Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 23
MINNSTAÐUR
HAMRABORG 1, 200 KÓPAVOGI, SÍMI 554 4011, www.innval.is
hugmyndir
hönnun
innblástur
Tafir | Risaborvélarnar þrjár
hafa nú heilborað samtals rúm-
lega 9 km kílómetra löng göng að
því er segir á vefsvæðinu kara-
hnukar.is.
Það eru um 19% af heild-
arlengd ganganna sem boruð
verða við Kárahnjúka en þau
verða alls 48,3 kílómetrar. Fimm-
tán þúsund rúmmetrar af fylling-
arefni bættust við í Kárahnjúka-
stíflu í síðustu viku, en þar er
aðallega unnið við að steypa svo-
kallaðan távegg sem gegnir mik-
ilvægu hlutverki í undirstöðu
stíflunnar og leggja út hnoð-
steypu innan við távegginn. Hann
er nú um sex vikum á eftir áætl-
un og hefur það orðið áhrif á
framgang annarra verka. Orsak-
anna fyrir töfum má að einhverju
leyti rekja til þess að fastabotn
gljúfursins reyndist liggja neðar
en mælingar höfðu sýnt. Í Fljóts-
dal er langt komið að grafa í
stöðvarhúshellinum.
Tvær svokallaðar sográsar-
gryfjur eru þar í botninum, önn-
ur er tilbúin en unnið í hinni. Í
spennasal er haldið áfram að
leggja brautir í gólf til að unnt sé
að færa spennana til ef þurfa
þykir vegna viðhalds og viðgerða.
Steypt var í rennu fyrir kapla á
milli stöðvarhúss og spennasalar
og sömuleiðis er fram haldið
vinnu við að steypa upp veggi við
munna aðkomuganganna í Fljóts-
dal.
Umsóknir | 71 umsókn barst um
þær sjö stöður stjórnenda hjá Fljóts-
dalshéraði sem auglýstar voru lausar
til umsóknar um miðjan nóvember.
Umsóknarfrestur rann út 1. desem-
ber. Um er að ræða ný störf hjá sveit-
arfélaginu samkvæmt nýju skipuriti.
Umsóknirnar voru um stöður
menningar- og frístundafulltrúa, fjár-
málastjóra, verkefnis- og þróun-
arstjóra, umhverfisfulltrúa, héraðs-
fulltrúa, fræðslufulltrúa og skipu-
lagsfulltrúa.
Umsækjendur koma víða að, bæði
af Austurlandi og úr öðrum lands-
hlutum. Einnig bárust umsóknir er-
lendis frá. Unnið verður úr umsókn-
unum í desembermánuði.
AUSTURLAND
Seyðisfjörður | Jólaljós voru tendruð á jólatré við
Heilbrigðisstofnun Austurlands á Seyðisfirði um
helgina.
Að venju lék Lúðrasveit Seyðisfjarðar nokkur létt
jólalög og jólasveinar, sem að sjálfsögðu búa í fjallinu
Bjólfi, komu í heimsókn. Jólasveinarnir og bæjarbúar
sungu svo jólalög og dönsuðu fimlega kringum ljós-
um prýtt jólatréð.
Ljósmynd/EBB
Lúðrar gjalla Lúðrasveit Seyðisfjarðar lék í rökkurkyrrðinni.
Sveinkar úr Bjólfinum
Reyðarfjörður | Opnuð hefur verið
lágvöruverðsverslunin KASKO á
Reyðarfirði. Er hún til húsa þar sem
áður voru Sparkaup og Byggingar-
vöruverslun Kaupfélags Héraðsbúa
og rekin af sömu aðilum.
Verslunin er björt og rúmgóð, um
400 fermetrar ásamt lager og starfs-
mannaaðstöðu. Vöruverð mun með
því lægra sem þekkist á landinu og
gott vöruúrval.
Er þetta mikil búbót fyrir aust-
firsk heimili og á annað þúsund
manns mætti í verslunina opnunar-
daginn. Verslunarstjóri er Rúnar
Hartmannsson.
Í tilefni dagsins afhenti kaup-
félagsstjóri Kaupfélags Héraðsbúa,
Gunnlaugur Aðalbjarnarson, glímu-
deild UMF Vals 100 þúsund krónur
og voru glímukapparnir ásamt Þór-
oddi Helgasyni skólastjóra og þjálf-
ara mætt til að taka á móti kær-
komnum styrk.
Reyðfirðingar fá lág-
vöruverðsverslun
Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir
KHB gaf fé til glímu Gunnlaugur Aðalbjarnarson kaupfélagsstjóri og Þór-
oddur Helgason skólastjóri, sem tók við gjöfinni.
Hornafjörður | Um helgina var und-
irritaður samningur um varðveislu
Akureyjar SF 52 frá Hornafirði.
Varðveita á Akureyna á hafnarbakk-
anum innst í Hornafjarðarhöfn,
ásamt netum og fleira sem heyrði til
útgerð hennar.
Akurey er 106 rúmlesta eikarbátur
og var smíðuð í Danmörku. Hún kom
ný til Hornafjarðar vorið 1963 og var
lengstum í eigu Hauks Runólfssonar
hf. Skipið hefur hin síðustu ár verið í
eigu útgerðarfélagsins Garðeyjar
ehf., sem skv. vefnum hornafjordur.is
tókst á hendur að varðveita skipið og
koma því fyrir við höfnina.
Samningurinn um varðveislu Ak-
ureynnar er gerður millum Garðeyj-
ar ehf. og Menningarmiðstöðvar
Hornafjarðar, með þátttöku og
stuðningi Útvegsmannafélags
Hornafjarðar, Vökuls-Stéttarfélags
og Sveitarfélagins Hornafjarðar.
Þykir varðveisla skipsins renna stoð-
um undir eflingu sjóminjasafns á
Hornafirði og endurreisn gamla
hafnarsvæðisins þar. Garðey felur
Menningarmiðstöð Hornafjarðar
bátinn til varðveislu og gaf með hon-
um í heimanmund eina og hálfa millj-
ón króna.
Akurey SF 52 varðveitt
Send á safn
með heim-
anmund