Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MEÐFYLGJANDI tafla, 3.1.14. úr skýrslu Hafrannsóknastofnunar, sýnir stærð þorskstofnsins. Skyggð- ar tölur eru stærð hvers árs fyrir sig. Tölur til hægri við skyggða tölu eru spá næstu þriggja ára – með 25% aflareglu. Árið 1999 mælist stærð þorsk- stofnsins 1031 þús. tonn. Stofninn átti að stækka í 1.150 þús. tonn árið 2002 – með 25% aflareglu. Árið 2002 mældist stærð þorsk- stofnsins hins vegar aðeins 680 þús- und tonn (sjá mynd). Frávik varð 1150-680 = 480 þús. tonn í mínus. Hvað fór úrskeiðis? „Stærðfræðileg fiskifræði“ var notuð til að skýra frávik. Þá er mæld stofnstærð ársins 2002 lögð til grundvallar – 680 þús- und tonn – og bakreikn- uð með 20% dánarstuðli aftur til 1999 sem gefur þá nýja stofnstærð 717 þús. tonn árið 1999 í stað 1031! Mismunur er 314 þús. tonn í „tap“ í stað stækkunar um 119 þús. tonn til að ná 1.150 þús. tonn skv. áætlun. Ég tel þessa endur- skoðun blekkingu. Það er bara fölsun á frum- gögnum að breyta mældri stofnstærð árið 1999–1031 þús. tonn – án villu í frumgögnum þess árs. Samanburðardæmi I: Jón Jóns- son á 5 milljónir í sparifé sem hann ætlar að ávaxta í 6 milljónir eftir tvö ár fyrir utan arðgreiðslur. Þegar Jón gerir skattframtal tveim árum síðar fær hann yfirlit frá verð- bréfasjóði sínum um að höfðustóll- inn sé bara 3 milljónir! Jón fær meðf. skýringu með „stærðfræðilega endurskoðun“ fyrri ára um að sjóð- urinn hafi „ofmetið“ eignir í hitti- fyrra og árin á undan! Kyngir Jón þessu? Samanburðardæmi II: Skip siglir úr Ísafjarðardjúpi vestur á Halamið í sunnan roki og stýrt er á útreiknaðan stað. Rokið og straumar bera skipið miklu norðar en ætlað var. Með aðferð Hafrann- sóknastofnunar má ekki viðurkenna að „stýrð stefna“ hafi breyst í „haldin stefna“. Þess í stað er upphafsstað skipsins breytt með „stærð- fræðilegri sigl- ingafræði“ – aftur í tímann! Skipið lagði þá ekki upp úr Djúpinu. Skipið lagði af stað ofan af Drangajökli! Hafrannsóknastofnun kemst ekki upp með skilgreininguna „ofmat“ því það er sams konar blekking. Rökrétt og trúverðug skilgreiningin – hvað fór 1998–2000 getur aldrei orðið önnur en að dánarstuðull hafi tvöfaldast. Umræða og viðurkenn- ing á þessu verður að fara fram – að dánarstuðull þorsks hafi tvöfaldast við notkun 25% aflareglu þessi ár! Þorskurinn sem týndist – át fyrst upp allan rækjustofninn fyrir Norð- urlandi – og virðist hafa drepist að mestu eftir hrygningu fjögurra til sex ára árin 1988–2000! Tjónið er stjarnfræðileg upphæð – étin rækja plús týndur þorskur – samtals yfir milljón tonn! Væri hækkaður dánarstuðull við- urkenndur – og hækkaður í stærð- fræðilegu módeli ráðgjafa þá skeður hið óvænta sem ekki má segja nema í trúnaði. Þorskstofninn stækkar í – jafnvel 1.200 þúsund tonn í dag! 25% aflaregla gæfi 300 þúsund tonna þorskkvóta! Það sem ég skil alls ekki. Af hverju er bannað að ræða þessa – rökréttari og miklu betri niðurstöðu? Betri niðurstaða? Kristinn Pétursson fjallar um stofnstærðarmælingar ’Tjónið er stjarn-fræðileg upphæð – étin rækja plús týndur þorskur – samtals yfir milljón tonn!‘ Kristinn Pétursson Höfundur er fiskverkandi á Bakkafirði. ÍSLENSKA þjóðkirkjan hvetur til aðgerða og umræðna um það of- beldi sem beinist að konum og börn- um. Þessi viljayfirlýs- ing kemur skýrt fram í bókinni Kirkjan mót- mælir ofbeldi gegn konum. Fram- kvæmdaáætlun fyrir kirkjuna, sem nýlega kom út hjá Skálholts- útgáfunni. Þetta gerir kirkjan í samræmi við tilmæli Heimsráðs kirkna sem helgar fyrsta áratug 21. ald- arinnar baráttunni gegn ofbeldi svo og Lúterska heims- sambandsins sem einn- ig tekur þátt í þessu átaki og beinir sjónum sérstaklega að ofbeldi karla gegn konum. Áratugur Heimsráðs kirkna gegn ofbeldi Á þingi Heimsráðs kirkna sem hald- ið var í Harare í Zimbabve árið 1998 var ákveðið að nú væri tími til kom- inn að hvetja til mótspyrnu gegn öllu því ofbeldi sem herjar í heiminum. Þingið hvatti kirkjurnar, sam- kirkjuleg samtök, svo og allar mann- eskjur sem vilja hið góða til baráttu fyrir friði og réttlæti. Áratuginn gegn ofbeldi (2001–2010) á að skilja sem ákall og tilboð um að vinna sam- an að friði. Hér er um að ræða vilja- yfirlýsingu kirknanna um að þær vilji taka höndum sam- an við aðra hópa og fé- lagasamtök og vinna að friðarmenningu. Heimsráðið leggur áherslu á þrjú meg- inatriði á þessum ára- tug: 1) Vinnu gegn of- beldinu. Í henni felast að sjálfsögðu margs- konar aðgerðir sem kirkjurnar sjálfar velja. 2) Þekkingu á hinum margslungnnu orsök- um ofbeldis. Þessar or- sakir eru af pólitískum, efnahagslegum, sálrænum, menn- ingarlegum og félagslegum toga. 3) Friðarstarf kirknanna. Því er beint til kirknanna að þær leiti friðar í brotnum heimi, að þær fari gegnum feril sjálfskoðunar og noti kraft sköpunargáfunnar til að kljást við „rök“ ofbeldisins og hinar ýmsu birt- ingarmyndir þess. Íslenska kirkjan er stolt af því að vera þátttakandi í 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi sem UNI- FEM í Íslandi hefur umsjón með. Hún óskar af heilum hug eftir sam- vinnu við alla þá sem vilja vinna að þessu mikilvæga málefni og fagnar hverju nýju skrefi sem tekið er í nafni Krists í öllu kirkjustarfi til að styrkja stöðu kvenna og barna. Starfshópur kirkjunnar gegn of- beldi mun kynna bókina „Kirkjan mótmælir ofbeldi gegn konum“ í Hallgrímskirkju í dag kl. 12 og eru allir innilega velkomnir. Kirkjan mótmælir ofbeldi gegn konum og börnum! Sólveig Anna Bóasdóttir fjallar um baráttu gegn ofbeldi ’Íslenska kirkjan erstolt af því að vera þátt- takandi í 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi sem UNIFEM á Íslandi hefur umsjón með.‘ Sólveig Anna Bóasdóttir Höfundur er guðfræðingur og situr í starfshópi kirkjunnar um ofbeldi. ÉG VERÐ að viðurkenna að fátt kemur mér á óvart núorðið en þó lét ég segja mér þrisvar að við Íslendingar værum komnir í stríð og á ég þó, eftir því sem ég best veit, engar ættir að rekja á Berg- þórshvol. Við fórum sem sagt í stríð við Saddam þann fúla skratta á öxli illræðismann- anna. Það er sann- arlega verðugt að við, Íslendingar, skipum okkur í lið góðu gæj- anna eftir megni. Og það er það sem skipt- ir máli, við höfum ekkert megin til að fara í stríð, það eru jafnvel langar hefðir fyrir því að við förum ekki í stríð, a.m.k. við aðrar þjóðir. Þess vegna er und- arlegt að heyra að tvístjóraveldi lýðveld- isins ákvað að fara í stríð, ræddi málið ekki við nokkra sálu, kúventi eina prins- íppinu sem þjóðin hélt að hún hefði sem sagt að vera friðelsk- andi, vopnlaus og fyr- irmynd annarra að því leyti. Auðvitað vita þeir sem vilja að við erum vopnlaus og þar með friðelskandi vegna þess að það er dýrt að gera út her og sérstaklega ef hann á að vera að stríða. Það er að sjálfsögðu góð og gild röksemd gegn svona skvaldri að þetta sé búið og gert og ekki vil ég vera meinfýsistittur af einu eða öðru tagi en samt hlýtur þjóðin, fólkið í þessu landi, að velta því fyrir sér hvaðan tvístjórunum kom umboð til að „registrera“ þjóðina í þetta leikrit fáránleika og fífl- skapar. Samúð okkar er með írösku þjóðinni sem á um sárt að binda, annars vegar vegna áratuga einræðis og ógnarstjórnar og hins vegar vegna þess að hún skilur ekki að Hollívúdd lýðræðið er það sem blívur. Ég sem manneskja og Íslend- ingur er hlynntur því að við hjálp- um fólki til frelsis og sjálfs- bjargar, en ég skammast mín fyrir að tilheyra einhverri ríkustu þjóð í heimi þegar ég lít á þá ömurlegu staðreynd að við leggjum, af af- lögufærum þjóðum heims, einna minnst af mörkum til þróun- arhjálpar. Það ætti að vera blettur á samvisku okkar sem vorum í svipuðum sporum og þessar þjóðir fyrir tæplega einni öld. Ég trúi því að það beri brýna nauðsyn til að koma stjórnvöldum í lýðveldinu í skilning um að við höfum aldr- ei gefið neinni rík- isstjórn umboð til að fara í stríð, það hefur enginn það umboð. Hins vegar held á að það sé skikkanlegt að við gerum það sem við getum til að hjálpa Írökum, ég sé hins vegar enga ástæðu til að hjálpa Banda- ríkjunum, hvorki á heimavelli né annars staðar. Talið um stað- festu skil ég ekki nema með því sé vitn- að til þvergirðings- háttar og þrjósku gegnvart tröllslegum rökum um eitthvað allt annað. Nú hefur Þjóðarhreyfingin tekið það upp á sína að koma um- heiminum í skilning um að við, þjóðin, vorum ekki með í ráðum. Auðvitað eru margir á því að þetta sé allt hið besta mál og syrgja sjálfsagt undarlega fjarveru okkar í Víetnam, það breytir samt sem áður ekki þeirri staðreynd að sá hluti þjóðarinnar sem er á móti fái að láta í sér heyra á sama vett- vangi og tvístjórarnir. Ég held þess vegna að New York Times sé ekki síðri vettvangur en hver ann- ar. Þess vegna hringi ég oft, eða eins og efnin leyfa, í 902-0000. Ég, Íslendingur Kristófer Már Kristófersson fjallar um Íraksstríðið Kristófer Már Kristinsson ’Ég held þessvegna að New York Times sé ekki síðri vett- vangur en hver annar.‘ Höfundur er atvinnulaus. LANDSFEÐURNIR sýndu rausn er þeir slepptu að mestu sauðburðar- og heyannafríi sínu og eyddu þeim tíma í spunaleik. Spuni landsfeðranna sýndi reyndar litla víðsýni og engan raun- verulegan áhuga á margnefndri stjórnarskrá þótt hún kæmi oft fyrir í spunanum. Þar stendur einhvers stað- ar að sé mál lagt fyrir þjóðina skal það lagt fyrir allt kosningabært fólk. Allir slepptu að spinna hvernig mætti full- nægja þessu ákvæði. Meðleikarar voru í spunaþættinum, þeir nefndu kórinn þjóðarhreyfingu, hvernig sem á að skilja það? Æskilegt væri að landsfeðurnir auðguðu leik sinn t.d. með meiri frumleika og framsýni. Svo virðist miðað við frammistöðu að ekki væri slæmt að breyta samsetningu leikenda, þannig mætti losa sig við for- setann, fækka ráðherrum verulega og helminga hóp þingmanna. Það er dýrt að halda uppi svona leikhúsi, skatt- borgarar borga aðgangseyri hvort sem þeim líkar betur eða verr. Enn er í gangi spunahreyfing til dýrðar áhugamálum Stalíns heitins, reyndar er kominn önnur guðleg persóna sem er tilbeðin af sömu alúð og Stalín fyrr- um. Fjölmiðlar eru virkir þátttak- endur í útbreiðslu fagnaðarerindisins m.a. höfðu þeir ásamt mörgum spuna- leikurum áhyggjur af kosningum vest- an hafs, en 59 milljónir kosningabærra manna þar tóku ekkert mark á ís- lensku pressunni. En nú á að bæta úr þessu og frumkvæði hefur svo nefnd þjóðarhreyfing sem hefur birt heilsíðu sníkjuauglýsingu í dagblöðum. Vissu- lega eru margar skoðanir til, sem er eðlilegt og við því er ekkert að segja, en er þörf á að troða þeim upp á aðra? STEINAR STEINSSON, Holtagerði 80, Kópavogi. Síðbúinn leikdómur um leikhús landsfeðranna Frá Steinari Steinssyni BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is mbl.is smáauglýsingar Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 334. tölublað (07.12.2004)
https://timarit.is/issue/258891

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

334. tölublað (07.12.2004)

Aðgerðir: