Morgunblaðið - 07.12.2004, Síða 24

Morgunblaðið - 07.12.2004, Síða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Dimmalimm, íslenskumyndskreytiverð-launin voru veitt ígærkvöldi í Gerðubergi. Það var Áslaug Jónsdóttir sem hlaut verð- launin fyrir myndskreyt- ingar sínar í bókinni Nei! sagði litla skrímslið. „Þetta leggst að sjálfsögðu af- skaplega vel í mig og ég er mjög kát með þetta,“ sagði hún í samtali við Morgun- blaðið. Í verðlaununum fel- ast peningaverðlaun sem Áslaug segir að sjálf- sögðu koma sér vel, líkt og alltaf í þessum bransa. „Ekki síst í barna- bókabransanum! En í öll- um verðlaunum felst hrós, og það er alltaf gott að fá. Það geta allir viðurkennt. Og þegar ég sé litla skrímslinu mínu stillt upp við hliðina á Engli í Vestur- bænum og Mánasteininum hans Brians, þá er ég mjög stolt.“ Tóku málin í sínar hendur Í niðurstöðum dómnefndar kom fram að leitað væri að myndskreytingum „sem ykju við hinn ritaða texta með hugmyndaríku upp- broti á formi og myndmáli, sem aftur yrði til þess að örva ímyndunarafl og þroska fé- lagsvitund ungra lesenda.“ Þótti Nei! sagði litla skrímslið uppfylla flest þau skilyrði. „Myndmál Áslaugar er bæði stórbrotið og fyndið og helst í hendur við brot bókarinnar, samspil mynda, texta og rýmis á síðum er óvænt og líflegt og síðast en ekki síst er boð- skapurinn áríðandi en aldrei uppáþrengj- andi,“ sagði ennfremur í áliti dómnefndar. Nei! sagði litla skrímslið var unnin í samvinnu við tvo norræna barnabóka- rithöfunda, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler, en þau skrifuðu söguna ásamt Áslaugu sjálfri. Leiðir þeirra lágu saman fyrir þremur árum þegar efnt var til námskeiðs fyrir norræna teiknara og barnabókarithöfunda á Biskops Arnö í Svíþjóð. „Um þá helgi varð til grunnurinn að þessari bók,“ segir Áslaug. „Vegna þess knappa tíma sem við höfðum notaði ég klippimyndatæknina til að skapa myndir á meðan við spjölluðum og ræddum um söguna. Síðan tók auðvitað við margra mánaða vinna við að gera bókina að því sem hún er núna.“ Að sögn Áslaugar á stóra skrímslið í bókinni sér fyrirmynd – en það var einn af þátttakendunum í námskeiðinu ytra. „Þannig að við litlu skrímslin urðum að ákveða hvernig við ætluðum að taka á mál- unum,“ segir hún og hlær. Fagmennska eykst Áslaug er ein af 25 myndskreytum sem eiga verk á sýningunni „Þetta vilja börnin sjá!“ sem nú stendur yfir í Gerðubergi. Að hennar mati hefur metnaður fyrir myndskreytingum í barnabókum aukist mjög á undanförnum ár- um. „Það er meiri fagmennska með hverju árinu sem líður,“ segir hún. „Mér fannst það hins vegar ekki fyrst, þegar ég var að byrja í fag- inu fyrir fimmtán árum síðan. En nú sé ég ánægjulega breytingu, og finnst frábært að Gerðuberg skuli standa fyrir sýningu af þessu tagi.“ Þetta er langt frá því að vera frumraun Ás- laugar þegar kemur að myndskreytingum, en hún myndskeytti til að mynda verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar, Blái hnötturinn. Listgreininni kynntist hún við nám í Dan- mörku, í Skolen for brugskunst sem nú heitir Danmarks designskole. „Ég útskrifaðist það- an sem „illustrator“ og grafískur hönnuður. Danir hafa fína hefð í myndskreytingum bæði í bókum og blöðum, og ég gerði mér varla grein fyrir því að þetta fag væri til fyrr en ég hélt þarna út. Það voru fáir að myndskreyta hér á þeim tíma, og enn í dag finnst mér að það mætti nota myndskreytingar miklu meira. Því myndlýsing er bara myndgerð hug- mynd og getur oft gefið mjög skýr skilaboð.“ Þetta er í þriðja sinn sem Dimmalimm-verðlaunin eru veitt, en Penninn, Félag íslenskra bókaútgefenda, Myndstef, Gerðuberg og Félag íslenskra teiknara standa að verðlaununum. Í dómnefnd sátu Þórdís Alda Sigurðardóttir myndlistarmaður, Kalman le Sage de Font- enay, grafískur hönnuður, og Aðalsteinn Ing- ólfsson listfræðingur, sem var formaður henn- ar. Vakti athygli á þremur öðrum bókum Dómnefndin taldi rétt að vekja einnig at- hygli á eftirtöldum bókum, auk bókar Áslaug- ar: Grautardalls sögu með myndum Sigur- borgar Stefánsdóttur, Litla bangsa eftir Illuga Jökulsson með tölvuteikningum Inga Jenssonar og Ragga litla í jólasveinalandinu eftir Harald S. Magnússon, þar sem börn sjá alfarið um myndskreytingarnar. Bækur | Áslaug Jónsdóttir hlýtur Íslensku myndskreytiverðlaunin fyrir Nei! sagði litla skrímslið Morgunblaðið/Árni Torfason Áslaug Jónsdóttir tekur við verðlaununum úr hendi Aðalsteins Ingólfssonar. Mætti nota myndskreytingar miklu meira HEIMSSTYRJÖLDIN síðari er mönnum um allan heim drjúg upp- spretta frásagna, vitnisburða og ann- arra hugverka. Hér á landi hafa augu manna m.a. beinst að örlögum þeirra Þjóðverja sem hér dvöldust fyrir stríð og við hernám Breta. Sindri Freysson hefur nú sent frá sér heim- ildarskáldsögu sem er byggð á reynslu Augusts Lehrmanns sem tókst að fara huldu höfði hér á landi í heilt ár. Þetta útlagaþema er raunar alkunnugt í íslenskum bókmenntum, ekki síst fornritum. Mætti í því sam- hengi nefna Grettlu og Gísla sögu. Bók Sindra gerist einmitt að mestum hluta á söguslóðum sem eru í ná- grenni við sögusvið Gísla sögu á Vestfjörðum. Hún nefnist Flóttinn og er fyrst og fremst skáldsaga, þrátt fyrir tengsl við veruleika styrj- aldarinnar. En hún byggist á vand- aðri heimildavinnu og leggur fram ýmsar spurningar varðandi afstöðu Íslendinga til stríðsins. Heimildarskáldsagan sem form býður upp á ýmsar leiðir. Ein leiðin er að fella vitnisburð inn í ramma skáldsögu, önnur að leita uppi sögu- legar týpur eða sögulega mikilvægar persónur. Sindri velur hins vegar þá leið að beita sögulegum rannsóknum á lífsháttum Íslendinga á stríðsár- unum, einkum millistéttarfólks og bænda sem með einum eða öðrum hætti koma við sögu Þjóðverjans, styðja hann eða svíkja hann. Sindri beinir þó umfram allt annað athygli sinni að hinum þýska einstaklingi, sem í bókinni nefnist Thomas Lang, sögu hans, uppruna og örlögum. Meginstyrkur þess- arar bókar er trúnaður höfundar við söguefnið. Margt af því sem fjallað er um í þessari sögu er unnið af ná- kvæmni og þolinmæði. Ekkert er einfalt og í sögunni er okkur sýnt fram á hvernig t.a.m. afstaða Íslendinga til stríðsaðila var engan veginn einlit og hvern- ig hún tók breytingum. Þetta gerir Sindri í gegnum persónur, per- sónusögur og persónusköpun án þess að lesandi fái á tilfinninguna að fyrst og fremst sé um söguleg fræði að ræða. Tök hans á efninu eru mjög góð. Jafnframt tekst honum að gæða sögu Þjóðverjans lífi og spennu. Ef einhvern veikleika er að finna er það helst hversu mikla áherslu höfund- urinn leggur á að lýsa volki og vos- búð útilegumannsins á meðan hann leitar sér skjóls í mannabyggðum. Þar hættir honum dálítið til end- urtekninga. Hins vegar undirstrikar sá þáttur vel hörmulega stöðu flótta- mannsins. Thomas Lang, aðalpersóna sög- unnar, hefur fengið herþjónustu- þjálfun í heimalandi sín en er sendur til starfa hjá þýskum kaupmanni í Reykjavík. Staða hans er því af þeim sökum afar veik þegar Bretar her- nema landið. Sú mynd sem Sindri dregur upp af þessari persónu ein- kennist af innri átökum. Skyldan býður honum að leita frelsis og berj- ast fyrir föðurlandið. Hann er sann- færður nasisti og lítur á óvinina sem illþýði. Slík sýn er honum nauðsyn- leg, forsenda flóttans, forsenda þess að komast af: „Dagur- inn sem óvinurinn tek- ur á sig mannsmynd huga okkar er dagurinn sem við töpum stríð- inu,“ segir hann á ein- um stað. En einmitt þessi orð eru forsendur allra stríða og það sem áróðursmaskínur allra stríðandi aðila, líka þeirra sem nú stríða, reyna að breiða yfir. Höfnun hins mannlega í andstæðingnum er forsenda þess að hægt sé að halda úti stríði til lengdar. Það er kannski meginboðskapur sögunnar. En Thomas er á hinn bóginn mannlegur náungi sem yfirvinnur ómennsku nasismans af því að hann er sjálfur í stöðu fórnarlambsins. Eigi að síður hlífir Sindri persónu sinni og þýsku stríðsvélinni ekki í lýsingu sinni. Sama má raunar segja um þá mynd sem hann dregur upp af höfuðand- stæðingi Thomasar, Bretanum Wise, sem birtist á yfirborðinu sem herra- maður en reynist hinn versti hrotti. En athygli bókarinnar er ekki síst beint að afstöðu Íslendinga til þess- ara hörmungatíma og þeirri tilfinn- ingu og ef til vill sektarkennd sem við berum í brjósti fyrir að hafa kannski grætt á stríðinu sem auðvit- að er firra því að ef um slíkt var að ræða voru Íslendingar ekki spurðir. Það voru utanaðkomandi öfl sem réðu. Hér er því á ferðinni heimilda- skáldsaga sem veltir upp ýmsum spurningum. Hún er vönduð að allri gerð og heldur athygli lesanda frá upphafi til enda. Flóttasaga BÆKUR Skáldsaga eftir Sindra Freysson, JPV-útgáfa. 2004 – 359 bls. Flóttinn Skafti Þ. Halldórsson Sindri Freysson BRESKI listamað- urinn Jeremy Deller hlaut Turner-verð- launin í ár fyrir myndbandsverk sem fjallar m.a. um heimabæ George W. Bush Bandaríkjaforseta í Texas. Verðlaun- in voru afhent á Tate Britain- safninu í London í gærkvöldi. Deller fékk verðlaunin fyrir verkið „Memory Bucket“, sem greinir frá píla- grímsför gegnum Texas að búgarði Bush, eftirlætis hamborgarabúllu hans og skrúð- göngu sem Deller stóð fyrir gegnum spænsku borgina San Sebastian. Deller er þekkt- astur fyrir að skipuleggja við- burði og sam- vinna og þátttaka eru lykilatriði í listsköpun hans. Þótt Turner-verðlaunin séu oft umdeild eru þau eigi að síður virt- ustu verðlaun sem veitt eru fyrir samtímalist í Bretlandi. Verðlaunin eru ár hvert veitt þeim listamanni undir fimmtugu sem þykir hafa skarað fram úr árið á undan í Bret- landi. Að sögn breska ríkisútvarpsins nemur verðlaunaféð 25.000 pund- um, sem samsvarar rúmum þremur milljónum króna. Fjórir aðrir listamenn voru til- nefndir til verðlaunanna í ár: Ben Langland og Nicky Bell fyrir verk- ið „House of Osama bin Laden“, Kutlug Ataman fyrir myndbands- verk og Yinka Shonibare fyrir skúlptúr-innsetningar. Reuters Breski listamaðurinn Jeremy Deller stendur við eitt verka sinna eftir að honum voru veitt Turner- myndlistarverðlaunin eftirsóttu í London í gær. Jeremy Deller fékk Turner-verðlaunin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.