Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR EIRÍKUR Jónsson, formaður KÍ, segist þeirrar skoðunar að láta eigi á það reyna gagnvart Mannréttinda- dómstóli Evrópu eða Alþjóðavinnu- málastofnuninni, hvort 3. gr. laga um kjaramál kennara og skólastjórn- enda í grunnskólum, sem sett voru á Alþingi 13. nóvember sl. og bundu enda á verkfall kennara, standist lög. Tillaga þess efnis verður borin upp á stjórnarfundi KÍ á föstudag. Samningsrétturinn til ASÍ Í þriðju greininni segir m.a. að gerðardómur skuli við ákvörðun sína hafa hliðsjón af almennri þróun á vinnumarkaði frá gerð síðasta kjara- samnings deiluaðila og jafnframt gæta þess að stöðugleika efnahags- mála og forsendum annarra kjara- samninga verði ekki raskað. Eiríkur segir að orðalagið „forsendur ann- arra kjarasaminga“ þýði í raun að ekki megi raska forsendum samn- inga Alþýðusambandsins. „Og hverj- ar eru þær forsendur? Að aðrir fái ekki meira en þeir,“ segir Eiríkur, og að þar með sé samningsrétturinn í raun færður í hendur eins aðila í landinu og gerðardómi gert að miða við samning sem kennarar hafi alfar- ið hafnað. „Ég myndi gjarnan vilja fá að vita hvort þetta stenst,“ segir Ei- ríkur og bendir á að hann hafi ekki verið andsnúinn því að gerðardómur úrskurðaði í deilunni, að því gefnu að borin væru saman kjör sambæri- legra stétta. Íhuga að kæra orðalag í lögum á kennara ÓHÆTT er að fullyrða að háskóla- nemar um allt land sitji nú myrkr- anna á milli yfir námsbókunum enda stendur jólaprófstörnin sem hæst um þessar mundir. Stúdentarnir mæta margir hverj- ir snemma á lesstofur í skólum sín- um, í niðamyrkri, og ganga út seint að kvöldi, einnig í myrkri. En ljósi punkturinn er sá að törninni fer senn að ljúka og jólaleyfið er fram- undan. Nemendur Háskólans í Reykjavík hafa aðgang allan sólarhringinn að sinni lesaðstöðu. Flestir nýta þó eingöngu daginn til lestrar en svo eru það sumir sem telja best að lesa á nóttunni, meðan aðrir sofa vært. Morgunblaðið/Þorkell Setið yfir bókunum „ÞETTA er í raun og veru það sem við mátti búast, að það yrði tiltölu- lega lítill meirihluti sem myndi sam- þykkja þetta,“ segir Eiríkur Jóns- son, formaður Kennarasambands- ins, um úrslit atkvæðagreiðslunnar um kjarasamning kennara. „Ég hefði alveg eins, að minnsta kosti um tíma, átt von á að þessar tölur hefðu snúist við. […] Þetta er samningur sem er gerður undir það sérstæðum kringumstæðum, þar sem menn eru að velja á milli tveggja kosta,“ segir hann. Mikilvægt að aðilar læri af samningsgerðinni Eiríkur segist telja að margir kennara hafi sagt „já“ til að deilan færi ekki fyrir gerðardóm. „Þetta var ekki sá samningur sem ég hefði ætlað að gera, en ég gerði hann samt af því að ég taldi að þetta væri skyn- samlegri kostur heldur en að stefna málinu fyrir dóm,“ segir Eiríkur sem telur að töluverðan tíma muni taka að lægja öldurnar sem hafa ris- ið meðal kennara. „Örugglega munu einhverjir hætta í starfi og það er reyndar alveg sama hvor niðurstaðan hefði orðið,“ segir hann. Að sögn Eiríks mun fram- kvæmdin á samn- ingnum ráða mestu um framhaldið. Til dæmis hafi verið samið um breyt- ingar á skilgreiningu á vinnutíma, svonefndum verkstjórnarþætti, til að forgangsraða hvaða störf teldust til faglegra starfa kennara o.s.frv. „Kennarar verða í starfi sínu að finna að það hafi verið samið um breytingu. Framkvæmd samnings- ins ræður alveg gífurlega miklu um það hvort það verður friður um skólastarfið eða ekki. Ég held að það sé grundvallaratriði að allir aðilar, sem að þessum samningi koma, ein- hendi sér í að framkvæma hann á þann hátt að sátt geti orðið um hann.“ Eiríkur segir mikilvægt að aðilar reyni að læra af samningsgerðinni. „Ég held að það sé mikilvægt núna að aðilar fari yfir ferlið hvor í sínu lagi og velti fyrir sér hvað hefði betur mátt fara og ekki síður hitt að menn setjist niður saman og ræði þessi mál og velti fyrir sér hvernig er hægt að vinna þetta til að koma í veg fyrir að svona lagað þurfi að ger- ast aftur.“ Aðalatriðið sé að bíða ekki þar til samningar renna út heldur hefjast strax handa og vera „vakandi út samningstímann“ og nýta þá mögu- leika sem í samningnum eru. Eiríkur segir að í samningnum séu bókanir sem eftir sé að fara í gegnum og endurskoðunarákvæði árið 2006 sem m.a. tengist breytingum sem til stendur að gera á skólakerfinu þar sem færa á námsgreinar að hluta eða öllu leyti frá framhaldsskólum á grunnskólastigið. Mikilvægt sé að ríki komi þar að. Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambandsins Framkvæmd samningsins ræður framhaldinu Eiríkur Jónsson „ÉG FAGNA því að það skuli vera kominn á kjarasamningur fyrir grunnskólann, ég held að það sé stóra málið,“ segir Birgir Björn Sig- urjónsson, formaður samninga- nefndar Launanefndar sveitarfélag- anna, um úrslit atkvæðagreiðsl- unnar. Mátu fórnarkostnaðinn það mikinn „Í hugum sveitarstjórnarmanna voru auðvitað miklar efasemdir líka. Þetta er mjög dýr samningur og margt í honum gekk raunverulega þvert á það sem hafði verið vænst og og stefnt að hjá okkur,“ segir Birgir Björn. „Ég held að menn hafi samt metið fórnarkostnaðinn það mikinn að það væri nauðsynlegt að gera þennan samning. Ég held að ég tali fyrir munn margra, að við erum sáttir við þessa niður- stöðu,“ segir hann. Komið hafi ver- ið til móts við kröfur kennara um mjög marga mikilvæga hluti, t.d. styttingu kennsluskyldu og aukinn undirbúningstíma. En einnig hafi verið komið til móts við ákveðnar breytingar á verk- stjórnartíma á launapottum sem gengu gegn markmiðum sveitarfé- laganna. Sennilega þarf mikla fræðslu og kynningu á samningnum „Nú erum við með í höndunum nýjan samning sem við þurfum að vinna út frá og sennilega þarf mikla fræðslu og kynningu á þessum samningi til að hann nái að róta sig á þessum samningstíma sem er fram- undan.“ Að mati Birgis Björns er mikil- vægt að menn ræði málin á samn- ingstímanum sem fram undan er og finni leiðir til að koma í veg fyrir að samningsgerðin dragist aftur á lang- inn með tilheyrandi verkfalli eins og nú. Formaður samninganefndar Launanefndar sveitarfélaga Sáttur við niðurstöðuna Birgir Björn Sigurjónsson MEIRIHLUTI þeirra grunnskóla- kennara á Fáskrúðsfirði sem sögðu starfi sínu lausu 15. nóvember sl. hafa nú óskað eftir því að fá að draga uppsögn sína til baka. Alls sögðu 15 kennarar upp störf- um, ásamt aðstoðarskólastjóra, og hafa 13 nú hætt við uppsögnina, að sögn Eyglóar Aðalsteinsdóttur, að- stoðarskólastjóra í Grunnskólanum á Fáskrúðsfirði. Hún segir að þeir kennarar sem ætli að halda uppsögn- um sínum til streitu geri það af per- sónulegum ástæðum. Nokkuð var einnig um uppsagnir kennara í Mosfellsbæ. Hjá skóla- stjórum í Varmárskóla og Lágafells- skóla fengust þær upplýsingar að eitthvað væri um að kennarar hefðu þegar hætt við uppsagnir, en aðrir virtust bíða eftir niðurstöðu at- kvæðagreiðslu sem nú liggur fyrir. Kennarar draga uppsagnir til baka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.