Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 39 MINNINGAR arstjóra til andlegrar uppörvunar, hvatningar og hressingar. Hann var ekki síður vinsæll meðal starfs- manna, sem sanngjarn yfirmaður, góður félagi og fyrirmynd. Hann hreif fólk og átt lykilþátt í því að skapa góðan starfsanda og liðsheild. Það er líka eftir því tekið hversu margir starfsmenn eru farnir að yrkja góðar vísur og bakka í bíla- stæði. Ég gat ekki kosið mér betri yfirmann. Hann var alltaf til staðar þegar á þurfti að halda. Rekstur sveitarfélagsins var alltaf efst á baugi þegar við ræddum saman, gjarnan fagleg mál sem kölluðu á skjóta ákvörðun. En svo átti Sigurð- ur það til að hressa mann við, með því að hnýta einhverju alls óskyldu léttmeti við faglegu málin, svona í lokin. Það gátu verið ráðleggingar um kveðskap, langhlaup eða hvernig best væri að þétta birkikvistinn í garðinum heima. Þetta var viðræðu- stíll sem Sigurður tamdi sér og ég kunni að meta. Þannig lauk samtal- inu alltaf á léttu nótunum, með vin- semd og virðingu. Og þannig lauk okkar síðasta fundi, fyrir ári, þegar ég kvaddi hann og fluttist tímabund- ið búferlum úr Kópavoginum. Nú er ég á leið til baka og kvíði því, hversu tómlegt verður án Sigurðar. Sigurð- ar Geirdals verður sárt saknað á bæjarskrifstofunum. Ég sendi eigin- konu hans og börnum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ólafur Briem bæjarritari. Það var bjart yfir að líta en kalt í lofti þegar við Sigurður Geirdal kvöddumst að loknum stjórnarfundi hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðis- ins. Í lok vinnuviku voru lögð á ráðin um næstu verkefni og mögulegt samstarf og samvinnu á ýmsum svið- um. Þau mál yrðu rædd nánar í næstu viku. Sú vika varð strangari en aðrar hjá Sigurði Geirdal, þar sem mætur og góður maður kvaddi á óvæntan og sáran hátt. Rætur Sigurðar Geirdals sem fé- lagsmálamanns lágu í Ungmenna- félagi Íslands og kjörorð og hugsjón þeirra samtaka, ræktun lands og lýðs, hefur án efa nýst honum vel í starfi sem bæjarstjóri í næststærsta sveitarfélagi landsins. Sigurður kom til starfa sem bæj- arstjóri í Kópavogi 1990 og var því með mesta starfsreynslu fram- kvæmdastjóra sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu þegar hann lést. Það var okkur sem störfuðum með hon- um á þeim vettvangi sem og á vett- vangi SSH mikill styrkur að eiga ráð hans og þekkingu ætíð vísa og fús- lega veitta. Kópavogur var og er ört vaxandi sveitarfélag sem kallar að sjálfsögðu á styrka forystu. Ákvarðanir kunna að orka tvímælis þá teknar eru en hvorki samherjum né andstæðingum Sigurðar Geirdals gat blandast hug- ur um einlægan vilja hans til góðra verka eða hæfni hans til að hrinda málum í framkvæmd að yfirveguðu ráði. Sigurður var forystumaður í hópi sveitarstjórnarmanna á landsvísu. Hann átti jafnframt lengi sæti í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu og sat þar sem for- maður allt fram á nýliðinn mánuð. Fyrir hönd stjórnar SSH er þakkað mikilsvert starf og hvatning til auk- ins samstarfs og samvinnu sem hef- ur skilað góðum árangri. Samstarf Hafnarfjarðarbæjar og Kópavogs hefur verið vaxandi og með miklum heilindum á umliðnum árum. Þar hefur skipt miklu góður hugur og vilji Sigurðar Geirdals. Fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar eru þau góðu samskipti þökkuð um leið og við minnumst með hlýjum hug og sárum söknuði minnisstæðs félaga og vinar og færum fjölskyldu hans hugheilar samúðarkveðjur. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri. Kær vinur okkar hjóna, Sigurður Geirdal bæjarstjóri í Kópavogi, lést á hjartadeild Landspítalans 28. nóv- ember sl. Er hans sárt saknað af mörgum. Minningar hrannast upp, og allar minningar um Sigurð eru góðar. Hann var ljúflingur, léttur í lund og bjó yfir ríku skopskyni. Það sem þó einkenndi hann öllu öðru fremur var, að hann var mannasættir. Með stuttri gamansögu eða snjallri at- hugasemd gat hann slegið á spennuna á erfiðustu stundum. Hann kunni að greina kjarnann frá hisminu og eyddi ekki tíma í auka- atriði. Sigurður var farsæll maður bæði í einkalífi og starfi. Sem bæjarstjóri í Kópavogi var hann í forystu á mesta framfaraskeiði í sögu bæjarfélags- ins. Hann átti auðvelt með að laða fólk til samstarfs við sig, og þeir eðl- iskostir nýttust í störfum fyrir Kópa- vogsbúa og í öðrum störfum sem hann gegndi. Aðrir munu vísast verða til að rekja æviferil og störf Sigurðar. Við viljum aðeins minnast góðs drengs og þakka samskiptin við hann. Við sendum Ólafíu konu hans og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Hólmfríður Gestsdóttir og Jón Skaftason. Sigurður Geirdal var kappsamur í öllu því sem hann tók sér fyrir hend- ur en jafnframt glöggur og glaðlynd- ur. Við minnumst kynna við hann fyrir norðan, hjá UMFÍ og núna síð- ast þau 14 ár sem hann hefur verið bæjarstjóri í Kópavogi. Jafnframt var hann um skeið formaður Sam- taka sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu. Samskipti okkar við Sigurð voru nánust á ýmsum vettvangi sveitarfélaganna og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga eftir að hann varð bæjarstjóri í Kópavogi árið 1990. Á þeim vettvangi var hann til- lögugóður og fylginn sér í málflutn- ingi. Íbúum Kópavogs fjölgaði úr um 16.000 í 25.000 í bæjarstjóratíð Sig- urðar og því fylgdi gríðarleg upp- bygging á öllum sviðum. Kapp hans og aðrir hæfileikar nýttust vel í ábyrgðarmiklu og erilsömu starfi bæjarstjórans. Hann hafði góða yf- irsýn yfir fjölþætta starfsemi, stýrði framþróun bæjarfélagsins farsæl- lega og naut vinsælda meðal íbú- anna. Við minnumst leiðsagnar hans um Kópavoginn, um nýbygginga- svæði og eldri byggð, Salinn og Gerðarsafn. Þar fór stoltur bæjar- stjóri og það mátti hann líka vera. Fyrir norðan lék Sigurður í dans- hljómsveit, iðkaði íþróttir og hann var liðtækur í vísna- og ljóðagerð. Hann var ferðaglaður hvort sem var í hópi bæjarstjóra eða meðal eyjar- skeggja í Eyjahafinu, sem þau hjón margsinnis heimsóttu. Nýverið höfðu þau keypt sér hús á Kirkju- bæjarklaustri og innan tíðar hefði hann getað notið þar rólegri daga og sinnt fjölþættum áhugamálum. Þess í stað var atorkusami félagsmála- maðurinn burt kallaður allt of fljótt. Við kveðjum Sigurð Geirdal með hlýhug og virðingu og sendum Ólaf- íu, börnunum og öðrum aðstandend- um innilegar samúðarkveðjur. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Þórður Skúlason. Góður vinur og einn öflugasti fé- lagi sem ungmennafélagshreyfingin hefur eignast í tæplega hundrað ára sögu UMFÍ er allur. Fregnin um al- varlegt hjartaáfall Sigurðar Geirdals og síðar andlát hans kom óvænt. Að- eins nokkrir dagar eru síðan hann kom í þjónustumiðstöð UMFÍ og fór yfir stöðu ungmennafélagsmála og lét hugann reika inn í framtíðina. Engan óraði fyrir því að örfáum dög- um síðar yrði hann allur og að eftir sæti stór hópur vina og vandamanna sem spyr: Hvernig gat þetta gerst? Maður sem er stöðugt á ferðinni, leysir mál og leggur á ráðin fyrir aðra, er hrókur alls fagnaðar og gef- ur allt í starf sitt til að ná árangri og nær honum. Hann á ekki að geta far- ið svo fljótt. Sigurður Geirdal var fram- kvæmdastjóri UMFÍ frá 1970 til 1986. Við hlið Hafsteins Þorvalds- sonar, þáverandi formanns UMFÍ hófu þeir félagarnir endurreisnar- starf af miklum eldmóði. Fóru þeir vítt og breitt um landið og fengu menn í lið með sér. Þúsundir félaga streymdu inn í hreyfinguna og starf- ið var eflt. Miklir uppgangstímar voru á þessum árum sem við búum enn að. Þegar farið er yfir störf Sigurðar innan ungmennafélagshreyfingar- innar er af mörgu að taka. Við hlið Hafsteins formanns var unnið að stofnun Félagsmálaskóla UMFÍ og Skinfaxi, málgagn hreyfingarinnar, var stækkaður að umfangi. Allt starf ungmennafélaga og héraðssam- banda var eflt. Þrastaskógur var gerður aðgengilegur öllum, m.a. með uppbyggingu leikvallar inni í skóg- inum og byggingu Þrastarlundar. Á 70 ára afmæli UMFÍ var gefin út saga hreyfingarinnar í bókarformi. Samtökin fengu sitt eigið húsnæði í fyrsta sinn og um leið voru tengsl við önnur samtök efld bæði innan lands og utan. Listinn er langur og verk- efnin voru stór. Að leiðarlokum vill ungmenna- félagshreyfingin þakka Sigurði Geir- dal störf hans í þágu ungs fólks á Ís- landi. Það er ljóst að ekki er einungis genginn góður vinur, heldur er fall- inn frá hugsjónamaður af bestu gerð sem margir eiga eftir að sakna sárt því skarðið er stórt. Ég vil fyrir hönd starfsfólks og stjórnar UMFÍ, senda Ólafíu og öll- um aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Björn Bjarndal Jónsson, formaður UMFÍ. Það sló þögn á okkur Blika þegar þau tíðindi bárust að vinur og okkar heiðursfélagi, Sigurður Geirdal bæj- arstjóri, hefði fallið frá. Það voru ekki nema nokkrir dagar liðnir frá því að hann mætti kátur og hress með lið bæjarstjórnar til að etja kappi í vináttuleik í knattspyrnu við stjörnulið Breiðabliks í tilefni af tíu ára afmæli íþróttahússins Smára. Eins og venjulega fór bæjarstjórinn þar fremstur í flokki enda gamall af- Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning JÓNAS GUÐJÓNSSON fyrrv. kennari við Laugarnesskóla, andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, laugardaginn 4. desember. Ingibjörg Björnsdóttir, Ragnar Jónasson, Eva Örnólfsdóttir, Björn H. Jónasson, Guðrún Þóroddsdóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GUÐMUNDUR L. FRIÐFINNSSON rithöfundur og bóndi, Egilsá, Skagafirði, andaðist á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks laugardaginn 4. desember. Jarðarför auglýst síðar. Kristín Guðmundsdóttir, Hilmar Jónsson, Sigurlaug Guðmundsdóttir Rósinkranz, Sigurbjörg L. Guðmundsdóttir, Þór Snorrason, Birgir G. Ottósson, Sólveig Pálsdóttir, Anna M. Guðmundsdóttir, Sigurður Sigurðarson, afabörn, langafabörn og langalangafabörn. Einlægar þakkir sendum við öllum er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför SÓLBORGAR JÚLÍUSDÓTTUR, áður til heimilis á Hörpugötu 4, Reykjavík. Einnig þökkum við öllu starfsfólki á hjúkrunar- heimilinu Grund fyrir góða umönnun. Jens G. Guðmundsson, Júlíus Óskarsson, Þorgerður Jónsdóttir, Sigurður Óskarsson, Málfríður Björnsdóttir, Trausti Óskarsson, Sólveig Ívarsdóttir, Jóhann Óskarsson, Ragnheiður Davíðsdóttir, Jón Óskarsson, Erla Hálfdánardóttir, Jens Óskarsson, Íris Helgadóttir og fjölskyldur þeirra. Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, ANNA PÁLÍNA SIGURÐARDÓTTIR, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, áður Hásteinsvegi 64, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja sunnudaginn 5. desember. Útför hennar fer fram frá Landakirkju laugardaginn 11. desember kl. 14:00 Guðlaugur Guðjónsson, Inga Hrönn Guðlaugsdóttir, Birkir Agnarsson, Guðrún Guðlaugsdóttir, Henrý Henrikssen, Sigríður Guðlaugsdóttir, Sigurgeir Þór Sigurðsson, Guðjón Guðlaugsson, Helga Katrín Sveinbjörnsdóttir og ömmubörnin. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTMANN JÓNSSON, Strandgötu 21a, Eskifirði, lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands, Seyðis- firði, laugardaginn 4. desember. Arnheiður Klausen, Sólveig Kristmannsdóttir, Árni Þ. Helgason, Alrún Kristmannsdóttir, Gísli Benediktsson, Herdís Kristmannsdóttir, Páll S. Grétarsson, Guðrún Kristmannsdóttir, Gungör Tamzok, Kristmann Kristmannsson, Hólmfríður Hilmarsdóttir, Þorgeir Heiðar Kristmannsson, Drífa Jóna Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 334. tölublað (07.12.2004)
https://timarit.is/issue/258891

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

334. tölublað (07.12.2004)

Aðgerðir: