Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. KENNARAR samþykktu naumlega nýj- an kjarasamning grunnskólakennara og sveitarfélaganna í atkvæðagreiðslu sem lá ljós fyrir síðdegis í gær. 51,2% greiddu atkvæði með samningnum og 36,4% greiddu atkvæði gegn honum. Auðir seðl- ar voru 12,1% atkvæða og ógildir 0,3%. Á kjörskrá voru 4.912 og atkvæði greiddu 4.515 eða 91,9%. Fulltrúar í Launanefnd sveitarfélag- anna samþykktu samninginn í gær með átta atkvæðum en einn sat hjá. „Þetta er í raun og veru það sem við mátti búast, að það yrði tiltölulega lítill meirihluti sem myndi samþykkja þetta,“ segir Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arasambands Íslands, um úrslitin. Hann segist álíta að margir kennarar hafi sagt „já“ til að deilan færi ekki fyrir gerðar- dóm. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga, fagnar því að samningur skuli vera kominn á. „Þetta er mjög dýr samningur og margt í honum gekk raunverulega þvert á það sem hafði verið vænst og stefnt að hjá okkur,“ segir Birgir Björn. „Ég held að menn hafi samt metið fórnarkostnað- inn það mikinn að það væri nauðsynlegt að gera þennan samning.“/4 51,2% greiddu at- kvæði með samningi ! #    $   % &'  "" &' " &' () *   + & &"' , $ #-  . ! #     &   .&.' !   + / 0,  " OLÍUFÉLÖGIN lækkuðu verð á bensíni í gær. Bens- ínlítrinn með fullri þjónustu kostar nú 107,60 krónur hjá Skeljungi og Olíufé- laginu Esso. Sjálfs- afgreiðsluverð hjá Olís, Skeljungi og Esso er almennt rúmlega 101 króna en fer allt niður í 99,9 hjá Esso Express, 99,6 hjá ÓB og 99,5 hjá Atlantsolíu. Þeir síðastnefndu lækkuðu verðið um 3,40 krónur en sam- kvæmt upplýsingum þaðan hefur verð bensínlítrans ekki verið undir 100 krón- um síðan í lok ágúst sl. Bensínverð á heimsmarkaði hefur lækkað verulega á síðustu dögum eða um rúmlega 15%. Mánudaginn 29. nóv- ember kostaði tonnið af 95 oktana blý- lausu bensíni 440 Bandaríkjadali á markaði í Rotterdam en föstudaginn 3. desember var tonnið komið niður í 372 dali. Bensín- verð fer lækkandi  Heimsmarkaðsverð/16 HALLDÓR Ásgrímsson forsætis- ráðherra skrifaði í gær formönnum stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi og óskaði eftir tilnefningum frá þeim í stjórnarskrárnefnd sem hafi það hlutverk að vinna að breyt- ingum á stjórnarskrá íslenska lýð- veldisins. Halldór skýrði frá þessu í ræðu í Þjóðmenningarhúsinu í gær vegna loka heimastjórnarafmælis. Hann sagði að í þessu starfi þyrfti að tryggja að löggjafarstarf Alþing- is gæti gengið fram með eðlilegum hætti, en einnig að tryggja lýðræð- islegan rétt almennings til að fá fram atkvæðagreiðslur um mál sem miklu skipta. Þá þyrfti að skýra bet- ur hlutverk forseta, Alþingis og rík- isstjórnar í stjórnskipuninni. Einnig þyrfti að gæta þess að hin lýðræð- islega uppbygging væri einföld og skýr, en týndist ekki í frumskógi formsatriða og formreglna. Í ávarpi Halldórs kom fram að stjórnarskrárnefndin yrði alls skip- uð níu fulltrúum; þremur sem til- nefndir eru af Sjálfstæðisflokki, tveimur fulltrúum frá Samfylkingu og Framsóknarflokki og einum full- trúa Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og Frjálslynda flokksins. Skipar forsætisráðherra formann nefndarinnar úr hópi nefndarmanna. Að auki mun fjög- urra manna sérfræðinganefnd starfa náið með stjórnarskrár- nefndinni, en formaður hennar verður Eiríkur Tómasson, lagapró- fessor. Aðrir í sérfræðinganefnd- inni verða Kristján Andri Stefáns- son lögfræðingur, Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmála- fræði og Björg Thorarensen lagaprófessor. Að sögn Halldórs verður báðum nefndum ætlað að hefja störf sín í upphafi nýs árs og ljúka störfum ekki síðar en í byrjun árs 2007, enda verði stefnt að því að kjósa um stjórnarskrárbreytingar í alþingis- kosningum það ár. Stjórnarskráin á að vera hafin yfir pólitískt dægurþras „Ég vil sérstaklega lýsa því yfir að enda þótt stjórnarskrá Íslands sé vitaskuld í eðli sínu hápólitískt plagg þá er það skoðun mín að hún eigi að mestu að vera hafin yfir póli- tískt dægurþras sem er í eðli sínu mjög háð tíma og rúmi. Ég óska því eftir góðu samstarfi allra stjórn- málaflokka um þá mikilvægu vinnu sem framundan er við endurskoðun hennar og ítreka, að gefnu tilefni, að engin ákvörðun hefur verið tekin um breytingar á einstökum köflum hennar eða greinum. Stjórnar- skrárnefnd og sérfræðinganefnd hennar hafa frjálsar hendur við sín störf, en hljóta þó að taka mið af þeirri frjóu umræðu sem hefur spunnist um þessi mál síðustu mán- uði og misseri.“ Forsætisráðherra óskar eftir tilnefningum í stjórnarskrárnefnd Skýra þarf betur hlut- verk forseta og Alþingis Morgunblaðið/Sverrir Vigdís Finnbogadóttir, Halldór Ásgrímsson og Geir H. Haarde við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í gær vegna loka heimastjórnarafmælisins.  Lýðræði/11 HLUTUR KB banka í Baugi er til sölu, að því er Sigurður Ein- arsson, stjórnarformaður KB banka, segir í viðtali við Berl- ingske Tidende í Danmörku. „Þessi 22 prósenta hlutur í Baugi var staða sem við tókum þegar fyrirtækið var tekið af hlutabréfamarkaði. Þessi hlut- ur er til sölu,“ segir Sigurður í viðtalinu. Hann undirstrikar að bankinn eigi ekki fulltrúa í stjórn Baugs og komi ekki ná- lægt rekstrinum. 22% hlutur KB banka í Baugi til sölu  Dregin upp/17 VESTURBYGGÐ fær úthlutaðan mestan byggðakvóta á yfirstandandi fiskveiðiári, alls 218 þorskígildistonn, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra sem hann kynnti í gær. Samtals er úthlutað 3.200 þorskígildis- tonnum til fjörutíu byggðarlaga í 32 sveit- arfélögum. Annars vegar var úthlutað byggðakvóta til byggðarfélaga sem lent hafa í vandræðum vegna samdráttar í sjávarútvegi en hins veg- ar til byggðarlaga sem orðið hafa fyrir óvæntri skerðingu á heildaraflaheimildum og var þar fyrst og fremst horft til samdráttar í hörpuskel- og rækjuveiðum. Samkvæmt út- hlutuninni fær Vesturbyggð mestan kvóta allra sveitarfélaga nú, alls 218 tonn. Þar af fær Bíldudalur 138 tonn, Patreksfjörður 75 tonn og Brjánslækur 5 tonn. Þá fær Ísafjarð- arbær úthlutuð 210 tonn. Sé hinsvegar tekið mið af einstökum byggðum fá Siglufjörður og Stykkishólmur mestan kvóta, alls 205 tonn en í báðum tilfellum er kvótanum ætlað að mæta samdrætti í skel- eða rækjuveiðum. Þá er Súðavíkurhreppi úthlutað 150 tonnum og Sandgerði 145 tonnum. Úthlutun byggðakvóta Vesturbyggð fær mest  Mestur/12 LÖGREGLUÞJÓNAR úr Kópa- vogi meiddust lítillega við skyldu- störf þegar ökumaður nokkur gerði sér lítið fyrir og ók vísvit- andi á lögreglubíl þeirra við Ársel í Breiðholti gærkvöldi. Ökumað- urinn stakk síðan af og var hafin leit að honum. Aðdragandi málsins var sá að ökumaðurinn hafði elt annan bíl í Kópavogi og hringdi ökumaður þess síðarnefnda í lögregluna í Kópavogi og bað um aðstoð. Lög- reglan fann báða bílana á bíla- stæði við Ársel en þegar átti að tala við ökumanninn bakkaði hann frá og keyrði tvisvar inn í hlið lögreglubílsins. Að því búnu stakk hann af. Eftir sátu lög- regluþjónar á stórskemmdum bíl með uppblásnum líknarbelgjum. Lögregluþjónar frá Reykjavík að- stoðuðu við leitina en ekki hafði náðst til ökumannsins seint í gær- kvöldi þrátt fyrir mikla leit. Ók á lögreglubíl og stakk svo af Morgunblaðið/Júlíus Ökumaður ók vísvitandi utan í bíl lögreglunnar í Kópavogi seint í gærkvöldi. Hann fannst ekki þrátt fyrir leit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 334. tölublað (07.12.2004)
https://timarit.is/issue/258891

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

334. tölublað (07.12.2004)

Aðgerðir: