Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF                                     Suðurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni • Mjódd Gómsætar kynningar alla daga fram að jólum í Mjódd • S: 557 9060 Jólavörurnar komnar Frábærir Ítalskir götuskór með dempun í hæl fyrir dömur og herra Ekta leður Skóbúðin Mjódd sími 557-1291 Mikið úrval af úrum frá FOSSIL verð frá 6.900.- í Mjódd S: 567 3550 Á leikskólanum Seljaborg við Tungusel í Reykja- vík hafa nú verið inn- leiddir sérstakir skóla- búningar, sem samanstanda af bláum jogging- buxum, rauðum bómullarpeysum og rauðum flísjökkum. Framtak þetta er samvinna skólans og foreldranna. Eftir nokk- urra vikna reynslu af skólabúningunum telur starfsfólk Seljaborgar að stigið hafi verið mikið framfaraskref í þróun skólastarfsins með inn- leiðingu búninganna, en helstu rök með þeim eru þau að jafna aðstöðumun nemenda, minnka samkeppni og koma í veg fyrir vin- sældakeppnir, styðja börnin til sjálfshjálpar, ýta undir að ein- staklingurinn njóti sín án umbúða þar sem andlitið einkennir barnið en ekki fatnaðurinn, efla andann og skapa liðsheild, spara ágreining for- eldra og barna á morgnana og spara slit á öðrum fatnaði. Skólabúningarnir voru á hinn bóginn ekki tilviljunum háðir því Seljaborg hefur frá árinu 2001 unnið eftir Hjallastefnu Margrétar Pálu Ólafsdóttur. Það var einmitt frumkvöðlastarf Hjalla- stefnunnar að innleiða skólabúninga hér á landi, en nærri lætur að um 15 leikskólar víðs- vegar um landið starfi nú eftir stefnunni, sem reynst hefur frábært og gagnlegt áhald til að vinna eftir enda bæði skapandi og mannbæt- andi, segja þær Ágústa Amalía Friðriksdóttir leikskólastjóri og Jensína Edda Hermannsdóttir að- stoðarleikskólastjóri á Seljaborg þegar Daglegt líf brá sér í heimsókn í skólann á dögunum. Fimm karlar í starfi Ágústa tók við Seljaborg í árs- byrjun 2001 og fékk Jensínu, sem er Hjallaleikskólakennari, til liðs við sig eftir að óskað hafði verið eftir því við Leikskóla Reykjavíkur að innleiða „hjallísk“ vinnubrögð. Ágústa hringdi sömuleiðis í alla þá karlleikskólakennara, sem hún hafði spurnir af að væru að útskrifast, og af þeim tíu hópstjórum, sem starfa nú inni á deildum, eru fimm karl- menn eða helmingurinn og allir fag- lærðir, nema einn sem er nemi í KHÍ, sem hlýtur að teljast eins- dæmi. „Þessi ofuráhersla mín á að fá karlmennn í vinnu í bland við kon- urnar lýtur svo sem ekki að Hjalla- stefnunni beint þótt færa megi rök fyrir því að karlmenn falli vel að áherslum stefnunnar. Ég get bara ekki hugsað mér að starfa eingöngu í kvennaumhverfi vegna þeirrar staðreyndar að á kvennavinnustöð- um skapast allt önnur menning en á blönduðum vinnustöðum. Umræðu- efnin eru á annars konar plani auk þess sem starfsmannahópurinn í heild vinnur markvisst með heilindi. Þetta er flottur og samstilltur jafningjahópur sem staðið hefur þétt saman að þróun skólans og ver- ið einbeittur í æfingunni. Við göng- um í allt eins og einn maður og er- um á gólfinu með börnunum á meðan þau eru hér. Viðvera hóp- stjóra er mjög mikilvæg. Fundi  SELJABORG | Leikskólabörnin eru öll komin í skólabúninga, buxur, bómullarboli og flísjakka Gleðin er svo mikilvæg Margvísleg rök eru fyrir innleiðingu skólabúninga, að mati leikskólakennara á Seljaborg, sem merkja jákvæðan tón eftir nokkurra vikna reynslu. Jóhanna Ingvarsdóttir heimsótti krakka og kenn- ara á Seljaborg, þar sem gert er út á jafnréttið í sinni víðustu mynd í anda „hjallískra“ fræða. Morgunblaðið/Einar Falur Hjallastefnan er jafnréttisstefna þar sem aðalsmerki hvers kennara er jákvæðni, segja þær Ágústa Amalía Frið- riksdóttir leikskólastjóri og Jensína Edda Hermannsdóttir aðstoðarleikskólastjóri. „Hér eru engin hefðbundin leikföng til að dunda sér með, hvorki dúkkur né bílar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 334. tölublað (07.12.2004)
https://timarit.is/issue/258891

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

334. tölublað (07.12.2004)

Aðgerðir: