Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Stefnumótun | Stýrihópur um starfsáætlanagerð fastanefnda hef- ur lagt til að bæjarstjórn Akureyrar geri sér áætlun um stefnumót- unarvinnu á árinu 2005. Tillagan gerir ráð fyrir að í janúar verði fjallað um félagsmál og áfengis- og vímuvarnamál, í febrúar um um- hverfis-, skipulags- og nátt- úruverndarmál, í mars um menning- ar-, íþrótta- og tómstundamál, í apríl um skólamál, í maí um fram- kvæmdamál og í júní um stjórn- sýslumál og jafnréttis- og fjöl- skyldumál. Í september verði síðan fjallað um stefnumörkun bæj- arstjórnar í heild sem og stöðu mál- efnasamnings meirihlutaflokkanna en niðurstöður þeirrar umræðu liggi til grundvallar fjárhagsáætlun fyrir árið 2006. Tillagan var kynnt fyrir bæjarráði 18. nóvember sl. Stjórn- sýslunefnd leggur til við bæjarstjórn að verklag við stefnumótun verði með þeim hætti sem stýrihópurinn leggur til. Góð gjöf | Gjafasjóði Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri barst á dögunum vegleg peningagjöf, ein milljón króna, frá Álfdísi Sigurgeirs- dóttur, Helluhrauni 6, Mývatnssveit. Álfdís er fædd 1925 á Skinnastað í Öxarfirði en átti lengst af heima á Syðri-Neslöndum í Mývatnssveit. Gjöfinni verður varið til kaupa á lækningatækjum fyrir sjúkrahúsið, segir í frétt á vef FSA. Samhygð | Jólafundur Samhygð- ar, samtaka um sorg og sorgarvið- brögð, verður haldinn fimmtudaginn 9. desember kl. 20.30 í safnaðarsal Akureyrarkirkju. Gestur fundarins verður séra Hannes Blandon. Sambúð og hjónabönd | Jóla- fundur foreldrafélags samkyn- hneigðra á Norðurlandi verður hald- inn á Sigurhæðum fimmtudags- kvöldið 9. desember kl. 20, en fulltrúar stjórnar verða til viðtals frá klukkan 19.30. Sambúð og hjónabönd samkyn- hneigðra, fjölskyldulíf þeirra, barn- eignir og ættleiðingar verða til um- fjöllunar á fundinum. Þeir sem eiga ekki heimangengt en vilja fá að fylgjast með starfinu og fá sendar upplýsingar frá félaginu geta sent tölvupóst á svp@internet.is. MÆÐRASTYRKSNEFND á Akureyri fékk í gær afhenta viðurkenningu jafnréttis- og fjölskyldu- nefndar Akureyrar. „Allt starf Mæðrastyrks- nefndar er unnið í sjálfboðavinnu, það fer ekki mikið fyrir því, störfin eru unnin í hljóði, en það mikla starf sem unnið er á vegum nefndarinnar verður aldrei fullþakkað,“ sagði Gerður Jóns- dóttir, formaður jafnréttis- og fjölskyldu- nefndar. Hún sagði að nefndin hefði að þessu sinni ákveðið að leggja áherslu á málefni fjöl- skyldna, en áður hefðu viðurkenningar verið veittar á sviði jafnréttismála. Með auknu og breyttu hlutverki nefndarinnar sagði Gerður að nú hefði þótt við hæfi að beina sjónum sér- staklega að fjölskyldumálefnum. Leitað var til- nefninga en til greina kom að veita viðurkenn- inguna fyrirtæki sem hefði sérstaka stefnu í fjölskyldumálum, félagasamtökum sem vinna sérstaklega að málefnum fjölskyldna, hafa stutt þær eða láta sig málefni þeirra varða og ein- staklingum sem skarað hefðu framúr í vinnu að málefnum fjölskyldna. Jafnréttis- og fjöl- skyldunefnd ákvað svo eftir að hafa farið yfir til- nefningar að veita Mæðrastyrksnefnd bæjarins viðurkenninguna í ár. Nefndin hefur starfað á Akureyri í um 70 ár, en tilgangur hennar er að styrkja efnalitlar fjölskyldur. Um 300 fjöl- skyldur fá styrk frá nefndinni árlega, fyrir jólin m.a. með matar- og peningagjöfum. Starf nefnd- arinnar er nú að hefjast að sögn Jónu Bertu Jónsdóttur, formanns hennar, „og ég hef enga trú á að minna verði hjá okkur nú en í fyrra“, sagði hún. Gerður afhenti Jónu Bertu þar til gert viðurkenningarskjal og peninga í umslagi, van- inn er að færa viðtakendum listaverk við tilefni af þessu tagi, „en af sinni alkunnu hógværð af- þakkaði nefndin allt slíkt og fær því andvirði listaverksins að gjöf þess í stað“. „Og það mun renna beint til okkar skjólstæðinga,“ sagði Jóna Berta. Mæðrastyrksnefnd fær viðurkenningu jafnréttis- og fjölskyldunefndar Morgunblaðið/Kristján Viðurkenning Fulltrúar Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og jafnréttis- og fjölskyldunefndar, f.v. Inga Ellertsdóttir, Fjóla Guðjónsdóttir, Siggerður Tryggvadóttir, Björg Hansen, Jóna Berta Jóns- dóttir, Gerður Jónsdóttir og Tryggvi Gunnarsson. Vinna verk sín í hljóði BÆJARSTJÓRN Dalvíkur hefur samþykkt að skipa þriggja manna vinnuhóp til að útfæra nánari gögn varðandi framtíðarskipan grunn- skólamála í Dalvíkurbyggð. Í hópn- um eru Valdimar Bragason, Arn- grímur V. Baldursson og Kolbrún Reynisdóttir. Í tillögu Valdimars Bragasonar bæjarstjóra kemur fram að skóla- málafulltrúi muni vinna með hópnum auk skólastjóra grunnskólanna eftir því sem þurfa þykir og þá mun hóp- urinn hafa samráð við fræðsluráð, foreldraráð allra grunnskólanna og leita að auki upplýsinga frá starfs- mönnum skólanna. „Hópnum er ætl- að að leita leiða til að ná fram bestu nýtingu á þeim fjármunum sem varið er til grunnskólarekstrar en jafn- framt að kappkosta að rekið verði faglega öflugt skólastarf sem tryggi öllum nemendum tækifæri til árang- urs,“ segir í tillögunni. Þá segir enn- fremur að hópurinn skuli kynna sér þá möguleika sem fyrir hendir eru varðandi fyrirkomulag skólahaldsins og leggja fram gögn sem sýna mögu- legan ávinning og þá ókosti sem kunna að vera á tilteknum leiðum. Einnig er hópnum falið að afla upp- lýsinga um viðhorf foreldra og íbúa til mögulegra lausna. Áliti sínu á hópurinn að skila til bæjarstjórnar fyrir 31. janúar 2005. Bæjarráði var falið að skipa í vinnuhópinn. Fulltrúar I-lista bókuðu á fundin- um að þeir geti ekki stutt tillöguna þar sem þeir telji tímann sem hópn- um er ætlaður til starfa of stuttan, „og óvissu um skólahalda á Húsa- bakka er ekki eytt með framlagn- ingu hennar.“ Þeir segja tillöguna viðhalda því óvissuástandi og óró- leika sem íbúar sveitarfélagsins hafi búið við að undanförnu varðandi skólamál „og teljum að verið sé að slá ryki í augu fólks með framlagn- ingu hennar og að ákvörðun um að leggja niður skólahald á Húsabakka hafi þegar verið tekin af núverandi meirihluta.“ Leggja þeir til að skip- aður verði breiður vinnuhópur til að fara yfir skólamál í byggðarlaginu, allt frá leikskóla til fullorðinsfræðslu og framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð og mörkuð verði mennta- stefna fyrir sveitarfélagið. Í tilefni af þessari bókun minnihlutans lagði Valdimar ásamt Svanhildi Árnadótt- ur fram bókun þar sem segir að það sé misskilningur að þegar sé búið að taka ákvörðun um lokun Húsa- bakkaskóla. Vinnuhópur fer yfir framtíðarskipan skólamála í Dalvíkurbyggð Reynt verði að ná sem bestri nýtingu fjármuna MIKIL hálka hefur verið á Akureyri undanfarna daga og hafa gangandi vegfarendur ekki farið varhluta af því, enda mörgum orðið hált á svellinu. Starfsmenn bæjarins hafa verið duglegir að bera sand á helstu gönguleiðir en það hefur ekki dugað til. Starfsfólk á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins hefur haft í nógu að snúast, því þangað hefur fjöldi fólks á öllum aldri þurft að leita til aðhlynningar. Að sögn Ara H. Ólafssonar, yfirlæknis á bæklunardeild, hafa ansi margir komið á slysadeildina, bæði yngri og fullorðnir, sem hafa dottið og nokkrir þeirra brotnað illa. „Það er mikið um að fólk hafi snúið í sundur ökkla og slitið liðbönd og marg- ir hafa hlotið minni háttar áverka.“ Ari sagði að fólk í nágrannabyggðum Akureyrar og jafnvel austan af fjörðum hefði einnig leitað á slysadeildina vegna hálku- slysa. Morgunblaðið/Kristján Mörgum orðið hált á svellinu          AKUREYRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.