Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 44
Helgi Ólafsson sigrar í Ólafsvík Fjöldi ungmenna tók þátt í skákmótinu í Ólafsvík. ÞAÐ voru galvaskir skákmenn sem mættu á BSÍ um tíuleytið laug- ardagsmorguninn 4. desember sl. en þaðan var förinni heitið í Snæfellsbæ til að taka þátt í skákmóti sem Tafl- félag Snæfellsbæjar stóð fyrir til minningar um Ottó Árnason. Á dag- inn kom að rútan sem átti að fara með var of lítil þar eð skákmenn voru of margir. Þegar rútan var komin smáspöl frá BSÍ til þess að fá nýja slíka kom Björn nokkur Þor- finnsson hlaupandi frá Umferðar- miðstöðinni eins og hann ætti lífið að leysa og rétt náði rútunni. Svo var skipt um ökutæki en einn skákmað- ur sem hafði sofið yfir sig fékk far alla leið í Borgarnes til að ná í skottið á hópferðabifreiðinni. Góður andi sveif yfir vötnum og glatt var á hjalla. Upp úr hádegi var komið á áfangastað en það reyndist vera fé- lagsheimilið í Ólafsvík en ekki það á Hellissandi eins og auglýst hafði ver- ið. Vel var tekið á móti aðkomu- mönnum en í hópi þeirra voru mörg börn og unglingar sem tefla fyrir Skákfélagið Hrókinn, en það félag hefur hjálpað taflfélaginu fyrir vest- an að halda samskonar mót tvö und- anfarin ár. Forsprakki taflfélagsins þar, Tryggvi Leifur Óttarsson, hélt stutta tölu og eftir söng þriggja með- lima kirkjukórs staðarins hélt Sturla Böðvarsson samgönguráðherra ræðu og setti mótið. Í máli hans voru nokkrar skemmtilegar sögur sagðar af Ottó en hann var aðaldriffjöður bæjarins í félagsmálum í marga ára- tugi. Hann hélt skák að ungviðinu og sá m.a. um kvikmyndahús bæjarins. Eitt sinn, þegar Friðrik og Larsen áttust við í einvígi um Norðurlanda- meistaratitilinn árið 1955, var sem oftar bíósýning í Ólafsvík. Þegar fregnir bárust af sigri Friðriks í einni einvígisskákanna stöðvaði Ottó sýninguna og kallaði hátt og skýrt: „Friðrik vann!“ Nokkurn tíma tók að koma mótinu af stað en eftir að það hófst gekk það eins og smurð vél undir öruggri stjórn Ólafs S. Ás- grímssonar. Það hefur aldrei verið jafn fjölmennt og nú en alls tóku 69 skákmenn þátt í því. Í fyrstu fjórum umferðunum voru tefldar sjö mín- útna skákir og höfðu þá Hannes Hlíf- ar Stefánsson og undirritaður einir keppenda fullt hús vinninga. Þeir mættust þá í fimmtu umferð en þá urðu tímamörkin tuttugu mínútur á hvorn keppanda. Hvítt: Helgi Áss Grétarsson Svart: Hannes Hlífar Stefánsson 1. c4 Rf6 2. g3 c6 3. Bg2 d5 4. Rf3 dxc4 5. a4 Be6 6. Ra3 Bd5 7. Dc2 e5 8. Rxc4 e4 9. Rg5 Ra6 10. 0–0 Be7 11. b3 Rc5 12. Bb2 h6 13. Rh3 0–0 14. Rf4 Hc8? Eftir óvenjulega byrjun hafa línur skýrst en baráttan snýst aðallega um hvort svörtum tekst að halda þeirri pressu sem hann hefur á mið- borðinu. Textaleikurinn er slæmur þar sem nú tekst hvítum að virkja hvítreita biskup sinn með leikvinn- ingi. Sjá Stöðumynd 1 15. Bh3! Hb8 16. b4! Rxa4?! Það var freistandi að leika þessu en gengur ekki alveg upp. 16. … Ra6 hefði verið betra. 17. Be5! Ha8 18. Ra5 18. Hxa4 hefði verið vel svarað að með 18. … b5 18... b5 19. Rxc6 Bxc6 20. Dxc6 a6 21. Hab1! Hvítur hefur mun rýmra tafl og biskupar hans vinna vel saman. Svartur freistast nú til að taka peð en það reynist eitrað í meira lagi. Sjá Stöðumynd 2 21. … Dxd2?? 22. Hfd1 Da2 23. Ha1 Db3 24. Hdb1 og svartur gafst upp þar eð annaðhvort fellur drottn- ingin hans eða hann verður manni undir eftir 24. … Dc4 25. Dxc4 bxc4 26. Hxa4. Þetta þýddi að greinarhöf- undur var kominn með vinningsfor- skot á keppinauta sína þegar fimm umferðum var lokið af átta. Alkunna Helgi Ólafsson í skák sinni gegn Hannesi Hlífari. SKÁK Taflfélag Snæfellsbæjar 3. Minningarmót Ottós Árnasonar 4. desember 2004 44 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Einar Arnórsson vélaverkfræðingur stofnaði ásamt þremur félögum sínum verk- fræðistofuna Fjarhitun árið 1962. Starfaði hann á verkfræðistofunni óslitið í 30 ár eða þar til hann lét af störfum vegna ald- urs árið 1992. Þegar verkfræðistofan Fjarhitun var stofnuð náði hitaveitan í Reykja- vík inn að Snorrabraut, en flest hús þar fyrir austan voru olíukynt. Fyrsta verkefni verkfræðistofunnar var að hanna stækkun hitaveitukerf- isins. Einar var eini vélaverkfræðing- ur fyrirtækisins á fyrstu árunum og lagði hann allar meginlínur að upp- byggingu kerfisins og annaðist hönn- un dælu- og stjórnstöðva þess. Allan tímann sem Einar starfaði hjá Fjar- hitun var hann leiðandi í hönnun hita- veitukerfa sem stofan tók að sér og má þar nefna auk hitaveitunnar í Reykjavík, Hitaveitu Suðurnesja, Húsavíkur, Blönduóss og Hvamms- tanga svo dæmi séu tekin. Jafnframt því að leggja grunn að hönnun veitu- kerfa miðlaði Einar af þekkingu sinni til yngri starfsmanna og lagði þannig grunn að þeirri þekkingu sem verk- fræðistofan býr nú yfir á þessu sviði. Einar Arnórsson var ekki aðeins góður fagmaður, hann var einnig góður vinnufélagi og mikill húmor- isti. Þó Einar hafi hætt störfum fyrir 12 árum er enn í dag oft vitnað í fleygar setningar sem hann lét falla við ýmis tækifæri bæði í leik og starfi. Einar var mikill unnandi góðr- ar listar. Sjáfur var hann afkastamik- ill málari og prýða margar myndir hans veggi fyrirtækisins og þekking hans á íslenskri ljóðlist var annáluð. Stjórn og starfsmenn Fjarhitunar hf. þakka Einari langt og farsælt samstarf og votta eftirlifandi konu hans Inger og börnum þeirra innileg- ustu samúð. Sigþór Jóhannesson. Við sem aldur hefur færst yfir sjáum að samferðafólki okkar fækk- ar smám saman. Það hverfur af vett- vangi lífsins ýmist að degi eða nóttu, eftir aðdraganda eða nánast fyrir- varalaust. Ungur má en gamall skal, segir gamalt orðtæki um dauðans óvissa tíma. Nú hefur horfið af lífs- sviðinu Einar Arnórsson verkfræð- ingur, vinur okkar um tugi ára. Fyr- irvaralítil var brottför hans, þó að heilsa hefði látið undan síga seinni ár- in, eins og oft vill verða með hækk- andi aldri. Við höfum átt margar ánægju- og samverustundir með Einari og konu hans Inger, sem nú lifir mann sinn. Gestrisni þeirra var EINAR ARNÓRSSON ✝ Einar Arnórssonfæddist á Tind- um í Geiradalshreppi í A-Barð. 27. maí 1921. Hann lést á heimili sínu 27. nóv- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaða- kirkju 6. desember. ávallt með ágætum. Við söknum nú góðs vinar. Snemma kom í ljós að Einari höfðu hlotn- ast góðar gáfur og hag- ar hendur, til smíða bæði á tré og málm. Listrænn var hann og teiknaði vel og málaði myndir. Þá var hann vel hagmæltur vildi hann það við hafa. Gaman hafði Einar af vísum og ljóðum eftir vísnasmiði og skáld fyrri tíma. Kunni hann og fór með margt af slíku, þegar svo bar undir. Margt er það sem okk- ur mannfólkinu getur virst dularfullt, t.d. draumar og hugboð. Svo vildi til að skömmu fyrir andlát sitt skýrði Einar okkur vinafólki sínu frá því að sér liði mjög vel og taldi hann það boða dauða sinn innan skamms. Hann reyndist sannspár. Við viljum nú að leiðarlokum þakka Einari vin- áttu og ógleymanlegar samveru- stundir á liðnum árum. Konu hans Inger, börnum þeirra og öðrum að- standendum, sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Þórunn og Hallgrímur. Mætur maður, Einar Arnórsson verkfræðingur, er fallinn frá. Þau hjónin Einar og Inger sýndu mér ungum ræktarsemi og virðingu sem ekki allt fullorðið fólk gerir. Við vor- um ævinlega velkomin í Langagerði með Lindu og Jóhanni tengdasyni þeirra, gjarnan í kátu andrúmslofti, þar og víða annars staðar. Þannig hafa liðið áratugir. Ekki deildum við Einar stjórn- málaskoðunum og gaman höfðum við af því að vegast á í þeim efnum. Um annað var meiri samhljómur og sér- staklega ánægjulegt að fylgja honum í yfirferð um málverkin hans eða hag- leiksgripi sem hann bjó til af frum- leika og uppfinningasemi. Þá fann ég vel hvað verkfræðilegar lausnir voru honum hugleiknar. Liggja eftir hann kostagripir með óvenjulegum patent- lausnum. Í fertugsafmæli Jóhanns fyrir 12 árum varð óvenju gamansamt í Þór- oddarkoti. Dansaði ég þá með Einar á öxlunum með nokkrum útúrdúrum. Fyrir það tiltæki fékk ég þungt tiltal frá Inger sem taldi það ekki sæmandi meðferð á 71 árs gömlum verkfræð- ingi. Lét ég mér það svo rækilega að kenningu verða að ég hef aldrei aftur komið þannig fram við verkfræðing á þeim aldri. Einar var íhugull maður, hæglátur og grandvar. Mörgum okkar mundi eflaust farnast betur ef við ræsktum okkur nokkrum sinnum áður en við tækjum til máls eins og hann gerði gjarnan. Það var gott að fá að kynn- ast Einari Arnórssyni og hans óvenju samheldnu fjölskyldu í Langagerði. Við Hrafnhildur vottum ykkur öllum, Inger, Lindu, Jóhanni, Tór, Hannesi og börnunum dýpstu samúð okkar. Guð veri með ykkur öllum. Óskar Magnússon. Morgunblaðið birtir minningargrein- ar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkostur- inn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsing- ar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi að- eins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minningargreinun- um. Undirskrift Minningargreinahöfund- ar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar VERNHARÐ Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, var nýver- ið kjörinn formaður nýstofnaðrar alþjóðadeildar helstu samtaka sjúkraflutningamanna í Banda- ríkjunum. Bandarísku samtökin nefnast National Association of Emerg- ency Medical Technicians (NAEMT). Samtökin eru stærstu einstöku samtök sjúkra- flutningamanna í Bandaríkj- unum með um 14.500 fé- lagsmenn, þar af 140 utan Bandaríkjanna. NAEMT er fag- félag sem hefur það markmið að stuðla að auk- inni viðurkenningu á störfum sjúkraflutningamanna og ann- arra sem starfa við heilbrigð- isþjónustu utan stofnana. Að sögn Vernharðs gefst með stofnun alþjóðadeildarinnar tækifæri til að taka þátt í að móta það alþjóðastarf sem sjúkraflutningamenn vilja að komist á um málefni sjúkraflutn- ingamanna hvarvetna í heim- inum. Fyrsti formaður alþjóðadeildar sjúkraflutningamanna Vernharð Guðnason UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að ráðherra og ráðuneyti landbún- aðar hafi ekki farið að upplýsinga- lögum við ráðningu á héraðsdýra- lækni og ekki gætt ákvæða stjórnsýslulaga í svari til hins um- sækjandans sem kvartaði yfir ráðn- ingunni og óskaði eftir afriti af öllum gögnum málsins. Umboðsmaður tel- ur að þessir annmarkar á meðferð málsins geti þó ekki ógilt ákvörð- unina. Er þeim tilmælum beint til ráðu- neytisins að það taki beiðni kvart- anda fyrir að nýju, óski hann aftur eftir aðgangi að gögnum málsins. Er því einnig beint til ráðuneytisins að það taki framvegis mið af fyrirmæl- um 23. gr. upplýsingalaga þegar það aflar munnlegra upplýsinga um um- sækjendur um störf. Kemst umboðs- maður Alþingis að því að landbún- aðarráðuneytinu hafi borið að skrá niður þær upplýsingar sem aflað var með viðtölum við umsækjendurna tvo og áhrif höfðu á valið milli þeirra. Er það niðurstaða umboðsmanns að ekki sé tilefni til athugasemda við að landbúnaðarráðherra hafi við val á milli umsækjendanna ákveðið að leggja áherslu á formlega reynslu þeirra í starfi héraðsdýralæknis, auk þess að líta til þeirrar reynslu sem umsækjendur höfðu öðlast við störf í umræddu héraði. Rannsókn málsins hafi verið fullnægjandi að því er laut að starfsreynslu umsækjenda og að beiting þessara sjónarmiða hafi ekki farið í bága við jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Ekki farið að lögum við ráðningu Ekki nóg til að ógilda ákvörðunina KÓPAVOGSDEILD Rauða kross Ís- lands gaf Fjölsmiðjunni nýverið eina milljón króna til að bæta að- stöðu nema og starfsfólks bíla- þvotta- og hússtjórnardeilda. Kópa- vogsdeild hefur þá styrkt uppbyggingu og rekstur Fjölsmiðj- unnar með samtals ríflega átta milljónum króna á undanförnum þremur árum. Ennfremur hafa sjálfboðaliðar deildarinnar stutt við starfið. Fjölsmiðjan í Kópavogi er mennta- og þjálfunarsetur fyrir fólk á aldrinum 16–24 ára sem ekki hefur náð að fóta sig í námi og á vinnumarkaði. Markmiðið er að styðja nemana til þess að komast á ný til náms eða í vinnu og hefur náðst mjög góður árangur í því, segir í fréttatilkynningu. Á meðfylgjandi mynd er Þor- björn Jensson, forstöðumaður Fjöl- smiðjunnar, sem tók við styrknum úr hendiGarðars H. Guðjónssonar, formanns Kópavogsdeildar. RKÍ styrkir Fjölsmiðjuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 334. tölublað (07.12.2004)
https://timarit.is/issue/258891

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

334. tölublað (07.12.2004)

Aðgerðir: