Morgunblaðið - 07.12.2004, Page 9

Morgunblaðið - 07.12.2004, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 9 FRÉTTIR Matseðill www.graennkostur.is Þri. 7/12: Gadó Gadó indónesískur pottur m/fersku salati & híðishrísgrjónum. Mið. 8/12: Spínatlasagna og gott baunasalat m/fersku salati & híðishrísgrjónum. Fim. 9/11: Vorrúllur og steikt grænmeti í hnetusósu m/fersku salati & híðishrísgrjónum. Fös. 10/12: Mossaka grískur ofnréttur m/fersku salati & híðishrísgrjónum. Helgin 11/12: Afríksir réttir m/fersku salati / híðishrísgrjónum. Ásnum, Hraunbæ 119, sími 567 7776 Opið virka daga kl. 11-18, opið á laugardögum. Glæsileg nærfatasett á dömur og herra í miklu úrvali. Falleg jólanærföt á börnin 15% afsláttur dagana 7.-11. des. Ný peysusending Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Sparipeysur - satínskyrtur www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Þú færð jólagjöfina í ár hjá okkur Str. 38-60 Silkitré og silkiblóm Laugavegi 63 sími 551 2040 Fallegt úrval af jólavöndum og jóla- skreytingum Laugavegi 53, s. 552 1555. TÍSKUVAL Gerið góð kaup 20% afsláttur af öllum vörum Opið virka daga kl. 10-18, lau. 11-16 Sendum lista út á land Nýtt kortatímabil JÓLATILBOÐ 20% afsláttur af öllum fatnaði og skóm Stærðir 36-52 Sími 567 3718 Opið virka daga kl. 11-18 Laugardaginn 11. des. kl. 10-16 Laugardaginn 18. des. kl. 10-18 Full búð af nýjum vörum Pelsar - stuttir og síðir Leðurjakkar Leðurkápur Leðurpils Mokkakápur Mokkajakkar Pelsfóðurkápur Pelsfóðurjakkar Loðskinnshúfur Loðskinnstreflar Loðskinnshárbönd Bankastræti 9, sími 511 1135 www.paulshark.is - paulshark.it Frábærar jólagjafir fyrir dömur og herra Ullarúlpur með hettu 20% staðgreiðsluafsláttur Laugavegi 84, sími 551 0756 UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að úthlutun fv. umhverfisráðherra, Sivj- ar Friðleifsdóttur, á fé úr veiðikorta- sjóði til rjúpnarannsókna á tímabilinu 2003–2007 hafi ekki verið í samræmi við lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Er því beint til umhverfisráðuneyt- isins að það hagi framvegis úthlutun fjármuna úr veiðikortasjóði í sam- ræmi við sjónarmið í álitinu. Athugun umboðsmanns Alþingis var að hans frumkvæði, eftir að kvört- un hafði borist um úthlutun úr veiði- kortasjóði. Ákvað hann að fjalla um málsmeðferð umhverfisráðuneytisins vegna úthlutunar úr veiðikortasjóði í þágu rannsókna og vöktunar rjúpn- astofnsins árin 2003–2007 á grund- velli tillagna Náttúrufræðistofnunar Íslands. Óskað eftir áætlun frá Náttúrufræðistofnun Umboðsmaður bendir á að eftir breytingar á lögum um vernd og veið- ar á villtum dýrum sem tóku gildi 1. janúar árið 2003, hafi umhverfisráð- herra verið gert að úthluta fé til rann- sókna af tekjum af sölu veiðikorta, að fengnum tillögum Umhverfisstofnun- ar. Í áliti umboðsmanns kemur fram að haustið 2002 leitaði Náttúrufræði- stofnun til umhverfisráðuneytisins og óskaði eftir að fundin yrði leið til að fjármagna áframhaldandi rjúpna- rannsóknir. Í svarbréfi ráðuneytisins til stofnunarinnar, sem er dagsett 2. desember 2002, var óskað eftir ítar- legri áætlun um vöktun og rannsókn- ir og að gerð yrði grein fyrir skiptingu þeirra eftir árum og kostnaði við ein- staka þætti. Þessari áætlun skilaði Náttúrufræðistofnun til ráðuneytis- ins í febrúar 2003, þegar umrædd lög höfðu tekið gildi. Í mars sama ár ósk- aði umhverfisráðuneytið eftir umsögn Umhverfisstofnunar um tillögur Náttúrufræðistofnunar. Í bréfi ráðu- neytisins var tekið fram að umsagn- arbeiðnin væri send með vísan til þess að Umhverfisstofnun hefði það hlut- verk að koma með tillögur til ráðu- neytisins um úthlutun úr veiðikorta- sjóði. Ákvörðun ráðuneytisins um að fallast á tilllögur Náttúrufræðistofn- unar var svo tilkynnt með bréfi í lok janúar sl. Skýringar ekki í samræmi við fyrirliggjandi gögn Umboðsmaður telur skýringar um- hverfisráðuneytisins, sem beindust að því að ákvörðun um úthlutunina hefði verið tekin haustið 2002 og þá þegar tilkynnt Náttúrufræðistofnun munn- lega, ekki samrýmast þeirri lýsingu á farvegi og meðferð málsins sem komi fram í fyrirliggjandi gögnum. Ekki sé hægt að draga þá ályktun að um- hverfisráðuneytið hafi þegar í árslok 2002 verið búið að taka ákvörðun um að veita fé úr veiðikortasjóði á grund- velli tillagna Náttúrufræðistofnunar. Breyti þar engu þótt ráðuneytinu hafi borist erindi Náttúrufræðistofnunar í lok árs 2002, enda verði ákvörðun um úthlutun fjármuna að samrýmast á hverjum tíma þeim lagareglum sem um úthlutunina gildi, nema lög kveði á um annað. Niðurstaða umboðs- manns Alþingis er því sú að málsmeð- ferð umhverfisráðuneytisins hafi ekki samrýmst 3. mgr. 11. gr. laga nr. 64/ 1994, þar sem kveðið er á um veiði- kortasjóð og að ráðherra úthluti fé úr sjóðnum að fengnum tillögum Um- hverfisstofnunar. Úthlutun úr veiði- kortasjóði ekki í samræmi við lög TENGLAR ..................................................... Sjá ítarefni á mbl.is Á FÉLAGSFUNDI Ungra jafn- aðarmanna í Hafnarfirði um helgina var ákveðið að gefa Þjóð- arhreyfingunni 10.000 kr. til þess að birta auglýsingu í The New York Times gegn stríðinu í Írak. „Stríðshörmungarnar í Írak – dráp á óbreyttum borgurum, sem falla þar í hrönnum, og stórversn- andi lífsaðstæður fólks, útbreiðsla sjúkdóma, vannæring og aukning barnadauða – eru á ábyrgð ríkis- stjórnar Íslands. Sá glæpur, sem felst í þessu hörmulega stríði, er hins vegar ekki framinn með vilja íslensku þjóðarinnar. Miklu varðar að það komi skýrt fram; ráðamenn eiga ekki að geta komist upp með brot gegn grundvallarmannrétt- indum fólks – sjálfum réttinum til lífs – átölulaust og án þess að veitt sé nokkurt andóf. Birting auglýs- ingarinnar í The New York Times er mikilvægt framlag til slíks and- ófs og er þetta framtak Þjóðar- hreyfingarinnar henni til mikils heiðurs og sóma,“ segir í tilkynn- ingu. Styrkja Þjóðar- hreyfinguna STJÓRN Sambands ungra sjálf- stæðismanna lýsir yfir óánægju með þá ákvörðun Alþingis að auka útgjöld til heiðurslauna lista- manna. „Stjórn SUS telur að unnt sé að spara skattgreiðendum það fjár- magn sem rennur úr ríkissjóði til hvers kyns menningarstarfsemi. Fólkið í landinu á að geta valið sjálft hvort það styður listafólk og hvers konar menningar það nýtur. Því væri þingmönnum nær að af- nema heiðurslaun listamanna í stað þess að veita hærri framlög til þeirra,“ segir í ályktun. SUS um heiðurs- laun listamanna AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.