Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 57 ÚT ER kominn bæði geisla- og mynddiskur, sem ber nafnið Joyful en í anda titilsins eru þetta diskar með gospeltónlist. Innihalda disk- arnir upptökur frá tónleikum Gosp- elkórs Reykjavíkur í Háskólabíói 1. nóvember í fyrra, sem haldnir voru til styrktar Samhjálp. Einvalalið á borð við Óskar Guð- jónsson, Sigurð Flosason og Ómar Guðjónsson, spilaði á hljóðfæri þetta kvöld en stjórnandi upptöku var Óskar Einarsson. Óskar hefur verið leiðandi í gospeltónlist á Ís- landi síðustu ár sem stjórnandi hins fjögurra ára gamla Gospelkórs Reykjavíkur og tónlistarstjóri Fíla- delfíu. Fyrsta upplagið með þúsund diskum samtals kláraðist í síðustu viku en nýtt upplag barst fyrir helgina og er Óskar ánægður með viðtökurnar. „Annað upplagið er komið í dreifingu og þetta gengur vel,“ segir hann. Þverkirkjulegur kór „Þetta er þverkirkjulegur kór þar sem enginn rígur er á milli trú- félaga,“ segir hann um Gospelkór Reykjavíkur. „Stærsti hlutinn er úr Þjóðkirkjunni en þarna er fólk úr Veginum, Krossinum, Fíladelfíu og alls staðar að.“ Nýjung er að tónleikar sem þess- ir komi út á mynddiski og er Óskar ánægður með útkomuna. Segir hann að allt frá því að kórinn tók til starfa á Kristnihátíðinni á Þingvöll- um árið 2000 hafi það verið draum- ur hjá honum að gefa út disk og mynddisk með stórtónleikum sem þessum. „Mynddiskurinn er til þess að fólk geti upplifað tónleikana og er diskurinn hljóðblandaður í „surround“ þannig að fólk geti upp- lifað sig á miðjum tónleikunum.“ Á diskunum er að finna uppá- haldslög Óskars. „Þetta eru lög sem ég hef haldið upp á í áravís. Meðal annars eru þarna lög eins og „Oh Happy Day“ og „Lean on Me“. Svo eru þarna fimm lög eftir Andraé Crouch en það má segja að hann sé lærifaðir minn í gospeltónlist og þess vegna vildi ég heiðra hann,“ segir Óskar en Crouch hélt tónleika fyrir fullu húsi hérlendis vorið 1997. Til viðbótar við kórfélagana koma við sögu á diskunum gesta- söngvarar á borð við Pál Rósin- kranz og Guðrúnu Gunnarsdóttur. Kórinn syngur líka bakraddir á nýrri plötu Páls og í nokkrum lög- um í væntanlegri Stuðmannamynd. „Við erum orðin Stuðmannakórinn, enda er þetta stuðtónlist.“ Óskar segist hafa fengið sér- staklega góðar viðtökur við gosp- elnámskeiðum sem hann hefur haldið víða um land. „Ég er búinn fara um landið og halda yfir 20 gospelnámskeið fyrir hátt í þúsund manns. Alls staðar er fullt á nám- skeiðin og í messunum sem haldnar eru í kjölfarið er mikil stemning.“ Af hverju er gospeltónlistin svona vinsæl? „Þessi tónlist er gleðigjafi. Hún er full af lífi og þetta lyftir mönnum upp í skamm- deginu. Menn þurfa ekki að vera trúaðir eða taka þátt í kirkjustarfi til að hlusta á þessa tónlist. Þetta er topptónlist með góðum boðskap.“ Tónlist | Gospel er málið á mynd- og geisladisknum Joyful Upplyfting í skammdeginu Morgunblaðið/Kristinn Óskar Einarsson hefur verið leiðandi í gospeltónlist á Íslandi síðustu ár sem stjórnandi Gospelkórs Reykjavíkur og tónlistarstjóri Fíladelfíu. Morgunblaðið/Kristinn Gospelkór Reykjavíkur á æfingu fyrir tónleikana í Háskólabíói í fyrra en búið er að gefa tónleikana út á plötu og mynddiski. ingarun@mbl.is TILNEFNINGAR til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2004 voru kunngerðar á föstudaginn var. Lágu þá fyrir tilnefningar í þrem- ur stærstu flokkunum; popp- og rokktónlist, sígildri tónlist og djasstónlist og auk þess auka- flokki sem tilnefnir bestu kápu- hönnun. Var þá eftir að upplýsa um til- nefningar í tveimur flokkum til viðbótar; plata ársins í flokknum Ýmis tónlist og Myndband ársins í flokki rokk- og popptónlistar. Eftirfarandi plötur eru til- nefndar í flokknum ýmis tónlist: Nói albínói – Slowblow Sálmar – Ellen Kristjánsdóttir Draumalandið – Sigurður Flosa- son og Gunnar Gunnarsson Silfurplötur Iðunnar Hjörturinn skiptir um dvalarstað – Hróðmar I. Sigurbjörnsson Enn er eftir að gefa upp hvaða myndbönd verða tilnefnd til tón- listarverðlaunanna í ár. Mugison og Jagúar hljóta, eins og fyrr hef- ur verið greint frá, flestar til- nefningar eða fimm talsins. Rokksveitin Brain Police hlýtur fjórar til- nefningar. Quar- ashi, Hjálmar og Ragnheiður Gröndal þrjár, sem og Björn Thoroddsen sem er til- nefndur í öllum þremur djass- flokkunum; sem flytjandi ársins, fyrir plötuna Lúther og lagið „Í dauðans höndum“. Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent við athöfn í Þjóðleik- húsinu 2. febrúar nk. Tónlist | Íslensku tónlistarverðlaunin 2004 Tilnefningar í flokkn- um ýmis tónlist Ellen Kristjánsdóttir Fólk folk@mbl.is Draumahjónaband Brads Pittsog Jennifer Aniston hangir á bláþræði ef marka má bresku götu- blöðin. Ástæðan er sögð æ nánari vinátta Pitts við Angelinu Jolie. Draumaparið Pitt og Aniston gengu í það heilaga árið 2000 og hefur gengið á ýmsu. Síðasta vandamál ku vera að Aniston hreint ekki sátt við hversu vel þeim er orðið til vina Pitt og Jolie, vinátta sem varð til er þau léku saman í myndinni Mr. and Mrs. Smith sem er væntanleg. Aniston grunar mann sinn ekki um að hafa haldið framhjá sér en varð samt æf er hún sá myndir af þeim Jolie frá tökustaðnum þar sem þau héldust í hendur. Hún ku þó naga Aniston tilhugsunin um að Jolie hafi tíðla átt í ástarsambandi við mót- leikara sína. SETH GREEN MATTHEW LILLARD DAX SHEPARD KRINGLAN kl. 10.10. Frá leikstjóra Mr Deeds kemur gamanmynd sem fær þig til að missa það algjörlega. Fór beint á toppinn í USA ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8.20. B.i. 12 ára. Kvikmyndir.is Le Poulpe(kolkrabbinn) Garde á Vue (Í varðhaldi) ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6 og 8. Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin S.V. Mbl.  Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin HILARY DUFF CHAD MICHAEL MURRRAY Sagan af Öskubusku í nýjum búningi KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.10 Kvikmyndir.is H.J.Mbl.  KRINGLAN Sýnd kl. 6. Ísl. tal KRINGLAN kl. 10.20. B.i. 16 ára. Stanglega bönnuð innan 16 ára ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.30. Stanglega bönnuð innan 16 ára KRINGLAN Sýnd kl. 6 og 8.10. Ísl. tal./ Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Enskt tal. H.L. Mbl. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. AKUREYRI Sýnd kl. 6. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. O P E N W A T E R KRINGLAN Forsýnd kl. 8. BEN AFFLECK CHATERINE O´HARA CHRISTINA APPLEGATE JAMES GANDOLFINI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.