Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN AIDAH er á að giska 65 ára og hefur aldrei eignast barn en ber nú ábyrgð á 13 barna hópi sem eru börn þriggja bræðra hennar. Hver um sig átti þrjár konur en allt fullorðna fólkið er nú dáið úr al- næmi og börnin ein eftir. Aidah sem býr í Rakaí-héraði í vesturhluta Úganda er lifandi vitnis- burður um orð Jes- aja spámanns; „því að börn hinnar yfirgefnu munu fleiri verða en giftu konunnar.“ Aidah var gift en eignaðist ekki börn. Þegar maður hennar dó úr alnæmi varð Aidah að flytja heim til aldinnar móður sinnar. Hún var allslaus þar sem ættingjar manns- ins tóku allar sameiginlegar eigur þeirra enda erfðaréttur kvenna lít- ill sem enginn. Eftir því sem fullorðna fólkið í stórfjölskyldunni týndi tölunni tók hún að sér þau barnanna sem ekki voru vaxin úr grasi. Tvö yngstu börn- in eru barnabörn bróð- ur hennar en faðir þeirra dó einnig úr al- næmi og móðirin gafst upp á öllu stritinu og fór. Ótrúlegt æðruleysi Á ferð minni nýlega í Úganda hitti ég Aiduh og barna- hópinn hennar. Þrátt fyrir allt mótlætið og sorgina hvíldi friður yfir andliti þessarar merkilegu konu og þakklæti var henni efst í huga. „Hugsa sér, að í landi langt í burtu er fólk sem hugsar til mín og hefur hjálpað mér og börn- unum mínum“, sagði hún og brosti út að eyrum. Aidah á sér þá ósk heitasta að koma barnahópnum á legg og að þau geti öll fengið tækifæri til að ganga í skóla og síðar meir séð fyrir sér sjálf. Hún viðurkennir að lífið hafi verið og sé stundum erfitt en er þrátt fyrir allt sátt við sitt hlutskipti og talar yfirvegað og af auðmýkt um þá hjálp sem hún hefur fengið. Aidah býr nú í góðu húsi gerðu úr leir með bárujárnsþaki, og hefur lítinn eldaskála. Hún á nokkrar geitur og svín og hefur akurspildu til að rækta banana og korn. Allt þetta er gjöf frá góðu fólki í fjarlægu landi. Þetta eru jólagjafirnar sem gleðja mest. Að sigra risa Munaðarlaus börn af völdum al- næmis finnast í öllum löndum. Í sumum löndum eru þau sem betur fer fá en í Afríku eru milljónir barna munaðarlausar og mörg þeirra á vergangi ein og yfirgefin. Talið er að um 13 milljónir barna í suðurhluta Afríku sé mun- aðarlausar eða eigi aðeins annað foreldrið á lífi vegna alnæmis. Þessi börn hræðast framtíðina, stríða við sorg og missi, þunglyndi og óöryggi. Þau eru oft misnotuð enda enginn til að vernda þau gegn hættum heimsins. Sum verða eiturlyfjum að bráð. Mörg hætta í skóla, ýmist til að hugsa um sjúka foreldra sína eða af því þau þurfa að leggja alla sína orku í að sjá fyrir sér að foreldrunum látnum. Þótt vandinn sé stór er þó hægt að gera ýmislegt til að létta undir og gefa þessum börnum nýtt og betra líf. Árangurinn sem náðst hefur með foreldralausum börnum í Úganda á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar ber því vitni. Við get- um ekki hjálpað öllum en öll get- um við hjálpað einhverjum eins og sagan af Aiduh sýnir svo vel. Á fyrri helmingi þessa árs nutu um 1500 foreldralaus börn aðstoðar í Rakaí- og Ssembabúle-héraði. Ís- lendingar studdu verkefnið dyggi- lega með þátttöku í jólasöfnun Hjálparstarfsins á síðasta ári og réð framlagið héðan úrslitum um áframhaldandi uppbyggingu starfsins. Náum til fleiri barna Með söfnunarfé um þessi jól ætlar Hjálparstarf kirkjunnar að auka hjálparstarf í Ssembabúle-héraði en þar er talið að um 27% fullorð- inna séu HIV-smituð. Fjöldi mun- aðarleysingja eykst stöðugt og því mikilvægt að styrkja það starf sem þegar er hafið. Lútherska heimssambandið, sem Hjálp- arstarf kirkjunnar er hluti af, er eina hjálparstofnunin sem sinnir þessum málum í Ssembabúle. Með því að leggja jólasöfnun Hjálp- arstarfsins lið og greiða heim- sendan gíróseðil gefur þú munaðarlausum börnum nýtt og betra líf. Jólagjöf frá þér og lífið verður nýtt! Jónas Þórir Þórisson fjallar um jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar ’Allt þetta er gjöf frágóðu fólki í fjarlægu landi. Þetta eru jólagjaf- irnar sem gleðja mest.‘ Jónas Þórir Þórisson Höfundur er framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. MORGUNBLAÐIÐ birtir hinn 2. des. síðastliðin grein eftir Rúnar Kristjánsson þar sem hann gangrýnir grein er undirritaður birti í sama blaði nokkrum vikum fyrr. Rúnar setur einkum út á tvennt. Í fyrsta lagi er hann ósáttur við að ég leyfi mér að gagn- rýna afturhaldssama og oft mannfjand- samlega stefnu kirkj- unnar en í þessu til- felli afstöðu hennar til mannréttinda samkynhneigðra. Margir kristnir hafa tekið þá afstöðu að fólk sem er samkyn- hneigt eigi ekki að njóta sömu réttinda og aðrir. Sérstaklega gætir þessa meðal ofstækismanna með- al trúaðra. Ég bendi einnig á að kristnir menn hafa í nafni trúarinnar haldið ýmsu fram eða fram- kvæmt það sem er rangt, mann- fjandsamlegt og andstætt almenn- um siðferðislegum gildum. Ég get haldið langa tölu um ódæðisverk kirkjunnar í gegnum aldirnar eða rætt um afstöðu henn- ar til ýmissa mál en læt nægja að oftar en ekki hefur skoðun kirkj- unnar verið andstæð vísindum og náttúrulögmálum. Kirkjan taldi jörðina flata og miðju alheimsins. Kirkjan starfaði með blessun Hitl- ers í Þýskalandi og kaþólskir skoð- anabræður þeirra á Ítalíu voru hluti af valdakerfi fasista. Sama var upp á teningnum á Spáni á valda- tíma fasista. Þetta leyfi ég mér að gagnrýna og hvika ekki frá þeirri skoðun. Þess ber að geta að á með- al trúaðra voru einstaklingar sem ekki studdu slíkt. Hitt atriðið sem Rúnar er ósátt- ur við er að ég skuli leyfa mér að gagnrýna Biblíuna og þá sem fylgja henni án gagnrýninnar hugs- unar. Það er rétt að það er mikil fjöldi manna sem leita sér leiðbein- ingar í þeirri bók en það segir ekk- ert til um hve góð hún er. Biblían er skrifuð af fjölda manna á mismunandi tímaskeiðum. Bókin inniheldur ýmislegt gott en ég leyfi mér einnig að benda á að margar ljótar sögur eru í henni sem enginn læsi fyrir börnin sín í dag. Bókin er kvenfjandsamleg og andstæð samkynhneigðum auk þess fer stundum lítið fyrir mannkærleika, þó sérstaklega er það slæmt í Gamla testa- mentinu. Nýja testa- mentið er einnig undir gagnrýni m.a þar sem engar sagnfræðilegar stoðir eru fyrir þeim sögum. Þeir sem trúa fast á bókina ættu að svara einföldum spurningum: Trúir þú að kona geti fætt eingetið barn? Trúir þú því að hægt sé að ganga á vatni? Trúir þú því að hægt sé að lífga fólk upp frá dauða? Ef einhver svarar já við þessum spurningum er sá sami að tala gegn öll- um viðurkenndum vís- indalegum stað- reyndum. Samt eru milljónir sem trúa þessu. Ég vil einnig benda á að til eru u.þ.b. 35.000 kristnir söfnuðir um heim allan sem allir hafa sína túlkun á Biblíunni. Hvar er hin rétta trú? Staðreyndin er nefnilega sú að allir þykjast hafa sannleikann í hendi sér. Fyrir utan öll hin trúarbrögðin sem til eru í heiminum sem öll telja sig hinu einu réttu. Ég er vændur um að þykjast styðja mannréttindi en hunsa rétt þeirra sem trúa. Hvergi fer ég inn á slíkar hugleiðingar og hef ekki haft slíka skoðun. Þvert á móti tel ég að allir eiga að hafa þann rétt að iðka trú sína eða trúa ekki. Ég skora á alla að skoða heimasíðu Siðmenntar á www.sidmennt.is og dæma sjálfir. Nú að grunnatriðunum. Eftir sem áður stendur gagnrýni mín óhögguð á þá frelsisskerðingu sem samkynhneigðir búa við enn þann dag í dag. Ég krefst sömu réttinda þeim til handa og ég nýt í dag og staðfest eru í Mannréttinda- yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og í Mannréttindasáttmála Evrópu sem Ísland hefur samþykkt. Og læt ég nú af þessari umræðu. Siðmennt án fordóma Bjarni Jónsson svarar Rúnari Kristjánssyni Bjarni Jónsson ’Eftir sem áðurstendur gagn- rýni mín óhögg- uð á þá frelsis- skerðingu sem samkynhneigðir búa við enn þann dag í dag.‘ Höfundur er félagsmaður í Siðmennt. EFTIRLITSSTOFNUN EFTA (ESA) sendi bréf hinn 23. nóvember síðastliðinn þar sem segir að eftir að hafa skoðað ofan- greinda kvörtun og að fengnum upplýsingum frá íslenska ríkinu hafi stofnunin ákveðið að ljúka málinu án frekari aðgerða. Kvörtunin til Eft- irlitsstofnunar EFTA byggðist á tveimur lið- um: Skipulagsstofnun hafði á sínum tíma hafnað virkjunarfram- kvæmdum við Kára- hnjúka. Fram- kvæmdaaðilar gerðu þá úrbætur á framkvæmdaáætlun sem var þá ekki send aftur til umhverf- ismats, eins og lög gera ráð fyrir, heldur tók umhverfisráðherra fram fyrir hendurnar á Skipulagsstofnun og gaf leyfið fyrir virkjuninni. Yfir þessu var kvartað sem broti á til- skipun nr. 85/337/EEC. Annar liður kvörtunarinnar var brot á tilskipun nr. 90/313/EEB um frjálsan aðgang að upplýsingum um umhverfismál, en umhverfisráðu- neytið hafði ekki svarað bréfum aðila að málinu eða veitt þeim tilskildar upplýsingar. Báðar þessar tilskipanir voru teknar upp í íslenskt lagasafn vegna þátttöku Íslendinga í Evr- ópska efnahagssamningnum. Hvað fyrri lið kvörtunar varðar kemst Eftirlitsstofnunin að þeirri niðurstöðu að almennt sé lagasetning og stjórnsýslumeðferð íslenskra stjórnvalda ásættanleg og brjóti ekki í bága við umhverfisverndarlög Evr- ópska efnahagssamn- ingsins. Ef einhver brestur sé þar á vísar hún á íslenskra dóm- stóla. Hvað seinni liðinn varðar kannast kæru- nefndin við að þar hafi ekki verið farið að ís- lenskum lögum, en vill meina, að það mál sé ætlað íslenskum dóm- stólum. Hinar evrópsku um- hverfistilskipanir frá 1985 geta ekki hindrað að ríkisstjórnir á evr- ópska efnahagssvæðinu samþykki framkvæmdir sem valda umtals- verðum umhverfisspjöllum. Evr- ópsku tilskipanirnar frá 1990 sem voru gerðar að íslenskum lögum voru brotnar en litið er á þau lögbrot sem innanríkismál. Það er skoðun undirritaðrar að þótt íslensk lög séu ásættanleg og brjóti ekki í bága við evrópsk lög séu brot á þessum sömu lögum sem sett voru til samræmis við evrópsk lög jafnframt brot á evrópska vísu. Því annars gætu öll ríki sloppið undan ábyrgð með því að segja að viðkom- andi mál væru innanríkismál sem innlendir dómstólar ættu að skera úr um. Ef brot á lögum sem sett voru til að fylgja eftir evrópskum ákvæðum eiga að teljast innanríkismál, hver er þá tilgangurinn með evrópsku umhverf- islögunum og EFTA-dómstólnum? Þessi niðurstaða eyðileggur alla hugsun í evrópska lagakerfinu með því að afneita rétti borgara Evrópska efnahagssvæðisins þegar þeir kvarta yfir lagabrotum stjórnvalda sinna. EFTA-dómstóllinn hlýtur að hafa fátt að starfa því brot á stjórn- sýslulögum hvers lands telst aðeins innanríkismál. Að endingu: Það vekur athygli að sá sem undirritaði niðurstöðuna frá Eftirlitsstofnun EFTA er Íslend- ingur, sendur þangað af íslenskum stjórnvöldum og var fyrrum frammá- maður í félagi ungra sjálfstæð- ismanna. Athugasemd Ásdís Thoroddsen fjallar um niðurstöðu í kvörtunarmáli til Eftirlitsstofnunar EFTA út af Kárahnjúkavirkjun ’Þessi niðurstaða eyði-leggur alla hugsun í evr- ópska lagakerfinu með því að afneita rétti borg- ara Evrópska efnahags- svæðisins þegar þeir kvarta yfir lagabrotum stjórnvalda sinna.‘ Ásdís Thoroddsen Höfundur er kvikmyndagerðarmaður og leiðsögumaður. ÞETTA nýyrði virðist fara mjög fyrir brjóstið á virðu- legum forystumönnum Samfylkingarinnar. Það hæfir hinsvegar allvel gömlum aðdá- endum Stalíns og rúss- neska komm- únistaflokksins. Þegar þeim var hér áður fyrr ekki lengur stætt á að- dáun sinni á glæp- samlegri stjórn í „sælu- ríkinu“ rauða, þá var stofnaður „Sameining- arflokkur alþýðu, Sósí- alistaflokkurinn“ árið 1938. Kommúnisminn reyndist alls staðar skæður keppi- nautur Hitlers í glæpsamlegri kúgun þegna sinna. Íslenskir kommúnistar högguðust samt ekki í ofsatrú sinni á rauða og róttæka pólitík! Síðan liðu nokkrir áratugir. Með tilliti til vafasamrar fortíðar hinna rauðu og róttæku var Alþýðuflokk- urinn fenginn til sam- starfs og nýr flokkur stofnaður „Samfylk- ingin“ og sérstaklega skorað á vinstri jafn- aðarmenn að fylkja liði. Þetta ævintýri virtist heppnast vel. Komm- únistar fögnuðu nýja nafninu og feluleikur þeirra gat því haldið áfram. Nú þykjast for- ystumenn Samfylking- arinnar alls ekki kann- ast við að þetta nafn, á fyrirsögn greinarinnar, eigi nokkurn rétt á sér um neinn af sínum flokksmönnum! Hins vegar þori ég að fullyrða að þeir þurfa örugglega ekki á stækkunar- gleri að halda til að finna þónokkra!! Þetta nýyrði á fullan rétt á sér, því kommarnir haggast aldrei, þrátt fyr- ir gjaldþrot kommúnismans! Þeim hentar ávallt vel að skipta um nafn og númer og hreiðra síðan vel um sig. Get alls ekki gert að því, þó ég glotti! Kommatittir! Guðmundur Guðmundarson fjallar um nýyrði í pólitískri umræðu ’Nú þykjast forystu-menn Samfylking- arinnar alls ekki kann- ast við að þetta nafn, á fyrirsögn greinarinnar, eigi nokkurn rétt á sér um neinn af sínum flokksmönnum!‘ Guðmundur Guðmundarson Höfundur er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri og nú ellilífeyrisþegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.