Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ NÝ ÚTGÁFA lagsins „Do They Know It’s Christmas“ fór beint á topp breska sölu- listans, en hún kom út á mánudaginn var. Allur ágóði af sölu lagsins rennur beint til söfnunarátaks fyrir bágstadda í Eþíópíu og Súdan. Meðal þeirra sem syngja í nýju út- gáfunni eru Chris Martin úr Coldplay, Bono úr U2 og Robbie Williams. Sölutölur fyrir fyrstu vikuna liggja ekki fyrir en gert er ráð fyrir að þær séu nærri 300 þúsund eintök. Upprunalega útgáfan frá 1984 fór í 750 þúsund eintökum í fyrstu vikunni og endaði í 3,5 milljónum eintaka. Það lag var hins vegar líka gefið út í Bandaríkjunum en nýja útgáfan mun ekki koma út þar, en verður þó fáanleg víða annars staðar í heiminum, þ.m.t. hér á Ís- landi. Samt sem áður hafa bandarískar plötubúðir látið flytja inn töluvert magn af plötunni, sem sögð er farin að seljast mjög vel í Los Angeles og New York. Plötubúðir í Bretlandi hafa safnað væn- um birgðum af plötunni því búist er við að hún muni halda áfram að seljast grimmt og halda toppsætinu fram yfir jól og ára- mót. Þá er hægt að kaupa lagið á Netinu í gegnum iTunes-síðurnar. Band Aid 20 beint á toppinn Reuters Band Aid 20-diskurinn selst nú vel um heim allan. EMINEM er kominn með bumbu, hina skelfilegu velmegunarbumbu. Hvað er annað hægt en að gefa sér þegar hlustað er á Encore, hans sístu plötu fram að þessu. Þrátt fyrir óþrjótandi orku virðist sem þessi miklu vinnualki sé loks- ins farinn að lýjast. Nýsköpun er engin og yrkisefnin hin sömu; hvað blessaður dreng- urinn á óskaplega bágt, hversu vondar þær hafa verið honum konurnar í lífi hans og hversu misskilinn hann er. Meira að segja Dr. Dre virðist farinn að klóra sér í hausn- um, ekki vita hvaða takka hann á að ýta á. Hvernig er annars hægt að skýra það að þeim skuli detta í hug að fá að láni eins hvimleiða blöðru og „Toy Soldiers“ – og bæta ofan á marseringartakti – en frumlegt. Og ekki virkar betur að sampla gamla Hearts-lagið „Crazy on You“. Þá virkar voðalega undarlega á mann þegar hann tekur sig til og gagnrýnir stríðsbrölt landa sinna í Írak á meðan hann hótar nágrönn- um sínum öllu illu út af ein- hverjum hégóma og innantómum stærilátum. Svo mætti hann alveg fara að gefa barnsmóður sinni Kim grið (ælir yfir hana í „Puke“), við erum búin að ná því að hún hafi farið illa með hann og sé aumingi. En svo er það hitt. Á milli þess sem mann langar helst að grýta hann tómötum til að lýsa vanþókn- un sinni verða nokkrar rósir að fá fylgja með, þökk sé snilldarlögum á borð við „Evil Deeds“, „Never Enough“ – langbesta lag plöt- unnar þökk sé snilldartöktum Dr. Dres – og meira að segja „Puke“ ef maður reynir að leiða hjá sér úrkynjaðan textann. Það er tími til kominn fyrir mestu hipp-hoppstjörnu samtím- ans að taka sig til í andlitinu, segja skilið við fortíðina og horfa fram á við, fyrr fær hann ekki uppklappið sem hann þráir – í laumi. Tómatar og rósir TÓNLIST Erlendar plötur Eminem – Encore  Skarphéðinn Guðmundsson EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Frá leikstjóra RUSH HOUR og RED DRAGON PIERCE BROSNAN SALMA HAYEK WOODY HARRELSON DON CHEADLE Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. * * www.borgarbio.is Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 14 ára. VINCE VAUGHN  Ó.Ö.H. DV BEN STILLER DodgeBall  S.V. Mbl. Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára. Kvikmyndir.com  PoppTíví  Sýnd kl. 6 og 8. TIM ALLEN JAMIE LEE CURTIS TIM ALLEN JAMIE LEE CURTIS Ó.Ö.H / DV  Ó.Ö.H / DV Sýnd kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.15 PoppTíví  PoppTíví  Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16 ára. Miðasala opnar kl. 15.30 kl. 4, 6, 8 og 10. Jólaklúður Kranks Jólamynd fjölskyldunnar Jólaklúður Kranks Jólamynd fjölskyldunnar Jólaklúður Kranks Óttist endurkomuna því hann er mættur aftur vígalegri enn nokkru sinni fyrr!! Óttist endurkomuna því hann er mættur aftur vígalegri enn nokkru sinni fyrr!! ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ Sjáumst í bíó Sjáumst í bíó Sýnd kl. 4. BRUCE-LEE á allar erlendar myndir í dag, ef greitt er með Námukorti Landsbankans á allar erlendar myndir í dag, ef greit er með Námukorti Landsbankans á allar erlendar myndir í dag, ef greitt er með Námukorti Landsbankans á allar erlendar myndir í dag, ef greit er með Námukorti Landsbankans Síðumúla 13 Sími 568-2870 ÚTSALA ÚTSALA 40 – 60 % afsláttur Hefst í dag Dæmi um verð: Áður Núna Hettupeysa 4.600.- 2.800.- Jakkapeysa 5.800.- 3.500.- Peysa m/bróderíi 5.100.- 3.100.- Prjónavesti 5.300.- 2.900.- T-bolur m/mynd 3.200.- 1.900.- Siffonbolur m/perlum 6.600.- 3.300.- Velúrpeysa 4.400.- 2.200.- Satínbolur 5.300.- 2.900.- Íþróttagalli 6.100.- 3.700.- Dömuskyrta 4.900.- 2.900.- Twilljakki 5.600.- 2.900.- Teinóttur jakki 5.900.- 3.600.- Leðurkápa 15.900.- 9.600.- Twill pils 4.400.- 1.900.- Sítt pils 6.300.- 2.900.- Leðurbuxur 11.200.- 5.900.- Gallabuxur 6.400.- 3.900.- Teinóttar buxur 5.300.- 3.200.- Og margt margt fleira Opið 10:00 – 18:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.