemur umfjöllun dönsku fjölmiðlanna í kjölfar kaupa Baugs Group, Straums Fjárfestingabanka, o.fl. á meirihluta hlutafjár í Magasin du Nord á dögunum. Hann segir athyglisvert að líta til eigna- tengsla í dönskum bönkum. „Í öllum stærstu bönkum Norðurlandanna er annaðhvort ríkið stór eignaraðili eða einhver innbyrðis eigna- tengsl á milli stærstu hluthafa og viðkomandi banka.“ Ekki þurfi annað en líta til stærsta banka Dana, Danske Bank, þar sem stærsti hluthaf- inn sé stærsta fyrirtækjasamsteypa Danmerk- ur, A.P. Møller Group. „Það er ljóst að útrás okkar hefur vakið mikla athygli og kannski ekki að furða, því að í upphafi þessa árs voru örfá dönsk fyrirtæki að greiða okkur vaxtamun en í lok þessa árs eru yfir 5.500 dönsk fyrirtæki að greiða íslenskum banka vaxtamun,“ segir hann. Ekki fiskimarkaður Að sögn Hreiðars Más hafa viðtökurnar ver- ið sams konar á hinum Norðurlöndunum, t.d. þegar bankinn hóf að fjárfesta í Svíþjóð fyrir nokkrum misserum. Samtök smærri fjárfesta þar í landi hefðu t.d. sagt að sænskur fjár- málamarkaður væri ekki fiskimarkaður og Ís- lendingar hefðu ekkert fram að færa. Umræð- an þar í landi hefði hins vegar snúist til hins betra. Í Bretlandi hafi umræða fjölmiðla um útrás íslenskra fjármálastofnana og fyrirtækja verið mun jákvæðari. Baugshlutur til sölu Berlingske Tidende birti síðan í gær viðtal við Sigurð Einarsson, stjórnarformann KB banka. Blaðið segir að Sigurður eigi sjálfur hlutabréf í bankanum fyrir yfir 1.100 milljónir íslenskra króna, en í viðtalinu vísar Sigurður því á bug að vexti fyrirtækisins megi líkja við vöxt tölvu- og tæknifyrirtækja í tæknibólunni fyrir nokkrum árum. Sagt er í greininni að verð hlutabréfa í KB banka hafi vaxið með miklum hraða; tvöfaldast í ár og er Sigurður beðinn um skýringu á því. „Ástæða gengishækkunarinnar er auknar tekjur. Gengi, innra virði og hagnaður sem hlutfall af markaðsvirði skýra framvinduna,“ er haft eftir Sigurði og einnig að eiginfjárhlut- fall bankans sé 16%, sem sé afar traust. Sigurður er spurður út í tengsl KB banka og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sem hafi nýlega keypt Magasin Nord í Kaupmannahöfn, þar sem bankinn eigi yfir fimmtung í Baugi Group, fyrirtæki Jóns Ásgeirs. „Þessi 22 prósenta hlutur í Baugi var staða sem við tókum þegar fyrirtækið var tekið af hlutabréfamarkaði. Þessi hlutur er til sölu,“ segir Sigurður í við- talinu. Hann undirstrikar að bankinn eigi ekki fulltrúa í stjórn Baugs og komi ekki nálægt rekstrinum. Þá vísar Sigurður því á bug, að „köngulóar- vefurinn“ í íslensku atvinnulífi, eins og blaðið orðar það, þar sem hópur fyrirtækja eigi hlut hvert í öðru, sé vandamál. Markmið KB banka sé að fjárfesta í óskráðum fyrirtækjum og selja bréfin eftir þrjú ár að jafnaði. „Þannig eignir eru nú minna en eitt prósent af eignum okkar. Það er talsvert minna en markmið okk- ar, sem er á milli 3 og 5 prósent,“ er haft eftir Sigurði. Sigurður er sagður eiga hlutabréf í KB banka fyrir yfir 1.100 milljónir króna og sam- tals eigi 14 stjórnendur bankans hlutabréf að virði 8.500 milljóna króna. Fullyrt er að slíkt eigi ekki fordæmi í Danmörku. „Það þýðir ekki að það sé rangt,“ svarar Sigurður. „Það er rétt, að þetta er stór upphæð, en hafa ber í huga, að fyrst þegar ég keypti hlutabréf í bankanum, árið 2000, var gengi bréfanna ann- að. Maður verður að skoða hvernig bankanum hefur reitt af og hver þróunin hefur verið á hlutabréfamarkaði síðan. Hefur þróunin orðið þessi bara vegna þess að við höfum hallað okk- ur aftur í stólnum og ekki aðhafst neitt? Eða er það vegna þess að við höfum eitthvað að- hafst, sem hefur leitt til þess að verðmæti bankans hefur aukist?“ spyr Sigurður að lok- um. Forstjóri KB banka um umfjöllun danskra fjölmiðla Dregin upp alröng mynd Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Vekja athygli Hreiðar Már Sigurðsson segir að í lok árs greiði yfir 5.500 dönsk fyrirtæki íslenskum banka vaxtamun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 334. tölublað (07.12.2004)
https://timarit.is/issue/258891

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

334. tölublað (07.12.2004)

Aðgerðir: