Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 1
Gospel í máli og mynd Geisla- og mynddiskur með Gospelkór Reykjavíkur | 57 STOFNAÐ 1913 334. TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is MARWAN Barghuti, einn af leiðtogum Fatah-hreyfingarinnar, verður rekinn úr henni ef hann hættir ekki við að bjóða sig fram í forsetakosningum Palestínumanna í janúar. Kom þetta fram í gær hjá Faruq Qadd- umi, nýjum formanni hreyfingarinnar, en Barghuti afplánar nú fimmfaldan lífstíðar- dóm í ísraelsku fangelsi. Sagði Qaddumi, að með framboði sínu væri Barghuti að sundra Palestínumönnum og gera málstað þeirra mikinn óleik. Barghuti væri vissulega mikil hetja í augum landa sinna og einmitt þess vegna ætti hann að hafa hagsmuni þeirra í fyrirrúmi en ekki sína eigin. Virðast með svipað fylgi Qaddumi ítrekaði stuðning Fatah við framboð Mahmouds Abbas en tvær skoð- anakannanir, sem birtar voru í gær, benda til þess að hann sé nú með svipað fylgi og Barghuti. Í annarri þeirra var Barghuti með tveggja prósentustiga forskot, 46% á móti 44%, en í hinni var Abbas með 40% og Barghuti 38%. Reuters Palestínskur stuðningsmaður Marwans Barghutis hreinsar veggmynd af honum. Fatah hótar Barghuti Ramallah. AFP. Keilir á Reykjanesi er áberandi fjall og laðar til sín fjölda göngumanna ár hvert. Þótt ekki sé fjallið nema tæpir 400 metrar yfir sjávarmál virðist það talsvert hærra. Ekki dregur úr sjónrænum áhrifum að sjá tindaröðina suðvestur af fjallinu í þeim dramatísku birtuskilyrðum sem voru fyrir hendi í gær þegar ljósmyndari sá fjallið af Ægisíðu. Þar gefur að líta Kistufell og Stórahrút. Morgunblaðið/RAX VIKTOR Janúkovítsj, forsætis- ráðherra Úkraínu, kvaðst í gær ætla að halda framboði sínu til streitu í síðari umferð forseta- kosninganna 26. þessa mánaðar þótt fast hefði verið lagt að hon- um að draga sig í hlé. Áður hafði Leoníd Kútsjma, fráfarandi forseti, hvatt for- sætisráðherrann til að draga framboðið til baka. Kútsjma útilokaði ekki að aðeins einn yrði í framboði, þ.e. Viktor Jústsj- enkó, forsetaefni stjórnarand- stöðunnar. Þá hermdu óstaðfestar fréttir í gærkvöldi að samkomulag hefði náðst á þingi Úkraínu um breyt- ingar á stjórnarskránni og einnig umbætur á kosningalöggjöfinni til að koma í veg fyrir kosn- ingasvik. Búist er við að sam- komulagið verði til þess að Kútsjma víki Janúkovítsj úr embætti forsætisráðherra. Vill veikja forsetaembættið Kútsjma hét því að virða þá ákvörðun hæstaréttar Úkraínu á föstudag að ógilda síðari umferð kosninganna, sem fram fór 21. nóvember, vegna kosningasvika. Hann neitaði að falla frá þeirri kröfu sinni að þingið samþykkti stjórnarskrárbreytingu sem fæli í sér að völd forsetans yrðu minnkuð en þingið eflt. Fréttaskýrendur í Úkraínu segja að forsetinn telji nú að stjórnarandstaðan sigri í kosn- ingunum og vilji veikja forseta- embættið til að geta haldið póli- tískum áhrifum með hjálp bandamanna á þinginu þegar hann lætur af embætti. Dregur sig ekki í hlé Kíev. AFP. Utanríkisráðuneytinu hefur borist bréf frá Bobby Fisch- er, fyrrum heimsmeistara í skák, þar sem hann biður um að fá að búa hérlendis. Bréf- ið er stílað á Davíð Oddsson utanríkisráðherra hinn 26. nóvember sl. og er beiðni Fischers nú til skoðunar hjá ráðuneytinu að sögn Illuga Gunnarssonar aðstoðar- manns utanríkisráðherra. Bobby Fischer var sem kunnugt er handtekinn í Japan í júlí sl. en hann var eftirlýstur fyrir að virða að vettugi alþjóðlegar refsiað- gerðir gegn Júgóslavíu þeg- ar hann tefldi þar á skák- móti árið 1992. Í bréfi sínu segist hann m.a. ekki í vafa um að Davíð Oddsson hafi skilning á því að hann hafi bráða þörf fyrir að komast til vinveitts ríkis og tilfinningabönd sín við Íslendinga séu sterk. Segist hann reiða sig á stuðning þjóðarinnar við málstað sinn. Einnig segist hann treysta því að Davíð sé sama sinnis og að hann muni hjálpa sér við að end- urheimta frelsi sitt með því að bjóða sér heimili hér á landi. Reiðir sig á stuðning Davíðs Oddssonar STÚLKUR í 10. bekk eru áberandi betri í stærðfræði en drengir og er Ísland eina landið í OECD þar sem svo mikill munur mælist á stærðfræðikunnáttu kynjanna, að því er fram kemur í umfangsmikilli al- þjóðlegri rannsókn sem kynnt var í gær. Rannsóknin var gerð árið 2003 meðal 15 ára nem- enda í öllum 30 löndunum sem aðild eiga að Efna- hagssamvinnu- og þróunarstofnuninni (OECD) auk 11 landa sem standa utan stofnunarinnar. Þegar ár- angur nemenda í löndunum er borinn saman kemur í ljós að íslensk ungmenni eru í 13.–17. sæti miðað við hinar þjóðirnar þegar stærðfræðikunnátta er mæld, en í 10.–14. sæti þegar einungis OECD-þjóðirnar 30 eru hafðar til viðmiðunar. Þegar einungis stúlkur eru mældar reyndust íslenskar stúlkur vera í 8. sæti sam- anborið við stúlkur í öðrum löndum, en drengir reyndust vera í 20. sæti miðað við drengi í hinum löndunum í rannsókninni. Júlíus K. Björnsson, forstöðumaður Námsmats- stofnunar, kynnti fjölmiðlum niðurstöður rannsókn- arinnar í gær og sagði hann að þessi mikli munur á kynjunum staðfesti það sem menntamálayfirvöld hefði þegar grunað út frá niðurstöðum samræmdra prófa. Hann segir að engin skýring hafi enn fundist á þessum mun á kynjunum en unnið sé í því að rann- saka það. Strákar öruggari með sig Það vekur sérstaka athygli að þrátt fyrir að stúlkur í 10. bekk séu mun betri í stærðfræði en drengir þá eru drengirnir mun öruggari með sig þegar þeir eru spurðir um stærðfræðikunnáttu, og hafa mun frekar þá mynd af sjálfum sér að þeir séu betri í stærðfræði en stelpurnar. „Strákarnir hafa miklu betra sjálfsálit og sjálfsöryggi í stærðfræði en stelpur, sumar konur túlka þetta sem klassískan karla-gorgeir en ég veit ekki alveg hvernig á að túlka það. Það er allavega al- veg ljóst að hér er ákveðin þversögn á ferðinni,“ segir Júlíus. Rannsóknin lagði mesta áherslu á að kanna stærð- fræðikunnáttu 15 ára nemenda en kannaði einnig lestur og náttúrufræðikunnáttu. Íslensk ungmenni eru yfirleitt rétt um meðaltalið í þessum þremur greinum./10 Ný alþjóðleg rannsókn á stærðfræðiárangri Íslenskar stúlkur drengjum fremri Andri í brauð og bollur  Campell samdi við Arsenal  Dýrkeyptur fögnuður  Glover pakkar rækju Íþróttir í dagSkrumari eða gyðja? Júlía Tímosjenko — vinsæl þrátt fyrir vafasaman feril | 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.