Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 9 FRÉTTIR Matseðill www.graennkostur.is Þri. 7/12: Gadó Gadó indónesískur pottur m/fersku salati & híðishrísgrjónum. Mið. 8/12: Spínatlasagna og gott baunasalat m/fersku salati & híðishrísgrjónum. Fim. 9/11: Vorrúllur og steikt grænmeti í hnetusósu m/fersku salati & híðishrísgrjónum. Fös. 10/12: Mossaka grískur ofnréttur m/fersku salati & híðishrísgrjónum. Helgin 11/12: Afríksir réttir m/fersku salati / híðishrísgrjónum. Ásnum, Hraunbæ 119, sími 567 7776 Opið virka daga kl. 11-18, opið á laugardögum. Glæsileg nærfatasett á dömur og herra í miklu úrvali. Falleg jólanærföt á börnin 15% afsláttur dagana 7.-11. des. Ný peysusending Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Sparipeysur - satínskyrtur www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Þú færð jólagjöfina í ár hjá okkur Str. 38-60 Silkitré og silkiblóm Laugavegi 63 sími 551 2040 Fallegt úrval af jólavöndum og jóla- skreytingum Laugavegi 53, s. 552 1555. TÍSKUVAL Gerið góð kaup 20% afsláttur af öllum vörum Opið virka daga kl. 10-18, lau. 11-16 Sendum lista út á land Nýtt kortatímabil JÓLATILBOÐ 20% afsláttur af öllum fatnaði og skóm Stærðir 36-52 Sími 567 3718 Opið virka daga kl. 11-18 Laugardaginn 11. des. kl. 10-16 Laugardaginn 18. des. kl. 10-18 Full búð af nýjum vörum Pelsar - stuttir og síðir Leðurjakkar Leðurkápur Leðurpils Mokkakápur Mokkajakkar Pelsfóðurkápur Pelsfóðurjakkar Loðskinnshúfur Loðskinnstreflar Loðskinnshárbönd Bankastræti 9, sími 511 1135 www.paulshark.is - paulshark.it Frábærar jólagjafir fyrir dömur og herra Ullarúlpur með hettu 20% staðgreiðsluafsláttur Laugavegi 84, sími 551 0756 UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að úthlutun fv. umhverfisráðherra, Sivj- ar Friðleifsdóttur, á fé úr veiðikorta- sjóði til rjúpnarannsókna á tímabilinu 2003–2007 hafi ekki verið í samræmi við lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Er því beint til umhverfisráðuneyt- isins að það hagi framvegis úthlutun fjármuna úr veiðikortasjóði í sam- ræmi við sjónarmið í álitinu. Athugun umboðsmanns Alþingis var að hans frumkvæði, eftir að kvört- un hafði borist um úthlutun úr veiði- kortasjóði. Ákvað hann að fjalla um málsmeðferð umhverfisráðuneytisins vegna úthlutunar úr veiðikortasjóði í þágu rannsókna og vöktunar rjúpn- astofnsins árin 2003–2007 á grund- velli tillagna Náttúrufræðistofnunar Íslands. Óskað eftir áætlun frá Náttúrufræðistofnun Umboðsmaður bendir á að eftir breytingar á lögum um vernd og veið- ar á villtum dýrum sem tóku gildi 1. janúar árið 2003, hafi umhverfisráð- herra verið gert að úthluta fé til rann- sókna af tekjum af sölu veiðikorta, að fengnum tillögum Umhverfisstofnun- ar. Í áliti umboðsmanns kemur fram að haustið 2002 leitaði Náttúrufræði- stofnun til umhverfisráðuneytisins og óskaði eftir að fundin yrði leið til að fjármagna áframhaldandi rjúpna- rannsóknir. Í svarbréfi ráðuneytisins til stofnunarinnar, sem er dagsett 2. desember 2002, var óskað eftir ítar- legri áætlun um vöktun og rannsókn- ir og að gerð yrði grein fyrir skiptingu þeirra eftir árum og kostnaði við ein- staka þætti. Þessari áætlun skilaði Náttúrufræðistofnun til ráðuneytis- ins í febrúar 2003, þegar umrædd lög höfðu tekið gildi. Í mars sama ár ósk- aði umhverfisráðuneytið eftir umsögn Umhverfisstofnunar um tillögur Náttúrufræðistofnunar. Í bréfi ráðu- neytisins var tekið fram að umsagn- arbeiðnin væri send með vísan til þess að Umhverfisstofnun hefði það hlut- verk að koma með tillögur til ráðu- neytisins um úthlutun úr veiðikorta- sjóði. Ákvörðun ráðuneytisins um að fallast á tilllögur Náttúrufræðistofn- unar var svo tilkynnt með bréfi í lok janúar sl. Skýringar ekki í samræmi við fyrirliggjandi gögn Umboðsmaður telur skýringar um- hverfisráðuneytisins, sem beindust að því að ákvörðun um úthlutunina hefði verið tekin haustið 2002 og þá þegar tilkynnt Náttúrufræðistofnun munn- lega, ekki samrýmast þeirri lýsingu á farvegi og meðferð málsins sem komi fram í fyrirliggjandi gögnum. Ekki sé hægt að draga þá ályktun að um- hverfisráðuneytið hafi þegar í árslok 2002 verið búið að taka ákvörðun um að veita fé úr veiðikortasjóði á grund- velli tillagna Náttúrufræðistofnunar. Breyti þar engu þótt ráðuneytinu hafi borist erindi Náttúrufræðistofnunar í lok árs 2002, enda verði ákvörðun um úthlutun fjármuna að samrýmast á hverjum tíma þeim lagareglum sem um úthlutunina gildi, nema lög kveði á um annað. Niðurstaða umboðs- manns Alþingis er því sú að málsmeð- ferð umhverfisráðuneytisins hafi ekki samrýmst 3. mgr. 11. gr. laga nr. 64/ 1994, þar sem kveðið er á um veiði- kortasjóð og að ráðherra úthluti fé úr sjóðnum að fengnum tillögum Um- hverfisstofnunar. Úthlutun úr veiði- kortasjóði ekki í samræmi við lög TENGLAR ..................................................... Sjá ítarefni á mbl.is Á FÉLAGSFUNDI Ungra jafn- aðarmanna í Hafnarfirði um helgina var ákveðið að gefa Þjóð- arhreyfingunni 10.000 kr. til þess að birta auglýsingu í The New York Times gegn stríðinu í Írak. „Stríðshörmungarnar í Írak – dráp á óbreyttum borgurum, sem falla þar í hrönnum, og stórversn- andi lífsaðstæður fólks, útbreiðsla sjúkdóma, vannæring og aukning barnadauða – eru á ábyrgð ríkis- stjórnar Íslands. Sá glæpur, sem felst í þessu hörmulega stríði, er hins vegar ekki framinn með vilja íslensku þjóðarinnar. Miklu varðar að það komi skýrt fram; ráðamenn eiga ekki að geta komist upp með brot gegn grundvallarmannrétt- indum fólks – sjálfum réttinum til lífs – átölulaust og án þess að veitt sé nokkurt andóf. Birting auglýs- ingarinnar í The New York Times er mikilvægt framlag til slíks and- ófs og er þetta framtak Þjóðar- hreyfingarinnar henni til mikils heiðurs og sóma,“ segir í tilkynn- ingu. Styrkja Þjóðar- hreyfinguna STJÓRN Sambands ungra sjálf- stæðismanna lýsir yfir óánægju með þá ákvörðun Alþingis að auka útgjöld til heiðurslauna lista- manna. „Stjórn SUS telur að unnt sé að spara skattgreiðendum það fjár- magn sem rennur úr ríkissjóði til hvers kyns menningarstarfsemi. Fólkið í landinu á að geta valið sjálft hvort það styður listafólk og hvers konar menningar það nýtur. Því væri þingmönnum nær að af- nema heiðurslaun listamanna í stað þess að veita hærri framlög til þeirra,“ segir í ályktun. SUS um heiðurs- laun listamanna AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.