Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 23 MINNSTAÐUR HAMRABORG 1, 200 KÓPAVOGI, SÍMI 554 4011, www.innval.is hugmyndir hönnun innblástur Tafir | Risaborvélarnar þrjár hafa nú heilborað samtals rúm- lega 9 km kílómetra löng göng að því er segir á vefsvæðinu kara- hnukar.is. Það eru um 19% af heild- arlengd ganganna sem boruð verða við Kárahnjúka en þau verða alls 48,3 kílómetrar. Fimm- tán þúsund rúmmetrar af fylling- arefni bættust við í Kárahnjúka- stíflu í síðustu viku, en þar er aðallega unnið við að steypa svo- kallaðan távegg sem gegnir mik- ilvægu hlutverki í undirstöðu stíflunnar og leggja út hnoð- steypu innan við távegginn. Hann er nú um sex vikum á eftir áætl- un og hefur það orðið áhrif á framgang annarra verka. Orsak- anna fyrir töfum má að einhverju leyti rekja til þess að fastabotn gljúfursins reyndist liggja neðar en mælingar höfðu sýnt. Í Fljóts- dal er langt komið að grafa í stöðvarhúshellinum. Tvær svokallaðar sográsar- gryfjur eru þar í botninum, önn- ur er tilbúin en unnið í hinni. Í spennasal er haldið áfram að leggja brautir í gólf til að unnt sé að færa spennana til ef þurfa þykir vegna viðhalds og viðgerða. Steypt var í rennu fyrir kapla á milli stöðvarhúss og spennasalar og sömuleiðis er fram haldið vinnu við að steypa upp veggi við munna aðkomuganganna í Fljóts- dal.    Umsóknir | 71 umsókn barst um þær sjö stöður stjórnenda hjá Fljóts- dalshéraði sem auglýstar voru lausar til umsóknar um miðjan nóvember. Umsóknarfrestur rann út 1. desem- ber. Um er að ræða ný störf hjá sveit- arfélaginu samkvæmt nýju skipuriti. Umsóknirnar voru um stöður menningar- og frístundafulltrúa, fjár- málastjóra, verkefnis- og þróun- arstjóra, umhverfisfulltrúa, héraðs- fulltrúa, fræðslufulltrúa og skipu- lagsfulltrúa. Umsækjendur koma víða að, bæði af Austurlandi og úr öðrum lands- hlutum. Einnig bárust umsóknir er- lendis frá. Unnið verður úr umsókn- unum í desembermánuði. AUSTURLAND Seyðisfjörður | Jólaljós voru tendruð á jólatré við Heilbrigðisstofnun Austurlands á Seyðisfirði um helgina. Að venju lék Lúðrasveit Seyðisfjarðar nokkur létt jólalög og jólasveinar, sem að sjálfsögðu búa í fjallinu Bjólfi, komu í heimsókn. Jólasveinarnir og bæjarbúar sungu svo jólalög og dönsuðu fimlega kringum ljós- um prýtt jólatréð. Ljósmynd/EBB Lúðrar gjalla Lúðrasveit Seyðisfjarðar lék í rökkurkyrrðinni. Sveinkar úr Bjólfinum Reyðarfjörður | Opnuð hefur verið lágvöruverðsverslunin KASKO á Reyðarfirði. Er hún til húsa þar sem áður voru Sparkaup og Byggingar- vöruverslun Kaupfélags Héraðsbúa og rekin af sömu aðilum. Verslunin er björt og rúmgóð, um 400 fermetrar ásamt lager og starfs- mannaaðstöðu. Vöruverð mun með því lægra sem þekkist á landinu og gott vöruúrval. Er þetta mikil búbót fyrir aust- firsk heimili og á annað þúsund manns mætti í verslunina opnunar- daginn. Verslunarstjóri er Rúnar Hartmannsson. Í tilefni dagsins afhenti kaup- félagsstjóri Kaupfélags Héraðsbúa, Gunnlaugur Aðalbjarnarson, glímu- deild UMF Vals 100 þúsund krónur og voru glímukapparnir ásamt Þór- oddi Helgasyni skólastjóra og þjálf- ara mætt til að taka á móti kær- komnum styrk. Reyðfirðingar fá lág- vöruverðsverslun Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir KHB gaf fé til glímu Gunnlaugur Aðalbjarnarson kaupfélagsstjóri og Þór- oddur Helgason skólastjóri, sem tók við gjöfinni. Hornafjörður | Um helgina var und- irritaður samningur um varðveislu Akureyjar SF 52 frá Hornafirði. Varðveita á Akureyna á hafnarbakk- anum innst í Hornafjarðarhöfn, ásamt netum og fleira sem heyrði til útgerð hennar. Akurey er 106 rúmlesta eikarbátur og var smíðuð í Danmörku. Hún kom ný til Hornafjarðar vorið 1963 og var lengstum í eigu Hauks Runólfssonar hf. Skipið hefur hin síðustu ár verið í eigu útgerðarfélagsins Garðeyjar ehf., sem skv. vefnum hornafjordur.is tókst á hendur að varðveita skipið og koma því fyrir við höfnina. Samningurinn um varðveislu Ak- ureynnar er gerður millum Garðeyj- ar ehf. og Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar, með þátttöku og stuðningi Útvegsmannafélags Hornafjarðar, Vökuls-Stéttarfélags og Sveitarfélagins Hornafjarðar. Þykir varðveisla skipsins renna stoð- um undir eflingu sjóminjasafns á Hornafirði og endurreisn gamla hafnarsvæðisins þar. Garðey felur Menningarmiðstöð Hornafjarðar bátinn til varðveislu og gaf með hon- um í heimanmund eina og hálfa millj- ón króna. Akurey SF 52 varðveitt Send á safn með heim- anmund
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.