Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 25 MENNING DEAN Ferrell, einn sex kontra- bassaleikara Sinfóníuhljómsveitar Íslands, kom mér vitandi fyrst fram sem sólisti á Listahátíð 2002. Flutti hann þá einleiks- verk fyrir kontra- bassa eftir Childs, Turetzky og Johnson og eigin útsetningar á verkum eftir Satie og Bach í Ráðhúskjall- aranum, og fylgdu ýmsar smellnar at- hugasemdir af munni fram. Það var því sniðugt uppátæki hjá Dean (hvort sem einþáttungur Pat- ricks Süsskind, „Kontrabassinn“, sé meðal fyrirmynda eða ekki) að ganga skrefi lengra og gera eins manns tónskemmtiþátt kringum flórgígjuna. Alltjent var að þessu sinni sýnu meira lagt upp úr hinu tal- og sjónræna en fyrir fimm miss- erum þegar tónlistin var aðalatriðið. Bassaleikarinn kom fram á sjóræn- ingjabúningi sveipaður svartpúðurs- reyk, er helgaðist af skrautlegum ferli tónskálds dagsins, Tobias Hume (d. 1645), kaptuga í brezka hernum og einnig fríbýttara, en vesl- aðist síðar upp á fátækrahæli. Þótt sjálfur ku ekki hafa metið tónsmíðar sínar mikils, hefur enginn verri en Jordi Savall tekið gömbuverk hans upp á sína arma. Má m.a. finna tit- ilinn „Captaine Humes Musicall Humors“, er leiðir ósjálfrátt hugann að „C.P.E. Bachs Empfindungen“ 120 árum síðar. Dean Ferrell lék af töluverðri leikni nokkrar umritanir sínar á gömbustykkjum Humes er óhjá- kvæmilega breyttu um karakter átt- und neðar, þó að kontrabassinn sé kominn af gömbufjölskyldunni í ann- an trélegg. Inn á milli las hann upp úr bréfum og bænarskrám Humes, stundum með melódramatískum undirleik, og þrátt fyrir að allt væri á ensku mátti greina margt skondið ef ekki tragíkómískt. Þá var einnig sungið, m.a. þekktasta lag Humes, Fain would I change that Note, með sannfærandi mal canto sjóræn- ingjarödd. Því miður var framan af veruleg truflun af þrálátum ljósa- gangi vegna tæknibilunar. Það var synd, enda hætt við að hafi riðið baggamuninn á að öðrum kosti hnyttnu eða a.m.k. sérkennilegu uppistandi í tónum, tali og effektum. Músíkalski sjóræninginn TÓNLIST Borgarleikhúsið Verk eftir Tobias Hume. Dean Ferrell kontrabassi / söngur / upplestur. Laug- ardaginn 4. desember kl. 15.15. Einleikstónleikar Dean Ferrell Ríkarður Ö. Pálsson Fréttir í tölvupósti Fáðu úrslitin send í símann þinn Hlíðasmára 11, Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.