Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR reksmaður í íþróttum og gaf yngri leikmönnum ekkert eftir í baráttu og leikgleði. En dómarinn á himnum flautaði leikinn allt of snemma af fyrir Sigurð og munum við sakna hans enda var Sigurður einn af dyggustu stuðn- ingsmönnum félagsins. Þar að auki var hann á sínum yngri árum einn af forystumönnum Breiðabliks og var m.a. formaður félagsins 1964–66. Í bæjarstjóratíð Sigurðar Geirdal var lyft grettistaki í uppbyggingu íþróttamannvirkja í Kópavogi. Þar höfum við Blikar svo sannarlega not- ið góðs af. Aðstaða okkar í Smáran- um, Fífunni og nærliggjandi gras- völlum, svo ekki sé minnst á uppbyggingu skíðadeildarinnar í Bláfjöllum og komandi aðstöðu fyrir sunddeildina í Salahverfi, ber stór- hug Sigurðar og samstarfsfólks hans í bæjarstjórn Kópavogs öflugt vitni. Það var ekki síst Sigurði að þakka að UMFÍ hefur ákveðið að Lands- mótið árið 2007 verður haldið í Kópa- vogi. Sigurður leiddi sendinefnd Kópavogsbæjar á fund landsmóts- nefndar og fór þar á kostum og seldi nefndarmönnum algjörlega hug- myndina að halda Landsmótið í Kópavogi. Það er því synd að þessi gamli framkvæmdastjóri UMFÍ fái ekki að upplifa þetta mót, sem hon- um þótti svo vænt um, í sínum heimabæ. Við vitum hins vegar að hann mun verða með okkur í anda þegar þar að kemur. Blikar munu sárt sakna Sigurðar enda var hann duglegur að hvetja okkur til dáða en einnig að láta okkur vita þegar hon- um fannst eitthvað miður fara í starfsemi félagsins. Breiðablik kveður því góðan fé- laga með söknuði og sendir fjöl- skyldu Sigurðar samúðarkveðjur. Ungmennafélagið Breiðablik. Mér brá þegar ég frétti veikindi Sigurðar Geirdal og fáum dögum síð- ar andlát hans. Þegar ég hitti hann fyrir skömmu, lék hann á als oddi að venju. Við fráfall Sigurðar er stórt skarð fyrir skildi. Þótt ég þekkti allvel til ágætra starfa Sigurðar fyrir ungmenna- hreyfinguna, kynntist ég honum fyrst vel, þegar hann tók við starfi framkvæmdastjóra Framsóknar- flokksins árið 1986. Ég fagnaði því að fá Sigurð til þess starfs. Hann reyndist frábær starfskraftur. Sig- urður var ekki aðeins samviskusam- ur og iðinn, heldur þótti mér ekki síður léttleikinn og útsjónarsemin einkenna allt hans viðmót. Hann átti sérstaklega auðvelt með að starfa með fólki, var ætíð til viðtals og leit- aðist við að leysa hvers manns vanda, sem til hans leitaði. Eftir sveitarstjórnarkosningar 1990 varð Sigurður Geirdal bæjar- stjóri í Kópavogi. Hann gegndi því starfi til dauðadags. Sigurður naut mikillar hylli sem bæjarstjóri; ég hygg bæði hjá stuðningsmönnum og andstæðingum. Þar naut hann ekki síst þeirra góðu eiginleika, sem hann hafði sýnt svo ríka í starfi sínu sem framkvæmdastjóri Framsóknar- flokksins. Þótt Sigurður stæði fast á sínum skoðunum var hann ætíð reiðubúinn til að hlusta á sjónarmið samstarfs- flokksins og leita samkomulags. Því hefur það samstarf, sem Sigurður gekk til 1990 verið farsælt og staðið í 14 ár. Sigurður var athafnamaður. Það bera miklar framkvæmdir í Kópavogi með sér. Hann var styrkur stjórnandi síns bæjarfélags. Um það hygg ég að ekki verði deilt. Samstarf okkar Sigurðar í stjórn- málum hófst árið 1986. Hann reynd- ist mér mjög góður ráðgjafi, þegar ég fór í framboð í Reykjaneskjör- dæmi árið 1987 og var það svo lengi sem ég starfaði á vettvangi stjórn- málanna. Ég kann Sigurði miklar þakkir fyrir. Sigurður Geirdal var sannur fé- lagshyggjumaður. Hann studdi af al- hug jafnræði til heilsugæslu og mennta og almenna velferð. Sigurð- ur var samvinnumaður. Hann trúði því að samvinnuhugsjónin ætti einn- ig rétt á sér á tímum einstaklings- hyggjunnar. Honum var ljóst að vöndurinn er sterkari en stráið. Með Sigurði er genginn góður maður. Við Edda vottum eiginkonu Sig- urðar og börnum dýpstu samúð okk- ar. Steingrímur Hermannsson. Kynni mín af Sigurði Geirdal hóf- ust árið 1990, þegar myndaður var nýr meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Kópavogs þar sem ég var hjálpar- kokkur í eldhúsinu. Mér fannst ekki blása byrlega þá, fjallhá verkefni blöstu við, kreppa í landinu og fjár- magn illfáanlegt. Ég ætla ekki að rekja þá sögu lengra hér. Nú ljómar þessi hálfi annar ára- tugur í minningu minni sem ár fjörs og framkvæmda. Sigurður Geirdal vakti strax at- hygli mína með því hversu langt hann skyggndist inn í framtíðina. Hann lýsti fyrir mér sinni framtíð- arsýn um Kópavog sem mér fundust lygilegar þá, svo þröngsýnn bauna- teljari sem mér hættir til að vera. Þegar ég nú lít til baka hefur þetta flest gengið eftir. Siglir áfram fulla ferð og árin þjóta hjá. „Hér kvaddi lífið sér dyra, en nú er það farið…“ Oft kemur maður ekki auga á mik- ilvægi núsins né þekkir ögur- stundina fyrr en hún er liðin. Í gegnum árin hittumst við Sig- urður oftlega á förnum vegi. Alltaf tók hann mér fagnandi og voru sam- ræður okkar ávallt hinar fjörlegustu enda maðurinn mikill húmoristi. Hann hafði ótrúlegt pólitískt innsæi og opnaði augu mín oftlega uppá gátt fyrir því sem ég hafði ekki gert mér grein fyrir. Og traustur var hann í samstarfinu. Hann var hreinn og beinn og óvenjulega umtalsfrómur um pólitíska mótherja sem aðra. Það var heldur að hann gerði góðlátlegt grín heldur en að hann áfelldist nokkurn mann. Og pólitíkus var hann fram í fingurgómana enda þre- faldaði hann flokk sinn á þessum tíma meðan minn stendur í stað. Maður fólksins. Hagyrðingur, ræðu- maður, glæsimenni. Og svo varð hann líka vinur minn í raun. Ég sótti um starf hjá Kópavogi þegar ég stóð skyndilega uppi at- vinnulaus 65 ára gamall. Sigurður kallaði mig á sinn fund á aðfangadag. Það var skítkalt í kontórnum hans og gluggar stóðu opnir í frostinu. Sam- talið stóð í þrjá klukkutíma og barst leikurinn víða. Sigurður sagðist svo sem vel geta ráðið mig inná gólf til sín pólitískt, en það væri raunar betri maður í boði í stöðuna. Hann sagðist ekki heldur hafa trú á því að gamlir skipstjórar yndu sér lengi niðri á dekkinu og spurning væri hvort ekki væri betra „að vera klakaklár og krafsa snjó til heiða, en lifa mýldur öll sín ár undir hnakk og reiða“. Hann skyldi hinsvegar sjá til hvort hann fyndi ekki eitthvert dútl handa mér í lausamennsku. Ég held að ég hafi verið orðinn blár í framan og með munnherpu þegar fundinum lauk en mér var hlýtt að innan og svo hefur verið síðan þar sem Sigurðar er getið. Þetta var einhver besta jólagjöf, sem ég hef fengið – og lík- lega Kópavogsbær líka, sem slapp þarna við að fá mig sem starfsmann. Við hjónin urðum þeirrar gæfu að- njótandi að fá að fara með þeim hjón- um Ólöfu og Sigurði til Grænlands fyrir nokkrum árum ásamt líka þeim Heiðrúnu og Þorsteini. Þetta var ógleymanleg ferð og afskaplega þótti okkur ljúft að vera með þessu fólki þessa daga. Alltof fljótt hafa þessi gullnu ár liðið hjá. Og nú er Sigurður Geirdal allur. Manni fannst líklega að hann hlyti að vera eilífur, slíkur léttleika- maður sem hann var. Hljóp á Græn- landsfjöll fyrir morgunverð. En lífið er víst stundum þannig að þeir bestu eru kallaðir fyrstir. Eftir stöndum við og framtíðin jafnóræð og hún hefur alltaf verið. Ég er þakklátur Sigurði Geirdal fyrir nærri fimmtán ára löng kynni í pólitíkinni. Hann mun mér ávallt í huga koma þegar ég heyri góðs manns getið. Hans er sárt saknað af okkur öllum sem kynntumst honum. Það er bjart yfir minningu þessa góða drengs. Halldór Jónsson verkfr. Fregnin um veikindi og í kjölfarið andlát Sigurðar Geirdals kom sem þruma úr heiðskíru lofti yfir vini hans. Hann virtist alla tíð hreystin uppmáluð, síkvikur og léttur á fæti sem og í skapi. En langur vinnudag- ur, mikil ábyrgð og streita sem henni fylgja taka alltaf sinn toll. Sigurður var með ósérhlífnustu mönnum sem ég hefi kynnst og á slíka menn leggja samferðamennirnir á stundum þyngri byrðar en réttlátt getur tal- ist. Það er á stundum talað um „kraftaverkamenn“ í stjórnmálum og stjórnsýslu. Ekki ætla ég að ergja Sigurð vin minn látinn með því að nefna hann því nafni, en afköst hans og árangur voru með ólíkindum. Hann var bæjarstjóri okkar Kópa- vogsbúa í meira en 14 ár. Á þeim tíma hefur orðið sú breyting á bæn- um sem alkunna er. Hann hefur breyst frá því að vera að ýmsu leyti litinn hornauga í að verða einn eftir- sóttasti staður á landinu til búsetu. Þar sem áður voru holt og móar er nú fjölbreytt íbúðabyggð og öll fé- lagsleg þjónusta til fyrirmyndar. Auðvitað gerði hann þetta ekki einn. Fjölmargir samstarfsmenn lögðu hönd á plóg. Sigurði var í rík- um mæli gefin sú náðargáfa að laða menn til samstarfs, halda öllum taumum í hendi sér en jafnframt að leyfa sköpunargáfu annarra að njóta sín. Hann var maður verka og at- hafna en ekki orða. Á stundum þótti okkur sem með honum stóðu hann um of hlédrægur við að koma sjálf- um sér á framfæri, en hann blés á það með sínu hógværa brosi. Hann treysti því að fólk sæi hjálparlaust verk sín og samstarfsmanna sinna. Hann hafði rétt fyrir sér. Undir forystu hans fjölgaði bærjarfulltrú- um Framsóknarflokksins úr einum í þrjá og á nær hverjum fundi í fé- lögum hans bættust ný andlit í hóp- inn. Þar er nú mikið skarð fyrir skildi og vandfyllt. En það er ekki bara bæjarstjórinn minn sem ég kveð, heldur vinur í áratugi. Kynni okkar hófust þegar við byggðum saman í Lundarbrekk- unni og þau Óla voru á næstu hæð of- an við okkur Guðrúnu. Kynni voru náin, börn okkar léku sér saman og við deildum bæði gleði og vonbrigð- um. Við fylgdumst með aðdáun með því er hann skellti sér í langskóla- nám samhliða fullu erilsömu starfi og byggði sér hús í leiðinni. Þar komu hinir miklu skipulagshæfileik- ar hans kannski hvað best í ljós í augum þeirra er þekktu hann. Að leiðarlokum er fátt annað að gera en þakka fyrir samfylgdina og votta Ólafíu konu hans, börnum og öðrum aðstandendum dýpstu samúð. Þeirra er missirinn mestur þótt heilt bæjarfélag drúpi höfði. Magnús Bjarnfreðsson. Kveðja frá Frjálsíþróttasambandi Íslands Eins og sjálfsagt mörgum öðrum kom andlátsfregn Sigurðar mér mjög á óvart. Rétt eins og dauðinn er okkur öllum óumflýjanlegur, var líf Sigurðar andstæða við endalokin, enda ætíð fullur áhuga, lífsgleði og þrótti. Þannig kom framkvæmda- stjóri UMFÍ mér fyrir sjónir fyrir 30 árum þegar ég kynnist honum fyrst og þannig var hann þegar við störf- uðum saman að sveitarstjórnarmál- um rúmum tuttugu árum síðar. Sig- urður var alla tíð mikill keppnis- maður og áhugamaður um íþróttir og má segja að hið kappsfulla viðmót íþróttamannsins hafi einkennt hann alla tíð. Fyrir 30 árum kom Sigurður mér, þá ungum og óreyndum félagsmála- manni, fyrir sjónir sem einstaklingur sem vissi ekki hvað vandamál var, bara verkefni sem auðveldlega var hægt að leysa. Hann taldi ekki eftir sér að eyða tíma með nýgræðingi í félagsmálum ungmennafélagshreyf- ingarinnar, leiðbeina og hvetja til dáða þó mikil verkefni lægju fyrir námi sem hann sinnti samhliða fullri vinnu. Eftir að leiðum okkar Sigurð- ar bar saman á ný, þá á vettvangi sveitarstjórnarmála, áttum við oft tal um frjálsíþróttir og var sýnilegt að hann fylgdist vel með því sem var að gerast bæði innan og utan vallar. Frjálsíþróttasambandið var ætíð aufúsugestur í Kópavogi og á síðustu árum hafa verið haldin þar tvö þing og eitt aukaþing. Framlag bæjar- stjórans Sigurðar Geirdal til að bæta úr frjálsíþróttaaðstöðu í Kópavogi er ómetanlegt en Kópavogur er það sveitarfélag í landinu þar sem frjáls- íþróttaaðstaða er best nú um stund- ir. Það er því vel við hæfi að næsta Landsmót UMFÍ verði haldið í Kópavogi, þótt óneitanlega sé það skarð fyrir skildi að Sigurðar njóti ekki við, eins mikill Landsmótsmað- ur og hann var. Sigurður fékk gull- merki FRÍ fyrir störf sín í þágu hreyfingarinnar árið 1979. Eiginkonu Sigurðar, börnum og öðrum aðstandendum færi ég inni- legustu samúðarkveðjur fyrir hönd frjálsíþróttahreyfingarinnar í land- inu. Jónas Egilsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands. Okkur Sjálfsbjargarfélögum var mjög brugðið þegar við fréttum af láti Sigurðar Geirdal, bæjarstjóra í Kópavogi. Við sem höfum starfað fyrir Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuð- borgarsvæðinu undanfarin ár áttum töluverð samskipti við Sigurð og hans bæjarstjórn. Það samstarf var einkum vegna Krika sem er sumar- hús okkar og útivistarsvæði við Elliðavatn. Kópavogsbær hefur komið mjög myndarlega að því verki við að bæta og gera þetta svæði að- gengilegt fyrir fatlaða og er það mik- ið til Sigurði heitnum að þakka. Hann reyndist Sjálfsbjörgu á höfuð- borgarsvæðinu ákaflega góður stuðningsmaður og bar hag okkar mjög fyrir brjósti. Fyrir það erum við ævinlega þakklát. Stjórn Sjálfsbjargar á höfuðborg- arsvæðinu sendir aðstandendum og samstarfsfólki innilegar samúðar- kveðjur. Grétar Pétur Geirsson, formað- ur Sjálfsbjargar félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. Sigurði Geirdal kynntist ég fyrst ungur strákur á Álfhólsveginum. Hann var þá „karl“ í okkar huga en hefur líklega ekki verið nema rúm- lega tvítugur að aldri og rak aðal- verslunina í hverfinu, KRON við Álf- hólsveg. Sá staður var drjúgur hluti af tilveru ungmenna vegna sendi- ferða í búð fyrir foreldra. Siggi í Kron, Guðrún í mjólkurbúðinni og Valdi fisksali urðu þannig fastir þættir í tilveru okkar – krakkanna í Austurbænum. Siggi varð strax svo vinsæll að strákar biðu í hrönnum eftir því að fá hlutverk í verslun hans, hvort heldur sem sendlar á virðulegu hjóli, lagerhaldi eða bara að fá að vera í búðinni. Ekki endilega gegn kaupi – það var bara einhvern veginn svo notalegt að vera í kring- um Sigga. Einhver hlýja, gáski og endalaus kraftur sem ornaði ungum sálum. Vegir okkar lágu saman þegar undirritaður hóf störf í stjórnmálum. Fljótlega varð ég þess var að hvar í kjördæminu, sem borið var niður, þá lágu allir strengir til Sigurðar. Þó liðinn væri langur tími frá Kron-ár- unum þá var Siggi enn þessi hlýi, kraftmikli maður sem öllum þótti ekki bara gott að leita til heldur urðu að leita til hans. Reyndar minnist ég þess ekki að hafa heyrt manninn nokkru sinni verða æstan þó ein- hverju sinni hafi mátt skynja reiði vegna einhverra ytri atburða. En ábendingum sínum kom Sigurður á framfæri með meitluðum athuga- semdum, krydduðum særindalausu háði og svo hlýju brosi sem lygndi alla sjói. Að baki lá nefnilega svo mikill maður, djarfur og þroskaður – stór manneskja. Reynsla hans og fé- lagslegur þroski nýttist þeirri mann- eskju einstaklega og ekki síður sam- ferðarfólki hans – í Framsóknar- flokknum, Ungmennafélaginu, bæj- arpólitíkinni eða á öðrum þeim stöðum sem hann drap niður fæti. Titlar skiptu hann ekki máli heldur málefni og hugsjónir. Í fasi var hann alltaf eins og skipti engu hver í hlut ætti. Líklega hafa þó þeir sem á brattann þurftu að sækja í lífinu átt meira rúm í hjarta hans en aðrir. Sigurður Geirdal hlýtur að teljast einn dáðasti sonur Kópavogs. Störf hans og hugsjónir í þágu bæjarins, sem hann unni svo heitt, verða seint metin að verðleikum. Trú hans á uppbygginugu, framtíð og félagslega umgjörð hafa skilað bæjarfélaginu til hárra hæða. Á þeirri leið hafa margtóna úrtöluraddir hjaðnað fyrir hugsjónaeldi og trúfestu Sigurðar. Og ekki síður verður hans minnst fyrir einstakan mannkærleika og skilning á tilfinningum fólks. Er þá ótalið skáldið og húmorist- inn Sigurður Geirdal. Í raun er erfitt að skilja hvernig Sigurður komst yfir öll þau verk er hann skilaði á ævi sinni. Starfsgleðin og sterkur hugsjónaeldur virtust krefjast minni svefns af honum en venjulegu fólki. Sá drifkraftur í bland við þroskað skopskyn leyfði samferðafólkinu að njóta eins heil- steyptasta manns sem við höfum kynnst. Hans verður sárt saknað en gunnfáni hans mun blakta að eilífu í góðum verkum og ljúfri minningu. Ólafíu og fjölskyldu Sigurðar vott- um við dýpstu hluttekningu um leið og ég kveð góðan vin til 40 ára með þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast Sigurði Geirdal. Hjálmar Árnason. Það var öllum sem til þekktu mikið áfall að heyra af alvarlegum veikind- um Sigurðar Geirdals. Mikill sam- hugur var með fjölskyldu, vinum og samstarfsfólki, sem leitaði frétta af heilsu hans oft á dag. En Sigurði var ekki hugað líf. Ég hef þekkt Sigurð frá því ég man eftir mér en hann og Óla bjuggu á hæðinni fyrir ofan fjölskyldu mína í Lundarbrekkunni og í minningunni var hann alltaf á þönum. Við krakk- arnir lékum mikið saman og var maður því löngum stundum inni á heimili þeirra og börn þeirra hjá okkur. Þegar Siggi tók síðan til við að byggja í Daltúninu kom dugnað- urinn vel í ljós. Hann var þá í fullri vinnu og námi samhliða byggingar- framkvæmdum. Það var síðan ómetanlegt að fá tækifæri síðar meir að starfa með honum á vettvangi stjórnmálanna. Hann hafði sérstakt lag á að vinna með ungu fólki. Fyrir tæplega tví- tugan dreng var mikilvægt að hafa Sigurð í forystu. Hann hafði lag á að sýna samstarfsfólki sínu traust en gat jafnframt komið sjónarmiðum sínum til leiðar. Þetta gerði hann ekki síst með þeirri jákvæðni sem einkenndi hann alltaf. Ekkert vanda- mál var þannig vaxið að ekki væri á því lausn. Það var einnig þessi mikli keppn- isandi sem einkenndi hann, hann var alltaf sannfærður um að sigur næð- ist. Þannig var viðhorf hans þegar hann settist í stól bæjarstjóra. Hann hafði oft orð á því, þegar umræðan hin seinni ár um uppganginn í Kópa- vogi stóð sem hæst, að við værum „að mala Reykjavík, Hafnarfjörð og alla hina“. Sigurður var á margan hátt afar sérstakur stjórnmálamað- ur. Hann hafði litla trú á því að mál næðust fram í fjölmiðlum og sóttist ekki eftir kastljósi þeirra. Hann trúði því að árangur næðist með því að láta verkin tala. Þess vegna gerði hann áætlanir til margra ára í sínu starfi sem bæjarstjóri, viss um að á endanum myndi hann sigra. Það er erfitt að kveðja Sigurð, mann sem gaf mér miklu meir en ég gat endurgoldið. Ég bið góðan Guð að vera með Ólafíu, fjölskyldu og öðrum sem sjá með miklum söknuði á eftir Sigga. Páll Magnússon. Við skyndilegt fráfall Sigurðar Geirdal er horfinn af sjónarsviðinu einn öflugasti foringi Framsóknar- flokksins í sveitastjórnarmálum um langan tíma. Sigurði tókst með óþrjótandi eljusemi að leiða fram- sóknarmenn til forystu í Kópavogi, einu fjölmennasta sveitarfélagi landsins, en hann leiddi lista fram- sóknarmanna þar í fernum sveitar- SIGURÐUR GEIRDAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 334. tölublað (07.12.2004)
https://timarit.is/issue/258891

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

334. tölublað (07.12.2004)

Aðgerðir: