Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MÚSÍKTILRAUNIR 2003. Eftir harða keppni er hljómsveitin Bú- drýgindi krýnd sigurvegari keppn- innar. Ekki voru allir á eitt sáttir um þá niðurstöðu, frekar en fyrri daginn, því ungæðislegt, kærulaust og hrátt rokkið var algjörlega á skjön við allt annað sem þar var í boði. Svo ungæðislegt reyndar að sumum þótti nóg um, einkum þeim sem ekki voru hrifnir af bulltext- unum, þessum meðvitaða „kúk og piss“-húmor sem 15 ára gaurar gjarnan fíla vel og skilja best. Já, 15 ára. Þessir fjórmenningar voru 15 ára þegar þeir unnu Músíktilraunir og því klár efni þar á ferð. Þeir pilt- ar uppfylltu líka allar væntingarnar velgjörðarmanna með fyrstu plötu sinni Kúbakóla sem kom út fyrir síðustu jól, þá ný- orðnir 16 ára. Og nú, þegar þeir eru nýorðnir 17, er önnur platan komin út og nú hljóta þeir end- anlega að vera búnir að kveða í kút- inn allar þær efasemdaraddir sem heyrðust fyrir tveimur árum. Rétt eins og dómnefnd og meirihluti sal- arins í úrslitunum 2002 sá og heyrði þá er hér á ferð eitthvert mesta efni sem fram hefur komið í íslensku rokki. Og gleymum því ekki að enn er hægt að tala um efni, því dreng- irnir eru ekki nema 17 ára. Þennan unga aldur er samt vart hægt að greina á Juxtapos, nema ef vera skyldi í textunum, sem enn eru hið laglegasta bull og vitleys- isgangur. Það er samt eins og mað- ur greini á stöku stað „þroskaðra“ bull en áður sem hlýtur að teljast spor í rétta átt. Og músíkin heldur sannarlega áfram að þróast, lagasmíðar, spila- mennska og útsetningar. Sveitin er hreint ótrúlega vel spilandi, hug- myndaflæðið að virðist taumlaust og lagasmíðar orðnar flóknari og áhugaverðari. Tónlistarstefnan er orðin markvissari áður, agaðri og útpældari. Búdrýgindi búin að skapa sitt eigið rokk; einhvers kon- ar blöndu af fönkuðu og reiðu rokki a la Rage Against The Machine mínus reiðin, t.d. í „Köngulær í KúngFú“ þar sem þeir njóta ríku- legs stuðnings BlazRoca og Dóra DNA, að viðbættum einkar áhuga- verðum djassbræðingi, sem fróðlegt verður að fylgjast með í framtíðinni hvernig drengirnir geta unnið frek- ar með. En þótt sveitarmenn haldi áfram að þróa tónlistina og taka greinilega stórstígum og stöðugum tónlist- arþroska þá er aðal Joxtapos hið sama og á Kúbakóla, taumlaus spilagleði, umfram allt skrambi skemmtileg rokktónlist. Platan inni- heldur tólf skemmtileg lög, misgóð vissulega, en öll skemmtileg og upp- full af taumlausri tilraunagleði og dæmalausri dellu. Lög eins og „Ósónlagið“, „Hólkryppi“ og „Gleði- skapur“ sefa hungur þeirra sem vildu meira af Kúbakóla-lögum á meðan „Orgelínufrat“ – með geggj- uðum kokteil-kafla – „Sundurskotið rjúpnarassgat“ og „Sagan af Juxta- pos“ kynna til sögunnar breytt, bil- uð og betri Búdrýgindi. Eina vega- nestið sem mætti gefa þeim, eina pillan sem hægt er að læða að þeim, er að reyna í framtíðinni að semja fjölbreyttari lög og texta – suma jafnvel með ögn meiri dýpt, en helst ekki of því þá gæti sjarminn horfið. Tuggan er sú að segja að eins góð hljómsveit og Búdrýgindi sé löngu hætt að vera efnileg, hún sé einfald- lega orðinn að frábærri rokksveit, en í þessu tilfelli er málið flóknara. Búdrýgindi er ennþá gríðarlega efnileg hljómsveit, mjög góð OG efnileg hljómsveit, einfaldlega vegna þess að hún á vafalaust eftir að verða ennþá betri. Morgunblaðið/Árni Torfason Maggi söngvari í Búdrýgindum hefur tekið út mikinn þroska. Hvorki frat né froðusnakk TÓNLIST Íslenskar plötur Önnur plata hljómsveitarinnar Búdrýg- inda. Öll lög samin og útsett af Búdrýg- indum, en hana skipa: Axel, trommur, söngur og slagverk, Benni, gítar og söng- ur, Maggi, söngur, og Viktor, bassi, söng- ur og fiðla. Auk þess koma við sögu Páll Palomares, Árni Harðarson, Erpur Eyvind- arson, Halldór Halldórsson, Arnþór Jóns- son og Mr. Cool. Upptökur fóru fram í Stúdíói RYK í ágúst–október 2004. Upp- tökur og hljóðblöndun Albert Ásvalds- son. Útgefandi Zonet. Búdrýgindi – Juxtapos  Skarphéðinn Guðmundsson BRESKI tónlistarmaðurinn Phil Collins, fyrrverandi söngvari og trommuleikari Genesis, eignaðist sitt fimmta barn á íslenska fullveld- isdaginn, 1. desember, ásamt núver- andi eiginkonu sinni, hinni svisnesku Orianne. Þetta er annað barn þeirra hjóna en þrjú börn á hann frá fyrri hjónaböndunum tveimur. Nýi erf- inginn er drengur og hefur verið nefndur Mathew Thomas Clemence. Þau hjón hafa búið í Sviss síðustu ár- in, þar sem Collins starfar við tón- smíðar. Collins sá ástæðu til þess á dög- unum að bera til baka sögusagnir um að búið væri að endurreisa Gen- esis með honum innanborðs. Collins hætti í bandinu eftir útgáfu plöt- unnar We Can’t Dance árið 1991 en sveitin var síðan formlega lögð niður 1998. Ástæða sögusagnanna er sú að þeir Genesis-menn munu koma sam- an við nokkur tilefni til þess eins að kynna The Platinum Collection, sem er þreföld safnplata með hljóð- og myndefni sem tekið var saman af hljómsveitarmeðlimum sjálfum og spannar allan feril Genesis, þrjá ára- tugi. Ekkert verður þó af því að þeir Collins, Tony Banks og Mike Ruth- erford taki formlega upp þráðinn aftur. Ástæðuna segir Collins þá að hann sé of upptekinn af fjölskyldu- hlutverkinu: „Klisjan er sú að hljóm- sveitir hætti vegna þess að allir hati alla, en okkur hefur hins vegar alltaf komið mjög vel saman. Það er ekk- ert sem stendur í vegi fyrir því að við hittumst og höldum áfram að vera vinir.“ Ekkert standi heldur í vegi fyrir því að þeir semji saman efni, en hann sé alltaf hálfhikandi þegar sú hugmynd komi upp því hingað til hafi slíkt haft í för með sér langar og strangar tónleikaferðir sem hann sé alls ekki tilbúinn til að leggja á fjöl- skylduna lengur. Tónlist | Phil Collins tekur fjölskylduna fram yfir Genesis Reuters Phil og Orianne Collins með Mathew Thomas Clemence á milli sín. Enn góðir vinir en ekkert nýtt efni Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni 04.12. 2004 Tvöfaldur 1.vinningur í næstu viku 11 7 5 5 1 4 0 2 9 6 2 15 18 27 30 16 01.12. 2004 1 8 9 23 30 32 39 48 15 Richard Gere Jennifer Lopez Susan Sarandon Sýnd kl. 5.50 og 9.05.Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12 ára. BLANCHARD RYAN DANIEL TRAVIS Le Poulpe (kolkrabbinn) sýnd kl. 6. Garde á Vue (Í varðhaldi) sýnd kl. 10. Miðaverð 700 krónur. Allar myndir m. enskum texta. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6.10. Ísl. tal./ Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. Enskt tal. Sýnd kl. 5 og 7. Ísl tal. Shall we Dance? Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin Jólamynd ársins sem kemur allri fjölskyldunni í rétta jólaandann fyrir hátíðarnar! Gerð með splunkunýrri, byltingarkenndri tölvutækni. Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15. Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 8 og 10. ÍSLENSKA SVEITIN RENEE ZELLWEGER HUGH GRANT COLIN FIRTH Sama Bridget. Glæný dagbók. H.J. Mbl.  M.M.J. Kvikmyndir.com  "Snilldarlega tekin og einstaklega raunveruleg...hryllilega hrollvekjandi!" - H.L., Mbl "Hrikalega spennandi og skelfilega átakanleg!" - E.Á., Fréttablaðið Sama Bridget. Glæný dagbók. M.M.J. Kvikmyndir.com  H.J. Mbl.  Kvikmyndir.is ÁLFABAKKI kl. 6, 8.20 og 10.30. SÝND Í LÚXUS VIP KL. 4, 6, 8 OG 10. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. H.L. Mbl. S.V. mbl.  VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4539-8618-0017-6940 4507-4300-0029-4578 4507-4500-0033-0693 4543-3700-0047-8167 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 334. tölublað (07.12.2004)
https://timarit.is/issue/258891

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

334. tölublað (07.12.2004)

Aðgerðir: