Morgunblaðið - 09.12.2004, Page 2

Morgunblaðið - 09.12.2004, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SÁTT NÆST Í ÚKRAÍNU Stjórnarsinnar og stjórnarand- stæðingar á þingi Úkraínu náðu í gær sátt um málamiðlun til að leysa stjórnmálakreppuna sem ríkt hefur í landinu síðustu vikur. Þingið sam- þykkti umbætur á kosningalögum og breytingar á stjórnarskránni. Félag um olíuleit við Ísland Stofnað hefur verið félagið Geysir Petroleum hf. hér á landi af norsk- um og skoskum aðilum. Markmið og tilgangur fyrirtækisins er að vinna að rannsóknum og olíuleit við Ísland og Færeyjar. Upplausn blasir við í Darfur Ástandið í Darfur-héraði í Súdan hefur ekkert batnað og blasir þar ekki við annað en algert stjórnleysi, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Laun bankamanna hækka Nýr kjarasamningur Sambands íslenskra bankamanna, SÍB og SA, sem undirritaður var í gær felur í sér 15-19% launahækkun fé- lagsmanna á samningstímanum sem er til 1. október 2008. Mestu skilar samningurinn fyrir félagsmenn í lægstu launahópunum með minna en 250 þúsund kr. mánaðarlaun. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 34 Erlent 14/16 Umræðan 34/37 Minn staður 18 Bréf 37 Höfuðborgin 22 Minningar 38/45 Akureyri 22 Dagbók 50/52 Austurland 23 Myndasögur 50 Suðurnes 24 Staður og stund 52 Landið 24 Fólk 56/61 Listir 26/27, 53/54 Bíó 58/61 Daglegt líf 28/29 Ljósvakamiðlar 62 Neytendur 30/31 Veður 63 Forystugrein 33 Staksteinar 63 * * * Kynningar – Morgunblaðinu fylgir auglýsingablaðið Smáralind í jóla- skapi. Einnig fylgir auglýsingablaðið Akureyri. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                  ! " #          $         %&' ( )***                         Á AUKAFUNDI framkvæmda- stjórnar Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar (WHO), sem hefst í Reykjavík í dag, verður fjallað um áhrif ólíkra þátta á lýðheilsu í heim- inum á komandi árum. Davíð Á. Gunnarsson, formaður fram- kvæmdastjórnar stofnunarinnar, segir mikilvægt fyrir stofnunina að reyna að búa sig undir þau heilbrigð- isvandamál sem hún kemur til með að fást við í framtíðinni. Þetta er í fyrsta skipti sem fram- kvæmdastjórn stofnunarinnar held- ur fund hér á landi en Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu, var kjörinn formaður fram- kvæmdastjórnarinnar fyrr á þessu ári. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem gegnir þessu starfi og fyrsti Norðurlandabúinn sem kosinn er í framkvæmdastjórnina í fjörutíu ár. Meðal þeirra sem sækja fundinn í Reykjavík er forstjóri Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar, dr. Lee Jong-wook frá Suður Kóreu. Hann tók við starfi forstjóra stofnunarinn- ar af Gro Harlem Brundtland í maí á síðasta ári eftir að hafa starfað hjá stofnuninni um 20 ára skeið Davíð sagði að á fundinum yrði farið yfir nokkrar af helstu forsend- um fyrir heilsufari og velferð í heim- inum næstu 10–15 árin. „Aðaltil- gangur fundarins er að skoða hvernig Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin getur reynt að tryggja að þúsaldarmarkmiðin, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sett fram, nái fram að ganga. Á fundinum verða m.a. lagðar fram þrjár mismunandi spár um hvað gæti gerst á næstu 10–15 árum. Í því sem kalla má versta kostinn er talað um hvað gerist ef upp koma erfiðar drepsóttir eins og hafa komið upp, eins og spænska veikin og svarti dauði. Í besta kostinum er lýst hvað gerist ef menn halda áfram að vinna árangursríkt að vandamálum sem við stöndum frammi fyrir og ef þjóð- ir heims setja fjármuni í að berjast gegn eyðni í Afríku og A-Evrópu.“ Davíð sagði að mikilvægi fundar- ins fælist ekki síst í því að á honum væri ætlunin að horfa lengra fram í tímann en að jafnaði væri gert á þingum og stjórnarfundum. Með því að horfa lengra fram í tímann væri verið að reyna að aðlaga stofnunina og þar með fjárlög hennar þeim vandamálum sem blasa við, svo að árangurinn yrði meiri. Á meðan framkvæmdastjórn Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar dvelur hér á landi mun hún hitta Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, og Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra. Þá mun Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra ávarpa fram- kvæmdastjórnina í upphafi fundarins og í lok fundarins á morg- un, föstudag, verður flutt ávarp ut- anríkisráðherra, Davíðs Oddssonar. Aukafundur framkvæmdastjórnar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ræða heilsufarsvanda- mál næstu 10–15 ára Morgunblaðið/Sverrir Jón Kristjánsson, dr. Lee Jong-wook, Ólafur Ragnar Grímsson, Dorrit Moussaieff og Davíð Á. Gunnarsson í móttöku á Bessastöðum. EINN maður hefur fengið réttar- stöðu grunaðs manns vegna rann- sóknar lögreglunnar á Sauðárkróki á eldsvoðanum á laugardag. Hann fékk þessa réttarstöðu í lok skýrslu- gjafar hjá lögreglu í gær og var sleppt að því loknu. Eldurinn kom upp á laugardags- morgun og beið einn maður bana í eldsvoðanum. Björn Mikaelsson, yfirlögreglu- þjónn á Sauðárkróki, segir að þótt maðurinn hafi réttarstöðu grunaðs manns vegna eldsvoðans, sé hann á þessu stigi ekki grunaður um að hafa vísvitandi kveikt í, né sé heldur búið að slá því föstu að um íkveikju hafi yfirleitt verið að ræða. Vegna rann- sóknar málsins hafi á hinn bóginn þótt rétt að veita manninum réttar- stöðu grunaðs manns ef síðar yrði skorið úr um að kveikt hefði verið í húsinu. Björn segir að samkvæmt framburði sem liggi fyrir í málinu hafi maðurinn verið síðastur út úr stofunni þar sem eldurinn kviknaði. Hann er talinn hafa verið í húsinu þegar eldurinn kom upp þar sem hann var sótugur þegar lögregla kom á vettvang. Maðurinn segist ekkert muna eftir atburðum morg- unsins en hann var mjög ölvaður. Búið er að ræða við fjölda manns vegna rannsóknarinnar. Björn segir að nú sé beðið eftir niðurstöðu tæknideildar lögreglunnar í Reykja- vík um efni sem fundust á vettvangi og hvort rannsókn geti skýrt atvik. Bruninn á Sauðárkróki á laugardag Með réttarstöðu grunaðs manns RÍKISSAKSÓKNARI telur ungan mann sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps með öxi á veitinga- staðnum A. Hansen í Hafnarfirði í haust ekki eiga sér neinar málsbæt- ur. Sex ára fangelsi sé hæfileg refs- ing miðað við þau dómafordæmi sem hafa verið gefin fyrir álíka sakir. Maðurinn er ákærður fyrir átta líkamsárásarbrot gegn ákveðnum fjölda fólks, allt frá kýlingum til beit- ingar axar með því að höggva tvo menn í höfuðið, á veitingastaðnum A. Hansen. Við flutning málsins fyrir Héraðs- dómi Reykjaness sagði Sigríður Jós- efsdóttir, fulltrúi ríkissaksóknara, það vera hendingu að ekki skyldi fara verr þegar ákærði hjó fórnar- lömb sín. Hlyti ákærða að vera það ljóst hvaða afleiðingar þessi vopn- beiting hefði í för með sér. Hefði árásin og hin ofbeldisbrotin beinst gegn mikilvægum hagsmunum og verið ófyrirleitin og tilefnislaus. Sjö vitni voru leidd fyrir dóminn og breytti eitt þeirra framburði sín- um fyrir dómi frá lögregluskýrslu á þann veg að það hefði heyrt en ekki séð þegar ákærði hjó 2–3 sinnum með öxinni. Lífsýnarannsókn á öxinni hæpin Kristján Stefánsson, verjandi ákærða, krafðist sýknu af ákærunni sem fjallar um axarárásina, svo og langflestum hinna ákæranna. Gagn- rýndi hann rannsókn málsins og sak- aði lögreglumenn um að brjóta frið- helgi heimilis ákærða í tengslum við einn þátt málsins sem sneri að því þegar hann kýldi fullorðinn mann í magann eitt sinn. Þá gagnrýndi hann að ákærði hefði verið settur í gæslu- varðhald án skýrslutöku á undan. Varðandi öxina tók verjandinn fram að lífsýnarannsókn á henni hefði ekki tengt verkfærið við meint brot ákærða á A. Hansen. Víst hefði öxi fundist heima hjá ákærða og ver- ið tekin af honum en ekki eitt einasta vitni hefði séð ákærða fara með öxi út af veitingastaðnum, hvað þá séð hann koma með slíkt vopn inn. Hefði ákærði komið inn á staðinn og lent í átökum við mann sem hann þekkti og var þar á ferð einstaklingur sem hefði beitt ákærða ofbeldi fyrr. Mundi ákærði eftir því að hafa tekið af honum áhald og beitt því í sjálfs- vörn, skelfingu lostinn. Slíkt hjálp- ræði ætti mönnum að vera leyft. Krafist fangelsis fyrir manndrápstilraun með öxi Ófyrirleitnar og tilefnislausar árásir HREFNA, sem merkt var í Faxaflóa hinn 27. ágúst er nú komin í Kanarí- strauminn, um 1000 km norðvestur af Grænhöfðaeyjum, samkvæmt því sem fram kemur á vef Hafrann- sóknarstofnunar. Sjö hrefnur voru merktar í Faxaflóa í sumar en ekki hefur frést til hinna dýranna frá 8. október. Þann 17. nóvember bárust merki frá hrefnunni um gervitungl og var hún þá stödd yfir Mið- Atlantshafshryggnum, um 500 sjó- mílur vestur af Norður-Spáni. Bár- ust sendingar síðan 23. nóvember en þá hafði dýrið farið 700 km suð- ur á bóginn og var við Azoreyjar. Íslensk hrefna í hitabeltinu Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.