Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 29 UMRÆÐAN þú þekkir Canon A400 Fullkomin vasamyndavél Hentar afar vel byrjendum en hún er með 3.2 milljón punkta/pixla myndflögu þannig að þú getur prentað út myndir í allt að A4 stærð. • 2,2x aðdráttarlinsa. • 3,2 milljón punktar/pixlar. • Allt að 3 mín. myndskeið með hljóði. • Direct Print. Verð 22.900 kr. Canon PowerShot A75 Auðveld en öflug Canon PowerShot A75 er auðveld í notkun en þó fullbúin til að takast á við krefjandi myndatökur. Með 3.2 milljón punkta/pixla myndflögu þannig að þú getur prentað út myndir í allt að A4 stærð. • 3x aðdráttarlinsa. • 3,2 milljón punktar/pixlar. • Fjölmargar tökustillingar. • Allt að 3 mín. myndskeið með hljóði. • Direct Print. Verð 29.900 kr. Canon Ixus 500 Ber af í öllum skilningi Ixus 500 er glæsilega hönnuð fimm milljón punkta/pixla vél sem býr yfir háþróaðri tækni. Um er að ræða yfirburða stafræna myndavél þar sem Digic myndflagan frá Canon skilar frábærum myndgæðum. • 3x aðdráttarlinsa og 9-punkta AiAF sjálfvirkt fókuskerfi. • 5 milljón punktar/pixlar. • Skynjari sem nemur hvernig vélin snýr og birtir myndirnar réttar við endurspilun. • Allt að 3 mín. myndskeið með hljóði. • Direct print. Verð 49.900 kr. Canon ip2000 Flottur, hraðvirkur og auðveldur Canon ip2000 er með tveggja hylkja kerfi og prentar allt að 20 bls. á mín. í sv/hv og 15 bls. á mín. í lit. Hann er með allt að 4800x1200 punkta upplausn og býður upp á rammalausa prentun – blæðing. • Arkamatari fyrir 150 bls. • Kemur með tveimur pappírsbökkum. • Microfine Droplet tækni sem stuðlar að lægri rekstrarkostnaði og meiri gæðum. Verð 10.900 kr. Canon ip4000R Þráðlaus og hraðvirkur fyrir heimilið Canon ip4000R er hraðvirkur og auðveldur prentari fyrir heimilið sem gerir þér kleift að prenta þráðlaust með 802.11g/b WiFi tengingu eða yfir staðarnetið með 10/100 ethernet í glæsilegum ljósmyndagæðum. • Innbyggð ,,duplex" tækni og CDR/DVD diskaprentun. • 4800x1200 dpi upplausn og 2pl prentstútar. • Prentar allt að 25 bls. á mín. í sv/hv og 17 bls. í lit. • Fjögurra hylkja Single Ink kerfi sem gerir hann mjög sparneytinn. Verð 36.900 kr. Söluaðilar um land allt www.nyherji.is/canon Af hverju átt þú að kaupa Canon stafræna myndavél og prentara? Canon hefur í yfir 60 ár verið leiðandi í heiminum á sviði mynd- og prentlausna. Mikil þekking og reynsla þar sem gæði eru ávallt í fyrirrúmi. Mikið af hugbúnaði fylgir með myndavélum og prenturum. Með Direct Print er hægt að prenta beint úr stafrænni myndavél án þess að nota tölvu. N Ý H E R J I / 2 0 2 ÞEIM tveimur mönnum sem margir halda að öllu ráði hér á landi um þessar mundir þótti tryggara eða kannski ábatasamara að koma sér fyrir við hlið vænt- anlegra sigurvegara í krossferð klerkastjórnarinnar í Washington gegn Saddam Hussein. Það kann að vera mannlegt að hugsa þannig en er þó fyrst og fremst lítilmann- legt. Þá mætti minna á orð Steph- ans G. Stephanssonar úr því magn- aða kvæði Vopnahlé sem hann orti á fyrstu mánuðum heimsstyrjald- arinnar fyrri: Sigur! vinur mér er sama um sigra! Sigur ríkja er fall á næstu grösum. Sigruð þjóð, sem lofað er að lifa, lifir til að hefna – því að valdið fellur æ á sínum eigin sigrum samt að lokum. Þeir eru hefndargjafir. (Vígslóði 22–23, Andvökur 144–145.) Þetta er vítahringur ofbeldis sem Stephan hefur skilgreint flestum betur. Í hverju ofbeldisverki er fræ hefndar. Í Írak hefur þessi víta- hringur ásamt öðrum aðgerðum bandarísku klerkastjórnarinnar, til dæmis í fangabúðunum í Guant- anamo, orðið til að magna hatur margra múslíma gagnvart Vest- urlöndum. Það er mælikvarði á sið- ferði og raunverulegan styrk vald- hafa að kunna að stilla valdi sínu í hóf og kunna að rjúfa vítahring of- beldis. Eftir heimsstyrjöldina varð Stephan G. Stephansson fyrir hat- römmum árásum þegar kvæðin sem hann orti gegn stríði komu út á bók. Í einu svari sínu sagði hann: „Ég gæti aldrei með sönnu sagt að ég metnaðist af að vera til dæm- is Íslendingur, eða breskur þegn, sem sumir stagast á að þeir séu „stoltir“ af. Ég var ekki til ráða kvaddur um ið fyrra og lög um ið síðara setti ég aldrei sjálfur. Ætti það fyrir mér að liggja að stíga út fyrir landsteina Kanada héldi ég mér heldur ekki neinn háska búinn þó ekki ætti ég neitt stórveldi að bakhjarli. Mér er nærri ánægja að í tilfinningunni sem fylgir því, að vita sig þá engan eiga að, nema mannúðina meðal vandalausra þjóða. Svo er líka fyrir að þakka, að henni má treysta nú á tímum þegar engar óspektir ganga, sé ferðalangurinn sjálfur fullvita og hrekkja- og hrokalaus og eigi engri óvild að mæta sökum þjóðar sinnar. Og ég er svo heppinn, að í öðrum löndum mun engan gruna, að þau eigi neitt grátt að gjalda litlu þjóð- inni sem ég hefi lengst verið við kenndur.“ (Bréf og ritgerðir IV: 367.) Stephan hafði farið heim til Ís- lands árið 1917. Í þeirri ferð heill- aðist hann af ofstækislausri mann- úð og velvild landa sinna. Nú er svo komið að ýmsir kunna að telja sig eiga þessari litlu þjóð grátt að gjalda. Þeir sem bera ábyrgð á hin- um staðfasta ofbeldisvilja að baki innrásinni í Írak hafa eyðilagt það sem kannski var verðmætara en flest annað í fari okkar og orðstír. Hvað þeim gekk til, sem gengu gegn vilja meginþorra þjóðarinnar, langar mig ekki til þess að velta fyrir mér að sinni. Við getum sent þeim mikilvæg skilaboð með því að styðja Þjóð- arhreyfinguna (www.thjodarhreyf- ingin.is) til að birta yfirlýsinguna „Innrásin í Írak ekki í okkar nafni“ í New York Times. Hægt er að hringja í síma 90 20000 og leggja þannig til 1.000 kr. Einnig má leggja frjáls framlög á bankareikn- ing 1150-26-833 (kt. 640604-2390). Verði afgangur af söfnunarfénu rennur hann óskiptur til Rauða kross Íslands til hjálpar stríðs- hrjáðum borgurum í Írak. Gegn staðföstum ofbeldisvilja Viðar Hreinsson fjallar um Íraksstríðið ’Þeir sem bera ábyrgðá hinum staðfasta of- beldisvilja … hafa eyði- lagt það sem kannski var verðmætara en flest annað í fari okkar og orðstír.‘ Viðar Hreinsson Höfundur er bókmenntafræðingur. ÞJÓÐARHREYFINGIN hefur hafið söfnun til birtingar á auglýsingu í virtasta dagblaði heims, New York Times, þar sem heimurinn fær að vita að aðeins tveir menn stóðu fyrir þátttöku okkar í Íraksstríðinu. Menn hafa spurt: Í hvers nafni er verið að auglýsa? Telur Þjóðarhreyfingin að hún geti auglýst í nafni þjóðarinnar? Varla mun meirihluti Íslend- inga taka þátt í þessari söfnun? Svarið við þessum spurning- um er einfalt. Ekki þarf fleiri en þrjá til að styðja auglýs- inguna og þá eru þeir orðnir fleiri en þeir sem stóðu fyrir þátttöku okkar í stríðinu. Aug- lýsingin í New York Times mun því alltaf endurspegla „vilja þjóðarinnar“ betur en vera okkar á lista „hinna stað- föstu“. Það breytir því ekki að auð- vitað er æskilegt að sem flestir leggi málefninu lið. Ég hvet fólk til að hringja í söfnunar- símann: 90 20000. Hallgrímur Helgason Auglýs- ingin í New York Times Höfundur er rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 334. tölublað (07.12.2004)
https://timarit.is/issue/258891

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

334. tölublað (07.12.2004)

Aðgerðir: