Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR góður og elskulegur félagi, kastaði gjarnan fram stökum og svaraði hnyttilega. Við kveðjum Sigurð með söknuði og vottum Ólöfu og börnum hans samúð okkar. Sigrún Magnúsdóttir og Páll Pétursson. Kveðja frá bæjarstjórum Eitt af því sem er svo töfrandi við lífið er hve það er duttlungafullt. Það kviknar, framvinda þess verður ekki séð fyrir, og það slokknar. Í senn er lífið upphaf og endir okkar sem ein- staklinga og algerlega óháð per- sónum – eilíft. Eitt af því sem var svo töfrandi duttlungafullt við Sigurð Geirdal var hve lifandi hann var. Hann kom og fór í senn en var þó með okkur. Í senn ákafur og snar, stilltur og stað- fastur. Í senn fullur af fjöri og gáska, alvörugefinn og einlægur. Í senn fjölskrúðugt eintak og heill persónu- leiki. Bæjarstjórar landsins og makar þeirra mynda nokkuð töfrandi sam- félag á sinn duttlungafulla hátt. Samheldinn hópur hvar ríkir vinátta og traust. Árlegir samráðsfundir bera sterkan svip ættarmóta. Þetta fyrirbæri er þeim mun merkilegra fyrir þá sök að jafnan verða nokkrar breytingar á hópnum við hverjar sveitarstjórnarkosningar. Sigurður og Ólafía komu inn í þetta samfélag árið 1990 þegar Sig- urður varð bæjarstjóri í Kópavogi. Og undarlegir eru duttlungar lífsins. Ekki óraði mig fyrir því, þegar ég ungur drengur stóð á Höfðanum við Húsavík og sá útvörð norðlenskra byggða – Grímsey – hilla uppi við hafsbrún í ljóma hnígandi miðnæt- ursólar, að þar væri fæddur Sigurð- ur Geirdal. Maður sem ég átti eftir að kynnast mörgum árum síðar. Maður sem ég leit upp til og lærði margt af í starfi sem bæjarstjóri. Þótt ég hafi vitað af Sigga úr fjar- lægð þá hófust kynni okkar ekki fyr- ir alvöru fyrr en þann bjarta dag er við hittumst í hópi bæjarstjóra árið 1990. Síðan hefur þróast vinátta með okkur og eiginkonum okkar. Sigurður kom inn í hóp bæjar- stjóra með mikla og fjölbreytta reynslu úr fyrri störfum, m.a. 16 ár að baki sem framkvæmdastjóri UMFÍ. Sigurður var fagmaður í fé- lagsmálum, hafði ferðast um gjörv- allt Ísland og þekkti fólk og átti vini nánast hvar sem var á byggðu bóli. Hann markaði sér snarlega svæði í hópnum, ljúfmannlega og án átaka, og naut þar yfirgripsmikillar þekk- ingar á mönnum og málefnum. Hann var kallaður til ráða í okkar hópi, setti mál sitt fram í léttum búningi, lét aldrei smámuni trufla sig. Við fyrstu sýn virkaði framsetningin stundum dálítið grallaraleg en þegar nánar var að gáð hafði Siggi komist að kjarna málsins á einfaldan og skýran hátt. Siggi var ekki hæddur við að hugsa á nýjum brautum eða velta málum fyrir sér frá algerlega nýjum hliðum. Siggi var maður sem sífellt leitaði lausna, maður sem fékkst við verkefni en ekki vanda- mál, maður sem náði árangri. Og svo var hann skemmtilegur maður. Eitt af því sem er svo dapurlegt við lífið er hve duttlungafullt það er. Líf þessa bjarthærða drengs sem kom í heiminn undir miðnætursól norður við heimskautsbaug hefur nú slokknað. Miðnætursólin sefur, sæt- ið er autt og við syrgjum, félagar og vinir. En við vitum að „Sólin heim úr suðri snýr“ og minningar um góðan dreng mun hilla uppi í geislum henn- ar við sjóndeildarhring. Þannig vilj- um við bæjarstjórar og makar okkar kveðja Sigurð Geirdal og votta Ólaf- íu og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Einar Njálsson, bæjarstjóri í Árborg. Snarpur, brosmildur og ráðagóð- ur; maður sem vildi leysa málin. Þannig var hann. Það var gaman að vinna með Sig- urði Geirdal. Mér hlotnaðist sú reynsla að starfa með honum að hagsmunamálum íbúa höfuðborgar- svæðisins nú í tæp tvö ár. Við hitt- umst reglulega við tvö borð. Sigurð- ur var formaður Sambands sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu og ég gegndi slíkri stöðu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Við borðin tvö sat sama fólkið, bæjarstjórar sveitarfélaganna á höfuðborgar- svæðinu. Og Sigurður var leiðtoginn. Með sinni snerpu og afgerandi fasi mótaði hann hið jákvæða starf og efldi samkennd okkar. Ekkert kjaft- æði, heyrðist stundum. Þá var stutt í ákvarðanir. Ákvarðanir sem hlutu brautargengi í okkar góða hópi. Það er mikil gæfa þegar til starfa í almannaþágu velst fólk sem metur starfið ofar sjálfu sér. Sem hugsar ekki um eigin frama heldur vinnur vel og ötullega að framfaramálum síns byggðarlags án þess að bera sjálft sig á torg. Slíkan mann fengu Kópavogsbúar og nærsveitarmenn í Sigurði Geirdal. Því er það þyngra en tárum taki að nú, þegar Sigurður hafði gert ráðstafanir til að hægja á og njóta þess að minnka við sig í starfi, skuli vera klippt á þráðinn. Megi það verða okkur öllum áminn- ing um að gæta að okkur, staldra við og njóta þeirrar stundar sem okkur er gefin hér á jörðu. Ég bið Sigurði Guðs blessunar, Ólafíu eiginkonu hans, börnum og öðrum aðstandendum æðruleysis. Þórólfur Árnason. Þey, þey og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þey, þey og ró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóhann Jónsson.) Sigurður Geirdal, bæjarstjóri er látinn langt fyrir aldur fram. Sigurð- ur var mikill áhugamaður um íþrótt- ir í Kópavogi en fáir vita að þegar HK, í frumbernsku sinni árið 1970, var að knýja á um að fá aðild að sam- tökum íþróttahreyfingarinnar var það Sigurður sem gekk framfyrir skjöldu og beitti sér, sem fram- kvæmdastjóri UMFÍ, fyrir því að HK fékk aðild að UMSK. Þar með var framtíð þessa litla peyjafélags í vesturbæ Kópavogs tryggð í sam- félagi íþróttanna. HK gat keppt á Ís- lands- og héraðsmótum. Eftir að Sig- urður varð bæjarstjóri beitti hann sér af alefli fyrir uppbyggingu á íþróttaaðstöðu fyrir félögin í Kópa- vogi, studdi þau með ráðum og dáð. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast Sigurði 1991 þegar ég réðst til Kópavogsbæjar sem starfsmanna- stjóri bæjarins. Allar götur síðan átt- um við náið og gott samstarf vegna þess málaflokks sem mér var falin ábyrgð á. Sigurður var einstaklega fjölgef- inn maður og hann hafði brennandi áhuga og skoðanir á flestum þeim álitaefnum sem fylgja líðandi stund. Menning og listir, trúarbrögð og stjórnmál, álfar og huldufólk, íþrótt- ir og saga, þróun manna og þjóð- félaga, allt voru þetta umræðuefni okkar eftir að erindin daglegu voru afgreidd. Sigurður var skemmtileg- ur ræðumaður og ótaldar eru tæki- færisvísur hans, margar hverjar hreinasta snilld að formi og efni, en hann var einnig gott ljóðskáld. Ég átti þeim forréttindum að fagna að ræða skáldskap við Sigurð. Sigurður var vinur vina sinna og reyndist undirmönnum sínum vel. Með alþýðleik sínum og glaðlyndi ávann hann sér virðingu og vinsældir bæjarbúa. Bæjarstjóraferill hans var farsæll og mun verða minnst sem mikils framfaraskeiðs í sögu Kópa- vogs. Ég syrgi góðan vin og yfirmann. Við Soffía sendum Ólafíu og fjöl- skyldu þeirra Sigurðar hugheilar samúðarkveðjur. Þorsteinn Einarsson, starfs- mannastjóri og formaður HK. Kveðja frá Rótarýklúbbi Kópavogs Við kveðjum vin okkar og félaga Sigurð Geirdal á vegamótum, eftir alltof stuttan spöl á vegi sem okkur var ánægja að ganga með honum. Síkvikur og árvakur var hann upp- spretta ráða og rímna, ávallt reiðubúinn að leggja gjörva hönd að verki og þoka góðum málum í rétta átt. Einlægur og orðheppinn félagi, sem ósjaldan kitlaði hláturtaugar fé- laga sinna með bundnu og óbundnu máli, en alvaran og bjartsýnin voru skammt undan. Hinn sanni ungmennafélagsandi bjó með Sigurði eftir áratuga starf í þágu Ungmennafélags Íslands og virka þátttöku í íþróttum á yngri ár- um, sem hann hlaut fyrir margar við- urkenningar og að verðleikum. Samvinnuhugsjónin var samofin hugsjónum hans um betra líf og vax- andi velferð í samfélaginu. Það var mikið lán og liðstyrkur fyrir okkur þegar Sigurður gekk til liðs við Rótarýklúbb Kópavogs fyrir rúmum sjö árum. Þrátt fyrir mikið annríki við ævintýralega uppbygg- ingu bæjarfélagsins var hann vel virkur í klúbbnum með góða mæt- ingu, en vís til að mæta í nágranna- klúbbunum ef hann missti af fundi. Við heimsókn félaga úr vinaklúbbi okkar í Esher í Englandi sl. sumar tók Sigurður sem bæjarstjóri á móti þeim og vann hug þeirra og hjörtu, sem áttu vart orð til að lýsa sam- skiptum við hinn alþýðlega en fróða bæjarstjóra Kópavogs. Mennirnir áætla en Guð ræður. Verkefnin svo mikil og mörg í önn dagsins, en kallið er komið. Að leiðarlokum kveðjum við góðan félaga og biðjum Sigurði góðrar heimkomu, að loknu miklu dagsverki í þágu svo margra. Eiginkonu hans og aðstandendum vottum við dýpstu samúð. Megi minningin um góðan dreng lifa og ylja. Hreinn Bergsveinsson, forseti. Fallinn er nú frá Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs. Sigurður var farsæll leiðtogi, en hann gegndi starfi bæjarstjóra í 14 ár, lengur en nokkur annar í tæplega 50 ára sögu bæjarins. Ég kynntist Sigurði fyrir níu árum þegar undirbúningur hófst að uppbyggingu verslunarsvæðisins í Smáranum. Með okkur tókst gott og árangursríkt samstarf sem byggðist á trausti, markvissu skipu- lagi og jákvæðni. Þetta samstarf var ein forsenda þess að hægt var að reisa þessa stærstu og flóknustu byggingu á Íslandi á aðeins einu og hálfu ári. Ég er sannfærður um að þetta verkefni hefði hvergi á svo skömmum tíma getað orðið að veru- leika hér á landi nema í Kópavogi. Mér varð fljótt ljóst hvers megnugur Sigurður var. Hann talaði okkar máli þegar á þurfti að halda, hvort heldur var í bæjarkerfinu eða í fjölmiðlum. Hann hvikaði aldrei frá þeirri sann- færingu sinni að Kópavogsdalurinn yrði í framtíðinni þungamiðja versl- unar og þjónustu á höfuðborgar- svæðinu. Sigurður Geirdal vann sín störf af hógværð og í ungmenna- félagsanda. Hann stjórnaði hröðum vexti á bæjarfélagi sem í dag er glæsilegur minnisvarði um störf hans og hans samstarfsmanna. Sig- urður hafði gaman af því að segja frá og oft var húmorinn á sínum stað þótt alvaran væri ekki langt undan. Ég minnist þess þegar hann sagði að það væri aðeins eitt sem Reykvík- ingar hefðu fram yfir Kópavogsbúa, þeir ættu jú betri nágranna. Þegar ég nefndi við hann eitt sinn að verk- efnið hefði stækkað svo mjög að í stefndi að fyrirtækið yrði stærsti skuldarinn í Kópavogi var hann fljót- ur til svara og sagði að ég kæmist ekki lengi upp með það, bæjarsjóður myndi ekki gefa eftir fyrsta sætið í þessum efnum. Sigurður var tíður gestur í Smáralind og naut þess að hitta bæjarbúa og ræða við þá. Hann naut þess einnig að geta á einum stað í sínum bæ hitt kunnungja og vini ut- an af landi sem hann þekkti frá fyrri tíð. Minnig hans mun lifa um ókomin ár. Fyrir hönd eigenda og starfsfólks Smáralindar sendi ég eiginkonu Sig- urðar, börnum hans og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Pálmi Kristinsson.  Fleiri minningargreinar um Sig- urð Geirdal bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höf- undar eru: Ingimundur Ingimund- arson; Ólafur Stefán Sveinsson; Óm- ar Stefánsson; Jón G. Guðbjörnsson; Stjórn Frjálsíþróttadeildar Breiða- bliks; Auðunn Bragi Sveinsson; Þórður Ingimarsson; Ritlistarhópur Kópavogs; Sigurbjörg Vilmund- ardóttir; Einar Bollason og fleiri; Arnaldur Mar Bjarnason; Haukur Logi Karlsson, formaður SUF; Mar- grét S. Guðnadóttir; Björn og Sig- urlaug; Guðrún Pálsdóttir; F.h. Íbúasamtök gamla austurbæjarins í Kópavogi, Rúna S. Geirsdóttir og Helga R. Ármannsdóttir. SIGURÐUR GEIRDAL Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÓLAFÍA JÓHANNESDÓTTIR, Ölduslóð 46, Hafnarfirði, sem lést fimmtudaginn 25. nóvember á Hrafn- istu í Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnar- fjarðarkirkju fimmtudaginn 9. desember kl. 13. Kári P. Þormar, Jóhannes Þormar, Margrét Hilmisdóttir, Páll Þormar, Elín Guðmundsdóttir, Sigurveig Þormar, Njáll Jóhannsson, Sigfríð Þormar, Svanur Stefánsson, Kári Þormar, Sveinbjörg Halldórsdóttir, barnabörn og langömmubarn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUÐSTEINN ÞENGILSSON læknir, Grenimel 32, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Neskirkju fimmtudaginn 9. desember kl. 13.00. Jónína Stefánsdóttir, Stefán Guðsteinsson, Auður F. Gunnarsdóttir, Rósa Guðsteinsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Sigríður Guðsteinsdóttir, Geir Harðarson, Hallgrímur Guðsteinsson, Karl Jóhann Guðsteinsson, Brynja Scheving og barnabörn.Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, MAGNÚS JÓNSSON vélstjóri, Tjarnarbraut 25, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 8. desember kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir. Elín Guðjónsdóttir, Sveinn Magnússon, Kristín Bragadóttir, Margrét Sesselja Magnúsdóttir, Ólafur Emilsson, Ingibjörg Magnúsdóttir, Einar Ólafsson, Elín Magnúsdóttir, Garðar Briem, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Þjónustumiðstöð Ungmennafélags Íslands er lokuð í dag frá kl. 12.00 vegna jarðarfarar SIGURÐAR GEIRDAL. Ungmennafélag Íslands. Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegs sambýlismanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HREGGVIÐS EYFJÖRÐ GUÐGEIRSSONAR byggingameistara og fyrrv. byggingafulltrúa, Hlíðarhjalla 61, Kópavogi. Ólafía S. Jensdóttir, Samúel Smári Hreggviðsson, Sigríður Kr. Jóhannsdóttir, Ólafur Magnús Hreggviðsson, Guðgeir Veigar Hreggviðsson, Sigrún Gestsdóttir, Margrét Dögg Hreggviðsdóttir, Hólmar Eyfjörð Hreggviðsson, Veiga Eyfjörð Hreggviðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 334. tölublað (07.12.2004)
https://timarit.is/issue/258891

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

334. tölublað (07.12.2004)

Aðgerðir: