Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurður Ásgrím-ur Geirdal Gísla- son fæddist í Grímsey 4. júlí árið 1939. Hann lést á Landspít- alanum 28. nóvember síðastliðinn. Foreldar hans voru Gísli Sig- urðsson sjómaður og Freyja Steinólfsdóttir Geirdal húsmóðir. Systkini Sigurðar eru Örn, f. 1940, Steinólf- ur, f. 1941, d. 1942, Eygló, f. 1944, Ægir, f. 1946, Steinólfur Sævar, f. 1948, d. 1993, og Jóhann, f. 1952. Auk þess á Sigurður hálfbróður, sam- mæðra, Svan, f. 1935. Eftirlifandi eiginkona Sigurð- ar er Ólafía Ragnarsdóttir versl- unarmaður og áttu þau fimm börn; Ragnheiði f. 1968, Hólm- fríði, f. 15.9. 1969, d. 21.10. 1969, Gísla, f. 1970, Ragnar, f. 1974, og Jóhann Örn, f. 1976. Stjúpsonur hans og sonur Ólafíu er Rúnar Þór, f. 1963. Áður átti Sigurður soninn Sigurjón Birgi, f. 1962. Sigurður lauk gagnfræðaprófi Á yngri árum keppti Sigurður í frjálsum íþróttum, glímu, sundi og júdó og gegndi síðar fjöl- mörgum trúnaðarstörfum fyrir íþróttahreyfinguna, auk fram- kvæmdastjórastarfs hjá UMFÍ. Fyrir Framsóknarflokkinn gegndi Sigurður einnig mörgum störfum. Hann var um tíma for- maður Félags ungra framsókn- armanna í Kópavogi, formaður Sambands ungra framsóknar- manna og átti sæti í miðstjórn Framsóknarflokksins til fjölda ára. Áður en Sigurður gerðist bæj- arstjóri átti hann sæti í nefndum á vegum Kópavogsbæjar og var varabæjarfulltrúi fyrir Fram- sóknarflokkinn kjörtímabilið 1970–1974. Fyrir störf sín í þágu íþrótta- og æskulýðsmála fékk Sigurður fjölda viðurkenninga, m.a. heið- ursfélagakross UMFÍ, gullmerki Íþróttasambands Íslands og Frjálsíþróttasambands Íslands og silfurmerki Glímusambands Íslands og Júdósambands Ís- lands. Einnig fékk hann ýmsar viðurkenningar fyrir félagsstörf frá ungmennafélögum hér á landi og víðar á Norðurlöndun- um. Útför Sigurðar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. frá Reykholtsskóla árið 1956, sam- vinnuskólaprófi frá Bifröst 1959, stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1980 og útskrifað- ist frá Háskóla Ís- lands 1985 sem við- skiptafræðingur. Starfsnám stundaði hann í Hamborg ár- ið 1959 og Kaup- mannahöfn 1961. Hann hóf störf hjá Kaupfélagi V-Hún- vetninga árið 1960 sem verslun- arstjóri og gegndi sömu stöðu hjá KRON árin 1962–1968. Frá 1970 til 1986 var hann framkvæmdastjóri Ungmenna- félags Íslands. Næstu fjögur ár, til 1990, var Sigurður fram- kvæmdastjóri Framsóknar- flokksins. Frá þeim tíma til dán- ardægurs var hann bæjarstjóri í Kópavogi og oddviti Framsókn- arflokksins í bæjarstjórn, eða í fjórtán ár, og var á sínu fjórða kjörtímabili. Nú er kveðjustundin runnin upp og ég set þessar hugleiðingar á blað fyrir hönd okkar systkinanna svo þær verða í bland okkar allra, og mínar eigin hugleiðingar. Það má með sanni segja að þú sért engum líkur. Allt sem þú gerðir gerðir þú með miklum krafti. Þú varst alltaf snöggur í hreyfingum, fljótur til þegar eitthvað átti að gera, lést þér fátt mannlegt óviðkomandi og lagðir þig allan í það sem þú gerð- ir. Það er því ekki að undra að það komi margt fram í hugann þegar litið er yfir farinn veg. Þegar þú æfðir eða kepptir í íþróttum var það ekki bara „til að vera með því nóg var til af keppnisskapinu. Þegar þú tókst við starfi fram- kvæmdastjóra UMFÍ var tímabil ykkar Hafsteins Þorvaldssonar eitt mesta uppgangstímabil í sögu fé- lagsins. Þú tókst að þér að leiða lista framsóknarmanna í Kópavogi og hófst þá uppvaxtarskeið flokksins þar. Á sama tíma byggðir þú húsið ykkar, tókst stúdentspróf úr öld- ungadeild og kláraðir viðskiptafræði í HÍ. Svona strákur væri sennilega á rítalíni í dag. Kópavogur var þér mikið hjartans mál. Vöxtur Kópavogs þann tíma sem þú hefur verið bæjarstjóri er með ólíkindum. Slíkur vöxtur á eng- an sinn líka hér á landi. Það kom sjaldan fyrir að við rifumst um póli- tík. Við ræddum oft um pólitík. Vor- um báðir í sveitarstjórnarmálum. Sennilega bárum við nógu mikla virðingu hvor fyrir öðrum til að hlusta. Við bjuggum stundum til að- stæður þar sem við gátum hist. Í Bláa lóninu sem þú sóttir oft og í há- deginu þegar ég var í Reykjavík. Þannig áttum við margar góðar stundir. Við ræddum um ólíkustu málefni, leystum lífsgátuna, helstu vandamál heimsins á hverjum tíma, fjölluðum um helstu atburði í lands- og sveitarstjórnarmálum, listir og skáldskap og svo skiptumst við í lok- in á helstu fréttum af fjölskyldunni. Fjölskylda okkar er fjölmenn og því var oft mikið fjör þegar hún kom saman. Sennilega eigum við systk- inin það sameiginlegt að hafa skoð- anir á flestum hlutum og vilja gjarn- an koma þeim á framfæri. Þegar hópurinn stækkaði, kom hann sjaldnar saman, hver og einn varð uppteknari af fjölskyldu sinni. Það voru hins vegar skemmtilegar stundir þegar hópurinn kom saman eins og t.d. í Grímsey sumarið 1996. Mamma ólst þar upp og þar bjuggu foreldrar okkar sín fyrstu búskap- arár. Þar fæddist þú. Ekki var síður skemmtilegt þegar við fórum í Málmey tveimur árum síðar. Pabbi og Jói bróðir hans voru með í Málm- ey en þar ólust þeir að miklu leyti upp. Eyjar heilluðu þig alltaf og voruð þið Ólafía dugleg við að ferðast til eyja víðsvegar um heiminn. Kæri bróðir, nú verða samveru- stundirnar ekki fleiri. Þú ert farinn. Það gerðir þú með sama krafti og annað. Öllum að óvörum fékkst þú hjartaáfall á sunnudagskvöldi og komst aldrei aftur til meðvitundar. Þessa helgi hafðir þú verið á fullu í starfi þínu. Skömmu áður sagðir þú okkur Huldu frá því að þú hefðir spilað fót- boltaleik í tilefni af tíu ára afmæli Smárans. Þú hafðir gaman af því að það hefði ekkert verið hægt að sjá að þú værir þeirra elstur. Þol þitt var síst minna. Þá datt engum í hug að svona stutt væri eftir. Í haust vorum við Hulda eina helgi hjá ykkur Ólafíu á Kirkjubæjar- klaustri. Þá ræddum við m.a. um hvað tæki við þegar þú hættir sem bæjarstjóri. Það var margt sem við vildum gera, m.a. ætluðum við að ferðast eitthvað saman. Nú verður ekkert af því. Þetta staðfestir enn að það er ekki rétt að fresta of miklu þar til betri tími gefst, þegar við er- um hætt að vinna. Við vitum aldrei hve mikill tími gefst. Því er ástæða til að nýta hann meðan hann er til staðar. Hvernig er hægt að sætta sig við það þegar svona gerist? Auðvitað vantar mikið þegar þú ert ekki leng- ur til staðar. Sérstaklega á það við um nánustu fjölskyldu þína, Ólafíu, börnin ykkar og barnabörnin öll. Það á líka við um okkur systkini þín og fjölskyldur okkar, tengdaforeldra þína og tengdafjölskyldu. Það eru líka margir aðrir að missa af góðum samstarfsmanni og vini. Kópavogs- búar, íþrótthreyfingin, listamenn, börn og margir fleiri missa góðan samherja og velgjörðarmann. Auðvitað er söknuðurinn mikill, en hvað felst í því. Erum við þá ekki að leggja megináherslu á það sem við nutum ekki með þér. Felst ekki í því að við söknum þess að geta ekki not- ið nærveru þinnar lengur og þinna góðu verka? Ég tel réttara að beina huga okkar nú á þessari döpru stundu að öllu því sem við nutum með þér? Eigum við ekki frekar að vera þakklát fyrir allt það sem þú gafst okkur? Ég vil fyrir hönd okkar systkina þinna og fjölskyldna okkar votta Ólafíu og börnunum okkar innileg- ustu samúð. Á sama hátt vil ég votta öllum þeim sem eiga nú um sárt að binda vegna þessa skyndilega brott- hvarfs þíns samúðar okkar. Ég óska jafnframt eftir því að hver og einn reyni að láta söknuðinn ekki ná of sterkum tökum á sér, heldur hugsi frekar til alls þess sem Siggi var okk- ur, með þakklæti í huga. Það er svo margt sem ástæða er til að þakka fyrir. Ég sendi þér kveðju frá okkur systkinum og mökum okkar, börnum og barnabörnum, með þakklæti fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Þinn yngsti bróðir, Jóhann. Nú er hinn glaði og góði drengur, Sigurður Geirdal, horfinn úr þessu jarðlífi og verður til moldar borinn í dag. Það er mikil eftirsjá að svo ágæt- um manni sem Sigurður var og mikið verður tilveran grárri fyrir alla þá sem nutu samvista við hann, bæði til lengri og skemmri tíma. Þegar dóttir mín Ásgerður Júníusdóttir hóf búskap og giftist syni hans Sigurjóni Birgi bundumst við Sigurður tengdaböndum sem reyndust mér og mínum afar traust og ánægjuleg. Það fór frá fyrstu stundu vel á með mér og Sigurði og hinni mætu konu hans Ólafíu Ragn- arsdóttur. Bakgrunni Sigurðar kynntist ég og nokkuð þegar ég tók á sínum tíma viðtal við föður hans Gísla Sigurðsson fyrir Morgunblað- ið. Þá vitraðist mér hvaðan Sigurður hefði hina björtu návist sem ein- kenndi hann í svo ríkum mæli og sem einnig sér stað í afkomendum hans, Ég hitti Sigurð ekki aðeins á fjöl- skylduvettvangi heldur líka við ýmis tækifæri sem snerti hans starf sem bæjarstjóra Kópavogs – og á stund- um bar fundum okkar saman í tengslum við Ritlistarhóp Kópavogs sem hann studdi dyggilega. Það var sama hvar ég hitti hann fyrir, hlýja hans og lífsgleði gerðu það að verk- um að alltaf fór ég glaðari af hans fundi. Það er ábyggilegt að hann hef- ur verið mörgum traustur bakhjarl með mannkærleika sínum og rækt- arsemi. Sigurður var raungóður maður og farsæll í starfi svo sem sjá má á öllu því sem hann fékk áorkað bæði sem bæjarstjóri í Kópavogi og í þágu ungmenna- og íþróttahreyfing- arinnar, svo eitthvað sé talið. En fyrst og síðast er hann eftirminnileg- ur maður fyrir sakir leiftrandi lífs- gleði, lifandi áhuga á öllu í kringum sig og ekki síst sinnar óborganlegu náttúrufyndni. Vandfundinn er skemmtilegri maður en Sigurður Geirdal var, gamanyrði hans og fundvísi á spaugilegar hliðar tilver- unnar yljuðu, því þau voru svo græskulaus. Fyndni hans var aldrei á annarra kostnað, hún særði ekki né niðurlægði neinn, hún gladdi og græddi og varpaði hlýju ljósi á lífs- leiðina sem hann gekk svo djarflega og óhikað – og gjarnan í forystu fyrir sínum samferðamönnum. Nú að leiðarlokum kveð ég Sigurð Geirdal með söknuði og mikilli eft- irsjá. Úr því að fráfall hans veldur mér slíkum sárindum, sem aðeins tengd- ist honum þó lauslega, hvílíkur hlýt- ur þá harmur þeirra og sorg að vera sem næstir honum stóðu, konu hans og börnum, tengdabörnum og barna- börnum. Ég bið Guð að milda þeirra mikla söknuð og kveð Sigurð Geirdal Gíslason með þakklæti fyrir glaðar og góðar stundir og þau vináttu- brögð sem hann sýndi mér og mínum frá fyrstu tíð og fram til þess síðasta. Megi minning hans lifa svo sem vert er. Guðrún Guðlaugsdóttir. Sigurður Geirdal bæjastjóri Kópavogs lést 28. nóvember 65 ára að aldri. Ég ætla ekki að rekja hér lífshlaup Sigurðar, það munu aðrir gera. Ég ætla að fara í fáum orðum yfir störf Sigurðar fyrir Kópavog. Sigurður tók við starfi bæjar- stjóra hér í Kópavogi 1990 þegar myndaður var nýr meirihluti í bæj- arstjórn Kópavogs af fimm bæjar- fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Sig- urði Geirdal bæjarfulltrúa Fram- sóknarflokks. Þessir flokkar hafa myndað meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs allar götur síðan og Sig- urður verið bæjarstjóri þar til hann lést. Það er öllum ljóst að meiri upp- bygging hefur átt sér stað í Kópa- vogi á þessu tímabili en annars stað- ar hér á landi og bærinn tekið meiri stakkaskiptum en dæmi eru um frá öðrum tíma. Sigurður hefur leitt þessa miklu uppbyggingu og ber ábyrgð á henni ásamt öðrum bæj- arfulltrúum meirihlutans. Frá því að sá meirihluti var myndaður 1990 hef- ur íbúum bæjarins fjölgað um hátt í helming og mörg ný stór verkefni eru á döfinni. Það er því ljóst að í mörgu hefur verið að snúast og vinnudagur Sigurðar því oft verið langur. Sigurður var ákaflega vel liðinn af samstarfsmönnum sínum í stjórn- málum. Hann gat verið fastur fyrir og lét ekki stundarhagsmuni slá sig út af laginu. Hann var traustur og stóð ávallt við alla samninga sem gerðir voru, því orð skyldu standa. Nú þegar Sigurður hverfur af braut er hans sárt saknað af samstarfs- mönnum bæði úr stjórnmálunum og eins vinnufélögum en þar naut hann bæði virðingar og vinaáttu. Auk þeirrar miklu vinnu sem Sigurður tók að sér fyrir bæjarfélag sitt vann hann að ýmsum öðrum málum bæði fyrir framsóknarmenn og sat í ýms- um stjórnum og ráðum. Ég vil fyrir hönd bæjarstjórnar Kópavogs þakka Sigurði samstarfið. Eiginkonu Sigurðar, Ólafíu Ragn- arsdóttur, og fjölskyldu færi ég inni- legar samúðarkveðjur. Gunnsteinn Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs. Kveðja frá Framsóknarflokknum Aðdragandi jólanna er tími gleði og tilhlökkunar um frið og helgi jólanna. En þessi tími er jafnframt tími áfalla, sorgar og saknaðar eins og aðrar stundir í lífinu. Vinur okkar og félagi Sigurður Geirdal hefur nú verið kvaddur á braut í blóma lífsins. Kallaður frá stórri fjölskyldu, ábyrgðarmiklu starfi og öllu því góða fólki sem trúði á hann og treysti í störfum sínum. Við sem urðum þess aðnjótandi að kynnast honum þekktum ekki já- kvæðari eða lífsglaðari mann. Mann sem naut þess í ríkum mæli að vera til, gera gagn og leysa úr erfiðum og vandasömum viðfangsefnum. Hann kom frá útverðinum í norðri, Grímsey, þar sem sólin sést allan sól- arhringinn á ákveðnum tíma ársins. Já, hann var sólargeisli í lífi margra og nú kveðjum við hann í svartasta skammdeginu. Sigurður Geirdal var óvenju fé- lagslyndur og gott dæmi um mann sem var uppalinn í mikilli nálægð við náttúruna og einangrun frá öðrum byggðum. Þar læra menn hvað sam- staðan skiptir mikli máli og það var ríkt í hans eðli að skapa samstöðu og standa og falla með verkum sínum Fyrir um það bil mánuði fór ég í heimsókn til Sigurðar í Kópavog á bæjarskrifstofurnar. Þetta var eitt af mínum fyrstu opinberu verkum í nýju embætti og í heimsókn sem stóð í nokkrar klukkustundir áttum við spjall og stundir sem ég mun ætíð minnast. Bæjarstjórinn fór með mig um meðal starfsfólksins og ég fékk að kynnast því sem hann og allt hans fólk var að gera. Ég fann mikla sam- heldni, brennandi áhuga og bjart- sýni. Mér varð ljós á þessum stutta tíma sú gífurlega uppbygging sem er í Kópavogi og hvernig hún er drifin áfram af einbeittum hug. Það var greinilegt að þar var valinn maður í hverju rúmi og mikið vinnuálag á öll- um. Hann henti gaman að því að fólk fengi ekki síst greidd laun með því að fá að vera í þessum skemmtilegu verkefnum. Það fór ekki milli mála að hann naut mikillar hylli og vin- sælda meðal starfsfólksins og honum var umhugað um velferð þess. Hann var stoltur fyrir hönd Kópavogs og íbúa hans. Hann talaði um fólkið með hlýju og nærgætni eins og hann var vanur að tala um fæðingarbyggðina sína í Grímsey. Það er mikill söknuður í Kópavogi og hann nær ekki síst til okkar fram- sóknarmanna sem sem höfum misst mikilhæfan foringja. Sigurður Geirdal var um langt árabil einn af altraustustu liðsmönn- um Framsóknarflokksins sem ávallt var tilbúinn til að hlýða kalli. Hann starfaði nánast alla ævi innan flokks- ins, fyrst sem forystumaður ungra framsóknarmanna m.a. í gegnum mikla umbrotatíma í starfi SUF. Í gegnum hin síðari ár lagði hann flokknum ávallt lið eftir megni og ár- ið 1986 var leitað til hans að gerast framkvæmdastjóri flokksins. Það er erfitt verk að vera framkvæmda- stjóri stjórnmálaflokks með lítil fjár- ráð. Sigurður gegndi því starfi um nokkurra ára skeið. Þar dró hann ekki af sér frekar en annars staðar. Þar naut glaðværð hans og kraftur sín vel og hann var ötull talsmaður og sáttasemjari í málum. Hann stýrði rekstri flokksins á tímum mik- illa breytinga í starfi hans og fórst það ákaflega vel úr hendi. Ung- mennafélag Íslands naut jafnframt krafta hans um árabil og þar tókst honum að skapa sama liðsanda sem er ein aðalástæðan fyrir vexti þeirr- ar mikilvægu hreyfingar. Þessi fé- lagsmálastörf voru honum mikill skóli og það er enginn vafi á því að honum tókst að skapa sama andann í kringum síg í Kópavogi. Það þurfti kjark og framsýni til að hefja Kópavog til þeirrar uppbygg- ingar og stærðar sem hann hefur náð í dag. Þar lyftu menn Grettistaki í samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Sigurður naut ekki einungis trausts innan þessara flokka heldur meðal allra íbúa í Kópavogi Hann fór ekki í mann- greinarálit og var tilbúinn að starfa með öllum og hlusta á sjónarmið úr öllum áttum. Hann hikaði ekki við að taka af skarið en gerði það með sín- um glaðværa hætti. Hann var tilbú- inn að sætta sig við málamiðlanir en hann var lítt gefinn fyrir það að vinna með fólki sem vildi ekki koma SIGURÐUR GEIRDAL REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 334. tölublað (07.12.2004)
https://timarit.is/issue/258891

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

334. tölublað (07.12.2004)

Aðgerðir: