Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍSLAND Í 13.–17. SÆTI Stúlkur í 10. bekk eru áberandi betri í stærðfræði en drengir og er Ísland eina landið í OECD þar sem svo mikill munur mælist á stærð- fræðikunnáttu kynjanna, að því er fram kemur í rannsókn sem náði til OECD-ríkja og 11 annarra landa. Ís- lensk ungmenni eru í 13.–17. sæti miðað við hinar þjóðirnar þegar stærðfræðikunnátta er mæld. Breytingar á stjórnarskrá Forsætisráðherra skrifaði í gær formönnum stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi og óskaði eftir til- nefningum frá þeim í stjórnar- skrárnefnd sem hafi það hlutverk að vinna að breytingum á stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Halldór skýrði frá þessu í ræðu í Þjóðmenning- arhúsinu í gær vegna loka heima- stjórnarafmælis. Fischer vill búa á Íslandi Utanríkisráðuneytinu hefur borist bréf frá Bobby Fischer, fyrrum heimsmeistara í skák, þar sem hann biður um að fá að búa hérlendis. Er beiðni Fischers nú til skoðunar hjá ráðuneytinu að sögn Illuga Gunn- arssonar, aðstoðarmanns utanrík- isráðherra. Blóðug átök í Jeddah Minnst átta menn biðu bana þegar vopnaðir menn réðust á bandarísku ræðismannsskrifstofuna í Jeddah í Sádi-Arabíu í gær. Talið er að árás- armennirnir tengist al-Qaeda. Fatah hótar Barghuti Marwan Barghuti, einn af leiðtog- um Fatah-hreyfingarinnar, verður rekinn úr henni hætti hann ekki við að bjóða sig fram í forsetakosning- um Palestínumanna 9. janúar. Nýr formaður hreyfingarinnar, Faruq Qaddumi, lýsti þessu yfir í gær. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 30 Úr verinu 12 Viðhorf 32 Viðskipti 16/17 Minningar 35/44 Erlent 18/19 Skák 45 Minn staður 20 Dagbók 48/50 Landið 21 Myndasögur 48 Akureyri 22 Staður og stund 49 Austurland 23 Fólk 54/57 Listir 24/25, 51/53 Bíó 54/57 Daglegt líf 26/27 Ljósvakar 58 Umræðan 28/34 Veður 59 Bréf 34 Staksteinar 59 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                  ! " #        $         %&' ( )***                       ÞAÐ þykir nánast öruggt að eldur- inn í húsinu við Bárustíg á Sauðár- króki, sem brann á laugardagsmorg- un, hafi kviknað í austurhluta stofu á neðri hæð en þar var eldurinn mest- ur. Upptökin eru að öðru leyti óljós. Litlar líkur þykja þó á að kviknað hafi í út frá rafmagni. Tæknideild lögreglunnar í Reykjavík og menn frá ríkislög- reglustjóra hafa aðstoðað lögregluna á Sauðárkróki við rannsóknina. Eldurinn var mjög mikill Að sögn Björns Mikaelssonar, yf- irlögregluþjóns á Sauðárkróki, eru allar hugsanlegar vísbendingar um eldsupptök kannaðar og ekkert úti- lokað í þeim efnum. Ljóst er að eldurinn í stofunni var gríðarmikill því nánast öll húsgögn þar inni brunnu til ösku. Auk rannsóknar tæknideildar lög- reglunnar í Reykjavík hafa skýrslur verið teknar af fjölda manns, í þeirri von að hægt verði að varpa ljósi á eldsupptökin; bæði þeim sem urðu vitni að eldsvoðanum á laugardags- morgun og einnig þeim sem voru í samkvæmi sem haldið var í húsinu um nóttina. Tveir lögreglumenn frá ríkislögreglustjóra hafa aðstoðað við skýrslutökur. Aðspurður segir Björn Mikaels- son yfirlögregluþjónn að reykskynj- ari hafi átt að vera í húsinu en hann hafi þó ekki fundist innandyra. Þá er ljóst að ekkert heyrðist frá reyk- skynjara á laugardagmorgun. Ekki verður greint frá nafni hins látna fyrr en kennslanefnd ríkislög- reglustjóra hefur lokið rannsókn sinni, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Sauðárkróki. Eldsvoðinn á Sauðárkróki Kviknaði í austur- hluta stofu á neðri hæð „SKÚLI, það er líklega skynsamlegast að laga þetta með skurðaðgerð, miðað við hversu ástand þitt er alvarlegt og til að ná góðum bata sem fljótast. Ertu til í það?“ sagði Aron Björnsson, heila- og taugaskurðlæknir, við sjúkling sinn, Skúla K. Skúlason, sem leitaði til hans upp úr há- degi á miðvikudag í síðustu viku vegna kvala í baki sem leiddu niður í fót og leiddu einnig til máttleysis. Skúli sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði um- svifalaust játað þessu enda hefði hann verið svo kvalinn. Aðgerðin fór fram kl. 17.30 þann dag. Mætti Skúli síðan í vinnu sína beint af spítalanum morguninn eftir en hann er framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Toyota umboðinu, P. Samúelssyni. Skúli sagði að ekki hefði verið efi í sínum huga að fara í þessa aðgerð, sér hefði litist mjög vel á viðhorf starfs- fólks deildarinnar til málsins, viðmót þess væri traust- vekjandi og allir hefðu komið fram af röggsemi enda hefði hann komist á mettíma aftur til starfa. Aron Björnsson, yfirlæknir heila- og taugaskurðlækn- ingadeildar Landspítala – háskólasjúkrahúss, tjáði Morg- unblaðinu að auk þess sem aðgerðin hefði tekist vel væri rétt að geta þess að batinn væri líka einstaklingsbundinn og læknir og sjúklingur hefðu verið sammála um að láta hlutina ganga fljótt og vel fyrir sig. Þess ber þó að geta að langflest tilvik lagast án aðgerða á mislöngum tíma. Aron sagði að unnið hefði verið markvisst að því á skurðsviði spítalans að stytta biðlista enda væru þeir að sínu mati tímaskekkja. Tekist hefði að fjölga aðgerðum og draga úr rekstrarkostnaði sviðsins. Aron sagði þetta hafa tekist með öflugu og hæfu starfsfólki þar sem allir legðust á eitt um að ná þessum markmiðum. Hann kvaðst sjálfur hafa áhuga á rekstrarhliðinni og stundaði fyrir nokkrum árum nám í viðskiptafræði með fram starfi sínu og var þar til í ágúst sl. staðgengill sviðsstjóra á skurðsviði, Jónasar Magnússonar. „Við eigum að til- einka okkur bestu kosti einkageirans í opinbera kerfinu og sinna sjúklingum okkar fljótt og vel og þegar þeir þurfa þess en ekki setja þá á biðlista enda eru þeir aðal- atriðið og við erum í þjónustuhlutverki,“ segir Aron og ítrekar að þetta sé ekki sér einum að þakka heldur öllum sem koma við sögu í aðgerðum sem þessum. Hann ítrek- ar einnig að vel heppnuð aðgerð eins og í tilviki Skúla sé einstaklingsbundin. Fljót og góð þjónusta „Þarna fékk ég alveg sérstaklega fljóta og góða þjón- ustu. Það er greinilegt að allt starfsfólkið leggur sig fram um að veita slíka þjónustu og sinna sjúklingum sín- um af alúð og koma þeim fljótt og vel til starfa á ný,“ segir Skúli og segir að þarna sé svipað að verki staðið og hjá einkafyrirtæki í harðri samkeppni. Jónas Magnússon, sviðsstjóri skurðlækningasviðs LSH, segir að með nýrri tækni og nýju vinnuskipulagi hafi tekist að stytta legutíma sem þýðir að hægt sé auka afköst og í mörgum tilvikum að ná niður biðlistum. Segir hann þetta einnig leiða til hagræðingar og yrði skurð- sviðið rekið með 30 milljóna króna afgangi á árinu. „Þetta tekst með samstilltu átaki allra starfsstétta enda erum við með toppstarfslið,“ segir Jónas og bendir á að alls staðar á spítalanum sé metnaður til þess að taka upp nýjungar sem skili sér í betri meðferð og að alltaf væri nokkur nýsköpun á spítalanum. Í vinnu hálfum sólarhring eftir brjóskaðgerð Morgunblaðið/Árni Torfason Skúli K. Skúlason kominn í vinnuna og segist vel brattur eftir aðgerðina, hann megi bara ekki sitja of lengi í einu. SJALDGÆF vara er nú til sölu hjá húsgagnaversluninni Míru í Kópa- vogi en það er ekta ísbjarnarskinn af grænlenskum birni. Skinnið kostar 600 þúsund krónur og er sútað og saumað hér á landi, hjá Manúel Arjona hamskera. Skinnið er selt í umboðssölu og hafa margir sýnt því áhuga. Veiðar á ísbjörnum eru heimilaðar á Grænlandi með takmörkunum og er grænlenskum veiðimönnum heim- ilt að veiða úr kvóta sem þeim er út- hlutað. Heimilt er að flytja inn bjarn- arfeldi til landsins, að fengnum tilskyldum leyfum og vottorðum frá yfirdýralækni. Miklu skiptir hvernig skinn eru flegin af bjarnarbúkum og ekki síður eftirvinnsla og verkun skinnanna. Þá eru vetrarskinn verð- mætari en sumarskinn og hvítur lit- ur á skinni er eftirsóknarverður. Einnig skiptir vandaður saumaskap- ur á hausnum máli, svo eitthvað sé nefnt. Tennur og gerviaugu úr gleri eru flutt inn sérstaklega. Morgunblaðið/Jim Smart Bjóða grænlenskt ísbjarnarskinn Heimilt að flytja inn feldi RÁÐIST var á dyravörð á skemmtistað í miðborginni aðfara- nótt sunnudags. Stúlka hafði kom- ið að staðnum og reynt að komast inn á fölsuðum skilríkjum. Dyra- verðir lögðu hald á skilríkin og hélt stúlkan við svo búið á brott. Kom hún stuttu seinna með tvo þrekna menn með sér sem lömdu dyra- vörðinn og náði hún skilríkjunum af honum í kjölfarið. Dyravörður- inn var með sprungna vör eftir átökin. Sömu nótt gekk maður ber- serksgang á skemmtistað í mið- borginni og þurfti þrjá dyraverði til að halda honum. Hafði hann m.a. slegið til gesta á staðnum. Um svipað leyti var tilkynnt um slas- aðan mann á öðrum skemmtistað í nágrenninu. Sá hafði fengið glas í andlitið og hlotið skurð á vinstra eyra. Hann fór sjálfur á slysadeild. Náði í tvo beljaka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 334. tölublað (07.12.2004)
https://timarit.is/issue/258891

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

334. tölublað (07.12.2004)

Aðgerðir: