Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það verður æ erfiðara fyrir einstæða móður með barn að komast af í þessu fjármálaumhverfi. Fyrsta nóvember sl.var innleitt starfs-matskerfi hjá Reykjavíkurborg. Í kjara- samningum milli Starfs- mannafélags Reykjavík- urborgar (SR), Eflingar – stéttarfélags og Kjara- félags Tæknifræðinga- félags Íslands (KTFÍ) annars vegar og hins veg- ar Reykjavíkurborgar, var samið um að taka upp nýtt starfsmatskerfi og leið- rétta starfslaun í áföngum á samningstímabilinu á grundvelli sérstakra fjár- veitinga. Samhliða þessari launakerfisbreytingu var ákveðið að taka upp eitt samræmt hæfnismat og nýtt hæfnislaunakerfi. Tilgangurinn var að hrinda í framkvæmd á samningstímabilinu breytingu á launakerfinu til að ná árangri varðandi það langtíma- markmið að greiða sömu laun fyr- ir sambærileg og jafnverðmæt störf hjá öllum stofnunum og fyr- irtækjum Reykjavíkurborgar. Um 200 starfsheiti leiðrétt Starfsmatið náði til um 400 starfsheita og um 4.500 starfs- manna Reykjavíkurborgar sem gegna þeim. Um 900 einstaklingar tóku þátt í starfsmatsviðtölum með starfsmatsráðgjöfum. Tæplega 200 starfsheiti af þeim 400 starfsheitum sem tekin voru undir starfsmatið tóku einhverj- um launaleiðréttingum 1. nóvem- ber sl. Hlutverk starfsmatsins var að vera aðferð til að leggja samræmt mat á ólík störf, aðferð til að gera forsendur launaákvarðana sýni- legar, aðferð til þess að gera rökin á bak við launaákvarðanir skýrari og leið til að ákvarða laun fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf. Hinsvegar var tekið fram í kynningarbæklingi fyrir starfs- menn sem valdir voru í starfs- matsviðtal að starfsmat væri ekki mat á persónulegri hæfni, árangri eða frammistöðu starfsmanna í starfi. Samningsaðilar sáu um að velja þá starfsmenn sem fóru í starfsmatsviðtal samkvæmt fyrir- fram ákveðnum vinnureglum sem samningsaðilar komu sér saman um. Miðað var við að u.þ.b. 10% starfsmanna í sama starfi hafi far- ið í viðtal. Ekki eru allir á eitt sáttir með útkomu starfsmatsins, þá sérstak- lega þeir sem lægst hafa launin. Í grein eftir Sigrúnu Reynisdóttur, sem starfar við sundlaug í Reykja- vík og tilheyrir SR, sem birtist í Morgunblaðinu 29. nóvember sl., kemur fram að hún sé ósátt með að hafa lent í einum þeirra hópa sem ekki þóttu verðir til launa- hækkunar. Hún segir starfsmatið hafa verið kynnt á þann veg að það myndi fela í sér kjarabætur. „Langtímamarkmiðið er að greiða sömu starfslaun fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf,“ segir Sig- rún og vísar í kynningarbækling fyrir starfsmenn sem valdir voru í starfsmatsviðtal. Að auki hafa skólaliðar, sem einnig heyra undir SR, lýst yfir óánægju sinni með útkomu starfsmatsins. Sem kunnugt er fóru leikskóla- kennarar ekki í starfsmatið, því hafa laun ófaglærðra sem tilheyra öðrum stéttarfélögum sem fóru í starfsmatið, t.a.m. Eflingu, hækk- að verulega í samanburði. Að sögn Guðrúnar Halldóru Sveinsdóttur, verkefnisstjóra starfsmatsins, standa ófaglærðir deildarstjórar á leikskólum leikskólakennara- menntuðum deildarstjórum, sem eru í Félagi leikskólakennara, þó langt að baki hvað kjör varðar. Að sögn Garðars Hilmarssonar, hjá SR, hefur launaleiðréttingin náð til 142 starfsheita af 345 hjá félaginu, eða um 54% starfsmanna innan SR. Garðar segir ljóst að ekki sé því um sömu hluti að ræða, þ.e. starfsheiti annars vegar og hlutfall af starfsfólki hins vegar. Garðar segir það vera ljóst að þeir sem ekki fengu launaleiðréttingu séu óánægðir en að sama skapi séu þeir sem fengu leiðréttingu kátir með sitt. Hvað sem því líði sé staðan sú að Reykjavíkurborg borgar ekki nægilega há laun að mati SR. Hjá stéttarfélaginu Eflingu fengu 42 starfsheiti af 50 launa- leiðréttingu 1. nóvember sl., eða um 48% starfsmanna þar. Greiðsl- urnar eru afturvirkar frá 1. des- ember 2002 og geta mest orðið 10 launaflokkar. Þær upplýsingar fengust hjá Eflingu að almennt væri fé- lagsfólk ánægt með starfsmatið. Helst hafi borið á óánægjuröddum hjá almennum starfsmönnum hjá leikskólum og starfsmönnum í móttökueldhúsum. Hjá KTFÍ náði starfsmatið til 26 tæknifræðinga í sex mismun- andi störfum, en þrjú starfsheiti tæknifræðinga fengu leiðréttingu. Unnið að skýrslugerð Starfsmatsnefnd vinnur nú að skýrslu þar sem fram munu koma meginniðurstöður úr innleiðingu starfsmatsins, þ.e. hvernig það kemur út fyrir ákveðna hópa inn- an stéttarfélaga. Sex manns sitja í nefndinni. Stéttarfélögin þrjú eiga hvert um sig einn fulltrúa og að auki sitja þrír fulltrúar frá Reykjavíkurborg. Búist er við að skýrslan verði birt í desember. Fréttaskýring | Starfsmatskerfi var inn- leitt nýverið hjá Reykjavíkurborg Launin leið- rétt í áföngum Sömu laun greidd fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf innan borgarinnar 400 starfsheiti voru tekin undir starfsmatið. Starfsmatið unnið að breskri fyrirmynd  Starfsmatskerfið SAMSTARF var hannað í Bretlandi á grunni áratugalangrar hefðar fyrir starfsmati og hefur gefið góða raun í sveitarfélögum þar. Starfsmatið var hannað fyrir starfsmenn sveitarfélaga með það að leiðarljósi að það yrði kyn- og kynþáttahlutlaust og væri aðgengilegt á tölvutæku formi. Uppbygging starfsmats- ins byggist á vinnureglum frá Alþjóðavinnumálastofnuninni. jonpetur@mbl.is LÍFTÆKNIFYRIRTÆKIÐ Urð- ur, verðandi, skuld (UVS) hefur afl- að samþykkis sjúklinga, Vísindasiða- nefndar og Persónuverndar vegna rannsóknar sem m.a. krefst þess að lífsýni úr krabbameinssjúklingum verða send til bandaríska líftækni- fyrirtækisins ACLARA BioScienc- es. Afar takmarkaðar upplýsingar fylgja lífsýnunum og samningur, sem uppfyllir kröfur Evrópu- sambandsins, verður gerður við ACLARA um meðferð lífsýnanna. UVS er í samstarfsverkefni við ACLARA sem felst í því að tengja meðferðarupplýsingar krabba- meinssjúklings við niðurstöður rann- sókna á æxlissýnum úr viðkomandi. Þannig er mögulegt að komast að því af hverju sumir svara lyfjameðferð en aðrir ekki. Þórunn Rafnar, framkvæmda- stjóri rekstrar UVS, segir að ESB setji strangar reglur meðferð lífsýna en þau teljast til viðkvæmra per- sónuupplýsinga. Sambandið hafi skilgreint að bandarísk lög veiti ekki nægjanlega vernd á upplýsingunum og því þurfi bandarískir rannsókn- araðilar, fyrirtæki sem og akadem- ískar stofnanir, að uppfylla annað tveggja skilyrða til að leyfilegt sé að senda þangað lífsýni frá löndum sem falla undir tilskipun ESB. Þessir að- ilar þurfi annaðhvort að hafa verið flokkaðir sem „örugg höfn“ fyrir persónuupplýsingar eða gerður hafi verið við þau sérstakur samningur um meðferð upplýsinganna. Tækni úreldist fljótt Þórunn segir að fáar stofnanir uppfylli fyrra skilyrðið og ACLARA sé ekki eitt af þeim. Því þurfi UVS að gera samning við ACLARA vegna rannsóknarinnar þar sem skýrt verður kveðið á um hvernig fara skuli með lífsýnin og upplýsingar þeim tengdar. Frumgerð að slíkum samningi sé að finna á vef ESB og við hann verði miðað. Afrit af honum, ásamt nákvæmri lýsingu á meðferð rannsóknargagna, verði síðan sent til Persónuverndar. Þórunn segir að þetta sé fyrsti skipti sem UVS geri slíkan samning við bandarískt fyrirtæki. Það sé þó síður en svo einsdæmi hér á landi að sýni eða gögn séu send til annarra landa í tengslum við samstarfsrann- sóknir. Hún bendir á að það yrði afar óhagkvæmt ef íslensk fyrirtæki þyrftu að eiga allan nýjasta tækni- búnað til að stunda rannsóknir. Tækniþróun sé mjög hröð í geiran- um og tækni og búnaður geti orðið úrelt á einu ári. Aðalatriðið sé að við stundum rannsóknir með bestu tækni sem völ er á. Þórunn ítrekar að afar takmark- aðar upplýsingar fylgi lífsýnunum sem send verða til ACLARA, á þeim verði aðeins númer og hvaðan úr lík- amanum það var tekið, ekki nafn sjúklings eða nokkuð þess háttar. Samningur gerður um meðferð lífsýnanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.