Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 49 DAGBÓK „Frábært“ tilboð Símans HVAÐ þarf til að sjá Skjá einn á Austurlandi? Aðrar stöðvar sem menn verða að taka inn á stafrænu tilboði Símans: Skjár einn, RÚV*, DR1, BBC Prime, Discovery Channel, Sky News, Cartoon Network, MTV, Eurosport og enski boltinn (fleiri beinar útsend- ingar). Kostnaður: *Afnotagjald fyrir RÚV er innheimt óháð tilboði Sím- ans. Thomson SpeedTouch 580 þráð- laus beinir kr. 12.000. ADSL 1000- nettenging 3.820 pr mánuð. Mán- aðargjald fyrir „TOPP 10“ 1.695 pr mánuð. Samtals 5.515 pr mánuð án stofnkostnaðar fyrir sjónvarps- stöðvar sem eiga að vera fríar. Engar af þessum stöðvum rukka fyrir áskrift í Evrópu og Skjár einn er ókeypis annars staðar á landinu. Má virkilega mismuna fólki svona eftir búsetu? Mikið afskaplega er nú gott að eiga svona góða að eins og blessað ríkisfyrirtækið okkar Símann. Íbúar í ofangreindum bæjarfélögum geta fengið aðgang að dagskrá Skjás eins og RÚV og séð enska boltann sér að kostnaðarlausu skrái þeir sig fyrir 15. desember 2004. Hvernig er hægt að auglýsa að þetta sé þeim að kostn- aðarlausu þegar menn þurfa að taka inn adsl og borga fyrir beininn og af- notagjald af adsl? Má þetta? Bergmann Guðmundsson. Kápa tekin í misgripum áVínbarnum SÁ SEM tók kápuna mína í misgrip- um á Vínbarnum föstudagskvöldið 3. des. er vinsamlega beðinn að hafa samband við mig í 896 5119 eða við Gunnar Pál á Vínbarnum, til að skipta aftur. Kápan er svört kamel- ullarkápa með hettu og svörtum kan- ínufóðruðum leðurhönskum í vasa. Ein jólakápulaus. Svartur köttur týndur FRESSINN minn er búinn að vera týndur lengi. Hann er alveg svartur, geldur, eyrnamerktur R70015 og týndist frá heimilinu í Árbæ. Ef ein- hver hefur orðið var við svartan kött þá vinsamlega hafið samband í síma 587 1966 eða 866 0701. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Ný reglugerð, Aðgerðir gegn einelti ávinnustað er að líta dagsins ljós.Markmiðið með reglugerðinni er aðstuðlað að forvörnum og aðgerðum gegn einelti á vinnustöðum. Reglugerðin verður kynnt á morgunverðarfundi í fyrramálið kl. 8.30 til 10.00 á Grand hóteli Reykjavík. Á fundinum verður auk þess kynnt ný rann- sókn um einelti á vinnustað, vinnuskipulag og líð- an starfsmanna. Svava Jónsdóttir er sérfræð- ingur á rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins.“ Hver eru markmið nýju reglugerðarinnar? „Litið hefur verið svo á að andlegt og fé- lagslegt vinnuumhverfi falli undir markmið vinnuverndarlaganna. Með setningu reglugerðar um aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum er verið að leggja áherslu á að innan vinnustaðanna verði stuðlað að forvörnum gegn einelti og ótilhlýði- legri háttsemi. Flestar skilgreiningar á því hvað telst einelti á vinnustað vísa til neikvæðrar háttsemi sem beint er að einstaklingi eða einstaklingum á vinnustað, hvort sem háttsemin er líkamleg, orðbundin eða táknræn. Þá er áhersla lögð á að um sé að ræða kerfisbundna eða síendurtekna háttsemi sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að. Kynferðisleg áreitni og annað andlegt eða líkamlegt ofbeldi fellur undir skilgreininguna.“ Hvaða áherslubreytingar eru í nýju reglunum? „Í reglugerðinni kemur fram að atvinnurek- andi skal skipuleggja vinnu þannig að dregið sé úr hættu á að þær aðstæður skapist í vinnuum- hverfi, sem leitt geti til eineltis eða annarrar ótil- hlýðilegrar háttsemi. Skýrar kröfur og markmið eru forsenda þess að ábyrgð og verksvið starfs- manna og stjórnenda geti verið ljós. Óljósar væntingar um vinnuframlag geta leitt til ágrein- ings milli starfsfólks og jafnvel til niðurlægjandi framkomu og hegðunar. Þegar verkefnum er deilt á marga starfsmenn er mikilvægt að ábyrgð og verksvið hvers og eins sé ljóst til að koma í veg fyrir misskilning og óvissu í samskiptum.“ Hvaða ráð hrífa best gegn vinnustaðaeinelti? „Atvinnurekandi skal gera starfsfólki það ljóst að einelti og önnur ótilhlýðileg háttsemi er óheimil á vinnustað og honum ber skylda til að láta slíka háttsemi á vinnustað ekki viðgangast. Mikilvægt er að atvinnurekandi, í samráði við vinnuverndarfulltrúa vinnustaðarins og jafnvel starfsfólkið, móti stefnu og viðbragðsáætlun um aðgerðir gegn einelti á vinnustað. Starfsfólkið skal vera upplýst um hana og leitast skal við að hafa opna umræðu um samskipti og mismunandi starfsanda á vinnustöðum.“ Vinnuvernd | Ný reglugerð um einelti á vinnustöðum Vinnuveitandi ber ábyrgð á að einelti sé ekki liðið á vinnustað  Svava Jónsdóttir er menntuð hjúkr- unarfræðingur frá Hjúkrunarskóla Íslands og með sérmenntun í starfsmannaheilsu- vernd frá Arbetslivs- institudet í Svíþjóð. Hún hefur unnið sem eftirlitsmaður hjá Vinnueftirlitinu en starfar nú á rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins við verk- efni er varða heilsuvernd á vinnustað. RÚNA K. Tetzschn- er sýnir ljóðaskreyt- ingar á gjafakort og myndir og hand- skreyttar ljóðabæk- ur á handverks- markaði í Hús- dýragarðinum kl. 13.30–17 fram til 12. desember næstkomandi. Listakonan verður á staðnum. Ljóðaskreytingar á kort Skáldaspírukvöld verður haldið á Kaffi Reykjavík kl. 21 í kvöld. Flosi Ólafsson, Kristín Ómarsdóttir, Bald- ur Óskarsson, Ágúst Borgþór Sverrisson, Óskar Árni Ósk- arsson og Haukur Ingvarsson lesa úr bókum sínum. Skáldaspírur lesa Kristín Ómarsdóttir Sértilboð til e-kortshafa 50%AFSLÁTTUR ALLT A‹ F í t o n / S Í A Langar þig í nýtt heimili? Skipholti 29A 105 Reykjavík fax 530 6505 heimili@heimili.is opið mánudaga til föstudaga 9-17 sími 530 6500 Heimili er öflug og fersk fasteignasala í eigu þriggja fasteignasala sem allir starfa hjá fyrirtækinu og hafa áralanga reynslu af fasteignaviðskiptum Við leggjum sérstaka áherslu á vönduð og traust vinnubrögð og úrvals þjónustu. Metnaður okkar er að allir viðskiptavinir finni heimili við sitt hæfi og verði sáttir og ánægðir með samskiptin við okkur. Einar Guðmundsson, Finnbogi Hilmarsson, Bogi Pétursson, löggiltir fasteignasalar Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Aflagrandi 40 | Jóga kl. 10, línudans kl. 11, postulínsmálun kl. 13, baðþjón- usta þriðju-, fimmtu- og föstudaga. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, Handa- vinna kl. 9–16.30, leikfimi kl. 9, boccia kl. 9.45, smíði/útskurður kl.13–16.30. Aðventukaffi á morgun, miðvikudag- inn 8. desember. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, al- menn handavinna, böðun, vefnaður, leikfimi,línudans, boccia, fótaaðgerð. Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–14 kaffi og dagblöð, kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9– 16.45 hárgreiðslan opin, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 14–15 söngstund, kl. 15– 15.45 kaffi. FEBÁ, Álftanesi | Miðvikudaginn 8.desember verður farið að Gljúfra- steini, safni um Halldór Kiljan Lax- ness og síðan í Mosfellskirkju. Endað verður á kaffihlaðborði á veit- ingastaðnum Draumakaffi í Mos- fellsbæ. Farið frá Haukshúsum kl. 13, áætluð heimkoma um kl. 17.30. Skráning hjá Gunnari, Stefáni eða Guðrúnu. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák kl. 13. Miðvikudagur: Göngu–Hrólfar ganga frá Ásgarði Glæsibæ kl. 10. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Af- mælis– og aðventukaffi í Gullsmára, miðvikudaginn 8. desember kl. 14. Séra Gunnar Sigurjónsson flytur hug- vekju. Þórunn Elín Pétursdóttir syng- ur. Upplestur. Súkkulaðihlaðborð. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Hall- grímur Helgason rithöfundur og myndlistarmaður verður gestahöf- undur Leshóps FEBK Gullsmára þriðjudaginn 7. desember kl. 20. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Mál- un kl. 9.30, karlaleikfimi og búta- saumur kl. 13. Vatnsleikfimi í Mýrinni kl. 9.10, upplestur úr nýútkomnum bókum á Bókasafni í tengslum við leshringinn kl. 10.30, opið hús í safn- aðarheimili á vegum kirkjunnar kl. 13, kóræfing FEBG á sama stað kl. 17. Félagsstarf Gerðubergs | Fjölbreytt dagskrá og þjónusta virka daga kl. 9– 16.30 m.a.vinnustofur opnar, spila- mennska, sungið og dansað. Upplýs- ingar um starfsemina á staðnum, sími 575 7720 og www.gerduberg.is. Hraunbær 105 | Kl. 9 útskurður og hárgreiðsla, kl. 10, fótaaðgerð, kl. 12 hádegismatur, kl. 14 bingó, kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–13, boccia kl. 9.30–10.30, banka- þjónusta kl. 9.45, helgistund kl. 13.30 í umsjón séra Ólafs. Böðun virka daga fyrir hádegi. Fótaaðgerðir–hársnyrt- ing. Hæðargarður 31 | Betri stofan og Listasmiðjan opin 9–16, leikfimi 10–11, bókabíll kl. 14.15–15, Bónus kl. 12.40. Málverkasýning Gerðar Sigfúsdóttur, síðasti sýningardagur 10. desember. Miðar á Jólahlaðborðið komnir. 4 miðar óseldir á Vínarhljómleikana. Upplýsingar í síma 568–3132. Allir velkomnir. Krabbameinsfélagið | Aðventukvöld verður í Hafnarfjarðarkirkju 9. des- ember kl. 20.30. Sigþrúður Ingimund- ardóttir hjúkrunarforstjóri á Sólvangi flytur hugvekju. Óperukór Hafn- arfjarðar og Barna– og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju syngja. Séra Þór- hallur Heimisson leiðir athöfnina. Organisti Antonia Hevesi. Norðurbrún 1, | Kl. 9 smíði, kl. 10 boccia. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuð- borgarsvæðinu | Jólabingó í kvöld kl. 19.30. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30 handa- vinna, kl. 9.15–16 postulínsmálun, kl. 10.15–11.45 enska, kl. 11.45–12.45 há- degisverður, kl 13–16 bútasaumur, kl. 13–16 frjáls spil, kl 13–14.30 leshringur, kl 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, bókband og hárgreiðsla kl. 9, morgunstund og fótaaðgerðir kl. 9.30, félagsvist kl. 14. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl. 9. Fermingarfræðsla kl. 15, hópur 2. Áskirkja | Opið hús milli kl. 10 og 14 í dag, kaffi og spjall. Bænastund kl. 12. Boðið upp á léttan hádegisverð. Allir velkomnir. Bústaðakirkja | TTT-fundirnir eru á þriðjudögum kl. 17 í safnaðarheim- ilinu. Sjáumst hress. Nánari upplýs- ingar: www.kirkja.is. Digraneskirkja | KFUM&KFUK, 10–12 ára, kl 17:00–18:15. Opið frá 16:30. Alfa námskeið kl 20:00. Lokahóf. (www.digraneskirkja.is). Fella- og Hólakirkja | Strákastarf fyr- ir stráka í 3.–7. bekk er í kirkjunni alla þriðjudaga kl. 16:30–17:30. Síðasta samvera fyrir jól er þriðjud. 7. des. Fríkirkjan Kefas | Bænastund kl. 20.30. Allir eru hjartanlega velkomn- ir. Hallgrímskirkja | Starf með öldr- uðum alla þriðjudaga og föstudaga kl. 11–15. Súpa, leikfimi, kaffi og spjall. Fyrirbænaguðsþjónusta alla þriðju- daga kl. 10:30. Beðið fyrir sjúkum. Hjallakirkja | Prédikunarklúbbur presta á þriðjudögum kl. 9.15–11 í umsjá sr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar, héraðsprests. Bæna- og kyrrðarstund þriðjudaga kl. 18. KFUM og KFUK | Ad KFUK þriðju- daginn 7. desember fellur inn í sam- eiginlegan aðventufund með Ad KFUM fimmtudaginn 9. desember nk. Sjá auglýsingu þá. Kópavogskirkja | Bæna- og kyrrð- arstund í kirkjunni þriðjudaginn 7. desember kl. 12:10. Laugarneskirkja | Kl. 19:45 Trú- fræðsla. Bjarni Karlsson sóknar- prestur flytur erindi um sorgina. Allt fólk velkomið. Kl. 20:30 Kvöldsöngur í kirkjunni. Að þessu sinni gefst syrgj- endum kostur á að kveikja á bæna- kerti í minningu látinna ástvina. Kl. 21:00 Fyrirbænaþjónusta og kaffi- spjall í safnaðarheimilinu. Selfosskirkja | Í kvöld kl. 20 verður upplýsingafundur um málefni ekkla haldinn á vegum Geisla, félags um sorg og sorgarviðbrögð, og heldur sr. Bragi Skúlason erindi í safnaðarheim- ili Selfosskirkju. Erindið er einkum ætlað ekkjumönnum. Á eftir er kaffi- drykkja og umræður. Sr. Gunnar Björnsson. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 334. tölublað (07.12.2004)
https://timarit.is/issue/258891

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

334. tölublað (07.12.2004)

Aðgerðir: