Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 27 DAGLEGT LÍF 81%landsmanna telur Morgunblaðið miðil að sínu skapi❉ ❉Gallup mars 2004 Morgunblaðið 81% Skjár 1 76% mbl.is 64% Fréttablaðið 76% Sjónvarpið 66% Stöð 2 63,4% Rás 2 58,1% Bylgjan 55% „Morgunblaðið er miðill að mínu skapi“ Opnunartími: 11-18:30 mán-fös 10-18 lau / 13-17 sun. Skútuvogi 2, sími 522 9000 • www.expert.is Í vélinni er nýi Intel Prescott örgjörvinn ásamt Kingston vinnsluminni með eilífðarábyrgð, hljóðlátur harður diskur, netkort, geislaskrifari, XP Pro og margt fleira. verð 89.900.- Skrifstofuvélin sem uppfyllir ítrustu kröfur nútímans. höldum við svo utan skólatíma,“ segir Ágústa. „Hjallastefnan er jafnréttisstefna þar sem aðalsmerki hvers kennara er jákvæðni,“ segir Jensína þegar talið berst að vinnubrögðunum og hún er ekki í neinum vafa um að starf leikskólakennarans krefjist ívið meira af þeim, sem starfa eftir hjallískum fræðum, en hinna hefð- bundnu. „Ég hef upplifað hvort tveggja. Þegar ég fór að starfa sam- kvæmt Hjallastefnunni var það ekki eins og að vera hent út í djúpu laug- ina, heldur beint út í sjó. Það er ofsalega mikilvægt að vera í gleðinni í Hjallastefnunni og bera ábyrgð á sjálfum sér og sínum aðstæðum. Stöðug hugmyndaauðgi og sköp- unargleði þarf að fylgja okkur til að börnunum leiðist ekki í aðstæðum. Okkur og börnunum finnst gaman í leikskólanum enda erum við alltaf að skapa eitthvað með þeim. Við kynjaskiptum hluta úr degi til að þjálfa og styrkja hvort kyn fyrir sig og markmiðið með kynjaskiptingu er alltaf jákvæð vinamyndun kynjanna. Hér eru engin hefðbundin leikföng til að dunda sér með, hvorki dúkkur né bílar, heldur notum við opinn efnivið, einfaldleika í umhverfi og jákvæða hegðunarkennslu. Það skal viðurkennast að sumum for- eldrum finnst svolítið skrýtið að sjá ekki hefðbundið dót í fyrstu, en svo venst þetta. Stefnan gengur fyrst og fremst út á mannrækt. Hún snýst um okkur sjálf, en ekki dótið í kringum okkur. Við setjum okkur í aðstæður, kennum börnunum já- kvæð samskipti og vinatengsl í þeirri fullvissu að æfingin skapar meistarann. Við leggjum ríka áherslu á að æfa vináttuna og höfum það á hreinu hvers konar hegðun á að sjást. Börnunum er fullkunnugt um að andfélagslegri hegðun er hafnað og ekki er litið á tilkynn- ingaskyldu sem klag. Ramminn er kristaltær enda hefur það sýnt sig að börnin kalla eftir skýrum reglum,“ segir Ágústa. Jákvæð barnamenning Þar sem nú er liðið á fjórða ár frá umbreytingunum á Seljaborg stefna starfsmenn nú að því að ráðast í þróunarverkefni, byggð á eigin reynslu, enda hefur allt verið skráð frá fyrsta degi. „Við viljum deila upplýsingunum með öðrum. Til- gangurinn er að koma með lausnir að félagsfærnimiðuðu námi fyrir börn í leikskóla og skapa barna- menningu, sem styður við jákvæð samskipti. Við teljum það brýna nauðsyn að byrjað sé strax á fyrsta skólastiginu, í leikskóla, að efla fé- lagsfærni barna á markvissan hátt, þ.e. að kenna þeim æskilega hegðun, sjálfsstjórn, jákvæðni, mikilvægi vináttu og hjálpsemi. Börn á leik- skólaaldri eru á kjöraldri til að læra félagsfærni og samskiptareglur. Að efla félagsfærni barna á leik- skólaaldri leggur grunninn að betri líðan þeirra og góðri hegðun, einnig á næstu skólastigum á eftir. Verk- efnið er því nokkurs konar forvarn- arstefna og liður í að koma í veg fyr- ir einelti,“ segir Jensína að lokum. Sextíu og tvö börn eru á leikskólanum Seljaborg og er markmiðið með kynjaskiptingunni jákvæð vinamyndun kynjanna. Af tíu hópstjórum sem starfa inni á deildum leikskólans eru fimm karl- menn, sem hlýtur að teljast einsdæmi. Haukur Vatnar Viðarsson, Lárus Lúðvík Hilmarsson, Grado Arsenijevic, Áki Árnason og Sindri Birgisson. join@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 334. tölublað (07.12.2004)
https://timarit.is/issue/258891

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

334. tölublað (07.12.2004)

Aðgerðir: